Færslur: Norðurslóðir

Rússar sagðir stunda njósnir í Danmörku
Rússar eru í nýju áhættumati danska hersins sagðir stunda umfangsmiklar njósnir á danskri grundu. Hættan á átökum Rússlands og Vesturveldanna er sögð vaxandi.
21.12.2021 - 16:12
Hæsti hiti á norðurslóðum staðfestur
Alþjóðaveðurfræðistofnunin staðfesti í morgun að 38 stiga hiti sem mældist í Síberíu í júní í fyrra sé sá hæsti sem mælst hefur á norðurslóðum í sögunni. Hitametið var sett í smábænum Verkhoyansk 20. júní í fyrra. Bærinn er um 115 kílómetrum norðan við heimskautsbaug og hefur hiti verið mældur þar allt frá árinu 1885.
14.12.2021 - 11:07
Efnahagsleg tækifæri í grænum lausnum
Nýta þarf efnahagsleg tækifæri sem grænar lausnir veita, að mati ráðherra umhverfismála hjá Evrópusambandinu. Þá þurfi að skapa jafnvægi milli efnahagslegra og umhverfislegra hagsmuna. Ný stefna ESB um norðurslóðir var kynnt á nýafstöðu þingi Norðurskautsráðsins.
Sjónvarpsfrétt
Kannski síðasta tækifærið til að bjarga heiminum
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow er síðasta tækifæri þjóða heimsins til að snúa þróuninni við, að mati fyrsta ráðherra Skotlands. Heimsbyggðin hafi ekki gert nóg síðan Parísarsamkomulagið var undirritað fyrir um sex árum og úr því þurfi að bæta.
16.10.2021 - 20:34
Sjónvarpsfrétt
Fylgjast þurfi með umsvifum Kína á norðurslóðum
Yfirmaður Norðurslóðaskrifstofu Hvíta hússins segir að fylgjast þurfi með tilburðum Kínverja til að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Hann segir Bandaríkjamenn vera að átta sig á að þeir séu norðurslóðaþjóð.
Norðurslóðanet fær endurnýjaðan starfssamning
Norðurslóðanet Íslands og utanríkisráðuneytið hafa undirritað endurnýjaðan samstarfssamning til næstu fimm ára.
Heimsfaraldur seinkar norðurljósarannsóknum
Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á uppbyggingu Norðurslóðarannsóknastöðvarinnar á Kárhóli. Kínverjar fjármagna starfsemina og hafa ekki getað komið til landsins á tímum faraldursins.
11.08.2021 - 13:10
Framtíðarstefna arfleifð formennsku Íslands
Utanríkisráðherra er hæstánægður með nýafstaðinn ráðherrafund Norðurskautsráðsins og trúir því að fundur utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna sé fyrsta skrefið að bættum samskiptum ríkjanna. 
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Norðurskautsráðið og stofnun Ísraels
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins er í Reykjavík í dag, en hvaða fyrirbrigði er Norðurskautsráðið? Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu það í Heimsglugga Morgunvaktar Rásar-1. Þá ræddu þeir bakgrunn deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna sem rekja má tvö þúsund ár aftur í tímann.
Upptaka
Fundur Lavros og Blinkens í Hörpu
Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna hittast í fyrsta sinn augliti til auglitis í Hörpu í kvöld. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kom til landsins undir kvöld en bæði hann og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, taka þátt í fundi Norðurskautsráðsins á morgun. Búist er við að þeir flytji hvor um sig stutta yfirlýsingu fyrir fundinn sem á að hefjast um klukkan níu.
19.05.2021 - 20:48
Viðtal
Óvíst hvort takist að halda hernaði utan ráðsins
Utanríkisráðherra Rússa kemur til landsins síðdegis. Hann á fund í Hörpu í kvöld með bandarískum kollega sínum, en það er þeirra fyrsti fundur augliti til auglitis. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi, segir Rússa ósátta með aukna sókn Bandaríkjahers á norðurslóðir. Pólitískum deilum verði líklega haldið utan við fund Norðurskautsráðsins á morgun en nú reyni á hvort það takist áfram að halda þeim og hernaðarlegum málefnum utan ráðsins.
19.05.2021 - 11:17
Myndskeið
Breytum ekki leiknum en stjórnum sviðsljósinu
Utanríkisráðherrar allra aðildarríkja Norðurskautsráðsins koma saman í Hörpu en það er aðeins í þriðja skipti sem það gerist. Ekki er búist við að miklar breytingar verði á starfsemi ráðsins þegar Rússar taka við keflinu af Íslendingum.
Myndskeið
Lögðum mikið í þessa formennsku
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir áhuga aðildarríkjanna á fundinum sýna aukið vægi Norðurskautsráðsins. Hann er ánægður með hvernig til hefur tekist þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn.
Fréttavaktin
Mikil eftirvænting vegna fundar Lavrovs og Blinkens
Fundur Norðurskautsráðsins í Hörpu á fimmtudag markar lok tveggja ára formennsku Íslendinga í ráðinu en Rússar taka við formennskunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, lagði línurnar fyrir fundinn í gær þegar hann varaði vestræn ríki við að gera kröfu til Norðurheimskautssvæðisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að funda með Lavrov í Hörpu á morgun en mikil eftirvænting er vegna fundar Lavrovs og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Hörpu í kvöld.
Heimskviður
Einstakt samstarf á Norðurslóðum og áhrifin af COVID
Norðurheimskautið er í hugum einhverra kannski bara Norðurpóllinn sjálfur, með tilheyrandi kulda og myrkri. Þetta svæði er hins vegar mun umfangsmeira en svo og hefur orðið sífellt mikilvægara í augum margra ríkja síðustu ár, ekki síst vegna bráðnunar heimskautaíssins. Þar er nú orðinn greiðari aðgangur að verðmætum náttúruauðlindum á borð við olíu og gas, og nýjar siglingaleiðir orðnar færar um Norður-Íshaf
Lést eftir árás hvítabjarnar á Svalbarða
Hvítabjörn varð manni að bana á tjaldsvæði við Longyearbyen, stærsta bænum á Svalbarða, í nótt. Þetta er fimmta dauðsfallið vegna hvítabjarnar á Svalbarða síðan 1971.
28.08.2020 - 07:43
Sumarhafísinn á Norðurskauti verði horfinn 2035
Sumarhafísinn á Norðurskautinu kann að vera horfin með öllu árið 2035 samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature Climate Change.
20.08.2020 - 21:30
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.
Myndband
Ræddu ekkert um kaup á Grænlandi
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, fundaði í Danmörku í dag með dönskum, færeyskum og grænlenskum ráðherrum. Kaup á Grænlandi voru ekki meðal umræðuefna.
22.07.2020 - 22:14
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.
Samstarf við HA um eflingu norðurslóðlastarfs
Háskólanum á Akureyri verður falið að auka þekkingu háskólasamfélagsins á Íslandi í málefnum norðurslóða, samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var þar í morgun. Utanríkisráðuneytið veitir 50 milljónir króna til verkefnisins næstu tvö árin.
Ræða súrnun sjávar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
Fulltrúar í Norðurskautsráðinu samþykktu einróma í dag að berjast gegn súrnun sjávar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember. Aðkoma ungs fólks að ráðinu verður aukin.
21.11.2019 - 22:09
Kveikur
Aukinn hiti í baráttunni um pólinn
Aukinn hiti hefur færst í aðgerðir stórveldanna sem vilja seilast til áhrifa á norðurslóðum. Heimskautasilkileið Kínverja er dæmi um það. Í því felast tækifæri en líka ógnir fyrir okkur á Íslandi.
22.10.2019 - 20:42
Kveikur
Ný staða getur gagnast Íslandi
Ísland er á miðju því svæði sem er þungamiðja norðurslóða, segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Hugsanlega verði togstreitan og kapphlaupið á norðurslóðum þannig á næstu áratugum að það skapi Íslandi ógnir, en hann telur það ekki gerast í bráð.
22.10.2019 - 10:10
Atvinnulíf í Grímsey of einhæft
Aukin óvissa er um byggð í Grímsey eftir að allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf. var selt. Níu manns starfa að jafnaði hjá fyrirtækinu. Um fimmtán manns verða með vetursetu í eynni á komandi vetri.
16.10.2019 - 16:45