Færslur: Noregur

Norðmenn fara hægar í tilslakanir en Íslendingar
Víðtæk sátt ríkir um aðgerðir norskra stjórnvalda í Covid19-faraldrinum. Þetta segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Helgelands-sjúkrahússins í Norður-Noregi. Þar í landi verður ferðahömlum og samkomubanni aflétt talsvert hægar en hér á landi.
25.05.2020 - 08:24
Kínverjar fjárfesta í flugfélaginu Norwegian
Kínverska ríkið hefur keypt um það bil fjögur hundruð þúsund hluti í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian. Ríkisfyrirtækið BOC Aviation er skráð fyrir kaupunum. Með þeim eignast Kínverjar 12,67 prósenta hlut í flugfélaginu, að því er kemur fram í tilkynningu þess til kauphallarinnar í Ósló í dag.
20.05.2020 - 14:46
Ákæruvaldið krefst 21 árs fangelsis
Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Philip Manshaus verði dæmdur í 21 árs fangelsi og að hann sitji inni að lágmarki í 14 ár fyrir að myrða stjúpsystur sína í ágúst í fyrra og ráðast síðan vopnaður inn í mosku í bænum Bærum þar sem hann særði einn mann áður en hann var yfirbugaður.
20.05.2020 - 09:01
Norwegian uppfyllir skilyrði fyrir ríkisábyrgð
Flugfélagið Norwegian hefur hrint í framkvæmt björgunaráætlun sinni og þannig uppfyllt skilyrði fyrir lánum upp á þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði fjörutíu og þriggja milljarða íslenskra króna, með ábyrgð frá norska ríkinu.
20.05.2020 - 08:07
Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum
Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.
15.05.2020 - 22:34
Fréttaskýring
Fréttamaðurinn sem vissi allt um Karl Bernhardsen
Gagnafyrirtæki sem fáir kannast við safna nákvæmum upplýsingum um ferðir fólks. Gögnin eiga að vera dulkóðuð en blaðamenn hafa afhjúpað að svo er ekki. Þegar staðsetningahnitum frá ákveðnu símtæki er safnað yfir langan tíma er oft barnaleikur að átta sig á því hverjum sá sími tilheyrir. Umfjöllun NRK um þessi mál hefur valdið usla í Noregi og hún kom Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar á óvart. 
15.05.2020 - 19:07
Umdeilt minnismerki um Útey staðfest
Minnismerki um hryðjuverkin sem framin voru í Ósló og Útey í Noregi fyrir tæpum níu árum verður á Úteyjarbryggju, þaðan sem ferjan gengur yfir í Útey. Þetta er ákveðinn endapunktur í áralangri deilu um minnismerkið en ferlið hefur þegar kostað norska skattgreiðendur hundruð milljóna íslenskra króna.
15.05.2020 - 11:06
Gert ráð fyrir miklum samdrætti og atvinnuleysi
Norska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir verulegum samdrætti og auknu atvinnuleysi á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs, og Jan Tore Sanner fjármálaráðherra í morgun.
12.05.2020 - 08:29
Meintum samverkamanni Hagen sleppt úr haldi
Norska lögreglan sleppti í dag úr haldi manni sem hún handtók á fimmtudag og grunaði þá um að eiga þátt í hvarfi Anne-Elisabeth Hagen og morði á henni. Maðurinn hefur verið yfirheyrður og að því loknu breytti lögregla sakargiftum. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í brottnámi Hagen. Lögregla sagðist ekki telja að rannsóknarhagsmunir krefðust þess að maðurinn væri áfram í gæsluvarðhaldi.
09.05.2020 - 21:00
Noregur: Tom Hagen laus úr haldi
Hæstiréttur Noregs vísaði síðdegis frá kröfu lögreglunnar um að milljarðamæringurinn Tom Hagen skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi. Hann á þó á hættu að verða handtekinn aftur.
08.05.2020 - 15:58
Maður á fertugsaldri handtekinn í máli Hagen
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Ósló í gærkvöld í tengslum við hvarfið á Anne-Elisabeth Hagen. Verdens Gang greinir frá þessu. Lögreglan leitaði einnig sönnunargagna á heimili mannsins í gærkvöld. 
08.05.2020 - 06:44
Rúmeni lá látinn árum saman í norskum kofa
Norskir réttarmeinafræðingar báru í vikunni kennsl á lík sem fannst í kofa skammt frá bænum Fauske í norðurhluta Noregs í lok apríl. Líkið er af rúmenskum karlmanni fæddum árið 1969. NRK hefur eftir hreppsstjóranum Ronny Borge að líkið hafi líkst múmíu, svo þurrt var það orðið. Talið er að líkið hafi legið í kofanum árum saman.
08.05.2020 - 06:06
Áfrýjunarréttur vildi sleppa Tom Hagen úr haldi
Áfrýjunarréttur á Hamri í Noregi úrskurðaði í dag að milljarðamæringurinn Tom Hagen skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Lögreglan áfrýjaði niðurstöðunni samstundis til hæstaréttar. Hagen situr því varðhaldi þar til endanleg niðurstaða fæst.
07.05.2020 - 13:53
Réttarhöld hafin yfir Manshaus
Í morgun hófust í Noregi réttarhöld yfir Philip Manshaus, sem ákærður er fyrir morð, tilraun til manndráps og tilraun til að fremja hryðjuverk. 
07.05.2020 - 10:42
Noregur: Barnabörnin mega hitta afa og ömmu
Lýðheilsustofnunin í Noregi tilkynnti í dag að reglunni frá tólfta mars um að börn mættu ekki umgangast afa sína og ömmur hefði verið breytt. Frode Forland, yfirmaður hjá stofnunni, greindi frá þessu á stöðufundi með fréttamönnum.
04.05.2020 - 16:02
Hlutabréf í Norwegian hækkuðu um tugi prósenta
Hlutabréf í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian höfðu um hádegi hækkað um þrjátíu prósent í kauphöllinni í Ósló frá því að viðskipti hófust í morgun. Yfir níutíu prósent hluthafanna samþykktu í dag að breyta skuldum félagsins að jafnvirði 140 milljarða íslenskra króna í hlutfé og stefna að hlutafjáraukningu. Lausafé fyrirtækisins var að verða uppurið og var því farið að halla alvarlega á dalnum í rekstri þess.
04.05.2020 - 14:00
Neyðaráætlun til bjargar Norwegian samþykkt
Hluthafar í norska flugfélaginu Norwegian hafa samþykkt áætlun um að breyta skuldum félagsins í hlutafé og að stefna að hlutafjáraukningu. Blaðið Dagens Næringsliv greinir frá þessu og segir að þetta hafi verið samþykkt af um 95 prósentum hluthafa. 
04.05.2020 - 08:54
Vistkerfið við Óslóarfjörð í uppnámi
Vistkerfið við strendur Óslóarfjarðar er í uppnámi. Þar hafa upp á síðkastið fundist ógrynni af dauðum æðarfugli, kræklingi og þorski. Á sama tíma hafa aðgangsfrekar nýjar dýra- og plöntutegundir rutt sér til rúms í firðinum.
03.05.2020 - 17:38
1700 ára gamalt borðspil finnst í Noregi
Norskir fornleifafræðingar hafa uppgötvað peð og teninga úr sautján hundruð ára gömlu borðspili á Hörðalandi í Vestur-Noregi. Fundurinn er talinn geta gefið góða vísbendingu um norskt samfélag á járnöld.
03.05.2020 - 12:57
Segja Anne-Elisabeth Hagen hafa viljað skilnað
Anne-Elisabeth Hagen hafði talað um stormasamt hjónaband sitt og að hún vildi skilnað, áður en hún hvarf frá heimili sínu haustið 2018. Þetta herma heimildir norskra fjölmiðla. Auðmaðurinn Tom Hagen er í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana.
01.05.2020 - 09:59
Fékk 20 ára fangelsi fyrir að myrða son sinn
Fjörutíu og fimm ára norskur karlmaður var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að myrða fimmtán ára son sinn í október í fyrra. Í dómsorði er morðinu lýst sem hreinni og klárri aftöku. Fram kom í réttarhaldinu að pilturinn ætlaði að upplýsa um kynferðislega misnotkun föðurins gegn sér. Ákæruvaldið fór fram á að hann fengi 21 árs fangelsisdóm. Dómarar töldu tuttugu ár nægja þar sem maðurinn hefði verið samvinnuþýður fyrir rétti.
30.04.2020 - 13:40
Reyndi Hagen að setja á svið fullkominn glæp?
Frá Noregi bárust í morgun fréttir um að undarlegasta mannrán síðari tíma væri upplýst – eða svo gott sem. Anne Elísabet Hagen hvarf fyrir hálfu öðru ári og mannræningjar sagðir krefjast lausnargjalds. Núna er eiginmaður hennar, einn ríkasti maður Noregs, grunaður um að hafa sett allt á svið og blekkt lögreglu mánuðum saman.
28.04.2020 - 17:03
 · Glæpir · Noregur · Erlent · Morð
Hollendingi bannað að heimsækja kærustuna í Noregi
Norska lögreglan stöðvaði hollenskan mann sem kom til landsins með ferju frá Danmörku í nótt. Maðurinn hugðist aka til kærustunnar sinnar á Vesturlandi í Noregi. Sökum kórónuveirufaraldursins verður kærustuparið að bíða lengur eftir því að hittast. Lögreglan lagði hald á vegabréf og bíl mannsins þar til síðar í dag. Að því loknu verður honum vísað aftur til Danmerkur, segir í tilkynningu lögreglunnar á Twitter.
23.04.2020 - 05:16
Norðmenn byrja að slaka á aðgerðum
Norðmenn, sem segjast vera búnir að ná tökum á kórónuveirufaraldinum, byrjuðu í morgun að slaka á aðgerðum sem miðað hafa að því að takmarka útbreiðslu kórónuverirunnar.
20.04.2020 - 08:18
Yfir 2.300 Norðmenn í sóttkví eftir Svíþjóðarferð
Á þriðja þúsund Norðmanna eru í sóttkví eftir að þeir brugðu sér í páskaferð til Svíþjóðar í trássi við tilmæli lögreglu. Norska lögreglan, líkt og sú íslenska, biðlaði til landsmanna að halda sig heima um páskana, og beindi þessum orðum sínum alveg sérstaklega til þeirra sem hafa lagt það í vana sinn að skreppa til Svíþjóðar yfir páskana.
16.04.2020 - 01:37