Færslur: Omíkron-afbrigðið

Frakkar mótmæltu covid-ráðstöfunum stjórnvalda í gær
Þúsundir mótmæltu í gær hertum ráðstöfunum franskra stjórnvalda vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þeim er einkum beint gegn þeim sem ekki eru bólusettir gegn COVID-19.
Hart brugðist við smitum í kínverskri borg
Íbúar borgarinnar Zhuhai á suðurströnd Kína eru beðnir að halda sig innan borgarmarkanna nema brýna nauðsyn beri til annars. Borgaryfirvöld ákváðu jafnframt að stöðva nær allar strætisvagnaferðir um borgina eftir að omíkron-smit komu upp.
15.01.2022 - 05:21
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Fimm til ellefu ára börn bólusett í Brasilíu
Bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófust í Brasilíu í gær. Heilbrigðisyfirvöld heimiluðu bólusetningar þess aldurshóps í síðasta mánuði þrátt fyrir hávær mótmæli Jairs Bolsonaros forseta.
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Formaður landstjórnar Grænlands með COVID-19
Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, er smitaður af COVID-19 og verður því að fresta eða aflýsa ýmsum verkefnum. Þar á meðal er fyrirhugaður fundur með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og þátttaka í athöfn í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Margrétar drottningar.
Mikill fjöldi smita dag hvern á Grænlandi
Útbreiðsla kórónuveirusmita í Nuuk höfuðstað Grænlands er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en þar sem hún er mest í Danmörku. Landlæknir segir omíkron-afbrigðið hafa komið upp á versta tíma en segir erfitt að komast hjá útbreiðslu þess.
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Sjónvarpsfrétt
Nokkrir fengið covid 3svar sinnum - 3 vikur milli smita
Nokkur dæmi eru um að fólk hafi smitast þrisvar sinnum af kórónuveirunni. Fólk sem hefur verið útskrifað úr einangrun hringir unnvörpum í covid-göngudeildina og biður um að komast aftur í einangrun vegna þess að því slær niður. Aldrei hafa fleiri börn greinst með covid en í gær þegar fjöldinn fór yfir fjögur hundruð.
Yfir 1.100.000 smit greindust í Bandaríkjunum á mánudag
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gærkvöld að 1.130.000 manns hefðu greinst með COVID-19 í gær. Aldrei fyrr hafa svo mörg smit greinst í einu landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins, samkvæmt frétt Reuters.
Yfir 150 þúsund látist með COVID-19 í Bretlandi
Yfir 150 þúsund manns hafa látist eftir kórónuveirusmit í Bretlandi. Þá létust 313 einstaklingar með veiruna í landinu í dag, en samkvæmt tölum ríkisstjórnarinnar er þá heildarfjöldi látinna kominn í 150.057 manns. Bretland er sjöunda land heims sem skráir andlát fleiri en 150 þúsund smitaðra.
Filippseyjar
Fyrirskipar handtöku óbólusettra sem hundsa útgöngubann
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vill að óbólusettir landsmenn á faraldsfæti verði fangelsaðir ef ekki dugar annað, því omíkron-afbrigði kórónuveirunnar fer nú með ógnarhraða um eyjarnar og smithlutfall er hvergi hærra en á Filippseyjum. Um fjörutíu prósent allra sýna sem tekin voru á Filippseyjum í gær reyndust jákvæð, eða 21.819 af 70.049. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra og er átta sinnum hærra en þau fimm prósent sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin miðar við sem hættumörk.
Tölvuárás og skipulagsleysi til vandræða í Brasilíu
Gagnagíslataka og erfiðleikar við skimun hafa gert Brasilíumönnum afar erfitt að takast á við omíkron-afbrigðið og nýja bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir í frétt Reuters.
07.01.2022 - 17:45
Níu smit af hverjum tíu af völdum omíkron
Útbreiðsla omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi hefur verið afar hröð síðustu daga. Níutíu prósent covid-sýkinga innanlands eru af omíkron-afbrigðinu. Þetta segir í færslu á vef embættis landlæknis. Tíu prósent smitanna eru vegna delta-afbrigðisins.
Tékkar herða reglur um skimun
Stjórnvöld í Tékklandi ætla að skikka allt fólk á vinnumarkaði til að fara tvisvar í viku í COVID-19 próf meðan omíkron-afbrigði kórónuveirunnar geisar í landinu. Tíminn sem fólk þarf að vera í einangrun eða sóttkví vegna smita verður styttur í fimm daga.
05.01.2022 - 17:27
Bólusetningar barna færðar í Laugardalshöll
Bólusetningar fimm til ellefu ára barna á höfuðborgarsvæðinu gegn kórónuveirunni hefjast í Laugardalshöll á mánudag en ekki í skólum eins og áður var ætlunin.
Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.
Bjartsýni í Noregi á að lok faraldursins fylgi omíkron
Mildari sjúkdómseinkenni sem fylgja omíkron-afbrigði kórónuveirunnar gefa ástæðu til bjartsýni um að endalok faraldursins gætu verið að nálgast. Þetta sagði Espen Nakstad, aðstoðarforstjóri hjá norska landlæknisembættinu, við NRK í morgun.
04.01.2022 - 07:53
Bandaríkjamenn fresta opnun skóla vegna veirunnar
Fjórða bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar geysar sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum, en hlutfall sjúklinga á sjúkrastofnunum sem liggja inni vegna veirunnar hækkaði um 40% í síðastliðinni viku. Vegna stöðunnar hefur opnun fleiri þúsund skóla í landinu eftir hátíðarnar verið frestað.
03.01.2022 - 23:12
Sjónvarpsfrétt
Fleiri smitast nú í annað sinn af kórónuveirunni
Sífellt fleiri smitast tvisvar sinnum af kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem eldra smit verndi ekki vel gegn omíkron-afbrigðinu. „Þannig að það má búast við því að sjá fleiri sem smitast núna af omíkron, sérstaklega ef það er langt liðið frá covid-sýkingu. Þess vegna höfum við verið að bjóða þeim sem hafa fengið covid bólusetningu,“ segir Þórólfur.
Brasilía
Rannsaka sóttvarnabrot um borð í skemmtiferðaskipum
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu heita að rannsaka hvort útgerðir skemmtiferðaskipa hafi brotið sóttvarnareglur þegar hópsmit kom upp í þremur skipum við strendur landsins.
Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
Talið að tíundi hver smitist inni á sjúkrahúsi
Tíundi hver sjúklingur í Danmörku smitaður, af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar, virðist hafa smitast á sjúkrahúsi. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu rannsóknastofnunar ríkisins í ónæmisfræðum. Sérfræðingur í lyflækningum dregur þetta háa hlutfall þó í efa.
Enn er þúsundum flugferða aflýst
Minnst 3.600 flugferðum var aflýst víðs vegar um heim í dag vegna mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þar af áttu um 2.100 flugferðir að fara frá bandarískum flugvelli.
Fjölda flugferða aflýst vegna veðurs vestanhafs
Miklar tafir urðu á flugferðum innan Bandaríkjanna í gær gamlársdag og einnig raskaðist millilandaflug talsvert. Aflýsa þurfti mjög mörgum ferðum sem rekja má til illviðris víða um land sem bætist við mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.