Færslur: Níger

Aukin umsvif hryðjuverkamanna í Írak og Sýrlandi
Um 10.000 virkir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru enn í Írak og Sýrlandi tveimur árum eftir að samtökin voru yfirbuguð í löndunum tveimur. Þetta sagði Vladimir Voronkov, fullrúi Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn hryðjuverkjastarfsemi, á fundi í öryggisráði samtakanna í gærkvöld. 
25.08.2020 - 10:58
Herforingjar í Malí vilja að herforingjastjórn taki við
Herforingjarnir sem tóku völdin í Malí í síðustu viku hafa boðist til að láta Ibrahim Boubacar Keita forseta lausan. Þeir gera kröfu um að bráðabirgðastjórn hersins sitji í þrjú ár.
24.08.2020 - 00:27
Sex ferðamenn og leiðsögumenn myrtir í Níger
Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu sex franska ferðamenn og tvo Nígermenn í þjóðgarði í Níger í dag. Reuters fréttaveitan segir árásina hafa átt sér stað í friðlandi gíraffa á Kouré svæðinu. Frakkarnir voru starfsmenn frönsku hjálparsamtakanna ACTED.
09.08.2020 - 18:12
 · Níger · boko haram · ISIS
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Fjórir nígerskir stjórnarhermenn og tugir vígamanna, sem taldir eru tilheyra íslömskum hryðjuverkasamtökum, féllu í hörðum bardaga í vesturhluta Níger á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að sveit stjórnahermanna hafi ráðist á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tillaberi-héraði nærri landamærunum að Malí á fimmtudag.
04.04.2020 - 01:31
Yfir 200 bjargað úr mansali í Níger
Börn allt niður í tíu ára aldur voru meðal 230 manna sem var bjargað úr mansali í Níger í janúar. 18 voru handteknir í aðgerðum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem tóku tíu daga. 
01.03.2020 - 04:24
Felldu „120 hryðjuverkamenn“ í Níger
Nígerskar og franskar hersveitir felldu á fimmtudag 120 hryðjuverkamenn og haldlögðu hvort tveggja búnað til sprengjuframleiðslu og fjölda farartækja sem vígasveitirnar höfðu yfir að ráða. Frá þessu er greint í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins.
22.02.2020 - 01:30
15 flóttamenn tróðust undir í Níger
15 konur og fimm börn tróðust undir á sunnudag þegar flóttamenn í suðausturhluta Níger þustu að til að ná í mat og peninga sem ætlaðir voru flóttamönnum. Slysið varð við ungmenna- og menningarmiðstöð í bænum Diffa í samnefndu héraði, þar sem um 250 þúsund flóttamenn hafast við. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hjálparstarfsmönnum á svæðinu. Þeir staðfestu einnig að tíu til viðbótar hafi slasast.
18.02.2020 - 05:28
Herskip sent til höfuðs sjóræningja
Suðurkóreski herinn sendi herskip af stað áleiðis til Atlantshafsins, skammt vestan við Gana. Þar var þremur suðurkóreskum skipverjum rænt af togara. Sjóræningjar fóru um borð í togarann á mánudag og tóku Suður-Kóreumennina á brott með sér á hraðbát. Ekki er vitað hvar þeir eru núna.
01.04.2018 - 08:03
Felldu 8 bandaríska og nígerska hermenn
Átta menn úr sameiginlegri eftirlitssveit bandarískra og nígerskra hermanna voru felldir í fyrirsát vígamanna í suðvesturhluta Níger á miðvikudag. Þrír bandarískir sérsveitarmenn og fimm nígerskir hermenn létu lífið í árásinni, sem gerð var skammt frá landamærunum að Malí. Tveir bandarískir sérsveitarmenn særðust í árásinni. New York Times greinir frá þessu.
05.10.2017 - 02:53