Færslur: Norður-Kórea

Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu ræðast við að nýju
Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu greindu frá því í morgun að ríkin hefðu tekið upp samskipti að nýju, rúmu ári eftir að Norður-Kóreumenn lokuðu á allar opinberar samskiptaleiðir milli ríkjanna. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu Suður-Kóreu segir að leiðtogarnir hafi átt í bréfasamskiptum síðan í vor, sem leiddu til þessarar niðurstöðu.
27.07.2021 - 05:52
N-kóreskir embættismenn reknir vegna öryggisbresta
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, skipti út fjölda embættismanna vegna bresta á vörnum ríkisins gegn kórónuveirufaraldrinum. Í ríkisfréttamiðlinum KCNA er haft eftir Kim að embættismennirnir eigi sök á alvarlegum brestum sem stefna öryggi ríkisins og þjóðarinnar í hættu.
30.06.2021 - 01:30
Þjóðin sögð harmi slegin vegna þyngdartaps leiðtogans
Norður-kóreska ríkissjónvarpið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vitnað er ónefndan borgara sem harmar mjög hve Kim Jong-un virðist hafa látið á sjá. Hinn alráði leiðtogi Norður-Kóreu virðist hafa grennst nokkuð ef marka má nýjustu myndir.
28.06.2021 - 07:47
Kim býr sig undir ágreining við Bandaríkin
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu segir nauðsyn að vera viðbúinn jafnt fyrir ágreining sem viðræður við Bandaríkin og Joe Biden forseta.
18.06.2021 - 01:47
Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga mikilvægust
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. viðurkenndi að engin einföld leið sé til þess að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnavopnatilraunum sínum. Hann ítrekaði fullan stuðning Bandaríkjanna við Suður-Kóreu að loknum fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Hvíta húsinu í gær.
22.05.2021 - 01:34
Kim óttast mikla hungursneyð
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi þau skilaboð til þjóðar sinnar að hún verði að búa sig undir erfiða tíma. Fréttastofa BBC segir hann hafa líkt stöðunni nú við hungursneyðina á tíunda áratug síðustu aldar. Talið er að hundruð þúsunda hafi þá dáið úr hungri.
10.04.2021 - 03:37
Segir Bandaríkjaforseta hata Norður-Kóreu
Einn stjórnenda flugskeytaáætlunar Norður-Kóreu sakar Bandaríkjaforseta um djúpstætt hatur í garð ríkisins. Joe Biden varaði Norður-Kóreu við því á fimmtudag að ef ríkið færði flugskeytatilraunir sínar upp á skaftið yrði þeim svarað í sömu mynt. Kallað hefur verið eftir aukafundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna málsins.
27.03.2021 - 07:11
Nýjum stýriflaugum skotið frá Norður-Kóreu
Þær fregnir bárust frá Norður-Kóreu í gær að flugskeytin sem skotið var frá landinu í gærmorgun hafi verið af nýrri tegund stýriflauga. Tæpt ár er síðan sprengiflaug var síðast skotið í tilraunaskyni frá Norður-Kóreu. Talið er að tilraunirnar séu til þess að ögra Bandaríkjunum og nágrönnunum í Suður-Kóreu.
26.03.2021 - 06:23
Sprengiflaugar Norður-Kóreu lentu í Japanshafi
Tveimur flugskeytum var skotið í Japanshaf frá Norður-Kóreu í nótt. Grunur leikur á að þær hafi verið sprengjuflaugar. Tveimur skammdrægum flaugum var skotið tveimur skammdræmum flaugum á sunnudag að sögn suðurkóreska hersins.
25.03.2021 - 04:53
Norður-Kórea prófaði skammdræg flugskeyti
Nokkrum flugskeytum var skotið frá Norður-Kóreu út á haf örfáum dögum eftir opinbera heimsókn varnarmála- og utanríkisráðherra Bandaríkjanna til nágrannaríkja landisns. Hátt settir menn úr Bandaríkjastjórn sögðu í samtali við AFP fréttastofuna að tilraunirnar hafi bara verið hefðbundnar æfingar. Þær komi ekki í veg fyrir tilraunir stjórnvalda í Washington til að ræða við Norður-Kóreu um afkjarnavopnun.
24.03.2021 - 03:44
Norður-Kórea segir Bandaríkjastjórn að gæta sín
Kim Yo Jong, systir Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu, sendir Bandaríkjunum og Suður-Kóreu lítt dulbúna hótun í yfirlýsingu sem birt er í norðurkóreska dagblaðinu Rodong Sinmun.
16.03.2021 - 03:27
Bandaríkin ná ekki sambandi við Norður-Kóreu
Bandaríkjastjórn hefur ítrekað reynt að ná sambandi við norðurkóresk stjórnvöld síðan um miðjan febrúar. Tilraunirnar hafa hingað til verið árangurslausar samkvæmt heimildum fréttastofu Reuters.
14.03.2021 - 02:10
Eiginkona Kims Jong-un sést í fyrsta sinn í heilt ár
Ri Sol-ju, eiginkona Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sást í fyrsta sinn á almannafæri í heilt ár í gær. Frá því er sagt í frétt breska ríkisútvarpsins. Þar eru birtar myndir af þeim hjónum úr ríkissjónvarpi Norður-Kóreu. Hjónin mættu saman á tónleika til heiðurs látnum föður leiðtogans sem hefði átt afmæli í gær. Ri Sol-ju sást síðast í janúar í fyrra og hefur getum verið leitt að því að hún kunni að vera barnshafandi og glími við heilsubrest.
17.02.2021 - 09:35
Reyndu að komast yfir gögn um bóluefni Pfizer
Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækisins Pfizer í þeim tilgangi að reyna að komast yfir upplýsingar um bóluefni fyrirtækisins við kórónuveirunni og tengd gögn. Leyniþjónusta Suður-Kóreu greindi frá þessu í morgun.
16.02.2021 - 09:42
Norður-kóreskir netþrjótar fjármagna vopnaþróun
Norðurkóreskur her tölvuþrjóta stal hundruðum milljóna dala á síðasta ári. Peningurinn var notður til þess að fjármagna kjarnavopna- og flugskeytaþróanir ríkisins í trássi við alþjóðalög. Þetta kemur fram í leyniskjölum Sameinuðu þjóðanna sem fréttastofa CNN fékk að sjá. 
10.02.2021 - 07:01
Kim Jong-un ber nú titilinn aðalritari
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu ber ekki lengur titilinn formaður, heldur var ákveðið á yfirstandandi landsþingi Verkamannaflokksins í dag að hér eftir verði hann nefndur aðalritari.
11.01.2021 - 02:12
Kim segir síðustu ár hafa verið erfið
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, viðurkenndi á landsþingi Verkamannaflokks landsins að síðasta efnahagsáætlun stjórnarinnar í Pjongjang hefði ekki gengið upp. Áætlunin var lögð á hilluna á nýliðnu ári, en Kim sagði að nær ekkert markmiða hennar hafa náðst. 
06.01.2021 - 09:39
Flóttamaður óskar hælis í Suður-Kóreu
Norður-Kóreumaður sem flýði til Suður-Kóreu í gær hefur óskað þar hælis. Embættismenn í Seoul greindu frá þessu í morgun.
05.11.2020 - 09:15
Frambjóðendur tókust á um viðhorf til Norður-Kóreu
Kim Jong-un hefur tryggt frið á Kóreuskaga eftir að til vinfengis stofnaðist með honum og Bandaríkjaforseta voru skilaboð Donalds Trump í kappræðunum í kvöld.
Risaflaugin tilkomumikil en friðurinn heldur
Friðarsamkomulag Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Norður-Kóreu hefur dregið úr hættunni af átökum segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
14.10.2020 - 20:02
Kallaður á fund SÞ vegna heimildamyndar
Daninn Ulrich Larsen hefur verið kallaður á fund nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með Norður-Kóreu. Danska ríkisútvarpið greindir frá þessu og hefur þetta eftir Larsen sjálfum. Hann sýndi fréttamönnum DR bréf sem hann fékk frá nefndinni þann 23. september. 
13.10.2020 - 04:28
Spegillinn
Kokkur afhjúpar viðskiptahætti Norður-Kóreu
Í dönskum heimildarþætti, Moldvörpunni, sem sýndur var í gærkvöldi samtímis í fjórum löndum, kemur fram að ráðamenn í Norður-Kóreu eru tilbúnir að fara á svig við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna með ýmsum ráðum. Meðal annars með vopnasölu og framleiðslu eiturlyfja. Fyrrverandi kokki í Danmörku tókst að vinna trúnað Norður-Kóreumanna og afhjúpa þetta með falda myndavél innan klæða.
12.10.2020 - 17:00
Norður-Kórea sýndi mátt sinn og megin á hersýningu
Tröllaukin kjarnorkuflaug sem sérfræðingar segja þá stærstu sinnar tegundar í veröldinni var meðal þess sem bar fyrir augu á mikilli hersýningu í Pyong Yang höfuðborg Norður Kóreu í dag.
10.10.2020 - 16:00
Kim biður suðurkóresku þjóðina afsökunar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi suðurkóresku þjóðinni og Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu afsökunarbeiðni í morgun. AFP fréttastofan hefur þetta eftir fréttatilkynningu frá Bláa húsinu í Suður-Kóreu.
25.09.2020 - 06:32
Drápu Suður-Kóreumann og brenndu líkið
Suðurkóreskur embættismaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana af norðurkóreskum hermönnum og lík hans brennt. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu staðfesti þetta í morgun, og fordæmir aðgerðir nágrannaríkisins.
24.09.2020 - 05:22