Færslur: Moldóva

Synjun Útlendingastofnunar um dvalarleyfi snúið við
Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Rómakonu frá Moldóvu um dvalarleyfi og alþjóðlega vernd. Þungar aðfinnslur voru gerðar við vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu.
Maia Sandu verður forseti Moldóvu
Maia Sandu, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi mið-hægriflokksins PAS (Partidul Acțiune și Solidaritate) vann öruggan sigur í seinni umferð forsetakosninganna í Moldóvu í gær. Þegar búið var að telja 99 prósent atkvæða hafði hún fengið 57 prósent þeirra og þar með velt forsetanum Igor Dodon úr sessi. Þessar bráðabirgðaniðurstöður voru birtar á heimasíðu yfirkjörstjórnar í Moldóvu í nótt en opinber úrslit verða birt síðar í dag. Sandova verður sett í embætti á Þorláksmessu.
16.11.2020 - 05:38
Evrópusinninn Maia Sandu með forskot í Moldóvu
Seinni umferð forsetakosninga fór fram í Moldóvu í dag, þar sem þeir tveir frambjóðendur sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni kepptu um hylli kjósenda. Jafnt hefur verið með frambjóðendunum en þegar búið er að telja ríflega 90 prósent atkvæða er Maia Sandu, fyrrverandi forsætisráðherra, með nær tveggja og hálfs prósentustiga forskot á forsetann Igor Dodon, sem bauð sig fram til endurkjörs.
15.11.2020 - 22:42
Óvissa um stjórnarmyndun í Moldóvu
Sósíalistaflokkurinn í Moldóvu, sem fylgjandi er auknu samstarfi við Rússland, hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í gær, en einungis næst flest þingsæti. Því veldur ný og flókin kosningalöggjöf.
25.02.2019 - 08:54
Ásakanir um kosningasvik í Moldóvu
Tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir í Moldóvu hafa sakað stjórnarflokkinn um umfangsmikið kosningasvindl í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í dag, sunnudag. Bæði Sósíalistaflokkurinn, sem er hallur undir aukin tengsl við Rússa, og bandalag Evrópusinnaðra flokka, nutu meira fylgis í skoðanakönnunum en Demókrataflokkurinn, sem var stærstur á nýliðnu kjörtímabili og leiddi ríkisstjórnarsamstarf í landinu.
25.02.2019 - 00:13
Moldóvar kjósa í dag
Þingkosningar hófust í Moldóvu í morgun, þar sem kjörstaðir voru opnaðir klukkan fimm að íslenskum tíma. Um 3,5 milljónir manna búa í þessu landlukta, fyrrum sovétlýðveldi milli Rúmeníu í suðri og Úkraínu í norðri. Þrír flokkar eða flokkabandalög njóta meira fylgis en allir aðrir.
24.02.2019 - 06:24