Færslur: Mjanmar

Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.
01.08.2021 - 05:57
Mjanmar leitar eftir erlendri aðstoð
Yfirmaður herstjórnarinnar í Mjanmar biður erlendar þjóðir um hjálp til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Heilbrigðiskrefinu hefur hrakað mjög frá því að herinn rændi völdum í vetur.
29.07.2021 - 17:29
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
Versnandi ástand í Mjanmar
Aðstæður almennings í Mjanmar fara stöðugt versnandi að sögn Sameinuðu þjóðanna rúmlega fimm mánuðum eftir að herinn rændi völdum. Hætta sé á að helmingur þjóðarinnar falli undir fátæktarmörk. Herforingjastjórnin hefur barið niður mótmæli og andstöðu af mikilli hörku. Vitað er um nærri eitt þúsund sem her og lögregla hafa orðið að bana. Víðtæk verkföll hafa lamað atvinnulífið og til að bæta gráu ofan á svart er COVID-19 farsóttin í miklu vexti.
17.07.2021 - 16:07
Telenor selur dótturfyrirtækið í Mjanmar
Norska símafyrirtækið Telenor ætlar að selja dótturfyrirtæki sitt í Mjanmar. Rekstur þess hefur verið ýmsum erfiðleikum háður eftir að herforingjastjórn landsins hrifsaði til sín öll völd fyrr á árinu.
08.07.2021 - 16:04
Tvö þúsund föngum sleppt í Mjanmar
Herforingjastjórnin í Mjanmar ætlar á næstunni að láta tvö þúsund fanga lausa. Þeirra á meðal eru sjö hundruð sem sitja í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon, stærstu borg landsins.
30.06.2021 - 14:59
Erlent · Asía · Mjanmar · Valdarán
Sameinuðu þjóðirnar vilja banna vopnasölu til Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því í gær að sala vopna til Mjanmar verði stöðvuð. Jafnframt brýnir það fyrir herstjórninni sem ríkir í landinu að virða niðurstöður kosninga í nóvember síðastliðnum.
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Hamfarir á mannréttindasviðinu í Mjanmar
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi fari stigvaxandi í Mjanmar. Mannréttindi séu þar fótum troðin og hundruð almennra borgara hafi verið myrt frá því að herforingjastjórnin rændi völdum.
11.06.2021 - 12:49
Yfir 100.000 flýja vargöld í austanverðu Mjanmar
Á annað hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í Kayah-héraði í austanverðu Mjanmar síðustu daga vegna blóðugra átaka stjórnarhersins og vopnaðra sveita uppreisnarmanna. Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar greinir frá þessu. Í tilkynningu samtakanna segir að hvorutveggja flóttafólkið og þau sem eftir sitja glími við hungur og bráðan skort á hreinu drykkjarvatni.
09.06.2021 - 06:18
Herstjórnin rekur kennara sem mættu í mótmæli
Nokkrum dögum áður en nýtt skólaár hefst í Mjanmar ákvað herstjórnin að reka rúmlega fjórðung kennara landsins úr starfi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum gegn valdaráninu í febrúar. Guardian hefur þetta eftir stjórnanda kennarasambands Mjanmars.
23.05.2021 - 05:24
Íhuga að leysa upp flokk Suu Kyi
Herstjórnin í Mjanmar hótar því nú að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi vegna meints kosningasvindls í síðustu kosningum. AFP fréttastofan greinir frá. Flokkurinn hlaut yfirburðakjör í þingkosningum í nóvember síðastliðnum, en herinn rændi völdum skömmu áður en nýtt þing átti að koma saman í febrúar. 
22.05.2021 - 07:41
Segja skuggastjórnina hryðjuverkahóp
Herforingjastjórnin í Mjanmar lítur á skuggastjórn réttkjörinna þingmanna sem hryðjuverkasamtök. Skuggastjórninni er kennt um morð, sprengjuárásir og íkveikjur að sögn Deutsche Welle. 
09.05.2021 - 07:09
Krefjast banns við vopnasölu til Mjanmar
Yfir tvö hundruð alþjóðasamtök sendu Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna áskorun um að ráðið beiti kröftum sínum til þess að koma á alþjóðlegu vopnasölubanni til hersins í Mjanmar. Ekkert lát er á aðgerðum hersins gegn mótmælendum í landinu sem krefjast endurreisnar lýðræðis. 
06.05.2021 - 06:44
Drápu minnst átta mótmælendur í Mjanmar
Her- og öryggissveitir drápu minnst átta þátttakendur í mótmælum sunnudagsins gegn herforingjastjórninni í Mjanmar. Í dag var blásið til fjölmennustu mótmæla sem haldin hafa verið í Mjanmar um nokkurra vikna skeið, undir slagorðinu „alheims-vorbylting í Mjanmar" þrátt fyrir hótanir herforingjastjórnarinnar um harkaleg viðbrögð við slíkum gjörningi. Tilefnið var að þrír mánuðir voru í gær liðnir frá valdaráni hersins í landinu.
03.05.2021 - 03:19
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja ræða um Mjanmar
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa margir fordæmt stöðu mála í Mjanmar eftir valdarán hersins þar í febrúar og hvöttu leiðtoga herforingjastjórnarinnar, Min Aung Hlaing, sem nú er á fundi þeirra í Djakarta, höfuðborg Indónesíu til að binda enda á valdbeitingu og ofbeldi sem almennir borgarar hafa mátt sæta. 
24.04.2021 - 15:26
Andófshreyfingar Mjanmar vilja á leiðtogafund Asíuríkja
Leiðtogar andófshreyfinga gegn herforingjastjórninni í Mjanmar fara þess á leit við leiðtoga annarra ríkja í Suðaustur-Asíu, að fulltrúa þeirra verði boðið á neyðarfund samtakanna um ástandið í Mjanmar, sem haldinn verður í Jakarta á Indónesíu á laugardag. Þar ætla leiðtogar Samtaka Suðaustur-Asíuríkja, ASEAN, að ræða um stöðuna í Mjanmar, og hyggst leiðtogi herforingjastjórnarinnar, Min Aung Hlaing, taka þátt í fundinum.
19.04.2021 - 04:22
Boða einingarstjórn hinna ýmsu andófsafla í Mjanmar
Andstæðingar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar boðuðu í gær myndun ríkisstjórnar þjóðareiningar, saman setta af fulltrúum hinna ýmsu andófshópa og -hreyfinga. Þar á meðal eru þingmenn sem herinn setti af, leiðtogar úr hópi fjöldamótmæla síðustu vikna og mánaða og fulltrúar hinna ýmsu þjóðarbrota og fleiri minnihlutahópa, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á Facebook-síðu sjónvarpsstöðvarinnar Rödd alþýðunnar, sem rekin er af stjórnarandstæðingum.
17.04.2021 - 05:28
Tugir drepnir og herjað á lækna í Mjanmar
Yfir áttatíu mótmælendur voru drepnir af öryggissveitum í borginni Bago í Mjanmar á föstudag. Fréttastofa BBC hefur þetta eftir vitnum. Herinn er sagður hafa fjarlægt líkin, og því óljóst hversu margir voru í raun drepnir. Vitni segja hermenn hafa beitt öflugum vopnum og skotið á allt sem hreyfist. 
11.04.2021 - 04:12
Herstjórnin úthýsir sendiherra Mjanmar í London
Sendiherra Mjanmar í London neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur og að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar á Bretlandi.
08.04.2021 - 11:10
Boða samstöðu gegn herforingjastjórninni
Þrenn vopnuð samtök minnihlutahópa í Mjanmar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau hvöttu herforingjastjórnina til að hætta að beita skotvopnum gegn mótmælendum og beita sér fyrir pólitískri lausn á ástandinu í landinu.
30.03.2021 - 08:44
Erlent · Asía · Mjanmar
Herforingjaráð tólf ríkja fordæma herstjórn Mjanmars
Herforingjaráð tólf ríkja sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem framferði herstjórnarinnar í Mjanmar er fordæmt. Meðal ríkjanna sem undirrita yfirlýsinguna eru Bandaríkin, Bretland, Japan og Ástralía.
28.03.2021 - 07:11
89 skotin til bana í Mjanmar í dag
Herinn í Mjanmar hefur skotið áttatíu og níu manns til bana á götum úti í dag. Þar á meðal eru börn. Mótmælt hefur verið í landinu síðan herinn framdi valdarán 1. febrúar síðastliðinn, og hneppti ráðherra og þingmenn í varðhald.
27.03.2021 - 16:11
Herinn sýndi mátt sinn í Mjanmar
Fjöldi mótmælenda var skotinn til bana í Mjanmar í dag þar sem herinn sýndi mátt sinn og megin á árlegum degi til heiðurs hans í landinu. Herinn varaði við því í aðdraganda umfangsmikillar hersýningar að lýðræðissinnar gætu átt hættu á að vera skotnir af færi ef þeir héldu mótmælum gegn valdaráninu áfram.
27.03.2021 - 07:47
Herstjórnin í Mjanmar skaut sjö ára barn til bana
Sjö ára stúlka var skotin til bana af öryggissveitum í Mjanmar í gær. Hún er yngsta fórnarlamb aðgerða herstjórnarinnar gegn mótmælendum í landinu. Alls hafa fleiri en tuttugu börn verið drepin í mótmælunum að sögn Save the Children.
24.03.2021 - 05:20