Færslur: Moskva

Vikulokin
Mótmæli gegn stríðinu að fjara út í Moskvu
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að myndin sem dregin sé upp af stríðinu í fjölmiðlum þar í landi sé mjög einsleit. Mótmælin sem blossuðu upp í upphafi innrásarinnar hafi að miklu leyti fjarað út.
Úkraínska rétttrúnaðarkirkjan slítur tengsl við Moskvu
Æðsta ráð úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu hefur ákveðið að slíta öll tengsl við kirkjuna í Rússlandi. Leiðtogar kirkjunnar lýstu í gær í sögulegri yfirlýsingu algeru sjálfstæði. Ástæðan er innrás Rússa í Úkraínu.
Rússar hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki
Fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðslufyrirtækja hefur yfirgefið Rússland eftir að Vladimír Pútín forseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu 24. febrúar. Rússar hafa fundið leið til að bregðast við því og hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki.
Þrettán milljónir Úkraínumanna á flótta
Alls er talið að þrettán milljónir Úkraínumanna hafi flúið heimili sín frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Samkvæmt því sem fram kemur á tölfræðivefnum Worldometer voru Úkraínumenn ríflega 43 milljónir um miðjan maí.
Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
Bretar auka enn á þvingunaraðgerðir gegn Rússum
Breska ríkisstjórnin hefur enn bætt í þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Tilgangurinn með aðgerðunum er að draga úr getu rússneskra stjórnvalda til að fjármagna innrásina í Úkraínu.
Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
Þvertaka fyrir aðstoð við að hafa uppi á hershöfðingjum
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa útvegað Úkraínumönnum leynileg gögn um staðsetningar rússneskra hershöfðingja á vígvöllum í landinu. Fullyrt hefur verið að slík gögn hafi auðveldað Úkraínumönnum að hafa uppi á hershöfðingjunum og fella þá.
„Ég hef glatað öllu nema sál minni“
Rússneskur auðkýfingur sem gagnrýndi innrásina í Úkraínu harðlega segir stjórnvöld í Kreml hafa beitt sig þungum refsingum vegna afstöðu sinnar. Hann sakar rússneska ráðamenn um að vera haldna fortíðarfíkn.
04.05.2022 - 04:40
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Rússland og Armenía hyggjast auka samvinnu
Rússland og Armenía hyggjast auka á samvinnu sína er meðal þess sem fram kom á fundi Nikols Pasjinian, forseta landsins með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag.
Segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Kreml með þeim orðum sem hann lét í gærkvöld lét falla á fundi í Varsjá. Embættismenn í Hvíta húsinu þvertóku umsvifalaust fyrir að sú hafi verið ætlun forsetans og áhrifafólk í bandarískum stjórnmálum hefur í dag reynt að lágmarka skaðann eftir fremsta megni.
Telur ekki ólíklegt að Pútín lýsi yfir herlögum
Hákun J. Djurhuus sendifulltrúi Færeyja í Rússlandi segir ekki ólíklegt að Vladimír Pútín forseti lýsi yfir herlögum í landinu á næstu dögum eða vikum. Djurhuus segir ástandið versna í Moskvu dag frá degi.
Herfylkingin mikla nálgast Kænugarð óðfluga
Fremsti hluti gríðarlangrar fylkingar rússneskra herfarartækja er nú kominn að Antonov flugvelli nærri Kænugarði en aftasti hlutinn er í bænum Prybirsk í 65 kílómetra fjarlægð. Íbúar höfuðborgarinnar búa sig undir að árásir rússneskra herja þyngist mjög.
01.03.2022 - 06:13
Metfjöldi kórónuveirusmita í Moskvu
Aldrei hafa fleiri greinst með covid í Moskvu, höfuðborg Rússlands en í gær. Rússar búa sig nú undir nýja bylgju faraldursins þar sem omíkron-afbrigðið verður ráðandi. Smitum á heimsvísu hefur fjölgað mjög frá því omíkron afbrigðisins varð vart.
Menningin
„Ég er búinn að koma mér í tóma vitleysu“
„Samtalið á milli okkar er bara eitthvað rosalega skemmtilegt,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður um samband sitt og eiginkonunnar Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Saman hafa þau síðustu mánuði staðið í ströngu við að setja upp metnaðarfulla myndlistarsýningu í Moskvu þar sem þau endurgera þáttinn Santa Barbara á rússnesku.
Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.
BBC sakar Rússa um beina árás á frelsi fjölmiðla
Breska ríkisútvarpið BBC sakar rússnesk um beina árás á frelsi fjölmiðla. Fréttamanni þess var vísað úr landi fyrir að endurnýja ekki vegabréfsáritun sína, sem framkvæmdastjóri BBC segir marka tímamót í samskiptum við Rússa.
13.08.2021 - 17:56
Konur koma saman til stuðnings Yuliu Navalnyu
Nokkur hundruð konur söfnuðust saman í þrettán stiga frosti í miðborg Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í dag til stuðnings Yuliu Navalnyu, eiginkonu stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny, pólitískum föngum og þeirra aðstandendum.
14.02.2021 - 14:47
Spenna áfram við landamæri Indlands og Kína
Kínverjar segja hermenn sína hafa þurft að grípa til „gagnráðstafana" í gær eftir að indverskir hermenn fóru yfir landamæri ríkjanna í Himalaja-fjöllum og hófu skothríð á landamæraverði.
08.09.2020 - 03:22
Ráðist á aktivistann Egor Zhukov í Moskvu
Ráðist var á rússneska aktivistann og bloggarann Egor Zhukov fyrir utan heimili hans í Moskvu í gærkvöld. Zhukov hefur verið leiðandi í gagnrýni á stefnu Kremlar og kallað eftir lýðræðisumbótum.
31.08.2020 - 14:49
Íbúum Moskvu skylt að skrásetja ferðir sínar
Talsvert umferðaröngþveiti myndaðist víða í Moskvu í morgun þegar reglur um nýtt staðsetningarforrit stjórnvalda í Rússlandi tóku gildi.
15.04.2020 - 22:19
Hóf skothríð í höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar
Að minnsta kosti einn lést og annar særðist í skotárás í dag í Lubjanka-byggingunni þar sem höfuðstöðvar leyniþjónustu Rússlands, FSB, eru til húsa. Maður vopnaður vélbyssu hóf skothríð í andyri hússins.
19.12.2019 - 17:05
Fordæma aðgerðir gegn mótmælendum í Moskvu
Lögregla í Moskvu í Rússlandi handtók 1.373 manns á laugardag sem kröfðust frjálsra kosninga í landinu. Bandaríska sendiráðið í Moskvu fordæmdi aðgerðir lögreglu og segir þær grafa undan rétti borgara til þátttöku í lýðræðinu. Evrópusambandið tekur í sama streng.
28.07.2019 - 23:49
Erlent · Evrópa · Rússland · Moskva