Færslur: Olaf Scholz

Macron, Scholz og Draghi á leið til Kænugarðs
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Olaf Scholz Þýskalandskanslari og Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu eru nú á leið í heimsókn til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Þar munu þeir funda með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu.
16.06.2022 - 05:44
Þýskalandskanslari
Rússar fá ekki að halda hernumdu úkraínsku landi
Rússar munu ekki komast upp með að endurskilgreina landamæri Úkraínu með því að hrifsa til sín úkraínskt land og bíða svo bara þar til stjórnvöld í Kænugarði og annars staðar sætta sig við orðinn hlut, sagði Olaf Scholz Þýskalandskanslari í viðtali á sjónvarpsstöðinni RTL á mánudag. Vesturlönd muni ekki sætta sig við einhliða friðarskilmála sem Rússar reyni að þvinga fram.
Gæti tekið áratugi að samþykkja aðild Úkraínu í ESB
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, sagði í ræðu á þingi Evrópusambandsins í Strassborg í gær að það gæti tekið áratugi að samþykkja aðild Úkraínu að ESB.
10.05.2022 - 07:53
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Þjóðverjar heita stórauknum stuðningi við Úkraínu
Þýsk stjórnvöld hyggjast veita Úkraínu stóraukinn stuðning og heita þeim meira en einum milljarði evra til vopnakaupa. Þýska ríkisstjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir ónógan stuðning við Úkraínu í stríðinu við Rússa. Sú gagnrýni hefur bæði komið frá stjórnvöldum í Kænugarði og bandalagsþjóðum Þýskalands, fyrir tregðu Þjóðverja til að senda þungavopn til Úkraínu. Þá hefur Olaf Scholz, Þýskalandskanslari, legið undir ámæli heimafyrir, jafnvel í eigin röðum, fyrir að ganga ekki nógu skörulega fram.
16.04.2022 - 01:34
Þýskalandsforseti ekki velkominn til Kænugarðs
Frank-Walter Steinmeier, Þýskalandsforseti, er ekki velkominn til Úkraínu um þessar mundir. Steinmeier lýsti áhuga á að fara í opinbera heimsókn til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, til að ræða við Úkraínuforseta, kynna sér aðstæður og sýna úkraínsku þjóðinni samstöðu. Svar úkraínskra stjórnvalda var afdráttarlaust, þau frábáðu sér heimsókn forsetans og sögðu hann ekki velkominn, í það minnsta ekki að svo stöddu. Olaf Scholz, Þýskalandskanslari, sé hins vegar hjartanlega velkominn.
Ræða leiðir til að hætta kaupum á rússnesku gasi
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands ætla að ræða hvernig liðsinna megi ríkjum Evrópu við að draga úr þörf fyrir jarðgas frá Rússlandi. Þeir hittast í Lundúnum á morgun, föstudag.
08.04.2022 - 03:10
Þýska þingið felldi frumvarp um skyldubólusetningu
Þýska þingið felldi í dag tillögu ríkisstjórnar Olafs Scholz kanslara um skyldubólusetningar gegn COVID-19 fyrir alla sextuga og eldri. Kanslarinn sagði í nóvember að tryggasta leiðin út úr faraldrinum væri bólusetning fyrir alla fullorðna.
07.04.2022 - 23:55
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Óhæfuverk Rússa í Mariupol
Fátt hefur vakið jafn mikinn óhug í stríðinu í Úkraínu og árás rússneska hersins á barnasjúkrahús í borginni Mariupol. Rússar hafa setið um borgina í meir en viku, gert loftárásir og látið stórskotakúlum rigna yfir borgina. Tæplega hálf milljón manna býr í Mariupol og borgarbúar eru án rafmagns, hita og vatns og eru að verða matarlausir. Rússar hafa ítrekað hunsað vopnahlé sem áttu að gera borgarbúum kleift að flýja. Úkraínustríðið var aðalumræðuefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni.
Þjóðverjar stórauka framlög til hersins
Þýska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um stórhækkuð framlög til varnar- og hermála á yfirstandandi ári. Um 100 milljörðum evra (14.200 mö.kr.) verður varið í fjárfestingar fyrir herinn á árinu 2022.
27.02.2022 - 12:12
Enn von um að Úkraínudeilan leysist við samningaborð
Kanslari Þýskalands er væntanlegur til Moskvu á fund Rússlandsforseta á morgun, þriðjudag. Vonir standa enn til þess að Úkraínudeilan verði leyst við samningaborð enda virðist sáttatónn í utanríkisráðherra Rússlands.
Úkraínudeilan
Biden og Macron ræða við Pútín í dag
Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands ætla að ræða við Vladimír Pútín forseta Rússlands í dag í kjölfar þess að bandarísk yfirvöld vöruðu við að Rússar gætu látið til skarar skríða gegn Úkraínu á næstu dögum.
Blinken heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna heitir Úkraínumönnum fullum og kröftugum stuðningi láti Rússar verða af innrás í landið. Rússneskar hersveitir eru allt umhverfis landið.
Þýskalandskanslari bjartsýnn á diplómatíska lausn
Olaf Scholz kanslari Þýskalands tekur á móti leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag, fimmtudag, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fundar með forsystusveit Atlantshafsbandalagsins og pólskum ráðamönnum.
Þýskalandkanslari heimsækir Rússlandsforseta í febrúar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti tekur á móti Olaf Scholz kanslara Þýskalands 15. febrúar næstkomandi. Tilgangur fundarins er meðal annars að ræða spennuna sem ríkir við landamæri Rússlands og Úkraínu.
Fréttaskýring
Harðar deilur um Úkraínu
Óttast er að átök kunni að brjótast út á milli Rússa og Úkraínumanna. Um 130 þúsund rússneskir hermenn hafa verið sendir að landamærum Úkraínu. Rússar hafa sett fram kröfur um að Úkraína gangi aldrei í Atlanthafsbandalagið og vilja lagalega bindandi skriflega yfirlýsingu. Fundir ráðamanna Rússlands og vestrænna ríkja hafa engum árangri skilað. Spennan er slíkt að sumir óttast að átök geti hafist fyrir slysni. Bogi Ágústsson fjallaði um Úkraínudeiluna í Heimskviðum.
Heimsglugginn
Það er ekki allt að fara til fjandans
Niðurstaða umræðna í Heimsglugganum í morgun var sú að þrátt fyrir mörg vandamál sem steðja að mannkyni sé einnig margt jákvætt að gerast og því óþarfi að telja að allt sé að fara í hundana. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna.
Hóta að hætta við Nord Stream 2 ráðist Rússar á Úkraínu
Hin mikilvæga en umdeilda gasleiðsla frá Rússlandi til Þýskalands, Nord Stream 2, verður ekki tekin í notkun ef Rússar valda frekari stigmögnun Úkraínudeilunnar, samkvæmt samkomulagi þýskra og bandarískra stjórnvalda. Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja og nýr utanríkisráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali í dag.
12.12.2021 - 23:38
Þýskaland
Hyggjast lögleyfa sölu á kannabis
Ný ríkisstjórn Þýskalands hyggst lögleyfa sölu og neyslu kannabisefna í landinu á næstu árum, samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja sem að henni standa. Í honum segir að ríkisstjórn Jafnaðarmanna, Græningja og Frjálsra demókrata ætli að „heimila eftirlitsskylda sölu kannabisefna til fullorðinna í sérverslunum með tilskilin leyfi.“ Þannig verði komið í veg fyrir „dreifingu óhreinna efna“ um leið og skyldan til að verja æsku landsins er uppfyllt.
10.12.2021 - 04:32
Sjónvarpsfrétt
Merkel: Góður stjórnandi í kreppu en margt enn ógert
Angela Merkel, sem lét af embætti kanslara Þýskalands í gær eftir 16 ár í embætti leiddi Þýskaland í gegnum markar kreppur, færði Kristilega demókrata nær miðjunni og tók ekki róttækar ákvarðanir nema hún nauðsynlega þyrfti. Þetta er meðal þess sem sérfræðingar segja um pólitíska arfleið Merkel.
09.12.2021 - 09:53
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Boris Johnson með vindinn í fangið
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra. Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi.
Kanslaraskipti í Þýskalandi
Kanslaraskipti fóru fram í dag í Þýskalandi þegar Olaf Scholz tók við embætti af Angelu Merkel. Hann er sá níundi sem gegnir embættinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar.
08.12.2021 - 12:46
Heimsglugginn
Lagaval Merkel vekur athygli
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdir litfilmunni.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Yfir 100.000 hafa dáið úr COVID-19 í Þýskalandi
Þýskaland varð í gær fimmta Evrópuríkið þar sem fleiri en 100.000 manns hafa dáið úr COVID-19 svo staðfest sé. Samkvæmt gögnum Robert Koch-stofnunarinnar í Berlín, helstu farsóttar- og smitsjúkdómastofnunar þýskra heilbrigðisyfirvalda, lést 351 úr sjúkdómnum í Þýskalandi í gær. Þar með eru dauðsföllin orðin 100.119 frá upphafi faraldurs.
25.11.2021 - 04:54