Færslur: Norðurslóðir

Heimskviður
Einstakt samstarf á Norðurslóðum og áhrifin af COVID
Norðurheimskautið er í hugum einhverra kannski bara Norðurpóllinn sjálfur, með tilheyrandi kulda og myrkri. Þetta svæði er hins vegar mun umfangsmeira en svo og hefur orðið sífellt mikilvægara í augum margra ríkja síðustu ár, ekki síst vegna bráðnunar heimskautaíssins. Þar er nú orðinn greiðari aðgangur að verðmætum náttúruauðlindum á borð við olíu og gas, og nýjar siglingaleiðir orðnar færar um Norður-Íshaf
Lést eftir árás hvítabjarnar á Svalbarða
Hvítabjörn varð manni að bana á tjaldsvæði við Longyearbyen, stærsta bænum á Svalbarða, í nótt. Þetta er fimmta dauðsfallið vegna hvítabjarnar á Svalbarða síðan 1971.
28.08.2020 - 07:43
Sumarhafísinn á Norðurskauti verði horfinn 2035
Sumarhafísinn á Norðurskautinu kann að vera horfin með öllu árið 2035 samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature Climate Change.
20.08.2020 - 21:30
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.
Myndband
Ræddu ekkert um kaup á Grænlandi
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, fundaði í Danmörku í dag með dönskum, færeyskum og grænlenskum ráðherrum. Kaup á Grænlandi voru ekki meðal umræðuefna.
22.07.2020 - 22:14
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.
Samstarf við HA um eflingu norðurslóðlastarfs
Háskólanum á Akureyri verður falið að auka þekkingu háskólasamfélagsins á Íslandi í málefnum norðurslóða, samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var þar í morgun. Utanríkisráðuneytið veitir 50 milljónir króna til verkefnisins næstu tvö árin.
Ræða súrnun sjávar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
Fulltrúar í Norðurskautsráðinu samþykktu einróma í dag að berjast gegn súrnun sjávar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember. Aðkoma ungs fólks að ráðinu verður aukin.
21.11.2019 - 22:09
Kveikur
Aukinn hiti í baráttunni um pólinn
Aukinn hiti hefur færst í aðgerðir stórveldanna sem vilja seilast til áhrifa á norðurslóðum. Heimskautasilkileið Kínverja er dæmi um það. Í því felast tækifæri en líka ógnir fyrir okkur á Íslandi.
22.10.2019 - 20:42
Kveikur
Ný staða getur gagnast Íslandi
Ísland er á miðju því svæði sem er þungamiðja norðurslóða, segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Hugsanlega verði togstreitan og kapphlaupið á norðurslóðum þannig á næstu áratugum að það skapi Íslandi ógnir, en hann telur það ekki gerast í bráð.
22.10.2019 - 10:10
Atvinnulíf í Grímsey of einhæft
Aukin óvissa er um byggð í Grímsey eftir að allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf. var selt. Níu manns starfa að jafnaði hjá fyrirtækinu. Um fimmtán manns verða með vetursetu í eynni á komandi vetri.
16.10.2019 - 16:45
Vill nýta gasauðlindir á Norðurslóðum
Sérfræðingur í fjárfestingum Kínverja segir að þær þjóðir sem hafa tekið þátt í verkefninu Belti og braut hafi hagnast verulega á því. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, vill nýta ónýttar gasauðlindir á norðurslóðum.
11.10.2019 - 21:39
Spegillinn
„Þetta er stórmerkileg samkoma“
Um 2000 manns sækja þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, frá allt að 60 löndum. Haldnar verða tæplega 200 málstofur um hin ýmsu mál sem tengjast norðurslóðum og ræðumenn verða um 600 talsins. Þinginu lýkur á morgun.
11.10.2019 - 16:28
 · Innlent · Erlent · Norðurslóðir · harpa
Myndskeið
Krónprinsessa og ráðherrar tóku til máls
Málefni Norðurslóða eru sem fyrr í brennidepli á árlegu þingi Arctic Circle hér á landi. Þingið var formlega sett í Hörpu í dag, en stendur næstu daga. Um tvö þúsund gestir frá sextíu þjóðlöndum taka þátt í þinginu, þeirra á meðal ráðherrar, fylkisstjórar, vísinda- og fræðimenn.
10.10.2019 - 22:43
Vinna saman að málefnum Norðurslóða
Skrifað var undir samkomulag 13 bæja á norðurslóðum á Akureyri í dag. Því er ætlað að ljá minni samfélögum rödd í umræðunni um Norðurslóðir.
10.10.2019 - 22:20
Fréttaskýring
Kuldinn eitt það allra heitasta í dag
Norðurslóðir eru spennandi. Túrismi hefur náð nýjum hæðum í Finnlandi og lagt er upp með að nýr skemmtigarður, Lýðveldi jólasveinsins, laði á næstu árum tíu milljónir gesta til Rovaniemi árlega. Mikil aukning hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Svalbarða og Rússar sjá tækifæri í að byggja upp ferðaþjónustu á Frans Jósefslandi. 
Spegillinn
Stríðsæsingamaðurinn og áformin í norðrinu
John Bolton, sem í vikunni var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, er mikill áhugamaður um norðurslóðir – sumir segja að hann hafi verið einn af arkitektum norðurslóðastefnu Bandaríkjanna. En nú er hann hættur, og þá vaknar sú spurning hvort brotthvarf hans hafi áhrif á áhuga og umsvif Bandaríkjanna hér um slóðir. Fyrrverandi sendiherra Íslands vestanhafs telur það ólíklegt.
11.09.2019 - 18:42
Viðtal
„Óvenjulegur pólitískur þrýstingur“
Ólafur Ragnar Grímsson, stofnandi Hringborðs norðurslóðanna og fyrrverandi forseti Íslands, segir að áhugi bandarískra ráðamanna á norðurslóðum sé afgerandi stefnubreyting. Þá sé það athyglisvert að norðurslóðastefna Bandaríkjanna hafi ekki verið endurskoðuð í utanríkisráðuneytinu heldur í þjóðaröryggisráðinu af þjóðaröryggisráðgjafanum John Bolton og í Pentagon. „Mig grunaði ekki að þeir myndu koma svona fljótt inn á þennan vettvang með slíkum krafti.“
09.09.2019 - 20:51
Viðtal
Óttast að Ísland geti dregist inn í átök
Íslensk stjórnvöld ættu að tala skýrar um frið á norðurslóðum, segir sagnfræðingur. Heræfingar hér á landi rími ekki við boðskap þeirra um að svæðið eigi að vera laust við átök stórvelda. Hann óttast að Ísland geti dregist inn í átök.
25.08.2019 - 18:55
Rússar slá met í siglingu til Kína
Skip rússneska gasfyrirtækisins Novatek hefur slegið met í siglingu til Kína frá Rússlandi um Norðausturleiðina. Siglingin tók 16 daga og voru ekki notaðir ísbrjótar til að ryðja leiðina.
25.07.2019 - 14:45
Tekist á um norðurpólinn
Kanada, Rússland og Danmörk gera öll tilkall til norðurpólsins og stórra svæða á hafsbotninum umhverfis hann. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um endimörk landgrunnsins fer nú yfir kröfur ríkjanna þriggja.
01.07.2019 - 04:47
Sífreri þiðnar 70 árum fyrr en talið var
Sífreri á kanadíska heimskautasvæðinu þiðnar 70 árum fyrr en áður var talið. Vísindamenn telja þetta vísbendingu um aukinn hraða loftslagsbreytinga.
19.06.2019 - 16:43
Fræða ferðamenn um umgengni á norðurslóðum
Samtök fyrirtækja sem sigla með ferðamenn um norðurslóðir hafa gefið út veggspjöld með leiðbeiningum um ábyrga ferðamennsku, meðal annars um hvernig ferðast má með ábyrgum hætti án þess raska dýralífi og hegðun í byggðum á norðurslóðum.
19.06.2019 - 13:24
Bandaríkjamenn vilja fjárfesta á norðurslóðum
Ísland tók þátt í sínum fyrsta viðburði sem tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í ráðstefnunni sem var um viðskipti á norðurslóðum. Aðalefni ráðstefnunnar var formennska Íslands í ráðinu og efnahagshvatar og fjárfestingar á norðurslóðum.
23.05.2019 - 23:05
Fréttaskýring
Óttast hervæðingu Rússa á norðurslóðum
Formaður nefndar breska þingsins um heimskautasvæðin hefur áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum og segir hernaðarumsvif þeirra hafa aukist verulega á síðustu tveimur til þremur árum.
15.05.2019 - 20:15