Færslur: Noregur

Norðmenn úða í sig þjóðhátíðarpylsum
Þjóðhátíðardagur Noregs er í dag, 17. maí, og á þessum degi úða frændur okkar Norðmenn í sig pylsum eins og enginn sé morgundagurinn. Pylsur eru nefnilega aldrei vinsælli en á þjóðhátíðardeginum og dagana í kringum hann, segir í frétt norsku fréttastofunnar NTB.
17.05.2022 - 06:42
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Noregur
Rússnesk fiskiskip undanþegin norsku hafnbanni
Rússneskum skipum stærri en fimm hundruð brúttótonn, öðrum en fiskiskipum, er ekki lengur heimilt að leggjast að bryggju í Noregi. Hafnbann sem viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu tók gildi í Noregi um helgina.
Vonar að NATO umsókn Finna og Svía yrði afgreidd fljótt
Forsætisráðherra fundaði í dag með norrænum kollegum ásamt forsætisráðherra Indlands. Á fundinum var meðal annars rætt um fjölþjóðahyggju, loftslagsmál og aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu.
04.05.2022 - 18:31
Norskur hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir morfínstuld
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði við hjúkrunarheimili skammt frá Björgvin í Noregi hefur verið sakfelld fyrir þjófnað á morfíni. Í einhverjum tilfellum fyllti hún skammtaglös með vatni í stað morfíns.
Rekja SIM-kort tengt hvarfi Anne-Elisabeth Hagen
Lögregla í Noregi vinnur nú hörðum höndum að rakningu SIM-korts sem talið er tengt síma sem notaður var við undirbúning brottnáms Önnu-Elisabeth Hagen frá heimili sínu árið 2018.
Sovéskir og bandarískir skriðdrekar til Úkraínu
Pólverjar hafa gefið Úkraínumönnum 200 rússneska T-72 skriðdreka, sem framleiddir voru á Sovéttímanum. Pólska fréttastofan IAR greinir frá þessu og segir flesta skriðdrekana þegar komna til Úkraínu. Norski herinn hefur líka kannað eldri hluta vopnabúrs síns og dregið fram skriðdreka með langdrægum fallbyssum og prófað í þaula. Ekki hefur verið staðfest að til standi að senda skriðdrekana til Úkraínu en þeir eru sagðir tilbúnir til notkunar.
30.04.2022 - 07:42
Rússar setja níu Íslendinga á svartan lista
Níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og er því óheimilt að ferðast til Rússlands. Þetta kemur fram á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins, þar sem greint er frá „gagnaðgerðum“ Rússa gegn níu Íslendingum, sextán Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur Færeyingum. Þetta er sagt tengjast því að löndin fjögur hafi lagst á eitt með Evrópusambandinu í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og rússneskum ríkisborgurum.
Rafmagnsreikningur konungs hækkaði um 52 milljónir
Norska konungshúsið varði 3,7 milljónum norskra króna meira í rafmagn árið 2021 en árið þar á undan. Það samsvarar um 52 milljónum íslenskra króna. Um er að ræða 111 prósent aukningu.
25.04.2022 - 16:51
Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Stjórnarandstaðan vill beita Rússa harðari þvingunum
Stjórnarandstaðan í Færeyjum gagnrýnir það sem hún kallar framtaksleysi landstjórnarinnar varðandi viðskiptaþvinganir í garð Rússa. Stjórnarandstöðuþingmaður segir það skammarlegt fyrir Færeyinga.
Varð fyrir jarðlest og slasaðist illa
Ungur maður var fluttur á sjúkrahús í Osló, höfuðborg Noregs, eftir að hann varð fyrir jarðlestarvagni á Forskningsparken-lestarstöðinni. Talið er að maðurinn sé alvarlega slasaður en lögreglan telur að um óhapp hafi verið að ræða.
23.04.2022 - 01:50
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Slysfarir · lögregla · jarðlest
Lögregla í Drammen leitar árásarmanns
Lögreglan í norsku borginni Drammen leitar manns á þrítugsaldri vegna líkamsárása. Enginn meiddist líkamlega í árásunum. Maðurinn réðist aftan að tveimur manneskjum á gangi, tók aðra þeirra kverkataki og kyssti hana á kinnina áður en hann forðaði sér á hlaupum.
20.04.2022 - 03:40
Spegillinn
Ósannsögli varð ráðherrum í Noregi að falli
Tveir ráðherrar hafa neyðst til að segja af sér á fyrsta hálfa árinu á valdatíma ríkisstjórnar Jonasar Gahr Störe í Noregi. Þessir ráðherrar voru þó ekki umdeildir og nutu trausts þingsins alveg þangað til fréttir fóru að berast af gömlum syndum þeirra. 
13.04.2022 - 11:45
Lík fannst í brunnu bílflaki við vegarkant í Noregi
Mannslík fannst í brunnum bíl sem tilkynnt var um í nótt að stæði við vegarkant í Svelvik suðvestan við höfuðborgina Osló. Tilkynning barst um að bíll stæði í ljósum logum við veginn á öðrum tímanum í nótt.
12.04.2022 - 05:40
Varnarmálaráðherra Noregs segir af sér
Odd Roger Enoksen, varnarmálaráðherra Noregs, hefur sagt af sér embætti eftir að hafa viðurkennt að hafa átt í nánu sambandi við mun yngri konu sem segir hann hafa notfært sér stöðu sína og völd gagnvart henni. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra landsins, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að hann hefði fengið uppsagnarbréf Enoksen í hendurnar.
09.04.2022 - 13:47
Köfurum bjargað eftir þriggja daga leit en eins saknað
Björgunarlið í Malasíu fann í morgun breskan karlmann á fimmtugsaldri og franska stúlku eftir þriggja daga leit. Fjórtán ára sonar mannsins er enn leitað en norskri konu úr hópnum var bjargað á fimmtudaginn.
09.04.2022 - 07:40
Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
Þórdís mögulega til fundar við Zelensky
Annekin Huitfeldt, utanríkisráðherra Noregs, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að hún muni ferðast til Kænugarðs með öðrum utanríkisráðherrum Norðurlandanna til þess að funda með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta um innrás rússneska hersins í Úkraínu.
05.04.2022 - 16:36
Leggja til að öllum viðskiptatengslum verði slitið
Stjórnarandstöðuflokkarnir á lögþingi Færeyja vilja setja öðrum ríkjum fordæmi og slíta á öll viðskiptatengsl við Rússa. Landstjórnin segir slíkt ekki einfalt í framkvæmd en lögþingið greiðir fljótlega atkvæði um löggjöf varðandi viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.
Einn lést og fjórir slösuðust í snjóflóðum í Noregi
Einn lést og fjórir slösuðust í tveimur snjóflóðum sem féllu í Lyngen í Noregi í gær.
31.03.2022 - 03:44
Ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína og dóttur
Maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að bana eiginkonu sinni og dóttur í Kristiansand í Noregi.
31.03.2022 - 00:43
Segir Norðmenn eiga að ræða inngöngu í Evrópusambandið
Raymond Johansen, formaður borgarráðs Oslóar, segir tímabært að Norðmenn hefji samtal um inngöngu í Evrópusambandið. Samstarfsmaður hans í Verkmannaflokknum, þingmaðurinn Kari Henriksen tekur undir það.
Færeyingar taka við flóttamönnum fyrsta sinni
Landsstjórnin í Færeyjum samþykkti í síðustu viku að taka við 200 flóttamönnum. Sá fjöldi er þó til bráðabirgða, að sögn utanríkisráðherra landsins .
Fjórir fórust þegar herflugvél hrapaði í Norður-Noregi
Fjögurra manna áhöfn bandarískrar herflugvélar fórst þegar vélin hrapaði í fjalllendi í Norður-Noregi síðdegis í gær. Vélin, sem er af gerðinni V22 Osprey, tilheyrir bandaríska landgönguliðinu og tók þátt í umfangsmikilli heræfingu NATO í Norður-Noregi.
19.03.2022 - 23:01
Bandarísk herflugvél hrapaði í Norður-Noregi
Bandarísk herþota af gerðinni Bell-Boeing Osprey hrapaði í fjalllendi suður af Bodø í Norður-Noregi síðdegis í gær. Fjögurra manna, bandarísk áhöfn var um borð. Flak vélarinnar er fundið í Gråtå-dalnum í fjalllendinu, en ekki hefur tekist að koma mannskap þangað þar sem veður er slæmt og svæðið afar erfitt yfirferðar. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að leitarlið hafi lagt af stað á vélsleðum á tólfta tímanum í kvöld að norskum tíma.
19.03.2022 - 01:44