Færslur: neyðarlínan

Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni
Fulltrúar Neyðarlínunnar mættu á fund Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag. Þar var rætt um atvik í miðborg Reykjavíkur á dögunum sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem tvær ungar konur voru meðvitunarlausar og kallað var eftir eftir aðstoð með símtölum til Neyðarlínu. Ráðið ályktaði og vill að gerð verði úttekt á verkferlum Neyðarlínu. Neyðarlínan vill afsökunarbeiðni frá borgarfulltrúa, vegna viðtals um málið.
28.05.2020 - 19:15
Beina sjónum að öryggi fólks í umferðinni á 112-deginum
Í dag er 112-dagurinn haldinn um allt land, en að þessu sinni er sjónum beint að öryggi fólks í umferðinni. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
11.02.2020 - 07:30
Morgunútvarpið
Tilraunasending neyðarboða barst í 94% síma í Grindavík
Þrátt fyrir að enn mælist landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga hefur jarðskjálftavirkni minnkað við Grindavík. Fjórtán skjálftar mældust á svæðinu í nótt sem flestir voru um eða rétt yfir einn að stærð. 
Ekki tími fyrir neitt hangs þegar rýmingarboð eru send
Rýmingaráætlun sem búið er að gera fyrir Grindavík vegna eldgoss miðar að því að búið verði að rýma svæðið áður en eldgos hefst. Gangi það ekki eftir er gripið til neyðarrýmingar. Rýmingaráætlunin og verklag við að ræsa hana var kynnt á íbúafundi í Grindavík síðdegis í dag.
Myndskeið
Segir gagnrýni á Tetra-kerfið ósanngjarna
Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að gera þurfi stórátak í að koma upp varaaflstöðvum til að koma í veg fyrir viðlíka truflun á fjarskiptasambandi og varð í óveðrinu í síðustu viku. Hann segir gagnrýni á tetra-kerfi almannavarna ósanngjarna.