Færslur: orkuskipti

Allt að fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir í orkuskiptin
Virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á næstu 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Þá er miðað við sviðsmynd Samorku, um að notkun stórnotenda raforku, stóriðju og annars orkusækins iðnaðar haldi áfram að aukast eins og verið hefur. Kárahnjúkavirkjanirnar yrðu aðeins þrjár, ef gert er ráð fyrir núverandi tækni og að orkuþörf almenns markaðar og stórnotenda breytist ekki. Íslendingar standa frammi fyrir erfiðum spurningum um orkuframleiðslu á næstu árum.
60 prósent nýrra bíla vistvænir
Orkuskipti í samgöngum eru eitt brýnasta verkefni komandi ára og áratuga, ef litið er til áskorana í loftslagsmálum, sjónarmiða um umhverfisvernd og aukinna krafna um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Sextíu prósent nýrra bíla hérlendis eru nú vistvænir.
Sjónvarpsfrétt
Hafrar og hlaupbangsar gott nesti í hjólatúrinn
Hjálmum prýddur og mikið til neongrænn hópur lagði hjólandi af stað frá Laugardalnum í Reykjavík í morgun, staðráðinn í að hjóla sem flesta kílómetra á næstu þremur vikum. Atvinnuhjólreiðarmaður hvetur fólk til þess að taka með sér hafrastykki og jafnvel sælgætismola í hjólatúrinn. Og ekki sé verra að detta í nokkrar teygjur á leiðarenda. 
04.05.2022 - 19:28
Vind- og sólarorka 10% allrar raforku
Um 10% af allri raforku sem notuð var í heiminum í fyrra voru framleidd með vind- og sólarorkugjöfum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Um 38% voru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Kolabrennsla hefur einnig aukist verulega.
30.03.2022 - 04:49
Spegillinn
Deilt um vindorku í Svíþjóð
Framleiðsla vindorkuvera hefur þrefaldast á síðustu fimm árum í Svíþjóð og á eftir að aukast enn, gangi áform stjórnvalda eftir. Langstærstur hluti af fjárfestingum í vindorkuverum, er erlendis frá og svo gæti farið að bæði rafmagnið og hagnaðurinn af framleiðslu þess, fari beint úr landi.
19.03.2022 - 08:04
Sögðu lykilatriði að nota orkuna í innlend orkuskipti
Orkuiðnaðurinn er óseðjandi og gæti virkjað hvern einasta dropa án þess að þykja nóg sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um orkuskipti á Alþingi í dag. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og sagði að forgangsraða verði orku til orkuskipta.
Viðtal
Tækifæri glatist vegna skorts á raforku
Tækifæri í nýsköpun hafa glatast vegna raforkuskorts, segir fulltrúi í starfshópi á vegum umhverfisráðherra. Ekki hafi verið lagt mat á hversu mikið tekjutap þetta er fyrir þjóðarbúið. „Þannig að við erum að verða af ákveðinni verðmætasköpun um allt landið,“ segir Sigríður. 
08.03.2022 - 22:56
Viðtal
Íslenskri náttúru yrði fórnað með 125% meiri orkuöflun
Framkvæmdastjóri Landverndar andmælir því sem kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps umhverfisráðherra, að eigi að ná fullum orkuskiptum fyrir 2040 og halda áfram að auka framleiðslu, verði að afla 125% meiri raforku. „Þetta er spurning um hvaða ákvarðanir við tökum. Með þessari ákvörðun, ef þetta verður úr, þá erum við að taka ákvörðum um að fórna íslenskri náttúru,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Sjónvarpsfrétt
125% meiri orku þarf fyrir orkuskiptin skv. skýrslu
Afla þyrfti yfir tvöfalt meiri raforku en nú er gert til að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og til þess að unnt sé að auka framleiðni. Þetta er niðurstaða starfshóps umhverfisráðherra. Ráðherra segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort reisa eigi stórar vatnsaflsvirkjanir. 
08.03.2022 - 21:29
Segir enga góða lausn fyrir orkuskipti í sjávarútvegi
Skipatæknifræðingur sem unnið hefur að hönnun á nýju og umhverfisvænu hafrannsóknaskipi segir orkuskipti í sjávarútvegi mikla áskorun. Langt sé í að raunveruleg lausn finnist fyrir skip sem sigla langt og eru lengi á sjó.
08.03.2022 - 12:47
Nýskráningarhlutfall bíla með innstungu sjötíu prósent
Framkvæmdarstjóri Orkuseturs segir að mikil gæði felist í hröðum orkuskiptum á átaka- og óvissutímum. Tæplega fjögur hundruð rafbílar voru skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er með því allra mesta sem verið hefur í einum mánuði. Framleiðsla rafbíla hefur margfaldast á síðustu árum.
02.03.2022 - 13:02
Sjónvarpsfrétt
Nýrri, stærri og dýrari skipa þörf fyrir orkuskipti
Smíða þyrfti ný, stærri og dýrari fiskiskip sem knúin yrðu dýrari orkugjöfum en olíu, svo unnt væri að fara í orkuskipti í sjávarútvegi. Sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í Sjávarútvegi segir að ef ráðist verður strax í orkuskiptin án ríkisaðstoðar slái það sjávarútvegsfyrirtæki út úr samkeppni á alþjóðlegum fiskmörkuðum.
Flýta lokun stærsta kolaorkuvers Ástralíu
Stjórnendur ástralska orkurisans Origin Energy tilkynntu í dag að stærsta kolaorkuveri Ástralíu verði lokað síðsumars árið 2025, sjö árum fyrr en áætlað hafði verið. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukið framboð á ódýrri, endurnýjanlegri orku frá sólar- og vindorkuverum.
17.02.2022 - 03:40
Kastljós
Hraðahindrun eða ígjöf á leið til orkuskipta?
Tengiltvinnbílar hækkuðu um hálfa milljón um áramót þegar ívilnanir lækkuðu um helming. Að óbreyttu fellur ívilnunin alveg niður síðar á árinu. Skiptar skoðanir eru á því hvort þetta muni seinka orkuskiptum bílaflotans eða sé betri nýting á fé til að flýta fyrir rafvæðingunni.
28.01.2022 - 15:04
Spegillinn
Raforkuskortur næstu ár með skerðingum og olíubruna
Það stefnir í raforkuskort hér á landi. Landsnet kynnti í dag nýja skýrslu um afl og orkujöfnuð á árunum 2022-2026. Þar er metið hvort uppsett afl og orka virkjana geti annað eftirspurn. Fyrirséð er að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á næstunni að mati yfirmanns greiningar og áætlana hjá Landsneti. Aflskorturinn ætti að sveiflast undir og yfir viðmiðunarmörk Landsnets á næstu árum, en 2025 og 2026 verður skorturinn orðinn þónokkur.
27.01.2022 - 20:28
Landsnet: Orkuafhending gæti skerst í meðalári
Aukist raforkunotkun álíka mikið og opinberar spár ætla eru líkur á að strax á næsta ári þurfi að draga úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári. Vatnsskortur hefur leitt af sér skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda undanfarið og byggist það á samningum þess efnis.
Hægt að klára orkuskipti á landi innan nokkurra ára
Orkumálastjóri segir að orkuskipti við samgöngur á landi séu innan seilingar. Þau sé hægt að klára innan nokkurra ára. Ýmsum spurningum sé aftur á móti ósvarað varðandi orkuþörf og framtíðartækni í lofti og á sjó, og því sé ekki hægt að segja fyrir um hvernig þeirri þörf verður mætt.
18.01.2022 - 08:13
Viðtöl
Innviðaráðherra telur nauðsynlegt að virkja meira
Innviðaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar segja að reisa þurfi nýjar virkjanir til að ljúka orkuskiptum á landi, lofti og sjó. Landsvirkjun telur að auka þurfi orkuöflun um fimmtíu prósent svo unnt verði að ná markinu.
Afla þarf allt að 50% meiri orku fyrir orkuskiptin
Reisa þarf nýjar virkjanir til að framleiða allt að fimmtíu prósentum meiri raforku en nú svo unnt sé að ljúka orkuskiptum í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að ekki sé til næg orka fyrir orkuskiptin eins og staðan er nú. Aukin þörf nemi um tíu terawattsstundum. 
15.01.2022 - 12:47
Varar við hættu á orkuskorti verði ekkert að gert
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar varar við því að orkuskortur kunni að vera yfirvofandi verði ekkert að gert. Efirspurn eftir raforku verði meiri en framboðið sem leiði af sér að fyrirtæki fái ekki þá orku sem þau telja sig þurfa, orkuskipti gangi hægar og raforkuverð hækki meira enn ella væri.
Sjónvarpsfrétt
Langt í land í orkuskiptum á sjó
Jarðefnaeldsneyti verður áfram helsti orkugjafinn í íslenskum sjávarútvegi, komi ekki til stefnubreytingar af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um orkuskipti í sjávarútvegi sem kynnt var í Hörpu í morgun.
Rafbílakvótinn fylltur á næsta ári
Skattaívilnanir af kaupum á hreinum rafbílum renna líklega út um mitt næsta ár þegar kvóta stjórnvalda verður náð. Ekki er vitað hvað tekur við eftir það og kallar formaður Rafbílasambandsins eftir langtímahugsun hjá stjórnvöldum.
Leita nýrra tekjuleiða fyrir vistvæna bíla
Eftir því sem orkuskiptum vindur fram þá minnka tekjur ríkissjóðs af gjöldum sem innheimt eru af jarðefnaeldsneyti. Það bil þarf að brúa og senn fer af stað vinna við að búa til nýtt tekjulíkan.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta rafknúna flutningaskip heims
Heimsins fyrsta gámaskip sem gengur fyrir rafmagni var tekið í notkun í Noregi í dag. Skipið heitir Yara Birkeland og var siglt frá Horten til Óslóar í gær.
19.11.2021 - 19:38
Spegillinn
Gætum þurft að flytja inn dýrt rafeldsneyti
Hafsteinn Helgason verkfræðingur hjá Eflu segir mikilvægt að hefja strax undirbúning að framleiðslu rafeldsneytis. Ef það verði ekki gert gæti Ísland þurft að flytja inn dýrt rafeldsneyti. Hægt sé að nýta vindafl við framleiðsluna og framleiða allt að fimm þúsund megavött með vindorku.
09.11.2021 - 11:23