Færslur: Noregur

Ísland, Noregur og Bretland semja um verslun
Gengið hefur verið frá samningi milli Íslands, Noregs, Liechtenstein og Bretlands um tímabundinn verslunarsamning vegna útgöngu Breta úr ESB. Samningurinn gildir frá 1. janúar uns formlegt fríverslunarsamkomulag verður undirritað.
23.11.2020 - 13:12
Efnahagsmál · Atvinnulíf · Viðskipti · Erlent · Evrópa · Innlent · Brexit · Bretland · Noregur · EES · ESB
Heimskviður
Bakslag í norrænni samvinnu
Öfugþróun hefur verið í norrænu samstarfi undanfarin ár. Forsætisráðherrar ríkjanna samþykktu í fyrra að Norðurlönd yrðu samofnasta og sjálfbærasta svæði veraldar, en kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að landamæri hafa verið lokuð og afturkippur hefur orðið í samstarfinu. Í stað þess að samstaða þjóðanna ykist hafa ríkisstjórnir brugðist við faraldrinum án nokkurs samráðs við önnur norræn ríki.
22.11.2020 - 12:15
Norwegian biður um greiðslustöðvun
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian fór í dag fram á greiðslustöðvun fyrir tvö dótturfélög á Írlandi. Fyrirtækið á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum og fær ekki frekari aðstoð frá norska ríkinu.
18.11.2020 - 16:07
Yfir tvær milljónir greinst smitaðar í Frakklandi
Yfir tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi og er það fyrst landa í Evrópu sem þar sem sá fjöldi greinist. Frakkland er í fjórða sæti ríkja yfir fjölda staðfestra smita á eftir Brasilíu, Indlandi og Bandaríkjunum.
18.11.2020 - 09:38
Norsk stjórnvöld banna landsliðinu að ferðast í leik
Evrópska knattspyrnusambandið hefur aflýst landsleik Noregs og Rúmeníu í Þjóðadeildinni sem fyrirhugaður var annað kvöld, eftir að norsk stjórnvöld neituðu norska liðinu um undanþágu til þess að ferðast. UEFA er því tilneytt til að aflýsa leiknum. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort Rúmenum verði dæmdur sigur, eða hvaða áhrif þetta hefur á stöðu liðanna í riðlinum.
14.11.2020 - 21:45
Sektaður fyrir að halda samkvæmi
Það getur reynst dýrkeypt að bjóða í gleðskap á tímum kórónuveirunnar. Það fékk Norðmaður að reyna sem hélt partí heima hjá sér í Ósló á föstudagskvöldið var. Lögreglu var tilkynnt um hávaða í íbúðinni. Þegar hún kom á staðinn mætti hún fólki sem var á leið út. Ljóst var að þar höfðu fleiri en tíu komið saman, sem er brot á sóttvarnarreglum.
10.11.2020 - 12:45
Spegillinn
Norwegian færist framar á brúninni
Norska ríkisstjórnin er hætt frekari stuðningi við flugfélagið Norwegian. Við þessi tíðindi urðu hlutabréf í félaginu nær verðlaus og það færðist nær gjaldþroti. Hrun hefur orðið í starfssemi Norwegian eftir að heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á í vor.
10.11.2020 - 09:09
Spegillinn
Járnbrautir og valdaframsal í Noregi
Norska Stórþingið var reiðubúið að samþykkja nýjan pakka af reglugerðum frá Evrópusambandinu þegar stjórnarandstaðan náði óvænt meirihluta og sendi málið til Hæstaréttar. Nú á rétturinn að skera úr um hvort reglur ESB um rekstur járnbrauta feli í sér mikið eða lítið framsal valds. Og á meðan beðið er úrskurðar dómaranna er pakkinn í frysti. 
27.10.2020 - 09:15
Saka Rússa um innbrot í tölvukerfi norska þingsins
Árás á tölvukerfi norska Stórþingsins í ágúst er rakin til Rússlands, að því er utanríkisráðuneytið í Ósló greindi frá í dag. Formlegum mótmælum var komið á framfæri við sendiherra Rússa í Noregi. Þeir segjast ekki tengjast málinu.
13.10.2020 - 17:55
Krabbameinsvaldandi efni í krabbakjöti
Norskir krabbaveiðimenn eru uggandi þrátt fyrir að miðin séu gjöful. Rannsóknir sýna að hættulegt magn málma sé að finna í stórum hluta krabbanna.
12.10.2020 - 05:52
Spegillinn
Dagar fríhafna taldir
Í Noregi er því spáð að heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunni marki endalokin á rekstri fríhafna á helstu flugvöllum landsins. Að fók fái aldrei aftur að kaupa áfengi á niðursettu verði eftir að það stígur út úr millilandaflugvélum.
09.10.2020 - 07:30
Noregskonungur í hjartaaðgerð
Haraldur Noregskonungur gengst á morgun undir hjartaaðgerð á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló. Endurnýja þarf loku sem skipt var um í hjarta hans árið 2005. Þar sem hún endist ekki nema í tíu til fimmtán ár er kominn tími á að skipta henni út. Í frétt frá hirðinni segir að konungur verði staðdeyfður meðan á aðgerðinni stendur. Ekki sé þörf á svæfingu.
08.10.2020 - 11:56
Nýr fiskveiðisamningur milli Breta og Norðmanna
Norðmenn og Bretar hafa gert tvíhliða fiskveiðisamning sín á milli. Þetta sagði í tilkynningu sem norska sjávarútvegsráðuneytið sendi frá sér í morgun. 
30.09.2020 - 08:11
Erlent · Evrópa · Noregur · Bretland · Brexit
Greiða má þeim umönnunarbætur sem annast aldraða maka
Greiða má mökum þeirra ellilífeyrisþega, sem þurfa að aðstoð við daglegar athafnir, sérstakar makabætur þurfi þau að draga úr eða hætta vinnu. Þær bætur geta numið allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekjutryggingu.
Röksemdir saksóknara fyrir kröfu um 13 ára fangelsi
Saksóknari í sakamálinu gegn Gunnari Jóhanni Gunnarssyni fyrir Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø segir þetta hafa verið ásetningsverk og því fari hann fram á þrettán ára fangelsisdóm.
29.09.2020 - 12:45
Saksóknari krefst þrettán ára fangelsis yfir Gunnari
Saksóknari fer fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson fái þrettán ára dóm fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni að bana.
29.09.2020 - 09:46
Norskur knattspyrnudómari sakaður um barnaníð
Í dag hefjast réttarhöld yfir 29 ára norskum knattspyrnudómara frá Björgvin sem er sakaður um að hafa brotið gegn 27 ungum drengjum. Hann er sagður hafa komist í kynni við þá flesta í gegnum dómarastörf sín. Norska knattspyrnusambandið, NFF, fékk ábendingar um hegðun dómarans, en félagið sem dómarinn var skráður í fékk aldrei veður af ásökununum.
28.09.2020 - 05:43
Nítján ára maður ákærður fyrir manndráp í Björgvin
Nítján ára karlmaður var ákærður í Björgvin í Noregi í gær, grunaður um manndráp. Tvítug kona sem var í íbúð með honum á laugardagskvöld fannst látin þar aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús.
28.09.2020 - 01:58
Kona fannst látin í Björgvin í Noregi
Kona á þrítugsaldri fannst látin í íbúð í Åsene í Björgvin í Noregi í nótt. Karlmaður á svipuðum aldri sem var með henni í íbúðinni var fluttur á sjúkrahús. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir lögreglumanninum Knut Dahl-Michelsen að dánarorsök sé ókunn.
27.09.2020 - 04:47
Noregskonungur á sjúkrahúsi
Haraldur Noregskonungur var lagður inn á sjúkrahús í Ósló snemma í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá hirðinni. Ekki er þar nefnt hvað amar að honum.
25.09.2020 - 08:18
Vinirnir reyndu að róa Gunnar Jóhann niður
Vinir Gunnars Jóhanns Gunnarssonar drógu hann með sér út á lífið föstudagskvöldið 26. apríl í fyrra, að þeirra sögn til þess að reyna að hressa hann við. Annar þeirra segist hafa rætt við hann undir fjögur augu áður en þeir lögðu af stað í bæinn. „Þá sagði hann mér hvernig honum leið raunverulega með þetta allt, og að hann vildi drepa bróður sinn," sagði vinur Gunnars Jóhanns fyrir dómi í Noregi í gær.
25.09.2020 - 04:45
Spegillinn
Norwegian nálægt gjaldþroti
Norska flugfélagið Norwegian er enn á ný nær gjaldþrota og peningar sem ríkið lagði til í vor á þrotum. Því er unnið að björgun félagsins fyrir veturinn. Helst eru bundnar vonir við að norska ríkið kaupi hlut í félaginu.
23.09.2020 - 17:00
Smitvarnir hertar í Ósló
Borgaryfirvöld í Ósló tilkynntu í dag um hertar aðgerðir í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Allir borgarhlutarnir eru orðnir rautt svæði vegna þess hve veiran hefur breiðst hratt út upp á síðkastið.
21.09.2020 - 14:19
Neitar að hafa myrt hálfbróður sinn
Gunnar Jóhann Gunarsson, sem ákærður er fyrir að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra, neitaði sök í meginákærulið málsins sem varðar manndráp af ásetningi, þegar réttarhöld yfir honum hófust í morgun. Gunnar Jóhann sagði fyrir dómi að skot hefði hlaupið úr byssunni fyrir slysni.
Spegillinn
Deila um minnismerki vegna Úteyjar fyrir dómi
Bráðum áratug eftir ódæðsiverkin á Útey og í miðborg Óslóar er enn rifist um hvort og hvar minnismerki um hin látnu eigi að rísa. Samingaviðræður, dómsmál og endurhönnun merkisins hafa aðeins orðið til að fresta framkvæmdum. Og nú í vikunni var deilan enn tekin til dóms.
17.09.2020 - 15:01
Erlent · Evrópa · Noregur · Útey · hryðjuverk