Færslur: Noregur

Verslanir opnaðar á ný í Ósló
Slakað verður á sóttvörnum í Ósló frá og með morgundeginum. Heimilt verður að opna verslanir og verslanamiðstöðvar að nýju og börn og unglingar fá að æfa íþróttir utan dyra.
05.05.2021 - 12:04
Norsk kona dæmd fyrir liðveislu við Íslamska ríkið
Þrítug norsk kona var í dag dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir liðveislu við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Konan flutti til Sýrlands árið 2013 og giftist liðsmanni Íslamska ríkisins.
04.05.2021 - 20:30
Kona handtekin í Noregi, grunuð um morð
Lögregla í norska bænum Halden í Austurfold handtók í nótt konu sem grunuð er um morð í heimahúsi í bænum. Fjölmennt lögreglulið fór á vettvang eftir að neyðarlínunni bárust símtöl frá áhyggjufullum nágrönnum, sem heyrðu neyðaróp úr íbúð fjölbýlishúss í miðbænum.
04.05.2021 - 06:37
Myndskeið
Refsað með risasekt
Norski bankinn DNB hefur verið sektaður um sem nemur sex milljörðum íslenskra króna fyrir slælegt eftirlit með peningaþvætti. Sektin er sú hæsta sem gefin hefur verið út síðan ný lög um varnir gegn peningaþvætti voru sett. Norska fjármálaeftirlitið segir að bankinn hafi leitt hjá sér fjölda viðvarana um mögulegt peningaþvætti, meðal annars í viðskiptum milli félaga Samherja.
Tólf vikur á milli Pfizer skammta í Noregi
Stjórnvöld í Noregi hafi ákveðið að lengja tímann á milli þess sem fólk fær fyrri og seinni sprautu af bóluefni. Þannig getur yngra fólk nú búist við því að fá fyrri sprautuna fimm vikum fyrr en áætlað var. Í Svíþjóð hefur bólusetningum seinkað um þrjár vikur.
01.05.2021 - 12:50
Sá grunaði skuldaði hinni myrtu vegna viðskipta
Norska lögreglan segir að karlmaður sem skaut konu til bana úti á götu í Frogner-borgarhluta Ósló í morgun hafi tengst henni í gegnum viðskipti. Maðurinn hafði nýlega verið dæmdur til að greiða konunni jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna vegna fasteignaviðskipta.
28.04.2021 - 13:10
Kona skotin til bana á götu í Ósló
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Ósló, grunaður um að hafa skotið konu til bana úti á götu í Frogner borgarhlutanum snemma í morgun. Maðurinn var á leið út úr borginni þegar hann var handtekinn. Konan var úrskurðuð látin á staðnum. Rannsókn lögreglu hefur einkum beinst að tengslum konunnar og mannsins, sem er frá Bærum. Lögreglan hefur boðað til fundar með fréttamönnum síðar í dag þar sem nánari grein verður gerð fyrir málinu.
28.04.2021 - 10:40
Alla leið
„Það fyrsta sem ég hugsa er: Er honum alvara?“
„Hann er klæddur í einhvern „wannabe“ gull-rappbúning með svitaband og sólgleraugu, með loðfjaðrir og fullt af skröttum í keðjum,“ segir Selma Björnsdóttir sem er alls ekki hrifin af atriði Noregs í Eurovision í ár þó lagið sé grípandi. Álitsgjafar Alla leið eru ekki sammála um hvort söngvarinn sé að grínast með atriðinu eða ekki.
24.04.2021 - 14:50
Norska lögreglan leitar að morðingja
Karlmaður lést af völdum skotsára sem hann hlaut fyrir utan matvöruverslun nærri bænum Tønsberg í suðurhluta Noregs í gærkvöld. Lögreglan fékk tilkynningu um að maður hafi særst í skotárás á ellefta tímanum í gærkvöld að staðartíma.
21.04.2021 - 05:40
Spegillinn
Málarinn sem var ekki til
Galleríeigandi í Noregi hefur viðurkennt að hafa í mörg ár selt málverk eftir málara sem sagðir voru þekktir víða um heim. Nú hefur komið í ljós að þessir listamenn eru ekki til. Eigandi gallerísins málaði sjálfur myndirnar. Hann hefur nú verið sakaður um fjársvik.
20.04.2021 - 15:21
Vilja að Norðmenn hætti að nota Astrazeneca
Norska lýðheilsustofnunin FHI mælir með því að notkun á bóluefni Astrazeneca verði hætt þar í landi, þetta var tilkynnt á blaðamannafundi klukkan tvö í dag. Stjórnvöld eiga eftir að taka ákvörðun um málið.
15.04.2021 - 14:06
Norðmenn tilkynna ákvörðun um Astrazenca í dag
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. Þar verður tilkynnt um næstu skref þar í landi varðandi bóluefni Astrazeneca.
15.04.2021 - 11:12
Óttast margra mánaða seinkun á bólusetningum í Danmörku
Bólusetningaáætlanir gætu farið úr skorðum víða ef bóluefnið frá Janssen verður ekki notað. Í Danmörku gætu þær frestast til loka árs og um sex til tólf vikur í Noregi. Í báðum þessum löndum hefur bóluefnið frá AstraZeneca enn ekki verið tekið í notkun á ný.
13.04.2021 - 21:55
Þekktur norskur lögmaður myrtur í Ósló
Norðmaður á fertugsaldri var handtekinn í Ósló í gærkvöld, grunaður um morð. Hann er grunaður um að hafa orðið lögmanninum Tor Kjærvik að bana. Kjærvik var sjötugur, og þekktur lögmaður í Noregi.
13.04.2021 - 01:57
Haraldur Noregskonungur snýr aftur til starfa
Haraldur V. Noregskonungur snýr aftur til skyldustarfa sinna á mánudag en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan í lok janúar. 
10.04.2021 - 21:02
AstraZeneca afhendir helmingi færri skammta en til stóð
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur tilkynnt að um það bil helmingi færri skammtar bóluefnis þess verði afhentir ríkjum Evrópusambandsins í næstu viku en til stóð. Það eigi einnig við um Noreg og Ísland.
Taug komið frá varðskipi í hollenska flutningaskipið
Skipverjum norsks varðskips tókst í kvöld að koma taug í hollenska vöruflutningaskipið Eemslift Hendrika, sem rekið hefur vélarvana á Noregshafi í tvo daga.
07.04.2021 - 22:17
Myndskeið
Tólf skipverjum bjargað úr háska á Noregshafi
Giftusamlega gekk hjá norsku landhelgisgæslunni í gær að bjarga tólf skipverjum af hollensku flutningaskipi. Það varð vélarvana á Noregshafi, um 130 kílómetra frá landi. Aðstæður til björgunar voru erfiðar, enda vonskuveður.
06.04.2021 - 20:56
Tólf bjargað úr skipi á Noregshafi
Tólf manns var bjargað af hollensku flutningaskipi á Noregshafi í gærkvöld. Skipið sendi út neyðarkall eftir að það fékk á sig mikla slagsíðu í slæmu veðri en það var þá ríflega hundrað kílómetra undan vesturströnd Noregs. Þá var þrjátíu gráðu halli kominn á skipið.
06.04.2021 - 16:08
Norðmenn breyta tímamörkum um bólusetningu
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi áætla að búið verði að bólusetja alla átján ára og eldri gegn COVID-19 að minnsta kosti einu sinni um miðjan júlí. Að sögn lýðheilsustofnunar er þetta einnar til tveggja vikna seinkun frá því sem áður var áætlað.
30.03.2021 - 14:44
Afmælisveisla Ernu Solberg enn í rannsókn
Niðurstöðu lögreglurannsóknar á meintu sóttvarnabroti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og eiginmanns hennar er ekki að vænta fyrr en eftir páska. Í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag segir að hún þurfi lengri tíma til að rannsaka málið.
26.03.2021 - 09:48
Solberg með stöðu grunaðs vegna sóttvarnarbrota
Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, og eiginmaður hennar, Sindre Finnes, eru með stöðu grunaðs vegna sóttvarnarbrota. Lögregla hóf rannsókn á meintu broti þeirra í síðustu viku eftir að það vaknaði grunur um að þrettán manns hafi safnast saman til þess að halda upp á sextíu ára afmæli Solberg þrátt fyrir tíu manna samkomutakmarkanir.
23.03.2021 - 11:59
Lögregla rannsakar afmælisfagnað Solberg
Norska lögreglan ætlar að rannsaka ásakanir um að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefði brotið sóttvarnareglur þegar hún fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. Hún fór þá ásamt ættingjum og vinum til Geilo í tilefni afmælisins.
19.03.2021 - 10:56
Solberg braut sóttvarnarreglur í afmælisferð
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut norskar sóttvarnarreglur þegar hún var í fríi með fjölskyldu sinni í síðasta mánuði. Of margir voru við kvöldverð fjölskyldunnar á veitingastað í Geilo tvö kvöld í röð, segir í frétt NRK um málið. 
18.03.2021 - 18:47
Telja sig hafa fundið ástæðu blóðtappanna
Sérfræðingar við Ríkissjúkrahúsið í Ósló telja sig hafa komist að ástæðu þess að þrír norskir heilbrigðisstarfsmenn undir fimmtugu fengu blóðtappa eftir að þeir voru bólusettir með bóluefni frá AstraZeneca.
18.03.2021 - 14:30