Færslur: Neyðaraðstoð

Fyrsta andlátið af völdum hamfaranna á Tonga
Greint hefur verið frá fyrsta andlátinu í Kyrrahafsríkinu Tonga eftir gríðarlegt sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai fyrir tveimur dögum. Áhyggjur eru uppi um örlög fólks á nokkrum eyjum í Tonga-klasanum.
18.01.2022 - 00:30
Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Kalla eftir 650 milljörðum fyrir stríðshrjáða Afgani
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir fimm milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 650 milljarða króna, til að fjármagna neyðaraðstoð við Afganistan og afganskt flóttafólk utan Afganistans á þessu ári. Þetta er hæsta upphæð sem samtökin hafa nokkru sinni kallað eftir vegna neyðaraðstoðar við eitt einstakt ríki.
Talibanar sárbæna þjóðir heims um hjálp
Talibanar í Afganistan báðu í dag samfélag þjóðanna um mannúðaraðstoð vegna síversnandi aðstæðna í landinu. Alþjóðastofnanir segja að hungur blasi við meira en helmingi þjóðarinnar í vetur.
07.01.2022 - 17:13
„Jólakraftaverk“ að enginn fórst í eldunum í Colorado
Íbúar Boulder-sýslu í Colorado í Bandaríkjunum gátu snúið aftur heim í dag eftir að ofsafengnir gróðureldar skildu eftir sig slóð eyðileggingar á örskömmum tíma. Snjókoma sá til þess að slökkva í síðustu glæðum eldanna í nótt.
01.01.2022 - 06:50
Öryggisráðið tryggir neyðaraðstoð til Afganistan
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun byggða á tillögu Bandaríkjamanna um undanþágu frá viðskiptaþvingunum gegn Afganistan svo bregðast megi við mannúðarógninni sem við blasir.
Hungursneyð blasir við Sómölum verði ekki brugðist við
Alvarleg hungursneyð blasir við einum af hverjum fjórum íbúa Afríkuríkisins Sómalíu vegna mikilla þurrka sem ekki sér fyrir endann á. Þurrkarnir eru þeir verstu og langvinnustu í landinu um þrjátíu ára skeið.
Styrkja Afgana um 100 milljónir evra
Evrópusambandið ætlar að veita Afganistan hundrað milljóna evra fjárhagsaðstoð. Matvælaskortur fer vaxandi í landinu og óstjórn ríkir eftir valdatöku talibana í síðasta mánuði. Vegna ástandsins eru margir flúnir til nágrannalandanna.
Flugvöllurinn í Kabúl opnaður á ný
Flugvöllurinn í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið opnaður aftur. Frá þessu greinir sendiherra Katar í Afganistan. Eins og staðan er nú er flugvöllurinn aðeins opinn fyrir mannúðaraðstoð til borgarinnar en stefnt er að því að farþegaflug hefjist bráðlega.
04.09.2021 - 18:17
Brýnt að veita Afgönum skjóta og trygga neyðaraðstoð
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun ræða neyðaraðstoð fyrir Afganistan á ráðstefnu í Genf 13. september næstkomandi. Mikil neyð vofir yfir milljónum Afgana.
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Danir leggja Indverjum lið í baráttunni við faraldurinn
Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja Rauða Krossinn á Indlandi um eina milljón evra ásamt því sem 53 öndunarvélar verða sendar til landsins.
02.05.2021 - 16:49
Farsóttin kallar á stóraukna neyðaraðstoð víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar þurfa meira fjármagn til að sinna neyðaraðstoð á næsta ári en nokkru sinni fyrr, þar sem þeim sem búa við sára fátækt hefur fjölgað um tugi milljóna vegna heimsfaraldursins og hungursneyð vofir yfir á mörgum stöðum í heiminum. Áætluð fjárþörf þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem sinna neyðaraðstoð er 35 milljarðar Bandaríkjadala árið 2021, um 4.600 milljarðar íslenskra króna. Þetta er um 40 prósenta aukning milli ára.
Neyðarástand meðal milljóna í Afganistan
Milljónir Afgana eiga allt sitt undir því að samfélag þjóðanna haldi áfram að veita þeim mannúðaraðstoð, að sögn yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ófriður í landinu hefur hrakið hundruð þúsunda á vergang á þessu ári.
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
Ítreka að fólk taki fram hugsanlegt smit í neyðarkalli
Þrír starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun vegna kórónuveirusmits. Fjórir starfsmenn eru í sóttkví og sex hafa lokið sóttkví og einangrun. Í tilkynningu frá slökkviliðinu í dag er biðlað til almennings að láta vita af mögulegu smiti þegar óskað er eftir neyðaraðstoð.
Neyðarástand í Bangladess vegna flóða
Á þriðja hundrað þúsund manns í norðvesturhluta Bangladess eru í nauðum staddir vegna flóða í landshlutanum að undanförnu. Stjórnvöld og Matvlælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hafa tekið höndum saman um að aðstoða fólkið.
24.07.2019 - 19:10