Færslur: Noregur

Spegillinn
Deila um minnismerki vegna Úteyjar fyrir dómi
Bráðum áratug eftir ódæðsiverkin á Útey og í miðborg Óslóar er enn rifist um hvort og hvar minnismerki um hin látnu eigi að rísa. Samingaviðræður, dómsmál og endurhönnun merkisins hafa aðeins orðið til að fresta framkvæmdum. Og nú í vikunni var deilan enn tekin til dóms.
17.09.2020 - 15:01
Erlent · Evrópa · Noregur · Útey · hryðjuverk
Breivik biður um reynslulausn
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik, sem varð 77 að bana í júlí árið 2011, hefur sótt um reynslulausn úr fangelsi. Jafnframt ætlar hann að lögsækja norska ríkið vegna aðbúnaðar í fangelsinu.
16.09.2020 - 13:31
Leggja til að Ísland fari af rauðum lista í Noregi
Sóttvarnayfirvöld í Noregi lögðu það til í gær við norsk yfirvöld að taka Ísland af rauðum lista og færa yfir á gulan ásamt Liechtenstein og Póllandi. Verði tillagan samþykkt þurfa þeir sem koma frá þessum löndum til Noregs ekki að fara í sóttkví.
16.09.2020 - 08:46
Herskip fannst við athugun á háspennuköplum
„Stundum finnum við sögulegar minjar, en ég hef aldrei fundið neitt jafn spennandi og þetta," hefur AFP fréttastofan eftir Ole Petter Hobberstad, yfirverkfræðingi Statnett í Noregi. Við eftirlit á rafmagnsköplum neðansjávar fundu starfsmenn Statnett þýska herskipið Karlsruhe, sem var sökkt með tundurskeyti frá breskum kafbáti í apríl árið 1940. Skipið fannst á nærri fimm hundruð metra dýpi undan Kristiansand við suðurströnd Noregs.
13.09.2020 - 07:40
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
Spegillinn
Sambýliskona fyrrverandi ráðherra fyrir dóm í Noregi
Uppákoman kostaði dómsmálaráðherra Noregs embættið. Sambýliskona hans kemur núna fyrir dóm í Osló sökuð um að hafa sett á svið aðför að ráðherranum og staðið að baki alvarlegum hótunum í hans garð - og þó búa þau enn saman. Hún neitar og ráðherrann fyrrverandi styður konu sína. Næstu tíu vikur á að reifa þetta sérkennilega mál í dómhúsinu í Osló.
08.09.2020 - 17:00
 · Erlent · Noregur · Dómsmál
Atvinnuleysi minnkar í Noregi
208.100 eru á atvinuleysisskrá í Noregi um þessar mundir samkvæmt upplýsingum sem vinnumálastofnunin NAV birti í dag. Þeim hefur fækkað um 4.600 síðan í síðustu viku. Haft er eftir forstöðumanni atvinnu- og velferðarmála að útlit sé fyrir að þessi þróun haldi áfram. Sífellt fleiri snúi til starfa sem misstu vinnuna tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins.
08.09.2020 - 14:57
Vill að Færeyjar verði teknar af rauðum lista Noregs
Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra Færeyja vill að eyjarnar verði teknar af rauðum lista Norðmanna.
Spegillinn
Óspektir spretta af óyndi
Kórónuóþol er ekki sjúkdómur heldur merki um þreytu í samfélögunum vegna tilrauna yfirvalda til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Fólk lætur óánægju sína sífellt oftar í ljós og hún er oft og tíðum ekki bundin við skipuleg mótmæli. Fólk finnur upp á alls konar vitleysu þegar allt er bannað.
02.09.2020 - 08:38
Tölvuþrjótar komust í tölvupóst norskra þingmanna
Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi norska Stórþingsins á dögunum. Þeir komust inn í tölvupóst nokkurra þingmanna. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki glæpnum og hefur málið verið tilkynnt lögreglu.
01.09.2020 - 15:38
Norsk ungmenni meðvitundarlaus eftir neðanjarðarpartí
24 ungmenni voru flutt á sjúkrahús í Ósló í nótt. Lögregla telur þau öll hafa orðið fyrir kolsýringseitrun. Sex þeirra voru meðvitundarlaus, þar af fimm í lífshættu að sögn norska ríkisútvarpsins, NRK.
30.08.2020 - 05:18
Fjölmenn mótmæli gegn andstæðingum islam í Ósló
29 voru handteknir í Ósló eftir að upp úr sauð á milli hóps sem andmælir islam í Noregi og mótmælenda gegn þeim. Síðdegis í gær stóð hópurinn Sian, sem kallar eftir því að islamsvæðing Noregs verði stöðvuð, fyrir uppákomu í miðborg Óslóar. Stór hópur mótmælenda mætti til að andmæla uppákomunni, og fóru þau friðsamlega fram framan af.
30.08.2020 - 01:19
Segir Norwegian ekki lifa veturinn án frekari aðstoðar
Tap norska flugfélagsins Norwegian á fyrri helmingi ársins var fjórfalt meira en í fyrra. Staða félagsins var orðin erfið áður en kórónuveirufaraldurinn lamaði samgöngur í heiminum og forstjórinn segir að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi skammt.
28.08.2020 - 17:51
Norsk stjórnvöld ætla að bíða með að slaka á aðgerðum
Norsk stjórnvöld ætla ekki að slaka á sóttvarnaraðgerðum í landinu alveg strax, jafnvel þó fjöldi daglegra smita hafi farið fækkandi síðustu daga.
28.08.2020 - 13:39
Rússar ósáttir og kalla norska sendiherrann á teppið
Norskum stjórnarerindreka í sendiráði Norðmanna í Moskvu hefur verið gert að yfirgefa Rússland. Rússar segja að þetta sé svar við því að Norðmenn ráku rússneskan sendiráðsstarfsmann úr landi fyrir ásakanir um njósnir.
28.08.2020 - 12:01
Lést eftir árás hvítabjarnar á Svalbarða
Hvítabjörn varð manni að bana á tjaldsvæði við Longyearbyen, stærsta bænum á Svalbarða, í nótt. Þetta er fimmta dauðsfallið vegna hvítabjarnar á Svalbarða síðan 1971.
28.08.2020 - 07:43
Vill ljúka fríverslunarviðræðum við Noreg sem fyrst
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir mikilvægt að ná viðskiptasamningum við Norðmenn sem fyrst. Vegna kórónuveirufaraldursins sé það í þágu beggja ríkja að ljúka fríverslunarsamningi sem fyrst, hefur AFP fréttastofan eftir Wang.
28.08.2020 - 04:53
Segir Samherja hafa mistekist að verja dótturfélög sín
Enginn vafi leikur á að Samherja mistókst að verja dótturfélög sín gegn brotum einstaklinga, segir Björgólfur Jóhannsson annar forstjóra Samherja í bréfi sem hann skrifar og birt er á sjávarútvegsvefnum Undercurrent News.
25.08.2020 - 23:26
Spegillinn
Norska hvalkjötið rýkur út
Norðmenn vilja meira hvalkjöt. Það er óvænt aukaverkun af kórónuveirunni. Hvalkjöt er þó ekki talið búa yfir lækningamætti heldur hitt að Norðmenn hafa í sumar beint ferðum sínum norður í land á slóðir þeirra fáu hrefnuveiðimanna sem enn eru eftir.
20.08.2020 - 11:32
 · Erlent · Noregur · hvalveiðar
Rússneskum erindreka vísað frá Noregi vegna njósnamáls
Norsk yfirvöld hafa vísað rússneskum diplómata úr landi. Það gerist nokkrum dögum eftir að norskur ríkisborgari var handtekinn þar í landi grunaður um að leka viðkvæmum upplýsingum til Rússlands.
19.08.2020 - 12:20
Olíusjóðurinn tapar þrátt fyrir öflugan ársfjórðung
Norski olíusjóðurinn tapaði 188 milljörðum norskra króna, jafnvirði tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Tapið er mikið þrátt fyrir að annar ársfjórðungur sé sá öflugasti í sögu sjóðsins þegar hagnaður nam 1162 milljörðum norskra króna, tæpum 18 þúsund milljörðum íslenskra króna.
18.08.2020 - 10:39
Norska leyniþjónustan handtók meintan njósnara
Leyniþjónusta Noregs kveðst hafa handtekið norskan ríkisborgara grunaðan um að hafa lekið leyndarmálum til erlends ríkis.
17.08.2020 - 13:50
Spegillinn
Osló orðin rauð
Í Osló, höfuðborg Noregs, er stefnt að því að hefja skólastarf með hefðbundnum hætti eftir helgi þrátt fyrir að borgin sé orðin rautt smitsvæði. Kórónuveiran hefur breiðst ört út síðustu daga. Smitbylgjan er rakin til utanlandsferða fólks í sumar og drykkjuskapar skólanema í almenningsgörðum borgarinnar.
14.08.2020 - 17:00
 · Erlent · COVID-19 · Osló · Noregur
Spegillinn
„Þú átt ekki að aka yfir á gulu“
Norðmenn ákváðu í dag að setja Ísland á rauðan lista. Það þýðir að allir sem koma frá Íslandi til Noregs verða að fara í 10 daga sóttkví. Eystrasaltslöndin hafa sett Ísland á rauða listann og sömuleiðis Grænland. Norðmenn hafa hingað til skilgreint smithættu í Evrópulöndum með grænum og rauðum lit. Nú hefur gulur verið settur í stað þess græna.
12.08.2020 - 16:46
 · Erlent · COVID-19 · Noregur · Erna Solberg
Útlit fyrir að við séum að ná böndum á faraldurinn
Sóttvarnalæknir segir að ekki komi á óvart að lagt sé til að Ísland fari á lista í Noregi yfir svokölluð rauð lönd. Hann bendir á að nokkur smit hér á landi vegi mun þyngra en í fjölmennari löndum. Hann telur að það sé að takast að ná böndum á faraldurinn hér. Þá ættu smitum að fækka hratt og líklegt að Ísland verði fljótt tekið af rauðum listum.
11.08.2020 - 16:44