Færslur: Mjanmar

Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi í morgun Aung San Suu Kyi seka í þremur málum sem höfðuð voru gegn henni og dæmdi hana í fjögurra ára fangelsi. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmann sem þekki vel til mála að hinn 76 ára friðarverðlaunahafi og þjóðhetja Mjanmara hefði verið sakfelld fyrir ólöglegan innflutning á talstöðvum, ólöglega talstöðvareign og brot gegn sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins.
10.01.2022 - 06:17
Öryggisráðið fordæmir fjöldamorð í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir fjöldamorð sem framin voru á almennum borgurum í Mjanmar á aðfangadag.
Fordæmir grimmdarverk hersins í Mjanmar
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála fordæmir fjöldamorð á almennum borgurum í Mjanmar og kallar eftir ítarlegri og gagnsærri rannsókn á því grimmdarverki sem framið var í Kayah-héraði á aðfangadag.
27.12.2021 - 03:46
Saka herinn í Mjanmar um fjöldamorð á almennum borgurum
Sveitir stjórnarhersins í Mjanmar eru taldar hafa myrt yfir 30 manns í litlu þorpi í austurhluta landsins á aðfangadagskvöld. Tveggja starfsmanna alþjóðlegu hjálparasamtakanna Barnaheill er saknað eftir illvirkið. AP fréttastofan hefur eftir sjónarvotti að hermenn hafi smalað saman fólki í þorpinu og skotið minnst 30 til bana, þar á meðal konur og börn, og brennt lík þeirra í framhaldinu.
26.12.2021 - 05:34
Einn látinn og yfir 70 saknað eftir skriðu í Mjanmar
Minnst einn maður lét lífið þegar skriða féll á opna námu í norðanverðu Mjanmar í nótt og ekki færri en 70 er saknað. Í frétt AFP segir að skriðan hafi fallið á Hpakant-jaðinámuna í Kachin-héraði, nærri kínversku landamærunum, klukkan fjögur um nótt að staðartíma, hálftíu í gærkvöld að íslenskum tíma. Náman er yfirborðsnáma í brattri hlíð upp af stöðuvatni. Hátt í 200 manns fórust þegar skriða féll í þessari sömu námu í júlí 2020.
22.12.2021 - 06:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Mjanmar · Skriður · Skriðuföll
Herinn í Mjanmar sakaður um fjöldamorð í hefndarskyni
Herinn í Mjanmar myrti óbreytta borgara með skipulögðum hætti í júlí síðastliðnum. Talið er að hið minnsta fjörutíu karlmenn hafi verið pyntaðir og myrtir í fernum atlögum hersins á svæði þar sem andstaða er mikil við herstjórnina í landinu.
20.12.2021 - 03:41
Aldrei fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsi
Alls sitja 488 fjölmiðlamenn í fangelsum um víða veröld sem er mesti fjöldi frá því frjálsu félagasamtökin Fréttamenn án landamæra tóku að fylgjast með og skrá slík mál.
Sameinuðu þjóðirnar
Talibanar og herforingjar óvelkomnir
Hvorki herforingjastjórnin í Mjanmar né stjórn Talibana í Afganistan fá að skipa sína menn sem sendiherra þjóða sinna hjá Sameinuðu þjóðunum. Báðar stjórnir sendu formleg erindi þar að lútandi til samtakanna, og báðum var synjað af miklum meirihluta þeirra 193 ríkja, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum.
07.12.2021 - 02:55
Fangelsisvist Suu Kyi stytt um tvö ár
Fjögurra ára fangelsisdómur yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar, hefur verið styttur um helming. Þetta var tilkynnt í ríkisfjölmiðlum landsins. Þar sagði að yfirmaður herforingjastjórnarinnar hefði ákveðið að stytta refsinguna í tvö ár.
06.12.2021 - 14:43
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi fyrrverandi leiðtoga landsins til fjögurra ára fangavistar í morgun. Hún hlaut dóminn fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina auk brota á sóttvarnarreglum.
Dómi frestað yfir Aung San Suu Kyi
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar frestaði í morgun dómsuppkvaðningu í fyrstu réttarhöldunum af mörgum yfir Aung San Suu Kyi. Í þessu máli er Suu Kyi ákærð fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina. Til stóð að kveða upp dóm í dag en því hefur verið frestað til 6. desember.
30.11.2021 - 06:54
Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvindl
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákært Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli í ársbyrjun. Ákæruefnin snúa að meintu kosningasvindli í á síðasta ári þar sem NLD flokkur Suu Kyi tryggði sér meirihluta á þingi.
Bandarískur blaðamaður laus úr haldi í Mjanmar
Bandaríska blaðamanninum Danny Fenster var sleppt úr haldi stjórnvalda í Mjanmar í dag eftir sex mánaða varðhald. Í liðinni viku hlaut hann ellefu ára dóm fyrir undirróðursstarfsemi, tengsl við ólögleg félagasamtök og brot á reglum um vegabréfsáritanir.
Bandarískur blaðamaður í ellefu ára fangelsi í Mjanmar
Herdómstóll í Mjanmar hefur dæmt bandaríska blaðamanninn Danny Fenster í ellefu ára fangelsi. Fenster var sakfelldur fyrir brot á innflytjendalögum og áróður gegn hernum.
12.11.2021 - 09:17
Mjanmar
Bandarískur blaðamaður ákærður fyrir hryðjuverk
Yfirvöld í Mjanmar hafa ákært bandaríska blaðamanninn Danny Fenster fyrir hryðjuverk og undirróðursstarfsemi. Lögmaður Fensters greindi tíðindamanni AFP-fréttatofunnar frá þessu í morgun. Lögmaðurinn, Than Saw Aung, segir Fenster eiga lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, verði hann sekur fundinn.
Mjanmar útilokað frá leiðtogafundi ASEAN-samtakanna
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar er óvelkominn á leiðtogafund ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu undir lok mánaðarins. Þetta var ákveðið á neyðarfundi utanríkisráðherra aðildarríkjannaí gær. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og fundarefnið var aðeins eitt: Að ákveða hvort bjóða skyldi Min Aung Hlaing, leiðtoga mjanmörsku herforingjastjórnarinnar á leiðtogafundinn, sem haldinn verður í Brúnei 26. - 28. október.
16.10.2021 - 07:48
Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.
01.08.2021 - 05:57
Mjanmar leitar eftir erlendri aðstoð
Yfirmaður herstjórnarinnar í Mjanmar biður erlendar þjóðir um hjálp til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Heilbrigðiskrefinu hefur hrakað mjög frá því að herinn rændi völdum í vetur.
29.07.2021 - 17:29
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
Versnandi ástand í Mjanmar
Aðstæður almennings í Mjanmar fara stöðugt versnandi að sögn Sameinuðu þjóðanna rúmlega fimm mánuðum eftir að herinn rændi völdum. Hætta sé á að helmingur þjóðarinnar falli undir fátæktarmörk. Herforingjastjórnin hefur barið niður mótmæli og andstöðu af mikilli hörku. Vitað er um nærri eitt þúsund sem her og lögregla hafa orðið að bana. Víðtæk verkföll hafa lamað atvinnulífið og til að bæta gráu ofan á svart er COVID-19 farsóttin í miklu vexti.
17.07.2021 - 16:07
Telenor selur dótturfyrirtækið í Mjanmar
Norska símafyrirtækið Telenor ætlar að selja dótturfyrirtæki sitt í Mjanmar. Rekstur þess hefur verið ýmsum erfiðleikum háður eftir að herforingjastjórn landsins hrifsaði til sín öll völd fyrr á árinu.
08.07.2021 - 16:04
Tvö þúsund föngum sleppt í Mjanmar
Herforingjastjórnin í Mjanmar ætlar á næstunni að láta tvö þúsund fanga lausa. Þeirra á meðal eru sjö hundruð sem sitja í hinu alræmda Insein fangelsi í Yangon, stærstu borg landsins.
30.06.2021 - 14:59
Erlent · Asía · Mjanmar · Valdarán
Sameinuðu þjóðirnar vilja banna vopnasölu til Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því í gær að sala vopna til Mjanmar verði stöðvuð. Jafnframt brýnir það fyrir herstjórninni sem ríkir í landinu að virða niðurstöður kosninga í nóvember síðastliðnum.
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Hamfarir á mannréttindasviðinu í Mjanmar
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi fari stigvaxandi í Mjanmar. Mannréttindi séu þar fótum troðin og hundruð almennra borgara hafi verið myrt frá því að herforingjastjórnin rændi völdum.
11.06.2021 - 12:49