Færslur: Morð

Breskur blaðamaður skotinn til bana í Brasilíu
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og samferðamaður hans, frumbyggja sérfræðingurinn Bruno Pereira, voru báðir skotnir til bana á ferð sinni um Amazon regnskóginn í Brasilíu fyrr í mánuðinum. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Brasilísku lögreglunni.
Lík breska blaðamannsins Dom Phillips fundið í Brasilíu
Lögreglan í Brasilíu staðfesti í dag að lík breska blaðamannsins Dom Phillips hefði fundist í Amazon-regnskóginum. Phillips og samferðamanni hans, sérfræðingsins Bruno Pereira, var leitað í tæpar tvær vikur eftir rannsóknarleiðangur þeirra í Amazon-regnskóginn í Brasilíu.
Mannskæðar árásir í Örebro um helgina
Tvennt lést í skotárás í Varberga-hverfinu í sænsku borginni Örebro í gærkvöld. Á föstudag fannst maður örendur í bíl sínum eftir skotárás í sama hverfi. Lögregla rannsakar hvort málin tengist.
30.05.2022 - 05:20
Aftökum fjölgaði frá 2020 til 2021
Aftökum í löndum heims fjölgaði á síðasta ári um tuttugu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir það hafa skráðar aftökur ekki verið færri en þessi tvö ár frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Telja sig hafa fundið morðingjann fimm árum síðar
Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók 28 ára karlmann á föstudaginn. Maðurinn er ákærður fyrir að myrða hina 32 ára gömlu Louise Borglit fyrir sex árum. Viðamikil lögreglurannsókn fór af stað í kjölfarið en enginn hafði verið ákærður fyrir morðið fyrr en á föstudaginn.
09.05.2022 - 19:36
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
Níundi blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Blaðamaður var myrtur í norðvesturhluta Mexíkó samkvæmt tilkynningum yfirvalda og hópa aðgerðasinna. Blaðamaðurinn er sá níundi úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingjahendi á þessu ári.
Áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur
Maðurinn, sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku þann 6. febrúar síðastliðinn, verður áfram í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti fjórar vikur.
05.05.2022 - 08:10
Fimm aftökur í Bandaríkjunum það sem af er ári
Carman Deck, fangi á dauðadeild í Missouri var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni lyfjablöndu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær manneskjur fyrir aldarfjórðungi. Það sem af er ári hafa fimm fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.
Aftöku fjórtán barna móður frestað í Texas
Áfrýjunarglæpadómstóll í Texas í Bandaríkjunum fyrirskipaði í gær að fresta skuli aftöku Melissu Lucio. Hún var dæmd til dauða fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana árið 2007 en aftakan var fyrirhuguð 27. apríl.
Tæplega áttræður dauðadeildarfangi líflátinn í Texas
Tæplega áttræður fangi á dauðadeild í Texas í Bandaríkjunum var tekinn af lífi í gær. Carl Buntion var dæmdur til dauða fyrir að myrða lögreglumann við hefðbundið vegaeftirlit í Houston-borg fyrir rúmum 30 árum.
22.04.2022 - 03:10
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Réttarhöld vegna morðs Khashoggis flutt til Sádi-Arabíu
Málflutningi lýkur senn í Tyrklandi yfir 26 mönnum sem grunaðir eru um að hafa banað blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Enginn sakborninga er viðstaddur réttarhöldin sem verða færð til Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu.
Ákæra felld niður gegn meintum morðingja Miu
Annar þeirra 36 ára gömlu karlmanna sem voru handteknir, grunaðir um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku þann 6. febrúar síðastliðinn, er laus úr haldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Jótlandi. Þar segir að maðurinn hafi ekki haft neitt með hvarf né dauða Miu að gera og því hafi ákæruvaldið ákveðið að falla frá morðákæru á hendur honum. 
05.04.2022 - 16:29
Manndráp til rannsóknar í Landskrona í Svíþjóð
Tveir menn á fimmtugsaldri fundust í dag illa særðir utandyra í Koppargården-hverfinu í Landskrona sunnanvert í Svíþjóð. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús þar sem annar lést af sárum sínum. Lögregla rannsakar málið sem manndráp og tilraun til manndráps.
03.04.2022 - 01:00
Ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína og dóttur
Maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að bana eiginkonu sinni og dóttur í Kristiansand í Noregi.
31.03.2022 - 00:43
Tveir lögreglumenn skotnir til bana í Ísrael
Tveir ísraelskir lögreglumenn voru í dag skotnir til bana í borginni Hadera norðanvert í landinu. Árásarmennirnir féllu fyrir kúlum liðsmanna hryðjuverkasveitar lögreglu.
27.03.2022 - 22:27
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Mikil leit að morðingja heimilislausra
Lögregla í Bandaríkjunum leitar nú byssumanns sem grunaður er um að hafa myrt myrt og sært heimilislaust fólk á götum stórborganna Washington og New York í mars.
Fimm látin eftir skotárás í kirkju
Fimm létu lífið í skotárás á kirkju í borginni Sacramento í bandaríska ríkinu Kalíforníu. Þrír hinna látnu eru börn undir fimmtán ára aldri auk þess sem árásarmaðurinn sjálfur er sagður liggja í valnum.
01.03.2022 - 03:30
Maður myrtur í bíl sínum í Södertälje
Stokkhólmslögreglan leitar nú morðingja manns sem fannst síðdegis í gær helsærður í bíl sínum í Södertälje, suður af höfuðborg Svíþjóðar.
23.02.2022 - 02:30
Ungur maður skotinn til bana í Stokkhólmi
Maður á þrítugsaldri var skotinn til bana í Skarpnäck-hverfinu í suðurhluta Stokkhólms í gærkvöld. Skömmu áður var annar ungur maður særður skotsári í Farsta sem er skammt undan. Lögregla rannsakar hvort málin tengist.
14.02.2022 - 06:00
Miu minnst og viðbragða krafist við ofbeldi gegn konum
Dönsku stúlkunnar Miu Skadhauge Stevn var minnst um allt land í dag. Mia var 22 ára og var myrt á leið heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Álaborg um seinustu helgi. Hart er lagt að stjórnvöldum að bregðast við ofbeldi gegn konum.
Staðfest að Mia Skadhauge Stevn er látin
Lögregla á Norður-Jótlandi í Danmörku staðfesti í dag að Mia Skadhauge Stevn er látin. Mia var 22 ára og hvarf á sunnudaginn fyrir viku eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Álaborg,
13.02.2022 - 01:00
Lögregla verður sýnilegri í miðborg Álaborgar
Hvarf Miu Skadhauge Stevn hefur skekið danskt samfélag undanfarna daga. Lögregla á Norður-Jótlandi hefur ákveðið að auka enn frekar á sýnileik sinn í miðborg Álaborgar en þar sást síðast til Miu snemma á sunnudagsmorgun.
11.02.2022 - 23:08