Færslur: Ný stjórnarskrá

Ný stjórnarskrá ratar á Alþingi í dag
Mælt verður fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá á Alþingi í dag, í fjórða sinn. Þingmenn Pírata og Samfylkingar og tveir þingmenn utan flokka leggja frumvarpið fram. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, flutningsmaður frumvarpsins og þingmaður Pírata, er hóflega bjartsýn um að það nái fram að ganga í þetta sinn.
Kastljós
Ekki viss um þingmeirihluta í stjórnarskrármálinu
Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekingur segst ekki vera sannfærður um að þingmeirihluti sé fyrir því að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Það sé þó ekkert sem standi í vegi fyrir því að taka málið til umræðu á vettvangi þingsins.
19.10.2020 - 20:52
Myndskeið
Veggur við hegningarhúsið lagður undir stjórnarskrá
Hópurinn sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá hefur tekið yfir vegg sem er við hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Þar tóku menn til óspilltra mála og máluðu slagorð til stuðnings málefninu. „Við eigum nýja stjórnarskrá. Klárum málið - skrifum undir,“ skrifar Katrín Oddsdóttir, einn af forsvarsmönnum undirskriftasöfnunarinnar.
18.10.2020 - 16:06
Myndskeið
Hvað er nýja stjórnarskráin?
Baráttufólk fyrir nýrri stjórnarskrá vonast margt til að hún komist á dagskrá fyrir Alþingiskosningarnar að ári. Prófessor í stjórnskipunarrétti segir að búið sé að hafna því að tillögur stjórnlagaráðs verði samþykktar í einu lagi.
Litlar líkur á sátt um breytingar á stjórnarskrá
Litlar líkur eru taldar á að hægt verði að ná sátt á Alþingi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok þessa kjörtímabils. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir að erfitt verði að ná samkomulagi ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir.
14.10.2020 - 18:15
Segist ekki fylgjast með einstaka veggjakroti
Forsætisráðherra segist ekki fylgjast með einstaka veggjakroti og gerir ekki athugasemdir við að fólk nýti sér slíkt til að koma sjónarmiðum á framfæri. Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að samþykkja nýja stjórnarskrá tók verulegan kipp eftir að starfsmenn Stjórnarráðsins hreinsuðu slagorð söfnunarinnar af vegg í miðborginni.
59% Íslendinga telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Um sex af hverjum tíu telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem var gerð í september. 25 prósent segja lítilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá.
Auðskilið mál
Ákalli eftir nýrri stjórnarskrá skolað burtu
Spurningin „hvar er nýja stjórnarskráin?“ var máluð á vegg við á Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í Reykjavík um helgina. Hún var hreinsuð af veggnum í gær.
13.10.2020 - 16:25
Spyrja á ný hvar nýja stjórnarskráin sé
Þingmenn Pírata lýstu yfir furðu sinni yfir háþrýstiþvotti stjórnvalda á vegg við Sjávarútvegshúsið í gær og sögðu að verið væri að háþrýstiþvo sannleikann. Um tíu ungmenni komu saman við Sjávarútvegshúsið í dag og hófust handa við að mála samskonar listaverk og þvegið var af vegg við húsið með sömu skilaboðum, en nú á grindverk.
13.10.2020 - 16:10
„Ef spurningunni er ekki svarað er bara að tala hærra“
Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins sem sér um rekstur húsnæðis ráðuneytanna segist hafa tekið ákvörðunina um að fjarlægja áletrun af vegg við Sjávarútvegshúsið í gær. Áletrunin var ákall um nýja stjórnarskrá. Stjórnmálamenn hafi ekki komið að ákvörðuninni. Höfundur verksins hyggst bregðast við þrifunum.
13.10.2020 - 12:49
Þrifaæði stjórnvalda veldur undirskriftasprengingu
Ákall um nýja stjórnarskrá sem málað var á vegg við Atvinnuvegaráðuneytið var fjarlægt seinni partinn í dag. Áletrunin „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ var máluð á vegginn um helgina. Veggurinn tilheyrir lóð Sjávarútvegshússins við Skúlagötu í Reykjavík. Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir aðgerðina lýsandi fyrir afstöðu yfirvalda. Þrifaæði þeirra hafi hrint af stað sprengingu í undirskriftum á kröfulista um nýja stjórnarskrá.
Gleymir ekki svipnum á mömmu að dansa á þingtröppunum
Katrín Oddsdóttir kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, á galeiðunni í Reykjavík. Þá var Katrín blaðamaður í Neskaupstað og Kristín var í lesbíurokksveitinni Rokkslæðan. Þær ala börnin sín upp í þeirri trú að þau hafi rödd og geti breytt samfélaginu og þannig uppeldi fékk Katrín sjálf hjá móður sinni. Katrín er ein helsta baráttukonan um nýja stjórnarskrá og er að gera þætti um meint skemmtanagildi lögfræðinnar.
11.10.2020 - 10:30