Færslur: Óman

Stefnir í að Ísrael og Súdan friðmælist
Súdan og Ísrael virðast vera að stíga skref í átt til friðar. Talsmaður utanríkisráðuneytis Súdan sagðist ekki geta neitað að friðarviðræður væru í farvatninu.
Kórónaveiran breiðist út
COVID-19 kórónaveiran greindust í fyrsta skipti í Óman í dag. Stjórnvöld í Múskat sögðu að tvær ómanskar konur sem komið hefðu með flugi frá Íran hefðu greinst með veiruna. Allt flug til og frá Íran hefði verið stöðvað.
24.02.2020 - 15:04
Erlent · Asía · Evrópa · Ítalía · Óman · COVID-19 · Kórónaveiran
Nýr soldán hefur verið valinn í Óman
Konungsfjölskyldan í Óman hefur þegar valið arftaka soldánsins Qaboos bin Said, sem lést í nótt eftir langvarandi veikindi. Nýi soldáninn er frændi Qaboos og fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra landsins, Haitham bin Tariq Al Said. Þetta er fullyrt í ómönskum fjölmiðlum, en opinber staðfesting eða tilkynning frá hirðinni hefur enn ekki borist.
11.01.2020 - 07:25
Erlent · Asía · Stjórnmál · Óman
Soldáninn af Óman látinn
Qaboos bin Said, soldán af Óman um hartnær hálfrar aldar skeið, lést í nótt eftir langvarandi veikindi. Hann var 79 ára gamall. Ríkisfréttastofa Ómans greindi frá þessu í nótt. Lýst hefur verið yfir 40 daga þjóðarsorg í landinu, en arftaki hans verður kynntur innan þriggja daga, samkvæmt landslögum.
11.01.2020 - 03:57
Erlent · Asía · Stjórnmál · Óman