Færslur: Neyðaraðstoð
Farsóttin kallar á stóraukna neyðaraðstoð víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar þurfa meira fjármagn til að sinna neyðaraðstoð á næsta ári en nokkru sinni fyrr, þar sem þeim sem búa við sára fátækt hefur fjölgað um tugi milljóna vegna heimsfaraldursins og hungursneyð vofir yfir á mörgum stöðum í heiminum. Áætluð fjárþörf þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem sinna neyðaraðstoð er 35 milljarðar Bandaríkjadala árið 2021, um 4.600 milljarðar íslenskra króna. Þetta er um 40 prósenta aukning milli ára.
01.12.2020 - 07:02
Neyðarástand meðal milljóna í Afganistan
Milljónir Afgana eiga allt sitt undir því að samfélag þjóðanna haldi áfram að veita þeim mannúðaraðstoð, að sögn yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ófriður í landinu hefur hrakið hundruð þúsunda á vergang á þessu ári.
23.11.2020 - 14:05
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
14.08.2020 - 18:40
Ítreka að fólk taki fram hugsanlegt smit í neyðarkalli
Þrír starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun vegna kórónuveirusmits. Fjórir starfsmenn eru í sóttkví og sex hafa lokið sóttkví og einangrun. Í tilkynningu frá slökkviliðinu í dag er biðlað til almennings að láta vita af mögulegu smiti þegar óskað er eftir neyðaraðstoð.
02.04.2020 - 14:32
Neyðarástand í Bangladess vegna flóða
Á þriðja hundrað þúsund manns í norðvesturhluta Bangladess eru í nauðum staddir vegna flóða í landshlutanum að undanförnu. Stjórnvöld og Matvlælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hafa tekið höndum saman um að aðstoða fólkið.
24.07.2019 - 19:10