Færslur: Morð í Rauðagerði

Þrjú neita sök í Rauðagerðismáli
Þrír af fjórum sakborningum í Rauðagerðismálinu neita að hafa átt þátt í morðinu á Armando Bequiri. Angelin Sterkaj lýsti því yfir við þingfestinguna að hann hafi framið morðið einn síns liðs.
Þingfesting í Rauðagerðismálinu
Ákæra í Rauðagerðismálinu verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjögur eru ákærð í málinu, öll fyrir manndráp. 
Þrír karlar og ein kona ákærð vegna Rauðagerðismálsins
Þrír karlar og ein kona eru ákærð vegna morðsins í Rauðagerði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eini Íslendingurinn sem sat í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu er ekki meðal þeirra. Albanskur karlmaður á þrítugsaldri hefur við yfirheyrslu hjá lögreglu játað hafa skotið Armando Beqiri til bana fyrir utan heimili hans um miðjan febrúar.
Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði
Héraðssaksóknari ákærir fjóra vegna morðsins í Rauðagerði þar sem Armando Beqiri, fjölskyldufaðir á þrítugsaldri, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt um miðjan febrúar. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, við fréttastofu. Hún segir ákæruna byggða á 211. grein hegningarlaga þar sem fjallað er um manndráp en tjáir sig að öðru leyti ekki um málið.
10 möppur af málsgögnum í Rauðagerðismáli
Rannsókn á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar er með umfangsmeiri rannsóknum embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum eða áratugum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs embættisins, við fyrirspurn fréttastofu RÚV. Málsgögn fylla 10 möppur að viðbættu myndefni og fleiri sönnunargögnum.
Áfram í gæsluvarðhaldi í Rauðagerðismálinu
Sakborningur í Rauðagerðismálinu var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 12 maí en fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út í morgun.
Þrír hafa gefið skýrslu fyrir dómi í Rauðagerðismálinu
Þrír af þeim sem voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði hafa gefið skýrslu fyrir dómi. Í framhaldi af þeirri skýrslugjöf þótti ekki ástæða til að fara fram á áframhaldandi farbann yfir þeim. Verið er að rannsaka í Danmörku hvort einhver fingraför voru á byssunni sem var notuð.
Myndskeið
Játning liggur fyrir vegna morðsins í Rauðagerði
Albanskur karlmaður hefur játað að hafa orðið Armando Bequiri, ríflega þrítugum fjölskylduföður frá Albaníu, að bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í Reykjavík um miðjan síðasta mánuð.. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglu vegna rannsóknar málsins í dag.
Myndskeið
Fundur lögreglu vegna morðsins í Rauðagerði
Fjölmiðlafundur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Armando Beqiri við Rauðagerði um miðjan febrúar hefst klukkan 14. Fylgst er með fundinum í beinni útsendingu í sjónvarpi, hér á vefnum og í beinni textalýsingu.
Tíu vikna farbann vegna morðsins í Rauðagerði
Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní. Farbannið er að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði í síðasta mánuði.
Myndskeið
Telja sig hafa fundið morðvopnið
Lögreglan telur sig hafa fundið skotvopnið sem beitt var í morðinu í Rauðagerði í seinasta mánuði. Albanskur karlmaður var skotinn fyrir utan heimili sitt um miðjan febrúar. Lögreglan skoðar meðal annars hvort að hefndaraðgerðir hafi verið í undirbúningi.
Fjórir handteknir og húsleit á sex stöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra í morgun og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess. Aðgerðirnar tengjast rannsókn lögreglunnar á manndrápi Rauðagerði í síðasta mánuði.
Í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Rauðagerðismálinu
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir sakborningi sem handtekinn var í tengslum við morðið í Rauðagerði um miðjan síðasta mánuð. Hann var einn þriggja sakborninga sem leiddur var fyrir héraðsdóm í dag. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald yfir öðrum en sá þriðji var úrskurðaður í farbann eftir að dómurinn hafnaði kröfu um gæsluvarðhald.
Fjórir enn í gæsluvarðhaldi
Lögreglan bíður enn eftir að fá að yfirheyra verjanda eins þeirra sem grunaður er um aðild að morðmálinu í Rauðagerði.
Dómari afturkallar skipun verjanda að beiðni lögreglu
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur varð í dag við beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að afturkalla skipun Steinbergs Finnbogasonar lögmanns sem verjanda eins þeirra sem sæta rannsókn vegna morðmálsins í Rauðagerði. Steinbergur hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.
Verjandi í morðmáli sakar lögreglu um bellibrögð
Verjandi sakbornings í Rauðagerðismálinu sakar lögreglu um að beita óvönduðum meðulum í rannsókn sinni á mögulegum tengslum skjólstæðings hans við glæpinn. Hún krefjist þess að lögmaðurinn verði kallaður til skýrslutöku sem vitni í málinu, og ætli þannig að svipta sakborninginn verjanda sínum á versta tíma.
Framlengja gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist í morgun tveggja vikna framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir erlendum karlmanni á fimmtugsaldri í tengslum við rannsókn á morðinu við Rauðagerði um miðjan síðasta mánuð. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti kröfuna í morgun og rennur varðhaldið út 19. mars.
05.03.2021 - 12:39
Vilja þrjá áfram í gæsluvarðhald
Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur einstaklingum sem eru í haldi vegna morðsins í Rauðagerði. Íslendingur sem var í haldi lögreglu var látinn laus í dag en honum gert að sæta farbanni til loka mánaðar.
Úrskurðaður í fjögurra vikna farbann
Íslendingur sem setið hefur í varðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði var í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 30. mars. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi undanfarin hálfan mánuð en það rann út í dag. Ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. 
Yfirheyrslur standa enn yfir
Yfirheyrslur í tengslum við rannsóknina á morðinu á Armando Bequiri í Rauðgerði standa enn yfir.
Viðtal
Lögregla krefst lengra gæsluvarðhalds yfir einum
Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um tengsl við morðið í Rauðagerði rennur út á morgun. Lögreglan fer fram á framlengingu yfir að minnsta kosti einum mannanna en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hina tvo. Níu eru í haldi vegna málsins - frá sjö löndum. Margeir Sveinsson, sem stýrir rannsókn lögreglu, segir að rannsókninni miði vel en hún sé mjög umfangsmikil.
Myndskeið
Fimm húsleitir og alls níu í gæsluvarðhaldi
Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík fyrir viku og eru alls níu manns í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Sá níundi í gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði
Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, til föstudagsins 26. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á morðsins á Armando Bequiri í Rauðagerði um síðustu helgi.
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðrannsóknarinnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvo menn í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu manns eru því í haldi vegna málsins.
Spegillinn
Nýr veruleiki að menn séu myrtir „með köldu blóði“
Lögreglan verður að komast að því hvað gerðist þegar maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það sé nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Það auki hins vegar ekki öryggi borgaranna að vopnavæða almenna lögreglumenn.