Færslur: monsúntímabilið

Tugir fórust í flóðum í Nepal og Indlandi um helgina
Hátt í fimmtíu manns fórust í flóðum og skriðuföllum af völdum ákafra monsúnrigninga í Nepal og Indlandi um helgina svo vitað sé og óttast er að enn fleiri hafi látið lífið.
19.09.2022 - 05:25
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Nepal · Pakistan · Flóð · monsúntímabilið
Vill efla alþjóðlegan stuðning við Pakistana
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur í dag tveggja daga heimsókn sína til Pakistans. Þarlendir ráðamenn vonast til að heimsóknin veki heiminn til umhugsunar um þá miklu mannúðaraðstoð sem landið þarfnast vegna umfangsmikilla og mannskæðra flóða undanfarna mánuði.
Spá enn meiri rigningu ofan í mannskæð flóð í Pakistan
Mannúðarsamtök í Pakistan kalla eftir neyðaraðstoð vegna mikilla flóða sem geisað hafa í landinu síðan í lok ágúst. Veðurfræðingar spá áfram mikilli rigningu í landinu næstu daga, en talið er að um 33 milljónir manna séu þegar á vergangi vegna vatnsveðursins.
04.09.2022 - 03:27
Hætta á faraldri smitsjúkdóma eftir flóð í Pakistan
Heilbrigðisyfirvöld í Pakistan hafa varað við hættu á aukinni útbreiðslu sjúkdóma í landinu. Milljónir manna eru þar á vergangi eftir úrhellisrigningar og fordæmalaus flóð sem drógu yfir tólf hundruð til dauða.
01.09.2022 - 03:12
Spegillinn
Neyðarástand vegna flóða í Pakistan
Stjórnvöld í Pakistan hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mestu flóða sem þar hafa orðið í meira en áratug. Hinar árlegu monsúnrigningar hófust um miðjan júní og standa enn. Þá bráðna jöklar á hálendinu. Áætlað er að um helmingur landsins sé umflotinn vatni.
27.08.2022 - 08:45
Tugir fórust í flóðum í Pakistan og Afganistan
Tugir fórust í skyndiflóðum í Afganistan og Pakistan í gær. Úrhellis-monsúnrigningar hafa verið í austanverðu Afganistan og Pakistan vestanverðu og valdið þar mannskæðum flóðum og skriðum sem eyðilagt hafa fjölda húsa og mannvirkja.
22.08.2022 - 04:14
580 týndu lífi í flóðum og hellirigningu í Pakistan
Yfir 580 hafa látist og þúsundir misst heimili sín í hellirigningu og flóðum í Pakistan. Veðurfræðingar spá áframhaldandi vatnsveðri næstu daga.
17.08.2022 - 14:46
Tugir hafa farist í flóðum í Pakistan um helgina
Tugir hafa látið lífið í miklum flóðum í Pakistan síðasta sólarhringinn og hundruð misst heimili sín í flóðunum, sem eru afleiðing mikilla monsúnrigninga síðustu daga. Ár hafa víða flætt yfir bakka sína í rigningunum sólarhringa en verst er ástandið í Balokistanríki í Pakistan sunnanverðu þar sem minnst 57 hafa farist, karlar, konur og börn.
10.07.2022 - 00:34
Indland og Bangladess
Á annað hundrað manns hafa farist í flóðum og skriðum
Minnst 116 manns hafa týnt lífinu í flóðum og skriðum á Indlandi og Bangladess undanfarna daga og milljónir hrakist að heiman vegna hamfaranna. Þær orsakast af árvissum monsúnrigningum, sem víða eru með mesta móti í ár. Í bæjunum Cherrapunji og Mawsynram í norðaustanverðu Indlandi, sem um árabil hafa bitist um nafnbótina „blautasti bær Jarðar“, mældist sólarhringsúrkoman yfir 1.000 millimetrar.
22.06.2022 - 01:25
25 látnir eftir monsúnrigningar á Bangladess
Mikið vatnsveður hefur gengið yfir Bangladess undanfarnar vikur og hafa minnst 25 látið lífið vegna veðursins. Monsúnregntímabilið gengur nú yfir svæðið og því hefur fylgt óvenju mikil rigning í þetta skiptið.
18.06.2022 - 06:54
Þrjú hundruð þúsund veðurteppt í Bangladess
Flóð af völdum monsúnrigninga í suðausturhluta Bangladess valda því að yfir þrjú hundruð þúsund íbúar í þorpum á svæðinu eru innilokaðir. Óveðrið hefur orðið að minnsta kosti tuttugu að bana, þar á meðal sex Róhingja-flóttamönnum frá Mjanmar.
30.07.2021 - 13:32
Leita að eftirlifendum í kappi við tímann
Fjölmennt leitarlið vinnur nú baki brotnu í kappi við tímann í von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðunum á vestanverðu Indlandi, þar sem ógurlegar monsúnrigningar síðustu daga ollu mannskæðum flóðum. Á annað hundrað þúsund manns hafa verið flutt frá þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í ríkjunum Goa og Maharashtra.
25.07.2021 - 06:18
Tugir látnir eftir aurskriður á Indlandi
Að minnsta kosti 44 hafa látist í aurskriðum í Maharashtraríki í vesturhluta Indlands og 38 til viðbótar er saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum.
23.07.2021 - 14:55
Minnst 23 létust í úrhelli í Mumbai
Minnst 23 manns létust í úrhellisrigningu í Mumbai á Indlandi í nótt. Meirihlutinn þegar veggur hrundi á nokkur íbúðarhús eftir að tré hafði fallið á hann en sjö létust þar sem aurskriður féllu í borginni. Nú ganga monsúnrigningar yfir Indland en varað er við frekari úrhelli og þrumuveðri í Mumbai næstu daga. AFP fréttastofan greinir frá. Um tuttugu milljónir íbúa búa í Mumbai og eru margar byggingar borgarinnar ótraustar og í bágu ástandi.
18.07.2021 - 10:17
Á annað hundrað dóu í eldingaveðri á einum sólarhring
Að minnsta kosti 107 létu lífið á Indlandi gær eftir að hafa orðið fyrir eldingum. Nú er monsúntímabilið að hefjast en árlega deyja rúmlega eitt þúsund manns í eldingaveðri.
26.06.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Veður · Indland · Asía · eldingar · monsúntímabilið · Flóð