Færslur: Norður-Kórea

Systir Kim Jong-un segir annan leiðtogafund ólíklegan
Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu, segir ólíklegt að bróðir sinn muni sitja annan leiðtogafund með Donald Trump Bandaríkjaforseta.
09.07.2020 - 23:47
Norður-Kóreumenn snúa frá landamærunum
Norður-Kóreustjórn hefur ákveðið að fresta því að beita nágranna sína í suðri hernaði. Þetta var tilkynnt fyrr í kvöld.
24.06.2020 - 04:49
Sálfræðihernaður hafinn á Kóreuskaga
Spennan á Kóreuskaga hefur farið hríðvaxandi síðan Norður-Kórea sprengdi upp samstarfsskrifstofu Kóreuríkjanna þeirra megin landamæranna. Í gær sást til hermanna setja upp stærðarinnar hátalara, sem hafa verið notaðir til þess að dreifa áróðri suður yfir landamærin.
23.06.2020 - 06:33
Sprengja landamærastöð í Norður-Kóreu
Norður-kóreski herinn skaut í morgun sprengjum á landamærastöð nærri borginni Kaesong á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hótað nágrönnum sínum öllu illu undanfarna daga.
16.06.2020 - 08:05
Norður-Kóreumenn hrista vopn sín
Landher Norður-Kóreu hefur varað við að hann hyggist halda inn á hlutlausa svæðið sem skilur að Kóreuríkin tvö. Spenna hefur farið vaxandi í samskiptum ríkjanna um nokkurt skeið.
16.06.2020 - 03:59
Andar köldu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
Stjórnin í Norður-Kóreu fordæmir Donald Trump og Bandaríkin harðlega í dag þegar þess er minnst að tvö ár eru liðin frá sögulegum fundi forsetans og Kim Jong Un.
12.06.2020 - 06:30
Norður-Kórea slítur samskiptum við suðrið
Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í kvöld að þau ætli að slíta hernaðar- og stjórnmálatengslum við nágranna sína í Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Pyongyang höfðu áður hótað þessu vegna áróðursbæklinga gegn þeim sem sendir hafa verið yfir landamærin úr suðri. 
09.06.2020 - 00:42
Sendi Suður-Kóreumönnum tóninn
Kim Yo Jong, systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sendi Suður-Kóreumönnum tóninn í harðorðri yfirlýsingu sem lesin var  í ríkisfjölmiðli landsins í nótt.
04.06.2020 - 08:38
Heimskviður
Er Kim Jong-un lífs eða liðinn?
Nýverið fóru sögur kreik um meint heilsuleysi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Sumir fréttamiðlar gengu svo langt að lýsa því yfir að leiðtoginn væri látinn og því stjórnarkreppa í vændum í landinu. Svo virðist þó vera sem ekkert ami að leiðtoganum, það er að segja ef við tökum norður-kóreska ríkisfjölmiðilinn trúanlegan. En sögur um meint heilsuleysi leiðtogans vekja upp stærri spurningar tengdri framtíð þessa leyndardómsfulla ríkis, hvað gerist ef Kim fellur nú frá?
10.05.2020 - 07:30
Telja skoti frá Norður-Kóreu ekki skotið að ásettu ráði
Suður-kóreski herinn telur að skoti frá Norður-Kóreu sem hæfði varðstöð í landamærabænum Cherwon í nótt hafi ekki verið skotið að ásettu ráði. Kóreuríkin skiptust á skotum á hlutalausa svæðinu milli landanna í nótt.
03.05.2020 - 12:45
Nærmynd
Kona og kannski næsti leiðtogi Norður-Kóreu
Tæpar þrjár vikur eru síðan síðast spurðist til Kim Jongs un, æðsta leiðtoga Norður-Kóreu. Hann lét ekki einu sinni sjá sig í grafhýsi ættarinnar á sólarhátíðinni sem haldin er þann fimmtánda apríl ár hvert til að heiðra minningu Kim Il Sung, afa hans og forvera í embætti. Að núverandi leiðtogi hunsi þennan merkisdag er talið jafnast á við guðlast. Augu heimsins beinast nú að yngri systur hans Kim Yo Jong. Sumir telja víst að hún verði arftaki Jong un, sé hann látinn, aðrir telja það ómögulegt.
29.04.2020 - 15:01
Bein og aðrar leifar á vopnlausa svæðinu
Bein og aðrir hlutir sem taldir eru tilheyra hermönnum sem voru vegnir í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar fundust við uppgröft á vopnlausa svæðinu við landamæri Suður- og Norður-Kóreu. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu greinir frá þessu. Leifarnar fundust við Arrowhead Ridge, þar sem barist var í stríðinu.
24.04.2020 - 05:51
Kim Jong-un sagður þungt haldinn eftir hjartaaðgerð
Óstaðfestar fregnir herma að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sé þungt haldinn og jafnvel í lífshættu eftir að hafa undirgengist skurðaðgerð á hjarta.
21.04.2020 - 05:48
Norður-kóreskur flóttamaður kjörinn á þing
Thae Yong-ho, fyrrverandi stjórnarerindreki í Norður-Kóreu, var kjörinn á þing Suður-Kóreu í kosningum sem þar fóru fram í gær. 
16.04.2020 - 09:56
Norður-Kóreumenn segjast lausir við veiruna
Enginn hefur til þessa greinst í Norður-Kóreu með kórónuveiruna sem veldur COVID-19, að sögn heilbrigðisyfirvalda. Sunnanmegin landamæranna er þeim upplýsingum hafnað.
02.04.2020 - 15:53
Tvö flugskeyti í Japanshaf frá Norður-Kóreu
Óþekktu flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu í átt að Japanshafi í kvöld. Suðurkóreska fréttastofan Yonhap greinir frá þessu og hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu. Þetta er í fjórða sinn í þessum mánuði sem Norður-Kórea gerir tilraun með flugskeyti.
28.03.2020 - 23:19
Flugskeytum skotið frá Norður-Kóreu
Tveimur óþekktum flugskeytum var skotið frá austurströnd Norður-Kóreu og út á haf í morgun. Stjórnvöld tilkynntu undir lok síðasta árs að frestun á tilraunum þeirra með langdræg vopn væri lokið. Að sögn suður-kóresku fréttastöðvarinnar Yonhap fóru flugskeytin um 240 kílómetra, og flugu hæst 35 kílómetra upp í loft.
02.03.2020 - 05:41
Norður-Kóreumaður í framboð í Suður-Kóreu
Fyrrverandi erindreki stjórnvalda í Norður-Kóreu ætlar að bjóða sig fram til þings í Suður-Kóreu. Thae Yong Ho, sem var næstráðandi í sendiráði Norður-Kóreu í Bretlandi, flýði árið 2016 og settist að í Suður-Kóreu. 
11.02.2020 - 09:34
Farfuglaheimili í sendiráði N-Kóreu lokað
Dómstóll í Berlín úrskurðaði í gær að loka verði farfuglaheimili í borginni. Farfuglaheimilið City Hostel Berlin deilir húsnæði með norðurkóreska sendiráðinu í borginni og greiðir norðurkóreskum yfirvöldum fyrir leigu. Að sögn dómstólsins brýtur það í bága við viðskiptaþvinganir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
29.01.2020 - 07:02
Spegillinn
Frænkan heimt úr helju
Föðursystir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu sást um helgina opinberlega í fyrsta skipti í rúmlega sex ár. Hún hvarf úr sviðsljósinu í miklum hreinsunum og var jafnvel talið að hún hefði verið tekin af lífi eins og eiginmaður hennar. Hún var áður einn nánasti bandamaður Kims Jong-un og hjálpaði honum að festa sig í sessi sem einvaldur í Norður-Kóreu.
28.01.2020 - 08:04
Ræddu málefni Norður-Kóreu í Chengdu
Forsætisráðherrar Kína og Japans og forseti Suður-Kóreu ræddu málefni Norður-Kóreu á fundi í Chengdu í Kína í morgun. Þeir hétu því að leggja sitt af mörkum til að koma á viðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að stjórnvöld í Pjongjang leggi kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna.
24.12.2019 - 09:13
Rússar og Kínverjar vilja slaka á refsiaðgerðum
Rússar og Kínverjar hafa lagt fram ályktunartillögu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að slakað verði á refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu. Bandaríkjamenn segja ótímabært að slaka á refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu.
17.12.2019 - 08:38
Trump segir Kim hafa öllu að tapa
Donald Trump Bandaríkjaforseti færir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu varnaðarorð á Twitter í kvöld. Hann segir leiðtogann hafa öllu að tapa ef hann ætli að ógna Bandaríkjunum. Trump segir Kim of kláran, og hafi of miklu að tapa ef hann verður herskár í garð Bandaríkjanna. 
09.12.2019 - 00:12
Kjarnavopn tekin af samningaborðinu
Kjarnorkuafvopnun er ekki lengur á samningaborði Norður-Kóreu í viðræðum ríkisins við Bandaríkin. Ekki er þörf á löngum viðræðum á milli ríkjanna að sögn sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Kim Song.
07.12.2019 - 23:28
Bandaríkin geta valið gjöf frá Norður-Kóreu
Bandaríkin eiga von á jólagjöf frá Norður-Kóreu. Vandi er þó að spá um hver gjöfin verður, því niðurstöður yfirstandandi viðræðna ríkjanna hefur þar áhrif.  Að sögn CNN fréttastofunnar telja sérfræðingar að með þessu séu norðurkóresk stjórnvöld að hóta tilraunum með langdræg flugskeyti.
05.12.2019 - 05:15