Færslur: Neyðaraðstoð

Danir leggja Indverjum lið í baráttunni við faraldurinn
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja Rauða Krossinn á Indlandi um eina milljón evra ásamt því sem 53 öndunarvélar verða sendar til landsins.
02.05.2021 - 16:49
Farsóttin kallar á stóraukna neyðaraðstoð víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar þurfa meira fjármagn til að sinna neyðaraðstoð á næsta ári en nokkru sinni fyrr, þar sem þeim sem búa við sára fátækt hefur fjölgað um tugi milljóna vegna heimsfaraldursins og hungursneyð vofir yfir á mörgum stöðum í heiminum. Áætluð fjárþörf þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem sinna neyðaraðstoð er 35 milljarðar Bandaríkjadala árið 2021, um 4.600 milljarðar íslenskra króna. Þetta er um 40 prósenta aukning milli ára.
Neyðarástand meðal milljóna í Afganistan
Milljónir Afgana eiga allt sitt undir því að samfélag þjóðanna haldi áfram að veita þeim mannúðaraðstoð, að sögn yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ófriður í landinu hefur hrakið hundruð þúsunda á vergang á þessu ári.
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
Ítreka að fólk taki fram hugsanlegt smit í neyðarkalli
Þrír starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun vegna kórónuveirusmits. Fjórir starfsmenn eru í sóttkví og sex hafa lokið sóttkví og einangrun. Í tilkynningu frá slökkviliðinu í dag er biðlað til almennings að láta vita af mögulegu smiti þegar óskað er eftir neyðaraðstoð.
Neyðarástand í Bangladess vegna flóða
Á þriðja hundrað þúsund manns í norðvesturhluta Bangladess eru í nauðum staddir vegna flóða í landshlutanum að undanförnu. Stjórnvöld og Matvlælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hafa tekið höndum saman um að aðstoða fólkið.
24.07.2019 - 19:10