Færslur: Omíkron-afbrigðið

Örvunarskammtur gegn COVID-19 ár hvert
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir að örvunarbólusetning gegn COVID-19 verði í boði ár hvert líkt og gert hefur verið gegn inflúensu. Þannig er vonast til að bregðast megi við nýjum afbrigðum veirunnar.
Ný afbrigði veirunnar gætu skotið upp kollinum í vetur
Það er vel mögulegt að glæný afbrigði kórónuveirunnar komi fram á sjónarsviðið í vetur. Þetta sagði framkvæmdastjóri Lyfjastofnunar Evrópu á fréttamannafundi í dag.
Biden-stjórnin hyggur á bólusetningarátak með haustinu
Til stendur að bjóða öllum Bandaríkjamönnum yfir tólf ára aldri örvunarskammt bóluefnis við kórónuveirunni frá og með haustinu. Boðið verður upp á nýtt bóluefni sem sérhannað er gegn ráðandi ómíkron-afbrigði COVID-19.
Neyðarástandi lýst yfir á Marshalleyjum
Stjórnvöld á Marshalleyjum í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna heilbrigðisvár eftir að ríflega tíundi hver íbúi höfuðborgarinnar Majuro greindist með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á einni viku.
15.08.2022 - 05:30
Kim lýsir yfir dýrðlegum sigri gegn kórónuveirunni
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu lýsti í gær því sem hann kallaði undursamlegan sigur í glímunni við kórónuveiruna. Embættismenn í heilbrigðiskerfinu greindu frá því að ekkert nýtt smit hefði greinst undanfarnar tvær vikur.
Vísindamenn vongóðir um eitt bóluefni gegn kórónuveirum
Sérfræðingar við Francis Crick stofnunina í Lundúnum telja sig hafa fundið leið til að einangra hluta úr broddpróteini Sars-CoV-2-veiru þannig að unnt verði að gera úr því bóluefni gegn öllum afbrigðum COVID-19 og jafnvel kvefi.
Kórónuveirusmitum fjölgar að nýju í Færeyjum
Kórónuveirusmitum virðist tekið að fjölga að nýju í Færeyjum. Lýðheilsusérfræðingur segir einkenni almennt væg en hvetur til varkárni í samskiptum við fólk í viðkvæmum hópum.
Vill grímuskyldu í Evrópu á ný
Evrópuríki ættu að grípa til aðgerða gegn nýju omíkron-afbrigði kórónuveirunnar strax í dag til þess að þurfa ekki að setja harðar samkomutakmarkanir seinna. Þetta sagði Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í morgun.
19.07.2022 - 10:46
ESB vill láta bólusetja 60 ára og eldri
Evrópusambandið mælist til þess að allir sem orðnir eru sextíu ára og eldri fái viðbótarbólusetningu gegn COVID-19. Ástæðan er fjölgun veirusmita í Evrópu að undanförnu. Búist er við að þau aukist enn frekar á næstunni þegar fólk fer í sumarleyfi landa á milli.
Nokkrar tilslakanir í Shanghai
Almenningssamgöngur hófust að hluta til í kínversku borginni Shanghai í morgun. Það er til marks um að lífið þar sé smám saman að færast í fyrra horf eftir nærri tveggja mánaða einangrun vegna útbreiðslu COVID-19.
22.05.2022 - 23:00
Sjö COVID-sjúklingar til viðbótar látnir í Sjanghæ
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun andlát sjö COVID-19-sjúklinga í milljónaborginni Sjanghæ síðasta sólarhringinn. Í gær var greint frá þremur slíkum dauðsföllum í borginni, þeim fyrstu í Sjanghæ frá því að bylgja omíkron-afbrigðis veirunnar skall á Kína. Áður hafði verið greint frá tveimur COVID-19 tengdum dauðsföllum í norðanverðu Kína í mars, þeim fyrstu í landinu, utan Hong Kong, í rúmt ár.
Bandaríkin heimila sendifulltrúum að yfirgefa Shanghai
Bandaríkjastjórn ákvað í dag að heimila því starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna við ræðismannskrifstofuna í kínversku borginni Shanghai að halda þaðan. Jafnframt var ákveðið að ráðleggja frá ferðalögum til Kína vegna harðra samkomutakmarkana.
09.04.2022 - 00:25
Kínverjar glíma enn við aukna útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Kína greina frá því að á fjórtánda þúsund nýrra kórónuveirutilfella hafi greinst í landinu undanfarinn sólarhring. Aldrei hafa greinst fleiri smit í landinu frá því faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum.
03.04.2022 - 04:20
Helmingur íbúa Shanghai sætir útgöngubanni
Milljónir íbúa kínversku borgarinnar Shanghai þurfa að halda sig heima við þar sem stjórnvöld fyrirskipuðu útgöngubann í austurhluta hennar. Ástæðan er mesta útbreiðsla kórónuveirusmita frá upphafi faraldurs.
28.03.2022 - 05:05
Milljónaborg lokað vegna útbreiðslu COVID-19
Kínversk yfirvöld fyrirskipuðu í gær allsherjarlokun og útgöngubann í milljónaborg í norðaustanverðu landinu vegna vaxandi útbreiðslu COVID-19 í borginni og nærliggjandi héruðum. 4.770 greindust með veiruna í Kína síðastliðinn sólarhring, langflest í héruðunum Jilin og Liaoning í Norðaustur-Kína.
Kínverjar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirusmita
Enn fjölgar kórónuveirutilfellum í Kína en heilbrigðisyfirvöld þar í landi greindu frá því að 3.393 ný tilfelli hefðu greinst þar í gær. Það er tvöfalt meira en daginn áður og stjórnvöld óttast að versta bylgja faraldursins sé í uppsiglingu.
13.03.2022 - 04:06
Vilja draga úr hömlum í flugi og á flugvöllum
Flugfélög og rekstraraðilar flugvalla í Evrópu fara fram á að látið verði af öllum sóttvarnartakmörkunum í innanlandsflugi. Flest lönd álfunnar hafa slakað á kröfum um að fólk sýni fram á bólusetningu eða beri grímur.
Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
Suður-Kóreumenn kjósa forseta í skugga omíkron-bylgju
Forsetakosningar standa nú yfir í Suður-Kóreu og búist er við að valið standi á milli hins frjálslynda Lee Jae-myung og Yoon Suk-yeol, sem álitinn er íhaldssamari. Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í landinu, drifinn áfram af omíkron-afbrigði veirunnar.
09.03.2022 - 01:14
Reglur um grímuskyldu endurskoðaðar í Bandaríkjunum
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti í dag viðmiðunareglum varðandi grímunotkun í þeim tilgangi að verjast Covid-smitum. Héðan í frá verður ekki lagt að Bandaríkjamönnum að setja upp grímu innandyra á opinberum stöðum.
Neyðarástandi lýst yfir í Hong Kong
Neyðarlög tóku gildi í Hong Kong nú í morgun sem heimila læknum og hjúkrunarfólki frá meginlandinu að aðstoða í baráttunni við gríðarlega útbreiðslu COVID-19. Hingað til hefur heilbrigðisstarfsfólki af meginlandinu verið meinað að starfa í Hong Kong.
24.02.2022 - 05:30
Lýðheilsufræðingur telur 90% Færeyinga smitast af COVID
Færeyskur lýðheilsufræðingur telur líklegt að nærri níu af hverjum tíu eyjarskeggja smitist af COVID-19 áður en faraldurinn gengur yfir. Hann telur ólíklegt að nýjum smitum fækki á næstunni.
Hálf milljón dauðsfalla af völdum COVID frá í nóvember
Yfir 130 milljónir nýrra kórónuveirutilfella hafa greinst um heim allan frá því að omíkron-afbrigðið skaut upp kollinum í nóvember. Um hálf milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins síðan þá.
Ástralir opna dyr sínar fyrir erlendu ferðafólki
Ástralía verður aðgengileg erlendu ferðafólki á ný hinn 21. febrúar. Scott Morrison forsætisráðherra tilkynnti þetta í morgun. Þar með lýkur einni lengstu lokun lands fyrir erlendum gestum sem gripið hefur verið til í heimsfaraldri kórónuveirunnar, en Ástralir skelltu í lás í mars 2020 í von um að geta þannig sloppið vel og helst alveg við farsóttina. Landið hefur verið nánast alveg lokað síðan,
Grímuskylda á almannafæri afnumin á Spáni
Til stendur að afnema grímuskyldu utandyra á Spáni 8. febrúar. Þar með lýkur ráðstöfun sem varað hefur frá því í seint í desember þegar omíkron-afbrigði veirunnar skall á af fullum þunga.