Færslur: Norður-Írland

Mótmælendaríkið að verða kaþólskt
Kaþólikkar eru í fyrsta sinn orðnir fjölmennari en mótmælendur í Norður-Írlandi samkvæmt nýju manntali. Norður-Írland var skapað sem breskt landsvæði að mestu skipað mótmælendum þegar Írland varð sjálfstætt 1921. Samkvæmt manntalinu sem var tekið í fyrra og birt í dag segjast 42,3 prósent Norður-Íra vera kaþólikkar en 37,4 prósent mótmælendur eða fylgja öðrum kristnum söfnuðum. Ráðamenn á fyrri áratugum töluðu stundum um þing mótmælenda fyrir þjóð mótmælenda á Norður-Írlandi.
22.09.2022 - 11:31
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Truss þótti standa sig vel
Liz Truss þykir hafa staðið sig vel er hún stóð fyrir svörum í fyrsta sinn sem forsætisráðherra í neðri-málstofu breska þingsins. Skemmtanagildi fyrirspurnartímans þótti þó minna en þegar Boris Johnsons var forsætisráðherra. Þau Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust mest á um skattamál en Truss staðfesti það sem hún sagði í kosningabaráttunni í Íhaldsflokknum að hún ætlaði að lækka skatta og örva efnahagslífið þannig.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Sinn Fein hlýtur flest þingsæti á Norður-Írlandi
Michelle O'Neill, formaður Sinn Fein stærsta flokks lýðveldissinna á Norður-Írlandi, boðar nýja tíma eftir sögulegan sigur í þingkosningum í landinu. Sambandssinnar hafa ráðið ríkjum í landinu um áratuga skeið.
Heimsglugginn
Sinn Fein spáð sigri á Norður-Írlandi
Kosningar til þings Norður-Írlands gætu orðið sögulegar því lýðveldissinnar gætu orðið stærsti flokkur á þinginu í Stormont í fyrsta sinn. Kannanir benda til þess að stærsti flokkur lýðveldissinna, Sinn Fein, fái flest atkvæði. Þá er Alliance-flokknum spáð góðu gengi. Hann vill stuðla að samvinnu kaþólskra og mótmælenda.
05.05.2022 - 09:42
Búist við að Englandsbanki hækki vexti á kjördag
Búist er við að Englandsbanki tilkynni stýrivaxtahækkun í dag. Það yrði þá fjórða vaxtahækkunin sem ætlað er að hemja sívaxandi verðbólgu sem hefur þegar sett strik í fjárhagsreikning breskra heimila. Bretar ganga sömuleiðis að kjörborðinu í dag.
Sprengjuhótun gegn írskum ráðherra reyndist gabb
Lögregla á Norður-Írlandi segir að sprengjuhótun sem barst í dag meðan Simon Coveney utanríkisráðherra Írlands hélt ræðu í Belfast hafi verið gabb.
Upplausn eftir afsögn á Norður-Írlandi
Paul Givan, fyrsti ráðherra eða forsætisráðherra Norður-Írlands, sagði af sér á fimmta tímanum. Ástæða afsagnar Givens er óánægja með viðauka við Brexit-samninginn um að tollskoða þurfi vörur sem fluttar eru frá Bretlandi til Norður-Írlands. Flokkur Givens, Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, DUP, er eindregið andvígur Norður-Írlands viðaukanum.
03.02.2022 - 18:12
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mjanmar, Norður-Írland og San Quentin
Rúmt ár er liðið frá því að herforingjar rændu völdum í Mjanmar og síðan hefur ástandið í landinun hríðversnað og svo er komið að óttast er að borgarastyrjöld brjótist út. Þetta var meðal umræðuefna í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Þau ræddu einnig Norður-Írland og San Quentin, hið illræmda fangelsi í Kaliforníu. Þar hefur dauðaganginum, deild dauðadæmdra verið lokað.
Kastljós
Bloody Sunday breytti öllu
Fimmtíu ár eru nú liðin frá einum afdrifaríkasta atburði The Troubles, óaldarinnar á Norður-Írlandi, sem stóð yfir á árunum 1968-1998. Þann 30. janúar 1972 efndu kaþólikkar til friðsamlegrar mannréttindagöngu í borginni Derry þar sem þeir kröfðust aukinna borgaralegra réttinda og andmæltu nýjum lögum sem höfðu tekið gildi hálfu ári áður og heimiluðu yfirvöldum að fangelsa fólk um óákveðinn tíma, án réttarhalda.
02.02.2022 - 13:09
Brexit
Segir lausn á Norður-Írlandsvandanum í sjónmáli
Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands heitir því að gera sitt besta til að ná árangri í viðræðum við Evrópusambandið varðandi Norður-Írlandsbókunina í útgöngusamningnum. Hún kveðst vonast til að lausn sé í sjónmáli.
Heimsglugginn
Það er ekki allt að fara til fjandans
Niðurstaða umræðna í Heimsglugganum í morgun var sú að þrátt fyrir mörg vandamál sem steðja að mannkyni sé einnig margt jákvætt að gerast og því óþarfi að telja að allt sé að fara í hundana. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna.
Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.
Yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19
Alls liggja nú yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19 sem er mesti fjöldi frá því 1. mars síðastliðinn. Smitum fjölgar mjög á Bretlandseyjum af völdum omíkron-afbrigðisins.
Íhuga einhliða aðgerðir vegna Brexit-ósættis
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gærkvöldi vilja komast að samkomulagi við Evrópusambandið um deilumál sem komið hafa upp eftir útgöngu Bretlands úr ESB en að grípa til einhliða aðgerða.
16.11.2021 - 12:40
Segir enn unnt að leysa Norður-Írlands vandann
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir enn mögulegt að finna lausn á Norður-Írlands vandanum. Það er þeim hluta samkomulags Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu sem snýr að málefnun Norður-Írlands.
Rændu strætisvagni og kveiktu í honum
Fjórir menn rændu strætisvagni í Newtownabbey skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í kvöld og kveiktu í honum. Almenningur og stjórnmálamenn eru slegnir yfir atvikinu.
Læknar Elísabetar II ráðleggja henni hvíld næstu vikur
Læknar Elísabetar Bretadrottingar ráðleggja henni að hvílast og hafa hægt um sig næstu tvær vikur. Drottningin hefur haft í mörg horn að líta undanfarið en hún var lögð inn á sjúkrahús eina nótt fyrr í mánuðinum.
Þjóð sem standi ekki endilega við loforð
Leo Varadkar, viðskiptaráðherra Írlands og fyrrverandi forsætisráðherra, varar ríki við því að gera fríverslunarsamninga við Breta, sem séu þjóð sem „standi ekki endilega við loforð“.
13.10.2021 - 15:24
Spegillinn
Brexit ekki búið
Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til að tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór að kvarta yfir að það væri ekki hægt að framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og nú er að hefjast ein atrennan til að leysa Norður-Írlandsvandann.
11.10.2021 - 17:08
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · Bretland · Írland · Norður-Írland · ESB
Vilja lausn á málefnum Norður-Írlands
Það virðist stefna í harðar samningaviðræður á milli Breta og Evrópusambandsins vegna Norður-Írlands á næstu dögum. Samkvæmt útdrætti úr ræðu breska Brexit-ráðherrans David Frost ætlar hann að krefjast verulegra breytinga á samkomulaginu sem náðist um málefni Norður-Írlands.
10.10.2021 - 06:28
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Tregða til bólusetninga
Yfirvöld í fjölmörgum ríkjum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Víða hefur verið gripið til ráðstafana til að hvetja fólk til láta bólusetja sig. Bólusetningatregða er misjafnlega útbreidd, töluverður hluti Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa, svo dæmi séu tekin, er tortrygginn eða andvígur bólusetningum. Hið sama gildir í mörgum ríkjum í Austur-Evrópu.
Heimsglugginn
Vopnaskak Breta og Rússa á Svartahafi
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd, þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.
Delta-afbrigðið fer mikinn á Bretlandseyjum
Kórónuveirutilfellum á Bretlandseyjum hefur fjölgað nokkuð undanfarna viku. Langflest ný smit má rekja til svokallaðs Delta-afbrigðis, sem er mjög smitandi og talið eiga uppruna sinn á Indlandi.