Færslur: Norður-Írland

Útilokar atkvæðagreiðslu um sameinað Írland næstu árin
Michéal Martin, forsætisráðherra Írska lýðveldisins, útilokar að efnt verði til kosninga um sameinað Írland á næstunni. Þá er hann sannfærður um að ákvæði Brexit-samningsins um fyrirkomulag mála á landamærum Írlands og Norður-Írlands haldi, þrátt fyrir byrjunarörðugleika.
20.02.2021 - 05:37
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Norður-Írlandi lokað í sex vikur
Heimastjórnin á Norður-Írlandi hefur ákveðið víðtækar lokanir og samgöngutakmarkanir í sex vikur eftir jólahátíðina til þess að reyna að ná tökum á COVID-19 farsóttinni. Hertar aðgerðir hafa einnig verið boðaðar í Wales og á Englandi verða meira en tveir þriðju landsmanna að sætta sig við strangar takmarkanir frá og með morgundeginum.
Norður-Írar og Walesverjar herða smitvarnir
Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, tilkynnti í morgun um morgun um mjög víðtækrar ráðstafanir til að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirusmita. Þá tilkynnti Mark Drakeford, fyrsti ráðherra Wales, að heimastjórnin í Cardiff hefði ákveðið að banna komu fólks sem býr í öðrum hlutum Stóra-Bretlands þar sem kórónuveirusmit eru útbreidd.
14.10.2020 - 15:21
Lagafrumvarp brot á alþjóðalögum
Brandon Lewis, Norður-Írlandsmálaáðherra bresku ríkisstjórnarinnar, viðurkenndi í dag í neðri-málstofu þingsins að boðað lagafrumvarp stjórnarinnar vegna útgöngu úr Evrópusambandinu fæli í sér brot á alþjóðalögum. Breska ríkisstjórnin leggur á morgun fram frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Breta og Evrópusambandsins. Þessi fyrirhugaða lagasetning er mjög umdeild, Ráðuneytisstjóri í lögfræðideild stjórnarinnar hefur sagt af sér vegna þess.
08.09.2020 - 18:23
Maður handtekinn vegna morðsins á McKee
Lögreglan á Norður-Írlandi hefur handtekið mann grunaðan um aðild að morðinu á blaðakonunni Lyru McKee í fyrra. 
15.07.2020 - 11:12
Myndskeið
Fyrsta samkynja hjónavígslan á Norður-Írlandi
Samkynja hjónabönd urðu lögleg á Norður Írlandi í gær. Þær sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að ganga fyrstar í það heilaga segja þó ekki endilega hafa verið á stefnuskránni að brjóta blað í sögu landsins.
12.02.2020 - 20:49
Stunga í bakið varð Takabuti að bana
Örlög Takabuti frá Þebu voru ráðin þegar hún var stungin í bakið. Hún var á þrítugsaldri þegar hún lést, fyrir um 2.600 árum. Örlög hennar voru opinberuð í vikunni, þegar 185 ár voru liðin frá því að henni var komið fyrir í fornminjasafninu í Belfast í Norður-Írlandi.
30.01.2020 - 06:12
Heimskviður
Heimastjórn á ný á Norður-Írlandi
Samningar hafa loks tekist um að endurreisa heimastjórn og þing á Norður-Írlandi. Þrjú ár eru frá því að síðasta stjórn hrökklaðist frá er Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna sem nýtur stuðnings flestra kaþólikka á Norður-Írlandi, sleit samstarfi við stærsta flokk sambandssinna, Democratic Unionist Party.
18.01.2020 - 11:03
Fréttaskýring
Íhaldsflokknum spáð meirihluta en spenna samt
Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum og hið þriðja á síðustu fimm árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins, en dregið hefur saman með stóru flokkunum tveimur svo töluverð spenna ríkir um úrslitin. Kosningarnar í dag eru þær fyrstu í nær heila öld sem haldnar eru í desember.
DUP styður ekki Brexit-áætlun Johnsons
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi, DUP, tilkynnti í morgun að hann gæti ekki stutt Brexit-áætlun Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands.
17.10.2019 - 07:34
Boðar frekari árásir á breska hermenn
CIRA, lítill klofningshópur úr írska lýðveldishernum IRA, boðar frekari árásir á næstunni. Talsmaður hópsins segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að hópurinn þurfi ekki að réttlæta gjörðir sínar.
02.09.2019 - 06:57
Einn göngumanna á „blóðuga sunnudaginn“ látinn
Mannréttindafrömuðurinn og stjórnmálamaðurinn Ivan Cooper er látinn. Hann er þekktastur fyrir að vera einn leiðtoga mótmælagöngunnar sem fengið hefur nafnið „blóðugi sunnudagurinn“.
26.06.2019 - 13:34
Fjórir í haldi í tengslum við morðið á McKee
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðakonunni Lyru McKee í Derry í síðasta mánuði. Lögreglan á Norður-Írlandi greindi frá þessu í morgun.
09.05.2019 - 10:26
Lyra McKee jarðsungin í dag
Blaðakonan Lyra McKee, sem myrt var í Derry á Norður-Írlandi í síðustu viku, verður jarðsungin í Belfast í dag. Búist er við fjölmenni við útförina. 
24.04.2019 - 09:28
„Frjósamur jarðvegur fyrir öfgahópa í Derry“
Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, segir að bágborið félagslegt ástand í Derry eða Londonderry á Norður-Írlandi búi til frjósaman jarðveg fyrir öfgahópa. Samtök sem kalla sig Nýja írska lýðveldisherinn segjast bera ábyrgð á morði norðurírsku blaðakonunnar Lyru Mckee.
23.04.2019 - 19:50
Kona í haldi vegna dauða McKee
Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við rannsóknina á dauða norðurírsku blaðakonunnar Lyru McKee í Derry í síðustu viku. Lögreglan á Norður-Írlandi greindi frá þessu í morgun. 
23.04.2019 - 08:40
„Nýi IRA“ játar drápið á McKee
Nýi írski lýðveldisherinn, The New IRA, viðurkennir og harmar að bera sökina af drápinu á norður-írsku blaðakonunni Lyra McKee, sem skotin var til bana þar sem hún stóð nærri lögreglubílum í Cregg-hverfinu í Derry-borg og fylgdist með óeirðum sem þar geisuðu.
23.04.2019 - 05:53
Enginn í haldi lengur vegna morðs á blaðakonu
Tveir ungir menn sem handteknir voru í Derry á Norður-Írlandi í tengslum við rannsókn á morðinu á blaðakonunni Lyra McKee á fimmtudagskvöld, hafa verið látnir lausir. Lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi greina frá þessu og segja tvímenningana, sem báðir eru á táningsaldri, ekki lengur grunaða um aðild að morðinu. Um leið og þeir voru látnir lausir ítrekaði lögregla beiðni sína um aðstoð almennings við að upplýsa málið og lýsti eftir mögulegum vitnum.
22.04.2019 - 01:47
Tveir handteknir vegna morðs á ungri blaðakonu
Lögreglan á Norður Írlandi hefur handtekið tvo unga karlmenn, 18 og 19 ára, í tengslum við morð á 29 ára blaðakonunni Lyru McKee. The Guardian greinir frá þessu. McKee var skotin til bana þegar óeirðir brutust út í Londonderry á Norður Írlandi í gærkvöldi. Morðið og óeirðirnar eru rannsakaðar sem hryðjuverk.
20.04.2019 - 17:21
Kona skotin til bana í óeirðum í Londonderry
Ung blaðakona var skotin til bana þegar óeirðir brutust út í Londonderry á Norður Írlandi í gærkvöld. Lögregla rannsakar víg hennar og óeirðirnar sem hryðjuverk, segir í breskum fjölmiðlum. Breska blaðið The Guardian hefur eftir aðstoðarlögreglustjóra Norður Írlands, Mark Hamilton, að morðrannsókn sé hafin í kjölfar atburðanna sem urðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld og að litið sé á ódæðið sem hryðjuverk.
19.04.2019 - 03:51
Þrjú ungmenni létust í troðningi á N-Írlandi
Lögreglan á Norður-Írlandi rannsakar nú hvers vegna troðningur myndaðist í biðröð inn á skemmtun í Norður-Írlandi í gær í tilefni dags heilags Patreks. Þrjú ungmenni létu lífið í troðningnum, 16 og 17 ára drengir og 17 ára stúlka. Þrennt til viðbótar er á sjúkrahúsi.
19.03.2019 - 00:10
Banaslys á skemmtun ungmenna á Norður-Írlandi
Tvennt lést á skemmtun á hóteli á Norður-Írlandi í gærkvöld. Guardian hefur þetta eftir viðbragðsaðilum. Norðurírska lögreglan hvatti foreldra til að sækja börnin sín á skemmtunina, sem var haldin í tilefni af degi heilags Patreks.
18.03.2019 - 03:41
Myndskeið
Ákærður fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“
Fyrrverandi hermaður í breska hernum verður ákærður fyrir morð á tveimur mönnum í Londonderry á Norður-Írlandi árið 1972.
14.03.2019 - 19:25
Vopn fundust við landamærin í Írlandi
Írska lögreglan lagði hald á vopn sem fundust í skóglendi í Omeath-sýslu við austurodda landamæra Írlands og Norður-Írlands. Í yfirlýsingu lögreglunnar í gær segir að ýmis skotvopn hafi fundist auk sprengikúlu. Sprengjusérfræðingar lögreglunnar eiga eftir að rannsaka kúluna.
03.02.2019 - 05:49