Færslur: Nagorno-Karabakh

Útilokar samkomulag um Nagorno Karabakh
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, telur útilokað að ná samkomulagi með friðsömum hætti við stjórnvöld í Aserbaísjan um framtíð héraðsins Nagorno Karabakh. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook segir hann að langt eigi eftir að líða þar til úr deilu þjóðanna um héraðið verði leyst eftir diplómatískum leiðum.
21.10.2020 - 14:28
Samið um vopnahlé í Nagorno-Karabakh
Aserar og Armenar hafa samið um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh. Það á að taka gildi á miðnætti eftir nærri þriggja vikna átök í héraðinu.
17.10.2020 - 19:44
Armenía: „Umtalsvert mannfall“ í átökunum við Asera
Forsætisráðherra Armeníu sagði í sjónvarpsávarpi í gær, að umtalsvert mannfall hefði orðið í armenska hernum í átökunum við Asera síðustu vikur, þar sem tekist er á um yfirráðin í hinu umdeilda fjallahéraði, Nagorno-Karabakh. Forsætisráðherrann, Nikol Pashinyan, ávarpaði þjóðina í gærkvöld og sagði að „margir Armenar" hefðu fallið í átökunum, sem staðið hafa linnulítið frá 27. september.
15.10.2020 - 02:25
Vopnahlé virt að vettugi í Nagorno-Karabakh
Armenar og Aserar héldu áfram hernaðaraðgerðum í nótt og morgun í héraðinu Nagorno-Karabakh, þrátt fyrir að samið hefði verið um vopnahlé fyrir helgi. Hvorir saka hina um að hafa brotið gegn því.
12.10.2020 - 08:53
Sprengjum varpað þrátt fyrir vopnahlé
Ekkert lát virðist á átökum á milli Asera og Armena í og við sjálfstjórnarhéraðið Nagorno-Karabakh þrátt fyrir umsamið vopnahlé. Að sögn AFP fréttastofunnar var sprengjum varpað á borgina Stepanakert í Nagorno-Karabakh í alla nótt.
11.10.2020 - 07:07
Sprenging í Nagorno-Karabakh þrátt fyrir vopnahlé
Sprenging varð í Stepanakert, helstu borg sjálfstjórnarhéraðsins Nagorno-Karabakh, í kvöld þrátt fyrir að Armenar og Aserar hefðu samþykkt vopnahlé í gærkvöld sem tók gildi í hádeginu í dag. Yfirvöld ríkjanna gáfu það út í gærkvöld að þau væru tilbúin til að hefja efnislegar viðræður um Nagorno-Karabakh.
10.10.2020 - 21:45
Vopnahlé samþykkt í Nagorno-Karabakh
Armenar og Aserar samþykktu vopnahlé og eru reiðubúnir að hefja efnislegar viðræður um Nagorno-Karabakh. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá þessu í kvöld. 
10.10.2020 - 00:51
Viðræður hafnar um Nagorno-Karabakh
Viðræður um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh eru hafnar í Moskvu. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins staðfesti það síðdegis og birti mynd af utanríkisráðherrum Armeníu Aserbaísjans og Rússlands því til staðfestingar. 
09.10.2020 - 14:30
Viðræður að hefjast um Nagorno-Karabakh
Stjórnvöld í Armeníu og Aserbaísjan hafa fallist á að hefja viðræður um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Moskvu, staðfesti þetta í dag í viðtali við AFP fréttastofuna. Að hennar sögn er undirbúningur í fullum gangi. Líkast til geti sendinefndir ríkjanna sest á rökstóla síðar í dag. Zakharova gerir ráð fyrir að utanríkisráðherrar beggja landa taki þátt í viðræðunum.
09.10.2020 - 07:48
Pútín boðar Armena og Asera til friðarviðræðna
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðar utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaísjans til friðarviðræðna í dag. AFP fréttastofan greinir frá. Átökum ríkjanna í héraðinu Nagorno-Karabakh verði að lynna af mannúðarástæðum, segir forsetinn.
09.10.2020 - 02:09
Óttast að átökin breiðist út
Bandaríkjamenn, Frakkar og Rússar reyna nú að miðla málum í deilum Armeníu og Aserbaísjan. Forseti Írans telur hættu á að átökin breiðist út til grannríkja.
08.10.2020 - 12:01
Um helmingur íbúa hefur hrakist á vergang
Um helmingur íbúa héraðsins Nagorno-Karabakh hefur hrakist frá heimkynnum sínum síðan átök blossuðu upp milli Armena og Asera í síðustu viku eða allt að 75.000 manns. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir embættismanni í héraðinu í morgun.
07.10.2020 - 07:56
Kennir Erdogan um átök Armena og Asera
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sakar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að vera upphafsmann að nýjum  átökum Asera og Armena. Þetta kemur fram í viðtali við Assad sem rússneska fréttastofan RIA birti í morgun.
06.10.2020 - 07:58
Armenar og Aserar berjast áfram
Ekkert lát er á bardögum Asera og Armena um Nagorno-Karabakh og eru gerðar stórskotaliðsárásir á báða bóga. Aserar hófu á ný stórskotaliðsárásir á borgina Stepanakert, höfuðstað héraðsins, snemma í morgun.
05.10.2020 - 09:20
Armenar ráðast á næststærstu borg Aserbaísjan
Átökin milli Asera og Armena um Nakorno-Karabakh eru farin að berast út fyrir héraðið. Armenar réðust inn í Ganja, næststærstu borg Aserbaísjan í morgun.
04.10.2020 - 12:48
Sýrlenskir vígamenn til Nagorno-Karabakh
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa heimildir fyrir því að sýrlenskir vígamenn séu komnir til Nagorno-Karabakh til að taka þar þátt í bardögum. Tveir franskir blaðamenn særðust í árás aserska hersins.
01.10.2020 - 16:47
Macron og Pútín hvetja til viðræðna
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvetja stjórnvöld í Armeníu og Aserbaísjan til að semja um vopnahlé, hefja viðræður sín á milli og draga úr spennunni milli ríkjanna. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Kreml segir að yfirlýsingar sé að vænta frá leiðtogunum tveimur og Donald Trump Bandaríkjaforseta um átökin um Nagorno-Karabakh.
01.10.2020 - 11:59
Merkel hvetur til vopnahlés og viðræðna
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur rætt við leiðtoga Armena og Asera um átökin í Nagorno-Karabak, hvatt þá til að semja um vopnahlé þegar í stað og setjast að samningaborði.
29.09.2020 - 09:11
Neyðarfundur í Öryggisráðinu í dag
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur neyðarfund bak við luktar dyr í dag vegna átakanna á milli Asera og Armena í Nagorno-Karabakh. AFP fréttastofan greinir frá. Styr hefur staðið um héraðið áratugum saman, og hófust átök að nýju á milli ríkjanna á sunnudagsmorgun.
29.09.2020 - 04:17
Hart barist í Nagorno-Karabakh
Armenskir uppreisnarmenn og liðsmenn stjórnarhers Aserbaísjans héldu uppi stórskotahríð hvorir á aðra í héraðinu Nagorno-Karabakh í alla nótt. Uppreisnarmenn segja að 32 úr þeirra liði hafi fallið frá því að bardagar brutust út í gærmorgun, þar af fimmtán í nótt.
28.09.2020 - 08:09