Færslur: Morð í Rauðagerði
Þrír hafa gefið skýrslu fyrir dómi í Rauðagerðismálinu
Þrír af þeim sem voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði hafa gefið skýrslu fyrir dómi. Í framhaldi af þeirri skýrslugjöf þótti ekki ástæða til að fara fram á áframhaldandi farbann yfir þeim. Verið er að rannsaka í Danmörku hvort einhver fingraför voru á byssunni sem var notuð.
07.04.2021 - 11:35
Játning liggur fyrir vegna morðsins í Rauðagerði
Albanskur karlmaður hefur játað að hafa orðið Armando Bequiri, ríflega þrítugum fjölskylduföður frá Albaníu, að bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í Reykjavík um miðjan síðasta mánuð.. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglu vegna rannsóknar málsins í dag.
26.03.2021 - 14:35
Fundur lögreglu vegna morðsins í Rauðagerði
Fjölmiðlafundur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Armando Beqiri við Rauðagerði um miðjan febrúar hefst klukkan 14. Fylgst er með fundinum í beinni útsendingu í sjónvarpi, hér á vefnum og í beinni textalýsingu.
26.03.2021 - 13:40
Tíu vikna farbann vegna morðsins í Rauðagerði
Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní. Farbannið er að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði í síðasta mánuði.
24.03.2021 - 18:06
Telja sig hafa fundið morðvopnið
Lögreglan telur sig hafa fundið skotvopnið sem beitt var í morðinu í Rauðagerði í seinasta mánuði. Albanskur karlmaður var skotinn fyrir utan heimili sitt um miðjan febrúar. Lögreglan skoðar meðal annars hvort að hefndaraðgerðir hafi verið í undirbúningi.
19.03.2021 - 15:44
Fjórir handteknir og húsleit á sex stöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra í morgun og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess. Aðgerðirnar tengjast rannsókn lögreglunnar á manndrápi Rauðagerði í síðasta mánuði.
18.03.2021 - 12:38
Í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Rauðagerðismálinu
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir sakborningi sem handtekinn var í tengslum við morðið í Rauðagerði um miðjan síðasta mánuð. Hann var einn þriggja sakborninga sem leiddur var fyrir héraðsdóm í dag. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald yfir öðrum en sá þriðji var úrskurðaður í farbann eftir að dómurinn hafnaði kröfu um gæsluvarðhald.
17.03.2021 - 14:24
Fjórir enn í gæsluvarðhaldi
Lögreglan bíður enn eftir að fá að yfirheyra verjanda eins þeirra sem grunaður er um aðild að morðmálinu í Rauðagerði.
11.03.2021 - 22:16
Dómari afturkallar skipun verjanda að beiðni lögreglu
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur varð í dag við beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að afturkalla skipun Steinbergs Finnbogasonar lögmanns sem verjanda eins þeirra sem sæta rannsókn vegna morðmálsins í Rauðagerði. Steinbergur hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.
10.03.2021 - 13:31
Verjandi í morðmáli sakar lögreglu um bellibrögð
Verjandi sakbornings í Rauðagerðismálinu sakar lögreglu um að beita óvönduðum meðulum í rannsókn sinni á mögulegum tengslum skjólstæðings hans við glæpinn. Hún krefjist þess að lögmaðurinn verði kallaður til skýrslutöku sem vitni í málinu, og ætli þannig að svipta sakborninginn verjanda sínum á versta tíma.
09.03.2021 - 06:23
Framlengja gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist í morgun tveggja vikna framlengingar á gæsluvarðhaldi yfir erlendum karlmanni á fimmtugsaldri í tengslum við rannsókn á morðinu við Rauðagerði um miðjan síðasta mánuð. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti kröfuna í morgun og rennur varðhaldið út 19. mars.
05.03.2021 - 12:39
Vilja þrjá áfram í gæsluvarðhald
Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur einstaklingum sem eru í haldi vegna morðsins í Rauðagerði. Íslendingur sem var í haldi lögreglu var látinn laus í dag en honum gert að sæta farbanni til loka mánaðar.
02.03.2021 - 22:05
Úrskurðaður í fjögurra vikna farbann
Íslendingur sem setið hefur í varðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði var í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 30. mars. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi undanfarin hálfan mánuð en það rann út í dag. Ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald.
02.03.2021 - 14:41
Yfirheyrslur standa enn yfir
Yfirheyrslur í tengslum við rannsóknina á morðinu á Armando Bequiri í Rauðgerði standa enn yfir.
01.03.2021 - 10:47
Lögregla krefst lengra gæsluvarðhalds yfir einum
Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um tengsl við morðið í Rauðagerði rennur út á morgun. Lögreglan fer fram á framlengingu yfir að minnsta kosti einum mannanna en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hina tvo. Níu eru í haldi vegna málsins - frá sjö löndum. Margeir Sveinsson, sem stýrir rannsókn lögreglu, segir að rannsókninni miði vel en hún sé mjög umfangsmikil.
22.02.2021 - 18:27
Fimm húsleitir og alls níu í gæsluvarðhaldi
Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík fyrir viku og eru alls níu manns í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
20.02.2021 - 18:54
Sá níundi í gæsluvarðhald vegna morðsins í Rauðagerði
Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, til föstudagsins 26. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á morðsins á Armando Bequiri í Rauðagerði um síðustu helgi.
20.02.2021 - 16:39
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðrannsóknarinnar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvo menn í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu manns eru því í haldi vegna málsins.
20.02.2021 - 11:40
Nýr veruleiki að menn séu myrtir „með köldu blóði“
Lögreglan verður að komast að því hvað gerðist þegar maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það sé nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Það auki hins vegar ekki öryggi borgaranna að vopnavæða almenna lögreglumenn.
18.02.2021 - 18:37
Átta handteknir og allir taldir tengjast morðinu
Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að hald hafi verið lagt á muni allt frá smámunum upp í ökutæki vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði. Einn Íslendingur er meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir seinustu daga. Lögreglan telur að þeir sem hafa verið handteknir tengist.
17.02.2021 - 18:01
Lýsti sig saklausan og kærir úrskurð um gæsluvarðhald
Uppfært 23:00. Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald, til þriðjudagsins 23. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á morði í Rauðgerði síðustu helgi.
16.02.2021 - 22:04
Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í kvöld fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem handteknir voru í gærkvöld vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði á laugardag.
16.02.2021 - 18:31
Umfang skipulagðrar glæpastarfsemi eykst
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segist ekki geta fullyrt um að skotárásin í Rauðagerði í Reykjavík um helgina tengist uppgjöri í undirheimunum. Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og maður á sama aldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Karl Steinar segir að embættið aðstoði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins eins og jafnan í málum með tengingar út fyrir landsteinana.
15.02.2021 - 18:32
Lögreglan verst allra frétta af morðrannsókn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af gangi rannsóknar á skotárás í Bústaðahverfi á laugardagskvöld. Erlendur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og útlengingur á sama aldri hefur verið úrskuðaður í gæsluvarðhald.
15.02.2021 - 11:31