Færslur: Níkaragva

Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.
Gríðarlegt tjón af völdum fellibylsins Iota
Nú er talið að fellibylurinn Iota hafi orðið 44 að fjörtjóni í löndum Mið-Ameríku. Björgunarsveitir leggja hart að sér við björgun mannslífa og mannvirkja.
20.11.2020 - 02:14
Iota veldur dauða og eyðileggingu
Nú eru yfir þrjátíu látin af völdum fellibylsins Jóta sem geisar um Mið-Ameríku aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Eta olli stórtjóni á sömu slóðum.
19.11.2020 - 05:09
Manntjón í óveðrinu í Mið-Ameríku
Að minnsta kosti níu hafa farist af völdum óveðurslægðarinnar Iota á leið hennar yfir Mið-Ameríku.
18.11.2020 - 07:46
Fimmta stigs fellibylurinn Iota er skollinn á Níkaragva
Fellibylurinn Iota tók land á norðanverðri Atlantshafsströnd Níkaragva laust fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Iota er fimmta stigs fellibylur, þar sem meðalvindhraðinn nær allt að 72 metrum á sekúndu og hviður eru enn hvassari, skýfall eltir skýfall og sjávarflóð ógna strandbyggðum hvar sem hann fer, segir í viðvörun Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Tugir þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Níkaragva og Hondúras, þar sem fellibylurinn mun hamast hvað harðast.
Fimmta stigs fellibylur nálgast Mið-Ameríku
Hitabeltisstormurinn Iota, sem nálgast ríki í Mið-Ameríku er orðin fimmta stigs fellibylur. Gert er ráð fyrir að hann valdi manntjóni og mikilli eyðileggingu í Níkaragva og Hondúras.
16.11.2020 - 17:50
Mikill viðbúnaður vegna fellibylsins Iota
Mikill viðbúnaður er í Níkaragva og Hondúras vegna fellibylsins Iota sem stefnir þangað en búist er við að hann komi þar upp að ströndum í kvöld.
16.11.2020 - 08:50
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Byrjað er að rýma bæi við Atlantshafsströnd Hondúras þar sem annar fellibylurinn á tveimur vikum og sá þrítugasti á þessu ári mun taka land á morgun, sunnudag, gangi spár eftir.
Óttast um afdrif 150 þorpsbúa í Gvatemala
Um 150 eru látnir eða er saknað eftir að aurskriða af völdum óveðursins Eta hreif heilt þorp með sér í Gvatemala í dag. Forsetinn Alejandro Giammattei greindi frá þessu í kvöld. Áður höfðu um tuttugu manns týnt lífi í Mið-Ameríku af völdum Eta, sem kom að landi í Níkaragva á þriðjudag sem fjórða stigs fellibylur.
07.11.2020 - 03:30
Minnst tólf látnir í óveðri í Mið-Ameríku
Stormurinn Eta, sem fer nú yfir Mið-Ameríku í formi hitabeltislægðar, hefur orðið minnst tólf manns að bana. Heimili þúsunda í Níkaragva, Hondúras og Gvatemala voru hrifsuð á brott í aurskriðum af völdum óveðursins.
06.11.2020 - 01:24
Þrír létust í fellibyl í Níkaragva
Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að fellibylurinn Eta reið yfir Mið-Ameríku af miklu afli. Bylurinn mældist á fjórða og næst efsta stigi þegar hann náði landi í Níkaragva í fyrradag, þar sem hann reif tré upp með rótum, feykti niður veggjum og tætti þök af húsum við norðurströnd landsins. Vindhraði náði allt að 58 metrum á sekúndu.
05.11.2020 - 02:09
Fjórða stigs fellibylur ógnar Hondúras og Níkaragva
Íbúar Hondúras og Níkaragva búa sig undir hið versta þar sem fellibylurinn Eta, sem skella mun á ströndum landanna í nótt, hefur magnast upp í fjórða stigs fellibyl á leið sinni yfir Karíbahafið. Meðalvindhraði í fárviðrinu mælist allt að 66 metrar á sekúndu og úrkoman er geypileg.
03.11.2020 - 04:11
Meira en 20.000 smit greind í Rómönsku-Ameríku
Meira en 20.000 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt tölum sem birtar voru í gær. Hafði þá fjöldi greindra smita tvöfaldast á fimm dögum.
02.04.2020 - 09:52
Frumbyggjar myrtir í frumskógum Níkaragva
Sex frumbyggjar voru myrtir og tíu rænt af vopnuðum mönnum í Níkaragva í gær. Ráðist var á samfélag Mayagna þjóðarinnar djúpt inni á verndarsvæði í Bosawas regnskóginum. Skógurinn hefur verið bitbein frumbyggja sem búa þar og annarra hópa sem vilja höggva skógana til að hefja búskap.
31.01.2020 - 04:55
Meintir hryðjuverkamenn handteknir í Níkaragva
Fjórir karlmenn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki voru handteknir í Níkaragva í dag er þeir komu yfir landamærin frá Kosta Ríka.
26.06.2019 - 15:51
Níkaragva
Bjóðast til að frelsa 700 mótmælendur
Ríkisstjórn Daniels Ortega, forseta Níkaragva, hefur samþykkt að sleppa ríflega 700 mótmælendum úr röðum stjórnarandstæðinga úr haldi gegn því að leiðtogar stjórnarandstöðunnar setjist aftur að samningaborðinu og haldi friðarviðræðum áfram. Luis Angel Rosadilla, sérlegur erindreki Samtaka Ameríkuríkja í málefnum Níkaragva, greindi frá þessu á fréttamannafundi í nótt.
21.03.2019 - 06:20
Stjórnarandstæðingar slitu viðræðum
Bandalag stjórnarandstöðunnar í Níkaragva sleit í gærkvöld friðarviðræðum við ríkisstjórn Daniels Ortega og mótmælti framgöngu öryggissveita gegn mótmælendum í landinu. 
19.03.2019 - 09:01
Ortega boðar stjórnarandstæðinga til viðræðna
Daniel Ortega, forseti Níkaragva, óskaði í gærkvöldi eftir viðræðum. Vonast hann til þess að þær hjálpi til við að róa eldfimt pólítískt ástand í landinu, þar sem minnst 320 hafa látið lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum.
22.02.2019 - 04:53
Stjórnarandstæðingar í yfir 200 ára fangelsi
Tveir leiðtogar stjórnarandstæðinga í Nígarakva voru dæmdir í yfir 200 ára fangelsi hvor í dag fyrir þátttöku sína í ofbeldisfullum mótmælum í fyrra. 325 létu lífið í mótmælum gegn forsetanum Daniel Ortega.
Verkfall 20 þúsund verslana í Níkaragva
Verslunareigendur í Níkaragva beittu stjórnvöld þrýsting að leysa mótmælendur úr fangelsi með því að hefja sólarhringsverkfall í gær. 20 þúsund verslanir í aðalverslunarhverfi  höfuðborgarinnar Managua, voru lokaðar. Meira en 300 almennir borgarar hafa verið ákærðir fyrir mótmælin sem hafa staðið yfir í höfuðborginni undanfarin misseri. Þá hafa stjórnvöld sakað 85 manns um að fremja hryðjuverk með mótmælunum.
08.09.2018 - 05:27
Daniel Ortega neitar að segja af sér
Daniel Ortega, forseti Níkaragva áformar ekki að segja af sér embætti og flýta kosningum. Mótmæli gegn honum og stjórn hans hafa staðið í rúmlega þrjá mánuði og kostað fjölda fólks lífið. Engar vísbendingar er um að þeim linni á næstunni.
24.07.2018 - 19:29
OAS vill flýta kosningum í Níkaragva
OAS, Samtök Ameríkuríkja, samþykktu ályktun í dag, þar sem skorað er á Daniel Ortega, forseta Níkaragva, að taka höndum saman við stjórnarandstöðu landsins og ákveða að efna til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Mikið hefur verið um mótmælaaðgerðir að undanförnu sem stjórnvöld hafa mætt með hörku.
18.07.2018 - 19:47
10 drepin í Níkaragva á sunnudag
Minnst tíu féllu og um 20 til viðbótar særðust í aðgerðum lögreglu og vopnaðra öryggissveita í suðurhluta Níkaragva í dag, að sögn Mannréttindasamtaka Níkaragva (ANPDH).AFP-fréttastofan hefur eftir Alvaro Leiva, formanni samtakanna, að sex óbreyttir borgarar, þar af tvö börn, hafi látið lífið í aðgerðunum, en fjórir lögreglumenn féllu líka. Leiva segir þetta bráðabirgðatölur, allt eins sé líklegt að fleiri hafi fallið.
15.07.2018 - 22:54
14 skotnir til bana í Níkaragva
Vopnaðar sveitir stuðningsmanna stjórnvalda í Níkaragva skutu minnst 14 manns til bana í suðvestanverðu landinu í gær. AFP fréttastofan hefur eftir Vilmu Nunez, yfirmanni mannréttindasamtaka í Níkaragva að minnst einn óeirðarlögreglumaður sé meðal hinna látnu auk tveggja lögreglumanna.
09.07.2018 - 05:07
Sex féllu í mótmælum í Níkaragva á laugardag
Minnst sex manneskjur týndu lífinu í mótmælum í Níkaragva í gær. Fimm létust þegar óeirðalögregla réðist af hörku gegn mótmælendum í borginni Masaya. Mannréttindasamtök í Níkaragva greina frá því að 15 ára unglingspiltur sé á meðal hinna föllnu, og einn lögreglumaður. Fjölmargir borgarbúar komu sér upp heimagerðum víggirðingum og götuvirkjum, að eigin sögn til að verjast lögreglu og vopnuðum hópum úr stuðningsliði forsetans, Daníels Ortega.
03.06.2018 - 07:31