Færslur: Norður-Kórea

Norður-Kóreumenn rannsaka útbreiddan meltingarsjúkdóm
Heilbrigðisyfirvöld í Norður-Kóreu hafa nú til rannsóknar óþekktan meltingarsjúkdóm sem herjar á landsmenn. Nágrannar þeirra í suðri telja líklegast að veikindin stafi af kóleru eða taugaveiki.
18.06.2022 - 23:14
Hundsa beiðnir Bandaríkjanna um viðræður
Sendifulltrúi Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu segir norðurkóresk stjórnvöld hafa hundað allar beiðnir Bandaríkjamanna um viðræður. Búist er við að einræðisríkið geri sína sjöundu kjarnorkutilraun í bráð.
07.06.2022 - 17:18
Tillaga felld um auknar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu
Fulltrúar Kína og Rússlands nýttu sér neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að fella ályktun um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna tilrauna þeirra með langdrægar eldflaugar.
Aftökum fjölgaði frá 2020 til 2021
Aftökum í löndum heims fjölgaði á síðasta ári um tuttugu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir það hafa skráðar aftökur ekki verið færri en þessi tvö ár frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Segjast hafa náð tökum á útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðhæfa að tekist hafi að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nýjum smitum sé þegar tekið að fækka. Undanfarinn sólarhring greindust ríflega 134 þúsund ný tilfelli af COVID-19 í Norður-Kóreu.
24.05.2022 - 01:55
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Hefur boðið Kínverjum og Norður-Kóreumönnum bóluefni
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa boðið stjórnvöldum í Norður-Kóreu og Kína bóluefni gegn COVID-19. Útbreiðsla faraldursins er sérstaklega mikil í Norður-Kóreu um þessar mundir og sérfræðingar telja bágborið heilbrigðiskerfi þess lítt ráða við sýnatökur, greiningar og meðferð af þeirri stærðargráðu sem við blasi.
21.05.2022 - 10:45
Um það bil 1,7 milljón Norður-Kóreumanna með COVID-19
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu kennir leti og vanrækslu embættismanna um sífellt aukna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nú eru skráð tilfelli COVID-19 komin í 1,7 milljónir.
Ósáttur Kim segir embættismenn hafa brugðist
Einræðisherra Norður-Kóreu kennir embættismönnum og stjórnendum innan heilbrigðiskerfisins um misheppnuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í landinu. Rúm milljón hefur smitast.
16.05.2022 - 18:39
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Kim heitir uppbyggingu „yfirþyrmandi herafla“
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu heitir því að byggja upp yfirþyrmandi, óstöðvandi herafla. Þetta kom fram í ríkismiðlum landsins í morgun en nokkrir dagar eru síðan hann stjórnaði skoti einhverrar voldugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur á að skipa.
Vilja að öryggisráðið herði enn aðgerðir gegn N-Kóreu
Bandaríkjamenn krefjast þess að alþjóðasamfélagið beiti Norður-Kóreu enn harðari refsiaðgerðum í ljósi sífellt hættulegri ögrana þarlendra stjórnvalda.
Kim stýrir eldflaugatilraun í „Hollywood-myndbandi“
Norðurkóreska ríkissjónvarpið sýndi í dag myndskeið þar sem sjá mátti Kim Jong-un einræðisherra fylgjast með skoti langdrægrar Hwasong-17 eldflaugar.
25.03.2022 - 13:22
Segja Bandaríkin bera meginsök á Úkraínudeilunni
Stjórnvöld í Norður-Kóreu saka Bandaríkjamenn um að eiga meginsök á Úkraínudeilunni og verja Rússa hástöfum. Þetta er það fyrsta sem þarlendir ráðamenn láta frá sér fara um innrásina í Úkraínu.
Úkraínudeilan
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
Sjöunda eldflaugaskot Norður-Kóreumanna staðreynd
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðfestu í dag að meðaldrægu Hwasong-12 flugskeyti hefði verið skotið frá landinu á sunnudag. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2017 sem Norður-Kóreumenn gera tilraun með jafnöflugt vopn.
Sjötta eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði
Norður-Kóreumenn skutu óþekktri gerð eldflaugar á loft snemma í morgun að staðartíma að því er fram kemur í tilkynningu hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Norður-Kóreumenn sýna hernaðarmátt sinn í verki.
Fjórða eldflaugatilraunin á árinu
Norðurkóreski herinn skaut tveimur eldflaugum á loft frá vesturhluta landsins í dag. Frá þessu greindu ríkisfjölmiðlar þar í landi en flaugunum var sagt skotið á ótilgreinda eyju.
17.01.2022 - 23:10
Halda áfram eldflaugatilraunum í skugga þvingana
Norður-Kóreumenn gerðu fjórðu eldflaugatilraun sína í þessum mánuði í gær. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu greindu frá þessu en svo virðist sem alþjóðlegar viðskiptaþvinganir bíti ekki á leiðtogann Kim Jong-un.
Norður-Kóreumenn fordæma nýjar þvinganir
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu fordæmdi nýjar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna harðlega í yfirlýsingu í dag og sagði að þeim yrði svarað af hörku.
13.01.2022 - 23:30
Þvinganir gegn norðurkóreskum vopnakaupmönnum
Bandaríkin settu í dag viðskiptaþvinganir á nokkurn fjölda einstaklinga og eitt fyrirtækja vegna eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur gert tvær eldflaugatilraunir síðustu vikuna og alls sex frá því í september.
12.01.2022 - 21:38
Enn skjóta Norður-Kóreumenn upp ofurhljóðfrárri flaug
Norður-Kóreumenn skutu ofur-hljóðfrárri eldflaug á loft í gærkvöld. Það er í annað sinn á innan við viku sem slíkri flaug er skotið á loft þaðan. Þarlend stjórnvöld segja vel hafa tekist til.
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Laumaðist yfir hlutlausa svæðið yfir til Norður-Kóreu
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem fór yfir landamæri Kóreuríkjanna frá Suðrinu til Norðursins. Afar fátítt er að nokkur laumi sér í þessa átt yfir landamærin sem vopnaðar sveitir vakta daga og nætur.
02.01.2022 - 05:12
Utanríkismálin mættu afgangi í nýársávarpi Kim
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, minntist ekkert á kjarnorkuvopn og lítið á utanríkismál í nýársávarpi sínu. Leiðtoginn hefur jafnan nýtt ávarpið til stórra yfirlýsinga um samskipti landsins við umheiminn.
01.01.2022 - 10:53