Færslur: Nancy Pelosi

Demókratar rannsaka brottrekstur Trump á embættismanni
Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum rannsakar nú uppsögn Donald Trumps Bandaríkjaforseta á hátt settum embættismanni. Þeir telja brottreksturinn hafa verið af pólitískum ástæðum, þar sem embættismaðurinn, eftirlitsmaðurinn Steve Linick í utanríkisráðuneytinu, hafði verið að rannsaka Mike Pompeo, utanríkisráðherra.
17.05.2020 - 00:48
Fréttaskýring
Ólíklegt að Trump verði dæmdur frá embætti
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort kæra eigi Donald Trump forseta fyrir misbeitingu valds. Fréttaskýrendur telja flestir ólíklegt að forsetinn verði dæmdur frá embætti, ekki sé ólíklegt að Fulltrúadeildin samþykki ákæru en afar ólíklegt að Öldungadeildin dæmi hann. Yfirheyrslur vegna ákærunnar halda áfram í vikunni.
Myndskeið
Nancy Pelosi tekin við embætti þingforseta
Nancy Pelosi, þingmaður Demókrata, gegnir nú þriðja valdamesta embætti í Bandaríkjunum í annað sinn. Hún tók við embætti forseta fulltrúadeildar þingsins á áttunda tímanum í kvöld.
03.01.2019 - 22:15