Færslur: Norður-Írland

Ísland eitt tólf landa á grænum ferðalista Englendinga
Ísland er meðal þeirra sautján landa sem enskum ferðalöngum verður leyft að heimsækja eftir 17. maí næstkomandi. Brýnt er fyrir Englendingum sem ætla að leggja í ferðalög að staðfesta að reglur á áfangastað leyfi ferðalög þeirra þangað.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Kosningar á Bretlandi og ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
06.05.2021 - 09:25
Fyrsti ráðherra Norður-Írlands hættir
Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ætlar að hætta sem ráðherra í júní og einnig sem leiðtogi DUP, lýðræðislega sambandsflokksins, í lok maí. Foster tilkynnti þetta í yfirlýsingu.
28.04.2021 - 15:37
Biður leiðtoga að koma í veg fyrir átök
Írski forsætisráðherrann Micheal Martin segir að stjórnmálaleiðtogar verði að grípa inn í atburðarásina í Norður-Írlandi til að koma í veg fyrir átök á milli trúarhópa og pólitíska sundrung í landinu líkt og á árum áður. Óeirðir hafa verið á nánast hverju kvöldi í Belfast og fleiri norður-írskum borgum undanfarna viku.
11.04.2021 - 03:10
Lögregla sprautaði vatni á óeirðarseggi í Belfast
Lögregla beitti öflugum vatnsbyssum gegn óeirðarseggjum á götum Belfast í gærkvöld. Hópur ungmenna henti grjóti og flugeldum í átt að lögreglu í hverfi þjóðernissinna, á svipuðum stað og ólætin voru hvað mest í fyrrakvöld. Þeir sem voru þar saman komnir fengu viðvörun frá lögreglunni um að koma sér í burtu, ellegar yrði sprautað á þá.
09.04.2021 - 04:19
Spegillinn
Hin aldalanga óeirðasaga Norður-Írlands
Óeirðir á Norður-Írlandi eru aftur orðnar fréttaefni, fleiri en 50 lögreglumenn eru slasaðir eftir átök undanfarna daga og í gær voru átök þar sem íbúar í hverfum sambandssinna og lýðveldissinna mættust. Í viðbót við aldalanga óeirðasögu er COVID, öllu heldur umdeild jarðarför byltingarsinna úr Sinn Fein í fyrrasumar. Og ekki síst Brexit, öllu heldur sú lausn sem Boris Johnson forsætisráðherra kaus varðandi Norður-Írland.
08.04.2021 - 17:20
Heimsglugginn: Átök á Norður-Írlandi og Grænland
Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. niðurstöður þing- ov sveitastjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit eða IA vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA maðurinn til að gegn embættinu.
Óeirðir í Belfast sjötta kvöldið í röð
Óeirðir voru í Belfast í Norður-Írlandi í gærkvöldi, sjötta kvöldið í röð. Stræitsvagni var rænt og eldur lagður að honum á svæði mitt á milli hverfa þjóðernissinna og sambandssinna. Þá greinir Guardian frá því að steinum hafi verið grýtt í átt að lögreglumönnum og ráðist var á blaðaljósmyndara að störfum. Kveikt var í dekkjum og ruslafötum nærri hliði á girðingunni sem skilur að hverfin.
08.04.2021 - 04:11
Þrjátíu ár frá frelsun sexmenninganna frá Birmingham
Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að sexmenningarnir svokölluðu frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi. Þeir voru dæmdir saklausir til lífstíðarfangavistar fyrir hryðjuverk árið 1975.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: COVID-19 bjargráð samþykkt vestan hafs
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Útilokar atkvæðagreiðslu um sameinað Írland næstu árin
Michéal Martin, forsætisráðherra Írska lýðveldisins, útilokar að efnt verði til kosninga um sameinað Írland á næstunni. Þá er hann sannfærður um að ákvæði Brexit-samningsins um fyrirkomulag mála á landamærum Írlands og Norður-Írlands haldi, þrátt fyrir byrjunarörðugleika.
20.02.2021 - 05:37
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Norður-Írlandi lokað í sex vikur
Heimastjórnin á Norður-Írlandi hefur ákveðið víðtækar lokanir og samgöngutakmarkanir í sex vikur eftir jólahátíðina til þess að reyna að ná tökum á COVID-19 farsóttinni. Hertar aðgerðir hafa einnig verið boðaðar í Wales og á Englandi verða meira en tveir þriðju landsmanna að sætta sig við strangar takmarkanir frá og með morgundeginum.
Norður-Írar og Walesverjar herða smitvarnir
Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, tilkynnti í morgun um morgun um mjög víðtækrar ráðstafanir til að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirusmita. Þá tilkynnti Mark Drakeford, fyrsti ráðherra Wales, að heimastjórnin í Cardiff hefði ákveðið að banna komu fólks sem býr í öðrum hlutum Stóra-Bretlands þar sem kórónuveirusmit eru útbreidd.
14.10.2020 - 15:21
Lagafrumvarp brot á alþjóðalögum
Brandon Lewis, Norður-Írlandsmálaáðherra bresku ríkisstjórnarinnar, viðurkenndi í dag í neðri-málstofu þingsins að boðað lagafrumvarp stjórnarinnar vegna útgöngu úr Evrópusambandinu fæli í sér brot á alþjóðalögum. Breska ríkisstjórnin leggur á morgun fram frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Breta og Evrópusambandsins. Þessi fyrirhugaða lagasetning er mjög umdeild, Ráðuneytisstjóri í lögfræðideild stjórnarinnar hefur sagt af sér vegna þess.
08.09.2020 - 18:23
Maður handtekinn vegna morðsins á McKee
Lögreglan á Norður-Írlandi hefur handtekið mann grunaðan um aðild að morðinu á blaðakonunni Lyru McKee í fyrra. 
15.07.2020 - 11:12
Myndskeið
Fyrsta samkynja hjónavígslan á Norður-Írlandi
Samkynja hjónabönd urðu lögleg á Norður Írlandi í gær. Þær sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að ganga fyrstar í það heilaga segja þó ekki endilega hafa verið á stefnuskránni að brjóta blað í sögu landsins.
12.02.2020 - 20:49
Stunga í bakið varð Takabuti að bana
Örlög Takabuti frá Þebu voru ráðin þegar hún var stungin í bakið. Hún var á þrítugsaldri þegar hún lést, fyrir um 2.600 árum. Örlög hennar voru opinberuð í vikunni, þegar 185 ár voru liðin frá því að henni var komið fyrir í fornminjasafninu í Belfast í Norður-Írlandi.
30.01.2020 - 06:12
Heimskviður
Heimastjórn á ný á Norður-Írlandi
Samningar hafa loks tekist um að endurreisa heimastjórn og þing á Norður-Írlandi. Þrjú ár eru frá því að síðasta stjórn hrökklaðist frá er Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna sem nýtur stuðnings flestra kaþólikka á Norður-Írlandi, sleit samstarfi við stærsta flokk sambandssinna, Democratic Unionist Party.
18.01.2020 - 11:03
Fréttaskýring
Íhaldsflokknum spáð meirihluta en spenna samt
Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum og hið þriðja á síðustu fimm árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins, en dregið hefur saman með stóru flokkunum tveimur svo töluverð spenna ríkir um úrslitin. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu í nær heila öld sem haldnar eru í desember.
DUP styður ekki Brexit-áætlun Johnsons
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi, DUP, tilkynnti í morgun að hann gæti ekki stutt Brexit-áætlun Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands.
17.10.2019 - 07:34
Boðar frekari árásir á breska hermenn
CIRA, lítill klofningshópur úr írska lýðveldishernum IRA, boðar frekari árásir á næstunni. Talsmaður hópsins segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að hópurinn þurfi ekki að réttlæta gjörðir sínar.
02.09.2019 - 06:57
Einn göngumanna á „blóðuga sunnudaginn“ látinn
Mannréttindafrömuðurinn og stjórnmálamaðurinn Ivan Cooper er látinn. Hann er þekktastur fyrir að vera einn leiðtoga mótmælagöngunnar sem fengið hefur nafnið „blóðugi sunnudagurinn“.
26.06.2019 - 13:34
Fjórir í haldi í tengslum við morðið á McKee
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðakonunni Lyru McKee í Derry í síðasta mánuði. Lögreglan á Norður-Írlandi greindi frá þessu í morgun.
09.05.2019 - 10:26
Lyra McKee jarðsungin í dag
Blaðakonan Lyra McKee, sem myrt var í Derry á Norður-Írlandi í síðustu viku, verður jarðsungin í Belfast í dag. Búist er við fjölmenni við útförina. 
24.04.2019 - 09:28