Færslur: Noregur

Grafa lengstu neðansjávargöng heims á jarðskjálftasvæði
Norskir jarðvísindamenn telja Vegagerðina þar í landi hafa sýnt ábyrgðarleysi með ákvörðun um að grafa lengstu og dýpstu neðansjávargöng heims á virkasta jarðskjálftasvæði Noregs, án þess að gera áhættumat. 
27.10.2021 - 11:29
Bólusetningar nánast stopp í Noregi
Bólusetningar hafa því sem næst stöðvast í Noregi, samkvæmt frétt norska blaðsins Aftenposten, þrátt fyrir að nær 600.000 fullvaxta landsmanna séu enn óbólusettir. Markmiði stjórnvalda um að bólusetja minnst 90 prósent fullorðinna íbúa Noregs hefur enn ekki verið náð í 295 af 356 sveitarfélögum landsins og í landinu öllu eru nú rétt tæplega 85 prósent fullorðinna fullbólusett.
27.10.2021 - 03:47
Bátsfólkið í Hörðalandi talið af
Kona og tveir karlar sem saknað hefur verið í Hörðalandsfylki í Vestur-Noregi eru talin af. Fólkið sem er frá Askey hugðist róa árabáti yfir Langvotnevatn en þungur straumur hreif bátinn með sér í straumharða Tokagjelsána.
26.10.2021 - 03:26
Ungur maður særður eftir skotárás í úthverfi Ósló
Ungur maður er hættulega særður eftir skotárás í Stovner-hverfinu í norðausturhluta Ósló höfuðborgar Noregs í kvöld. Lögregla útilokar ekki tengsl við skotárás sem gerð var fyrr í mánuðinum.
26.10.2021 - 00:39
Leit enn ekki borið árangur
Enn er leitað í Hörðalandsfylki í Noregi að konu og tveimur körlum sem víst þykir að hafi farið fram af 15 metra stíflu í ánni Tokagjele í gærkvöld. Um fimmtíu manns leitaði í og við ána í nótt við erfiðar aðstæður, segir í frétt NRK.
25.10.2021 - 09:32
Noregur: Þriggja leitað í straumþungri á
Viðamikil leit að konu og tveimur körlum stendur nú yfir í Hörðalandsfylki í Vestur-Noregi en þau voru í árabáti sem saknað er við Langvotnevatn og Tokagjelsá í Kvam. Einnig var hundur með þeim um borð.
24.10.2021 - 21:33
Tveir eftirlýstir vegna hnífaárásar í Þrándheimi
Tveir menn eru grunaðir um að hafa sært tvítugan mann illa með hnífi í Møllenberg hverfinu í Þrándheimi í gærkvöldi. Lögregla veit hverjir þeir eru og hefur lagt fram ákæru.
Tvær hnífaárásir í Þrándheimi í kvöld
Tvær hnífaárásir voru gerðar í Þrándheimi í kvöld. Önnur árásin var gerð í Møllenberg hverfinu og hin í Ila. Sá sem varð fyrir árásinni í Møllenberg er alvarlega slasaður. Bæði fórnarlömbin voru flutt á St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi.
23.10.2021 - 22:44
Spegillinn
Orkuverð í Noregi himinhátt
Rafmagn hefur verið dýrara í Noregi í haust en nokkru sinni áður í sögunni. Talað er um allt að tíföldun á verði frá í fyrra. Og verðið sveiflast svo mikið að venjulegt fólk sundlar að sögn við að horfa á rafmagnsmælana.
21.10.2021 - 17:13
Sjónvarpsfrétt
Sjónvarpsstjarna og yngsti dómsmálaráðherra Noregs
Fregnir af stjórnarskiptum í Noregi féllu að miklu leyti í skuggann af voðaverkunum í Kóngsbergi. Í ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre eru konur í meirihluta og dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl er 28 ára raunveruleikasjónvarpsstjarna.
18.10.2021 - 20:13
Segja manninn ekki hafa banað fólkinu með boga og örvum
Maðurinn sem varð fimm manns að bana í bænum Kóngsbergi í Noregi í síðustu viku banaði fólkinu með eggvopni en ekki boga og örvum, eins og áður var talið.
18.10.2021 - 17:12
Sjónvarpsfrétt
Vöruflutningar bráðlega Norðaustur siglingaleiðina
Þess er vænst að vöruflutningar færist bráðlega yfir á Norðaustur siglingarleiðina meðfram Síberíu, Noregi og Austfjörðum, vegna loftlagsbreytinga. Málið var rætt á fundi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu, og þar voru meðal annars kynntar niðurstöður nýlegs rannsóknarleiðangurs um rússneska íshafið. Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV var með í þeim leiðangri. 
17.10.2021 - 20:16
Lögregla hefur gefið upp nöfn hinna látnu í Kóngsbergi
Maðurinn sem drap fimm manns í Kóngsbergi í Noregi á miðvikudagskvöld var að öllum líkindum einn að verki. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu í hádeginu. Þá er lögreglan ekki eins viss um að maðurinn hafi tekið íslamstrú eins og áður hefur verið talið.
16.10.2021 - 15:30
Spegillinn
Hryðjuverk eða óstjórnlegt æði?
Skipulagði Espen Andersen Braaten hryðjuverk í nafni islam eða rann á hann morðæði á miðvikudagskvöldið? Fimm létu þá lífið á Kóngsbergi í Noregi. Af hverju missti lögreglan hann úr höndum sér áður en morðin voru framin? 
15.10.2021 - 18:15
Fengu fyrst tilkynningu um árásarmanninn árið 2015
Norska lögreglan fékk fyrst tilkynningu um að maðurinn, sem myrti fólk í Kóngsbergi, á miðvikudag, gæti verið hættulegur. Síðar var mál hans metið sem svo að hann væri líklegur til að fremja minniháttar árás.
15.10.2021 - 16:35
Norska lögreglan íhugar að leita til eftirlitsnefndar
Yfirmenn norsku lögreglunnar íhuga að leita að eigin frumkvæði til eftirlitsnefndar um störf lögreglu í kjölfar mannskæðrar árásar í bænum Kóngsbergi í fyrrakvöld, þar sem ódæðismaður varð fimm að bana og særði þrjá. 
15.10.2021 - 10:03
Ódæðismaðurinn í haldi á heilbrigðisstofnun
Karlmaður á fertugsaldri sem varð fimm að bana í bænum Kóngsbergi í Noregi í fyrrakvöld og særði þrjá til viðbótar, kemur fyrir dómara í dag. Farið er fram á fjögurra  vikna gæsluvarðhald yfir honum.
15.10.2021 - 08:07
Ódæðið í Kóngsbergi: Myrti fólk af handahófi
Maðurinn sem varð fimm að bana í bænum Kóngsbergi í Noregi í gær virðist ekki hafa þekkt neitt til fórnarlamba sinna. Lík fólksins fundust bæði utan dyra og inni í íbúðarhúsum. Norska öryggislögreglan segist hafa þekkt til hans.
14.10.2021 - 17:32
Öryggisviðbúnaður hertur í Noregi
Norska öryggislögreglan PST herti í dag viðbúnaðarstig vegna hugsanlegra hryðjuverka eftir að karlmaður á fertugsaldri varð fimm að bana í bænum Kóngsbergi síðdegis í gær. Hann notaði boga og örvar við voðaverkið. Tveir til viðbótar særðust alvarlega.
14.10.2021 - 12:42
Minnihlutastjórn sem getur ekki valið leikfélaga
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og nýr forsætisráðherra Noregs kynnti ríkisstjórn sína í dag, í skugga voðaverkanna í Kongsberg í gærkvöld. Stjórnin verður minnihlutastjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins, vinstristjórn eftir átta ára valdatíð hægrimanna. Herdís Sigurgrímsdóttir, stjórnmálafræðingur sem býr í Stafangri í Noregi, segir að stjórnin eigi eftir að eiga erfitt með að koma málum gegnum þingið.
14.10.2021 - 10:37
„Fólk er hálf lamað yfir þessu“
Aron Þorfinnsson, verkfræðingur sem býr í Kongsberg, segir bæjarbúa í áfalli. Sjálfur var hann heima þegar árásin átti sér stað. Hann hefði aldrei getað ímyndað sér að voðaverk yrðu framin í bænum. 
14.10.2021 - 08:10
 · Noregur · Kongsberg · Lögreglumál · Árás · Erlent
Viðurkennir að hafa framið drápin í Kongsberg
37 ára gamall karlmaður sem kærður var fyrir að hafa drepið fimm og sært tvo til viðbótar í bænum Kongsberg í Noregi í gær hefur játað á sig verknaðinn. Frá þessu er greint á vef sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Að hve miklu leyti hann viðurkennir sekt í þessu máli vitum við hins vegar ekki enn,“ segir Ann Irén Svane Mathiassen, saksóknari. Hún segir lögreglu áður hafa haft afskipti af sakborningnum. Hann er danskur ríkisborgari sem óx upp í Noregi og hefur verið búsettur í Kongsberg um árabil.
14.10.2021 - 06:42
Dani á fertugsaldri í haldi vegna morðanna í Kongsberg
Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við mannskæða árás í norska bænum Kongsberg síðdegis í gær er danskur karlmaður á fertugsaldri, sem búsettur er í bænum. Hann hefur verið kærður fyrir morð og morðtilraunir. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í nótt segist hún staðfesta þessar upplýsingar um hinn kærða því fjöldi sögusagna gangi nú á samfélagsmiðlum, þar sem menn sem ekki er með nokkrum hætti hægt að tengja við illvirkin eru nefndir til sögunnar sem mögulegir drápsmenn.
14.10.2021 - 00:33
Myndskeið
Hugur Solberg er hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra
Ernu Solberg fráfarandi forsætisráðherra Noregs er afar brugðið eftir að fimm féllu og tveir særðust í árás bogamanns í bænum Kongsberg í suðausturhluta landsins í dag. Solberg segir hug sinn vera hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.
13.10.2021 - 22:41
Myndskeið
Fimm látin eftir árás bogamanns í Kongsberg í Noregi
Fimm liggja í valnum og tvö eru særð eftir árás bogamanns í norsku bænum Kongsberg nú síðdegis. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en mikill viðbúnaður er um allan Noreg vegna málsins.
13.10.2021 - 19:10