Færslur: Níkaragva
Blaðamaður sem sakar forseta um spillingu handtekinn
Lögregla í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala handók í gær blaðamanninn Jose Ruben Zamora. Hann er stofnandi blaðsins El Periodico sem hefur sakað Alejandro Giammattei forseta og Consuelo Porras dómsmálaráðherra um spillingu.
30.07.2022 - 07:15
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
08.05.2022 - 02:20
Níkaragva segir skilið við Samtök Ameríkuríkja
Skrifstofum Samtaka Ameríkuríkja var lokað um helgina í Managua, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Níkaragva. Ríkið hefur sagt skilið við samtökin að tillögu forsetans og utanríkisráðherrans.
25.04.2022 - 03:50
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Ortega sakfelld
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Daniels Ortega forseta Níkaragva hefur verið sakfelld fyrir efnahagsbrot. Chamorro sem hefur verið í haldi frá því í júní á síðasta ári var fundin sek um peningaþvætti og fjármálaóstjórn.
12.03.2022 - 06:25
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
Níkaragva heggur á diplómatísk tengsl við Taívan
Stjórnvöld í Mið-Ameríkurríkinu Níkaragva lýstu því yfir í dag að þau hefðu slitið öll diplómatísk tengsl við Taívan en styrkt tengslin við Kína. Utanríkisráðherra landsins, Denis Moncada segir stjórn Kína þá einu lögmætu á svæðinu.
10.12.2021 - 00:05
Talning atkvæða hafin í Níkaragva
Kjörstöðum í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva var lokað á miðnætti að íslenskum tíma. Öruggt þykir að sitjandi forseti Daniel Ortega haldi völdum fjórða kjörtímabilið í röð. Bandaríkjaforseti er afar þungorður varðandi aðdraganda og framkvæmd kosninganna.
08.11.2021 - 02:11
Helstu andstæðingar Ortega bak við lás og slá
Forsetakosningar hefjast á morgun sunnudag í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva. Allir helstu andstæðingar Daníels Ortega sitjandi forseta sitja bakvið lás og slá og því hefur alþjóðasamfélagið lýst kosningunum sem loddaraskap af hans hálfu.
07.11.2021 - 03:11
Fleiri andstæðingar Ortega forseta Níkaragva ákærðir
Stjórnvöld í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva segjast munu ákæra þrjá forsetaframbjóðendur fyrir föðurlandssvik en í gær var tilkynnt um ákæru yfir þeim fjórða fyrir peningaþvætti.
04.09.2021 - 03:51
Útiloka helsta stjórnarandstöðuflokkinn frá kosningum
Yfirkjörstjórn Níkaragva útilokaði í gær einn helsta stjórnarandstöðuflokk landsins frá þátttöku í forsetakosningum sem haldnar verða í landinu í haust. Flokkurinn, Frjálsi borgaraflokkurinn, fer fyrir Borgararhreyfingu fyrir frelsi, kosningabandalagi hægriflokka sem hafa sameinast um að freista þess að koma í veg fyrir endurkjör forsetans Daniels Ortega.
07.08.2021 - 02:29
Áttundi mótframbjóðandi Ortegas handtekinn
Lögregla í Níkaragva handtók í fyrradag áttundu manneskjuna sem líkleg þótti til að bjóða Daniel Ortega byrginn í forsetakosningum sem fram eiga að fara í nóvember næstkomandi. Hin handtekna er Berenice Quezada, ung kona á þrítugsaldri, sem Frjálsi borgaraflokkurinn skráði á mánudag sem varaforsetaefni forsetaframbjóðanda síns, Oscars Sobalvarros.
05.08.2021 - 05:36
Enn einn líklegur mótframbjóðandi Ortegas handtekinn
Daniel Ortega og ríkisstjórn hans í Níkaragva halda uppteknum hætti við pólitískar hreinsanir í aðdraganda forsetakosninga þar í landi. Sjöundi maðurinn sem orðaður hefur verið við mótframboð gegn Ortega var handtekinn í gær og er nú í stofufangelsi. Sá handtekni, hægrimaðurinn Noel Vidaurre, er sakaður um að hafa „grafið undan fullveldi og sjálfstæði Níkaragva,“ líkt og aðrir mótframbjóðendur Ortegas.
25.07.2021 - 01:53
Pólitískar hreinsanir halda áfram í Níkaragva
Daniel Ortega, forseti Níkaragva, heldur uppteknum hætti við pólitískar hreinsanir í aðdraganda forsetakosninga sem þar á að halda í haust. Lögregla handtók í gær Pedro Joaquin Chamorro Barrios. Talsmaður lögreglu sagði Chamorro Barrios grunaðan um „aðgerðir sem grafa undan sjálfstæði, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti" Níkaragva.
27.06.2021 - 07:49
Ortega bannfærir hvern mótframbjóðandann af öðrum
Stjórn Daníels Ortega, forseta Níkaragva, heldur áfram pólitískum hreinsunum í aðdraganda forsetakosninga síðar á þessu ári. Tveir líklegir mótframbjóðendur hans voru handteknir í gær og eru þeir þá orðnir fjórir alls.
09.06.2021 - 05:21
Stjórnarandstæðingur handtekinn á flugvelli
Stjórnarandstæðingurinn Arturo Cruz var handtekinn á flugvellinum í Managua í Níkaragva í gær eftir flug frá Bandaríkjunum. Hann er annar stjórnarandstæðingurinn sem þykir líklegur til að bjóða sig fram í forsetakosningum í landinu í nóvember sem er handtekinn á innan við viku.
06.06.2021 - 06:54
Bandaríkin kalla eftir lausn Chamorro
Bandaríkjastjórn kallaði í gær eftir því að stjórnarandstæðingnum Cristiönu Chamorro verði umsvifalaust sleppt úr haldi í Níkaragva. Hún situr þar í stofufangelsi, að sögn yfirvalda vegna gruns um peningaþvætti.
05.06.2021 - 02:09
Stjórnarandstæðingur í stofufangelsi
Stjórnarandstæðingurinn Cristiana Chamorro var í gær sett í stofufangelsi í Níkaragva. Stjórnvöld segja hana seka um peningaþvætti. Chamorro, sem er 67 ára gömul fjölmiðlakona, er talin einna líklegust til að standa í hárinu á forsetanum Daniel Ortega þegar kosið verður til forseta í nóvember.
03.06.2021 - 02:08
Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.
04.02.2021 - 04:35
Gríðarlegt tjón af völdum fellibylsins Iota
Nú er talið að fellibylurinn Iota hafi orðið 44 að fjörtjóni í löndum Mið-Ameríku. Björgunarsveitir leggja hart að sér við björgun mannslífa og mannvirkja.
20.11.2020 - 02:14
Iota veldur dauða og eyðileggingu
Nú eru yfir þrjátíu látin af völdum fellibylsins Jóta sem geisar um Mið-Ameríku aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Eta olli stórtjóni á sömu slóðum.
19.11.2020 - 05:09
Manntjón í óveðrinu í Mið-Ameríku
Að minnsta kosti níu hafa farist af völdum óveðurslægðarinnar Iota á leið hennar yfir Mið-Ameríku.
18.11.2020 - 07:46
Fimmta stigs fellibylurinn Iota er skollinn á Níkaragva
Fellibylurinn Iota tók land á norðanverðri Atlantshafsströnd Níkaragva laust fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Iota er fimmta stigs fellibylur, þar sem meðalvindhraðinn nær allt að 72 metrum á sekúndu og hviður eru enn hvassari, skýfall eltir skýfall og sjávarflóð ógna strandbyggðum hvar sem hann fer, segir í viðvörun Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Tugir þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Níkaragva og Hondúras, þar sem fellibylurinn mun hamast hvað harðast.
17.11.2020 - 02:15
Fimmta stigs fellibylur nálgast Mið-Ameríku
Hitabeltisstormurinn Iota, sem nálgast ríki í Mið-Ameríku er orðin fimmta stigs fellibylur. Gert er ráð fyrir að hann valdi manntjóni og mikilli eyðileggingu í Níkaragva og Hondúras.
16.11.2020 - 17:50
Mikill viðbúnaður vegna fellibylsins Iota
Mikill viðbúnaður er í Níkaragva og Hondúras vegna fellibylsins Iota sem stefnir þangað en búist er við að hann komi þar upp að ströndum í kvöld.
16.11.2020 - 08:50
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Byrjað er að rýma bæi við Atlantshafsströnd Hondúras þar sem annar fellibylurinn á tveimur vikum og sá þrítugasti á þessu ári mun taka land á morgun, sunnudag, gangi spár eftir.
14.11.2020 - 07:27