Færslur: Mjanmar

Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Hamfarir á mannréttindasviðinu í Mjanmar
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi fari stigvaxandi í Mjanmar. Mannréttindi séu þar fótum troðin og hundruð almennra borgara hafi verið myrt frá því að herforingjastjórnin rændi völdum.
11.06.2021 - 12:49
Yfir 100.000 flýja vargöld í austanverðu Mjanmar
Á annað hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í Kayah-héraði í austanverðu Mjanmar síðustu daga vegna blóðugra átaka stjórnarhersins og vopnaðra sveita uppreisnarmanna. Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar greinir frá þessu. Í tilkynningu samtakanna segir að hvorutveggja flóttafólkið og þau sem eftir sitja glími við hungur og bráðan skort á hreinu drykkjarvatni.
09.06.2021 - 06:18
Herstjórnin rekur kennara sem mættu í mótmæli
Nokkrum dögum áður en nýtt skólaár hefst í Mjanmar ákvað herstjórnin að reka rúmlega fjórðung kennara landsins úr starfi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum gegn valdaráninu í febrúar. Guardian hefur þetta eftir stjórnanda kennarasambands Mjanmars.
23.05.2021 - 05:24
Íhuga að leysa upp flokk Suu Kyi
Herstjórnin í Mjanmar hótar því nú að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi vegna meints kosningasvindls í síðustu kosningum. AFP fréttastofan greinir frá. Flokkurinn hlaut yfirburðakjör í þingkosningum í nóvember síðastliðnum, en herinn rændi völdum skömmu áður en nýtt þing átti að koma saman í febrúar. 
22.05.2021 - 07:41
Segja skuggastjórnina hryðjuverkahóp
Herforingjastjórnin í Mjanmar lítur á skuggastjórn réttkjörinna þingmanna sem hryðjuverkasamtök. Skuggastjórninni er kennt um morð, sprengjuárásir og íkveikjur að sögn Deutsche Welle. 
09.05.2021 - 07:09
Krefjast banns við vopnasölu til Mjanmar
Yfir tvö hundruð alþjóðasamtök sendu Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna áskorun um að ráðið beiti kröftum sínum til þess að koma á alþjóðlegu vopnasölubanni til hersins í Mjanmar. Ekkert lát er á aðgerðum hersins gegn mótmælendum í landinu sem krefjast endurreisnar lýðræðis. 
06.05.2021 - 06:44
Drápu minnst átta mótmælendur í Mjanmar
Her- og öryggissveitir drápu minnst átta þátttakendur í mótmælum sunnudagsins gegn herforingjastjórninni í Mjanmar. Í dag var blásið til fjölmennustu mótmæla sem haldin hafa verið í Mjanmar um nokkurra vikna skeið, undir slagorðinu „alheims-vorbylting í Mjanmar" þrátt fyrir hótanir herforingjastjórnarinnar um harkaleg viðbrögð við slíkum gjörningi. Tilefnið var að þrír mánuðir voru í gær liðnir frá valdaráni hersins í landinu.
03.05.2021 - 03:19
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja ræða um Mjanmar
Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa margir fordæmt stöðu mála í Mjanmar eftir valdarán hersins þar í febrúar og hvöttu leiðtoga herforingjastjórnarinnar, Min Aung Hlaing, sem nú er á fundi þeirra í Djakarta, höfuðborg Indónesíu til að binda enda á valdbeitingu og ofbeldi sem almennir borgarar hafa mátt sæta. 
24.04.2021 - 15:26
Andófshreyfingar Mjanmar vilja á leiðtogafund Asíuríkja
Leiðtogar andófshreyfinga gegn herforingjastjórninni í Mjanmar fara þess á leit við leiðtoga annarra ríkja í Suðaustur-Asíu, að fulltrúa þeirra verði boðið á neyðarfund samtakanna um ástandið í Mjanmar, sem haldinn verður í Jakarta á Indónesíu á laugardag. Þar ætla leiðtogar Samtaka Suðaustur-Asíuríkja, ASEAN, að ræða um stöðuna í Mjanmar, og hyggst leiðtogi herforingjastjórnarinnar, Min Aung Hlaing, taka þátt í fundinum.
19.04.2021 - 04:22
Boða einingarstjórn hinna ýmsu andófsafla í Mjanmar
Andstæðingar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar boðuðu í gær myndun ríkisstjórnar þjóðareiningar, saman setta af fulltrúum hinna ýmsu andófshópa og -hreyfinga. Þar á meðal eru þingmenn sem herinn setti af, leiðtogar úr hópi fjöldamótmæla síðustu vikna og mánaða og fulltrúar hinna ýmsu þjóðarbrota og fleiri minnihlutahópa, samkvæmt yfirlýsingu sem birt var á Facebook-síðu sjónvarpsstöðvarinnar Rödd alþýðunnar, sem rekin er af stjórnarandstæðingum.
17.04.2021 - 05:28
Tugir drepnir og herjað á lækna í Mjanmar
Yfir áttatíu mótmælendur voru drepnir af öryggissveitum í borginni Bago í Mjanmar á föstudag. Fréttastofa BBC hefur þetta eftir vitnum. Herinn er sagður hafa fjarlægt líkin, og því óljóst hversu margir voru í raun drepnir. Vitni segja hermenn hafa beitt öflugum vopnum og skotið á allt sem hreyfist. 
11.04.2021 - 04:12
Herstjórnin úthýsir sendiherra Mjanmar í London
Sendiherra Mjanmar í London neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur og að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar á Bretlandi.
08.04.2021 - 11:10
Boða samstöðu gegn herforingjastjórninni
Þrenn vopnuð samtök minnihlutahópa í Mjanmar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau hvöttu herforingjastjórnina til að hætta að beita skotvopnum gegn mótmælendum og beita sér fyrir pólitískri lausn á ástandinu í landinu.
30.03.2021 - 08:44
Erlent · Asía · Mjanmar
Herforingjaráð tólf ríkja fordæma herstjórn Mjanmars
Herforingjaráð tólf ríkja sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem framferði herstjórnarinnar í Mjanmar er fordæmt. Meðal ríkjanna sem undirrita yfirlýsinguna eru Bandaríkin, Bretland, Japan og Ástralía.
28.03.2021 - 07:11
89 skotin til bana í Mjanmar í dag
Herinn í Mjanmar hefur skotið áttatíu og níu manns til bana á götum úti í dag. Þar á meðal eru börn. Mótmælt hefur verið í landinu síðan herinn framdi valdarán 1. febrúar síðastliðinn, og hneppti ráðherra og þingmenn í varðhald.
27.03.2021 - 16:11
Herinn sýndi mátt sinn í Mjanmar
Fjöldi mótmælenda var skotinn til bana í Mjanmar í dag þar sem herinn sýndi mátt sinn og megin á árlegum degi til heiðurs hans í landinu. Herinn varaði við því í aðdraganda umfangsmikillar hersýningar að lýðræðissinnar gætu átt hættu á að vera skotnir af færi ef þeir héldu mótmælum gegn valdaráninu áfram.
27.03.2021 - 07:47
Herstjórnin í Mjanmar skaut sjö ára barn til bana
Sjö ára stúlka var skotin til bana af öryggissveitum í Mjanmar í gær. Hún er yngsta fórnarlamb aðgerða herstjórnarinnar gegn mótmælendum í landinu. Alls hafa fleiri en tuttugu börn verið drepin í mótmælunum að sögn Save the Children.
24.03.2021 - 05:20
Manntjón í eldi í búðum Róhingja
Manntjón varð þegar eldur braust út í flóttamannabúðum Róhingja nærri  Cox´s Bazar í Bangladess í gær. Að minnsta kosti sjö fórust, en tugir þúsunda missti híbýli sín og eigur.
23.03.2021 - 09:12
Erlent · Asía · Bangladess · Mjanmar
Fólksflótti frá Yangon
Fólk er farið að flýja Yangon, næst stærstu borg Mjanmar, vegna harkalegra aðgerða öryggissveita gegn andstæðingum herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í landinu í byrjun febrúar, en herlög eru í gildi í sex hverfum borgarinnar.
19.03.2021 - 08:28
Erlent · Asía · Mjanmar
Áforma refsiaðgerðir gegn Mjanmar
Evrópusambandið boðaði í dag refsiaðgerðir í byrjun næsta mánaðar gegn herstjórninni í Mjanmar vegna valdaránsins þar í landi. Þær verða ákveðnar á fundi utanríkisráðherra sambandsins í næstu viku, að því er Reuters fréttastofan hefur eftir Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands. 
16.03.2021 - 17:45
Myndskeið
Tugir mótmælenda drepnir í Mjanmar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar kallar eftir samstöðu alþjóðasamfélagsins til varnar almenningi í Mjanmar og lýðræðinu þar í landi. Dagurinn í dag var einn sá blóðugasti frá valdaráni hersins 1. febrúar.
15.03.2021 - 00:26
Boðar byltingu í Mjanmar
Starfandi leiðtogi borgaralegra stjórnvalda í Mjanmar heitir byltingu í landinu til þess að koma herstjórninni frá völdum. Al Jazeera segir frá. Þingmenn Lýðræðisfylkingarinnar, sem hlaut yfirburðakjör í þingkosningum í nóvember, og fleiri flokksmenn eru í felum frá herstjórninni.
14.03.2021 - 08:17
Bretum ráðlagt að flýja frá Mjanmar
Utanríkisráðuneyti Bretlands hvetur alla breska ríkisborgara að forða sér frá Mjanmar sem fyrst. Í tilkynningu sem gefin var út í dag segir að pólitísk spenna í landinu fari vaxandi eftir valdarán hersins og ofbeldi færist í aukana. 
12.03.2021 - 07:39
Vísbendingar um glæpi gegn mannkyni í Mjanmar
Sérfræðingur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir sannanir hlaðast upp um að herstjórnin í Mjanmar fremji glæpi gegn mannkyni með gegndarlausu ofbeldi gegn lýðræðissinnum í landinu. Hún hafi myrt að minnsta kosti sjötíu manns frá því að hún rændi völdum fyrsta febrúar.
11.03.2021 - 17:51