Færslur: Nagorno-Karabakh

Forsætisráðherra Armeníu sakar Asera um óhæfuverk
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, sakaði Asera um óumræðileg óhæfuverk í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Átök blossuðu upp milli ríkjanna í síðustu viku þar sem næstum 300 létu lífið.
Rússar stilla til friðar á milli Asera og Armena
Samkomulag náðist um vopnahlé á milli Armena og Asera með milligöngu Rússa. Frá þessu greinir rússneska utanríkisráðuneytið í yfirlýsingu í morgun. Þar segir að vopnahléið hafi tekið gildi klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Tugir féllu í átökum á landamærum ríkjanna í nótt og í morgun.
13.09.2022 - 09:16
Armenar segja Asera við það að ráðast inn í landið
Hersveitir frá Aserbaísjan virðast í þann mund að ráðast inn á landsvæði undir stjórn Armeníu samkvæmt yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis landsins nú í nótt. Vopnuðum sveitum ríkjanna hefur lent saman við landamærin og þegar er talið að nokkrir séu fallnir í þeim átökum.
Hafa áhyggjur af átökum í Nagorno-Karabakh
Bandaríkjastjórn kveðst hafa umtalsverðar áhyggjur af auknum átökum í Nagorno-Karabakh, héraði sem alþjóðasamfélagið álítur hluta af Aserbaísjan. Héraðið, sem er að mestu byggt Armenum, hefur verið ásteytingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman.
04.08.2022 - 06:54
Rússland og Armenía hyggjast auka samvinnu
Rússland og Armenía hyggjast auka á samvinnu sína er meðal þess sem fram kom á fundi Nikols Pasjinian, forseta landsins með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag.
Friðarviðræður í bígerð milli Asera og Armena
Leiðtogar Aserbaísjan og Armeníu undirbúa nú friðarviðræður en í lok síðasta mánaðar blossuðu að nýju upp deilur ríkjanna um héraðið Nagorno-Karabakh. Það hefur verið ásteitingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman og iðulega slegið í brýnu milli ríkjanna.
Merki virðast um spennu í Nagorno-Karabakh
Rússa grunar að stjórnvöld í Aserbaísjan virðast hafa ætlað að sæta færis meðan á hernaðinum í Úkraínu stendur og lauma hersveitum inn í Nagorno-Karabakh. Héraðið hefur verið ásteitingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman og iðulega slegið í brýnu. Héraðið tilheyrir Aserbaísjan, en er að mestu byggt Armenum.
Vilja aðstoð Rússa í nýjum átökum við Asera
Stjórnvöld í Armeníu báðu Rússa í dag um aðstoð við að verjast árásum aserska hersins á landamærum ríkjanna tveggja. Rússneski miðillinn TASS greindi frá og sagði átök hafa brotist út á svæðinu á nýjan leik.
16.11.2021 - 13:12
Sakar Asera um brot á landamærunum
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir aserska hermenn hafa farið ólöglega yfir landamæri ríkjanna á sunnudag og hefur rekið Arshak Karapetyan varnarmálaráðherra vegna málsins. Þetta segir í frétt rússneska miðilsins RIA í dag.
15.11.2021 - 15:20
Armenía: Flokkur forsætisráðherrans með yfirburðastöðu
Fyrstu tölur í þingkosningum í Armeníu benda til öruggs sigurs Borgarasambandsins, flokks forsætisráðherrans Nikols Pashinyan. Um 30% atkvæða hafa verið talin en talið er að um helmings þátttaka hafi verið í kosningunum.
20.06.2021 - 22:55
Hörð kosningabarátta að baki í Armeníu - kosið í dag
Þingkosningar eru í Armeníu í dag. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra boðaði til kosninganna í mars síðastliðnum í von um að leysa stjórnarkreppu sem ríkti í landinu frá undirritun vopnahléssamkomulags við Asera.
20.06.2021 - 05:50
Amnesty sakar Asera og Armena um stríðsglæpi
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja stríðsglæpi hafa verið framda í átökum Asera og Armena um fjallahéraði Nagorno-Karabakh í haust. Aftökur hermanna og borgara án dóms og laga, pyntingar og misþyrmingar á stríðsföngum og svívirðing jarðneskra leifa fallinna hermanna er á meðal þeirra stríðsglæpa sem rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós.
Aserar endurheimta svæði við Nagorno-Karabakh
Aserar hafa tekið við yfirráðum héruðum í kringum Nagorno-Karabakh, sem Armenar samþykktu að láta af hendi í nýju friðarsamkomulagi. Aserskar hersveitir héldu inn í héraðið Lachin í gær, en áður höfðu Aserar tekið héruðin Aghdam og Kalbajar.
01.12.2020 - 08:40
Heimskviður
Nagorno-Karabakh: Jerúsalem fyrir Armena og Asera
Nagorno-Karabakh, lítið hérað í Suður-Kákasusfjöllunum, hefur verið bitbein Armeníu og Aserbaísjan áratugum saman. Nýlega kom til harðra átaka þar, sem endaði með friðarsamkomulagi, sem ekki allir eru ánægðir með. Síðasta friðarsamkomulag entist í 26 ár. Að baki ófriðnum eru flókin pólitísk átök sem fleiri þjóðir hafa dregist í.
21.11.2020 - 08:13
Brenna hús sín frekar en að leyfa öðrum að búa þar
Miklir fólksflutningar eiga sér nú stað í Nagorno-Karabakh-héraði. Armenar sem þurfa að yfirgefa heimili sín eru ósáttir, og hafa sumir jafnvel ákveðið að jafna hús sín við jörðu til að skilja ekkert eftir fyrir Asera.
15.11.2020 - 19:23
Rússar og Tyrkir ræða sameiginlegt eftirlit
Rússnesk sendinefnd er væntanleg til Tyrklands til að ræða sameiginlegt eftirlit með vopnahléi Armena og Asera. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
12.11.2020 - 09:03
Rússneskir friðargæsluliðar komnir til Nagorno-Karabakh
Fjöldi rússneskra friðargæsluliða er kominn til Nagorno-Karabakh, þar sem þeim er ætlað að standa vaktina á landamærum sjálfstjórnarhéraðsins og á lykilstöðum innan þess og utan næstu fimm árin. Fleri eru á leiðinni og alls verða 1.960 rússneskir friðargæsluliðar sendir til starfa á svæðinu, með 90 bryndreka sér til halds og trausts.
11.11.2020 - 01:50
Mikil reiði í Armeníu vegna samkomulagsins
Mikil reiði er í Armeníu eftir að tilkynnt var í gærkvöld að forsætisráðherra landsins hefði undirritað samkomulag um vopnahlé við Aserbaísjan. Litið er á samkomulagið sem mikinn sigur fyrir Asera.
10.11.2020 - 12:05
Samkomulag um stríðslok í Nagorno-Karabakh
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu segist hafa undirritað sársaukafullt samkomulag við Rússa og Asera um stríðslok í Nagorno-Karabakh. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebooksíðu hans. Hann sagði undirritunina hafa verið óbærilega erfiða fyirr sig persónulega og fyrir þjóðina. Ilham Aliyev, forseti Aserbaísjans, segir Asera hafa neytt Pashinyan til að skrifa undir og samningurinn þýði í raun uppgjöf hans.
10.11.2020 - 00:47
Hart barist í Nagorno-Karabakh
Forseti Asera lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í dag að her landsins hafi náð völdum í Shusha, eða Shushi, næst stærstu borg Nagorno-Karabakh. Armenskir aðskilnaðarsinnar segja það þvætting, og átök séu enn um yfirráð borgarinnar.
09.11.2020 - 01:35
Vill að Ísland viðurkenni sjálfstæði Nagorno Karabakh
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að Ísland viðurkenni sjálfstæði héraðsins Nagorno Karabakh. Önnur ríki myndi þá fylgja í kjölfarið, alþjóðasamfélagið vakna til lífsins og þannig komið í veg fyrir þjóðarmorð í héraðinu.
Armenar og Aserar hvattir til friðarviðræðna
Evrópusambandið hvatti í morgun til friðarviðræðna milli Armeníu og Aserbaísjan og sagði það ólíðandi að enn væri barist eftir að þrívegis hefði náðst samkomulag um vopnahlé sem hefði verið brotið jafnharðan.
29.10.2020 - 09:56
Segja tugi óbreyttra borgara hafa fallið í árásum
Stjórnvöld í Aserbaísjan saka Armena um að hafa fellt 21 óbreyttan borgara í eldflaugaárás á byggð í Barda-héraði, skammt frá mörkum hins umdeilda sjálfstjórnarhéraðs Nagorno-Karabakh. Tugir til viðbótar eru sagðir hafa særst í árásinni, sem gerð var í gær, miðvikudag. Er þetta önnur mannskæða árásin sem Aserar saka Armena um að hafa gert á Barda-hérað á jafn mörgum dögum.
29.10.2020 - 04:09
Myndskeið
Ekkert lát á átökum um yfirráð yfir Nagorno-Karabakh
Formaður vináttufélags Asera á Íslandi, Zakir Jón Gasanov, segir stöðuna í deilu Azera og Armena um yfirráð yfir héraðinu Nagorno-Karabakh mjög slæma, fólk týni lífi hvern einasta dag. Þúsundir íbúa héraðsins hafa síðustu vikur neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðsátakanna. 
24.10.2020 - 19:25
Útilokar samkomulag um Nagorno Karabakh
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, telur útilokað að ná samkomulagi með friðsömum hætti við stjórnvöld í Aserbaísjan um framtíð héraðsins Nagorno Karabakh. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook segir hann að langt eigi eftir að líða þar til úr deilu þjóðanna um héraðið verði leyst eftir diplómatískum leiðum.
21.10.2020 - 14:28