Færslur: Opinberar framkvæmdir

Framkvæma fyrir 125 milljarða í ár
Stærstu opinberu verkkaupar landsins ætla að verja 125 milljörðum króna í innviðaframkvæmdir í ár en þeir kynntu fyrirætlanir sínar á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.
Myndskeið
125 götur fá endurnýjun og COVID hjálpaði til
125 götur eða gatnahlutar í Reykjavík, um 23 kílómetrar, verða endurnýjaðir í sumar. Markmiðið er að vinna upp þann halla á viðhaldi sem varð til eftir hrun. Minni umferð vegna faraldursins hjálpar þar til.
Viðtal
Eyþór gagnrýnir drátt á framkvæmdum
Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir gott að Veitur hafi viðurkennt að mistök hafi valdið vatnstjóninu í Háskóla Íslands. Verst sé hins vegar að sjá aftur og aftur miklar tafir á framkvæmdum á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. 
Framkvæmdir 4,5 prósent fram úr áætlun
Opinberar framkvæmdir fóru að meðaltali fram úr kostnaðaráætlun um 4,5 prósent á undanförnum árum og hefur framúrkeyrsla minnkað talsvert. Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir að víða megi auka gagnsæi í opinberum framkvæmdum og að umræðan um opinberar framkvæmdir sé ekki alltaf í samræmi við töluleg gögn.
19.01.2019 - 18:55
Fréttaskýring
160 milljarðar fram úr áætlunum
„Stjórnskipulag Hitaveitu Reykjavíkur í molum“, „Kostnaður um 30 prósent fram úr áætlun“, „Perlan greiðist upp á einum mannsaldri“. Þannig hljómuðu fyrirsagnir eftir að í ljós kom að bygging Perlunnar, í Öskjuhlíðinni, myndi fara langt fram úr kostnaðaráætlun. Framkvæmdin fór nærri þriðjung fram úr og kostaði sem nemur 1.600 milljónum á núvirði.  
20.11.2018 - 20:00
Vilja skýrari reglur og minni framúrkeyrslu
Hér á landi er það nær gefið að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum. Í Noregi heyrir það aftur á móti til undantekninga. Lög um hvernig staðið skuli að opinberum framkvæmdum hér á landi eru svipuð og gengur og gerist í samanburðarlöndum. Ísland sker sig þó úr að því leyti að yfirvöld hafa ekki útfært með nákvæmum hætti hvernig skuli framfylgja þeim.
21.09.2016 - 17:42