Færslur: NPA

Óheimilt að binda NPA-samning við fjárframlag ríkisins
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í morgun að þeirri niðurstöðu að Mosfellsbæ væri óheimilt að binda samning um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjárframlag frá ríkinu. Bænum er gert að greiða fötluðum manni fébætur og miskabætur vegna málsins auk þess sem framferðið í garð hans er metið saknæmt.
Rúmir 17 milljarðar í þjónustu við fatlað fólk
Sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á næsta ári. Nemur upphæðin 17,2 milljörðum króna.
Viðtal
Bjargarlaus ef eitthvað kemur upp á
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, þarf aðstoð allan sólarhringinn. Það hefur borgin viðurkennt. Fjármagnið sem hann fær nægir þó ekki til að tryggja þessa aðstoð. Nokkrar nætur í viku þarf Rúnar, sem er með hálsmænuskaða og þarf aðstoð við flesta hluti, að vera einn. Hann segir að þá sé erfitt að horfa á eftir aðstoðarmanninum á kvöldin. 
Viðtal
„Fær að vera venjuleg tíu ára stelpa“
Líf Þórdísar Elísabetar Arnarsdóttur, tíu ára, hreyfihamlaðrar stelpu í Kópavogi, breyttist í byrjun þessa mánaðar þegar hún fékk NPA. Aðstoðin sem hún fær heyrir ekki lengur undir mörg svið hjá bænum. Þar sem Þórdís er barn þarf hún aðstoð við að verkstýra aðstoðarkonum sínum. Þá aðstoð fær hún frá móður sinni, Guðnýju Steinunni Jónsdóttur. Guðný er þá í tvöföldu hlutverki gagnvart dóttur sinni, uppalandi en líka sú sem á að tryggja að aðstoðin sem Þórdís fær sé á hennar forsendum.
Viðtal
„Af fyrir fram ákveðinni hillu og út í lífið“
Sumt fólk með þroskahömlun þrífst ekki innan hefðbundinna úrræða, því líður einfaldlega illa. Það átti við um Gísla Björnsson. Líf hans gjörbreyttist til hins betra þegar hann fékk NPA en móðir hans, Gunnhildur Gísladóttir, segir nýja fyrirkomulagið þó ekki gallalaust. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að fólk með þroskahömlun eigi rétt á NPA en segir það einungis nýtast litlum hluta, margir upplifi sig enn ófrjálsa á sambýlum og í búsetukjörnum. 
Fréttaskýring
Óvenjulegt starf: „Kannski ekki allra“
Það er frekar óljóst hvað nákvæmlega felst í starfi aðstoðarmanns í NPA, þrátt fyrir að um hálft ár sé liðið frá því lög um NPA tóku gildi og fyrstu NPA samningarnir hafi verið gerðir fyrir nokkrum árum. Starfið er óvenjulegt og vaktirnar geta verið allt að tveggja sólarhringa langar. Oftast gengur vel en fulltrúi Eflingar segir dæmi um að þangað leiti niðurbrotnir aðstoðarmenn. Það eru líka dæmi um að aðstoðarmenn brjóti á notendum, NPA miðstöðin hefur kært slíkt mál til lögreglu. 
Viðtal
Mikilvægt að geta mætt of seint í skólann
„Ég byrjaði í háskólanum og byrjaði á að setjast í sæti sem ég gat ekki staðið upp úr þannig að ég þurfti bara að pikka í næsta mann. Ég kynntist hellingi af fólki þannig en það var mjög óþægilegt,“ svona lýsir Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 24 ára háskólanemi, lífinu fyrir NPA. Hún er nú búin að vera með notendastýrða persónulega aðstoð í fjögur ár. Aðstoðarkona hennar, Sylvía Ösp Símonardóttir, gleymir því stundum að hún sé í vinnunni.
Viðtal
„Dagarnir mínir eru hættir að vera einsleitir“
Brandur Bjarnason Karlsson er frumkvöðull og listmálari á fertugsaldri. Hann hefur meðal annars vakið athygli á aðgengismálum og komið að ýmsum frumkvæðisverkefnum sem miða að því að bæta samfélagið. Brandur hefur verið með NPA í um hálft ár en hann hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Spegillinn ræddi við Brand um lífið með NPA, það að vera verkstjóri allan sólarhringinn og hvort hægt sé að biðja starfsfólk um aðstoð við hvað sem er.
Sveitarfélögin vilja fresta NPA innleiðingu
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti á innleiðingu á NPA samningnum sem á að taka gildi um næstu mánaðamót. Reglugerð og kostnaðarmat sé ekki komið frá ráðuneytinu og því tefjist undirbúningur hjá sveitarfélögunum.
15.09.2018 - 12:48
Innlent · NPA
Fjölga NPA samningum í tilraunaverkefni
Til stendur að fjölga samningum um notendastýrða persónulega aðstoð í höfuðborginni. Það verður þó ekki fyrr en að ný lög um þjónustuna taka gildi í október sem allir þeir sem lögin ná til geti sótt um þjónustuna.
02.05.2018 - 22:00
Viðtal
Mjög slæmt að það sé kvóti á mannréttindi
Það mjög slæmt að settur sé kvóti á mannréttindi, segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar. Meðal annars vegna þess sé aðeins hægt að tala um lögfestingu NPA-frumvarpsins í dag sem áfangasigur í baráttu fatlaðs fólks. Hann kallar eftir því að sveitarfélögin geri samninga um notendastýrða persónulega aðstoð við alla sem bíða, óháð því hvort mótframlag frá ríkinu fylgi í fyrstu.
26.04.2018 - 22:00
Viðtal
Hafði gefist upp á lífinu en frétti svo af NPA
„Áður en ég frétti af NPA þá var ég svolítið búinn að gefast upp á lífinu og sá fram á að enda bara á einverju dvalarheimili þar sem ég mundi bíða eftir að fara í gröfina.“ Þetta segir Brandur Bjarnason Karlsson, sem er meira og minna lamaður frá hálsi og niður. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oftast kallað NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð, var samþykkt samhljóða sem lög frá Alþingi í dag.
26.04.2018 - 20:35
Lokaumræða um NPA frumvarpið í dag
Þriðja og síðasta umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, oft kallað NPA frumvarpið er á dagskrá í dag og því viðbúið að það verði þá að lögum. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi mótakvæðislaust í gær að lokinni annarri umræðu. Þetta frumvarp þykir mikið tímamótaskref í baráttu fatlaðs fólks fyrir bættum réttindum og hefur verið árum saman í vinnslu.
26.04.2018 - 11:20
Telja það andstætt samningi SÞ að takmarka NPA
Forsvarsmenn NPA-miðstöðvarinnar segja að ekki megi mismuna fólki með því að bjóða einungis útvöldum hópi þjónustuna. Hún henti kannski ekki öllum en eigi að vera valkostur fyrir allt fólk með fötlun; óháð þjónustuþörf, aldri og tegund skerðingar. Frumvarp félagsmálaráðherra, sem nú er á borði velferðarnefndar þingsins, sé að einhverju leyti í mótsögn við Samning Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk. 
10.01.2018 - 14:44
„Furðulegt að setja kvóta á mannréttindi“
Stjórnvöld hyggjast innleiða Notendastýrða persónulega aðstoð í skrefum. Formaður velferðarnefndar segir að með því sé settur kvóti á mannréttindi. Stefnt er að því að lögfesta aðstoðina í ár en fyrst þarf að leysa fjölda ágreiningsmála. Hversu hátt hlutfall kostnaðar á ríkið að taka á sig? Hvað á að innleiða þjónustuna hratt? Eiga börn og fólk með þroskahömlunað geta sótt um hana eða hentar hún einungis þeim sem sjálfir geta verkstýrt aðstoðarmanneskju sinni? 
Vill lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð
Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, og fyrirkomulag þeirrar þjónustu sveitarfélaga verður lögfest í nýju frumvarpi félagsmálaráðherra um þjónustu við fatlað fólk. Mörg nýmæli eru í frumvarpinu og verði það að lögum mun það þýða mikla réttarbót fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra.
05.04.2017 - 13:14