Færslur: Morð

Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku
Svíar eru slegnir vegna andláts tólf ára stúlku sem varð fyrir byssuskoti í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi í gær. Lögregla var kölluð út klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags vegna skothávaða við bensínstöðina E4 Norsborg og skömmu síðar fannst stúlkan helsærð. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Stúlkan hafði verið á gangi með hundinn sinn er hún varð fyrir skotinu.
03.08.2020 - 15:41
Milliliðurinn fannst liggjandi í blóði sínu
Melvin Theuma, sem játað hefur að hafa verið milliliður við skipulagningu á morðinu á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia, fannst liggjandi í blóði sínu aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann átti að bera vitni fyrir dómstól á Möltu.
22.07.2020 - 14:01
Kona látin eftir hnífstunguárás í Noregi
Þrjár konur urðu í gærkvöldi fyrir hnífstunguárás í Sarpsborg, í Viken-fylki suður af Osló í Noregi. Ein þeirra er sögð vera látin.
15.07.2020 - 01:31
Myndskeið
Feðgar handteknir fyrir morðið á Ahmaud Arbery
Feðgar voru handteknir í Georgíu í Bandaríkjunum í gær grunaðir um að hafa skotið til bana þeldökkan mann sem var úti að skokka. Mikil reiði ríkir vegna árásarinnar, sem var gerð í lok febrúar.
08.05.2020 - 20:30
Reyndi Hagen að setja á svið fullkominn glæp?
Frá Noregi bárust í morgun fréttir um að undarlegasta mannrán síðari tíma væri upplýst – eða svo gott sem. Anne Elísabet Hagen hvarf fyrir hálfu öðru ári og mannræningjar sagðir krefjast lausnargjalds. Núna er eiginmaður hennar, einn ríkasti maður Noregs, grunaður um að hafa sett allt á svið og blekkt lögreglu mánuðum saman.
28.04.2020 - 17:03
 · Glæpir · Noregur · Erlent · Morð
Ósætti á samfélagsmiðlum kveikjan að morði
Talið er að rifrildi á samfélagsmiðlum hafi verið kveikjan af slagsmálum sem enduðu með dauða 18 ára pilts í Danmörku í gær. Lögreglan á Norður Sjálandi handtók 12 manns vegna málsins, en þau eru á aldrinum 13 til 19 ára.
25.04.2020 - 11:25
Erlent · Danmörk · Morð