Færslur: Mjanmar

Krefjast frelsis samviskufanga í skiptum fyrir gísla
Vopnuð sveit uppreisnarmanna í hinu stríðshrjáða Rakhine-héraði í Mjanmar rændi nýverið þremur stjórnmálamönnum úr Lýðræðislega þjóðarbandalaginu, NLD, sem fer með öll völd í landinu. Þremenningarnir eru allir í framboði fyrir NLD í þingkosningunum sem haldnar verða 8. nóvember.
20.10.2020 - 00:54
Um 300 Róhingjar á flótta náðu landi á Súmötru
Nærri þrjú hundruð Róhíngjum á flótta var bjargað að landi á indónesísku eyjunni Súmötru snemma í morgun að sögn þarlendra yfirvalda.
07.09.2020 - 05:29
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Enn von fyrir tígrísdýr í Thailandi
Til tígrisdýra í útrýmingarhættu sást í vesturhluta Taílands fyrr á þessu ári. Það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem það gerist en náttúruverndarfólk náði jafnframt að festa atferli dýranna á myndband.
29.07.2020 - 02:49
Sakar herinn í Mjanmar um ofbeldi í skjóli COVID-19
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir að rannsaka verði ofbeldi hersins í Rakhine-héraði í norðvesturhluta landsins, sem hugsanlega hafi gerst sekur um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
29.04.2020 - 09:58
Um 500 Róhingjar komast hvergi á land
Um 500 Róhingjar á flótta eru um borð í tveimur togurum á Bengalflóa, og geta hvergi farið að landi. Stjórnvöld í Bangladess neita þeim um að leggjast að bryggju þar í landi, þrátt fyrir ákall mannréttindasamtaka. Al Jazeera fréttastofan hefur eftir Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess, að afdrif flóttamannanna séu ekki á ábyrgð Bangladesa, þeir væru ekki einu sinni inni á hafsvæði landsins.
26.04.2020 - 03:12
Róhingjar á flótta drukknuðu í Bengalflóa
Minnst fimmtán fórust og yfir 40 er saknað eftir að trébát með um 130 flóttamönnum um borð hvolfdi á Bengalflóa í gær. 71 var bjargað úr sjónum í aðgerð strandgæslunnar og hersins í Bangladess. Einn bátur á vegum strandgæslunnar, tvö herskip og kafarar leita þeirra sem er saknað.
12.02.2020 - 00:52
Vísar á bug ásökunum um þjóðarmorð
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, viðurkenndi í morgun að stríðsglæpir kynnu að hafa verið framdir gegn Róhingjum í heimalandi hennar, en vísaði á bug ásökunum um þjóðarmorð. 
23.01.2020 - 10:46
Erlent · Afríka · Asía · Mjanmar · Gambía · Róhingjar
Facebook biður Xi afsökunar á dónaskap
Stjórnendur Facebook fundu sig knúna til þess að biðja Xi Jinping, leiðtoga Kína, afsökunar á leiðum þýðingamistökum miðilsins. Sé nafn leiðtogans þýtt úr búrmönsku yfir á ensku verður niðurstaðan Mr. Shithole, sem gæti lagst upp sem Hr. Skíthæll á íslensku.
19.01.2020 - 08:10
Erlent · Asía · Facebook · Kína · Mjanmar · Xi Jinping
Sameinuðu þjóðirnar fordæma mannréttindabrot í Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem brot á mannréttindum Róhingja og annarra minnihlutahópa í Mjanmar eru fordæmd. Í ályktuninni eru stjórnvöld í Mjanmar jafnframt brýnd til að stöðva þann hatursáróður sem viðgengst í landinu gegn Róhingjum og öðrum minnihlutahópum.
28.12.2019 - 07:10
Heimskviður
Frelsishetja og friðarsinni ásökuð um þjóðarmorð
Fyrir ekki svo löngu hefði það talist með ólíkindum að sjálf Aung San Suu Kyi stæði í réttarsal Alþjóðadómstólins í Haag til að bera hönd yfir höfuð sér og hernum í Mjanmar, sem liggur nú undir ásökunum um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. En sú er raunin. Þessi fyrrum friðarverðlaunahafi Nóbels og eiginlegur leiðtogi Mjanmar, er nú borin þungum sökum.
15.12.2019 - 07:30
Suu Kyi komin til Haag
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er komin til Haag í Hollandi til að svara ásökunum um þjóðarmorð gegn Róhingjum.
10.12.2019 - 10:11
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Suu Kyi farin til Haag vegna áskana um þjóðarmorð
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er farin til Hollands til þess að svara fyrir ásakanir um þjóðarmorð. Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsakar hvort stjórnvöld í Mjanmar séu sek um þjóðarmorð á Róhingjum.
08.12.2019 - 12:29
Suu Kyi ætlar til Haag
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, ætlar að fara fyrir hópi landa sinna til að verjast ásökunum um þjóðarmorð gegn Róhingjum fyrir alþjóðadómstólnum í Haag. Talsmaður hersins í Mjanmar segir að bæði herinn og borgaraleg stjórnvöld styðji þessa ákvörðun Suu Kyi.
21.11.2019 - 09:14
Erlent · Asía · Mjanmar
Flytja á Róhingja út í eyju á Bengalflóa
Stjórnvöld í Bangladess ætla að flytja 100.000 Róhingja úr flóttamannabúðum í Cox´s Bazar yfir í eyju á Bengalflóa og hefjast flutningar eftir mánaðamót.
22.10.2019 - 08:15
Segja þjóðarmorð yfirvofandi í Bangladess
Rannsóknarnefnd mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna telur að alvarleg hætta sé á þjóðarmorði á sex hundruð þúsund Róhingjum sem enn eru í Mjanmar. Tugþúsundir hafa hrakist að heiman að undanförnu undan ofsóknum yfirvalda.
16.09.2019 - 17:31
Erindreki SÞ gagnrýnir Suu Kyi
Yanghee Lee, erindreki Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, fór í morgun hörðum orðum um Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, í morgun og sagði hana vaða í villu um mannréttindabrot og ofbeldi gegn Róhingjum í landinu.
03.09.2019 - 10:24
Kynferðisbrot merki um þjóðarmorðsásetning
Kynferðisbrot gegn Róhingjamúslimum, konum og börnum, af hendi stjórnarhersins í Mjanmar, voru merki um vilja til að þurrka út Róhingja, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa flúið Mjanmar frá því ofsóknir gegn þeim hófust í ágúst árið 2017.
23.08.2019 - 11:00
Vilja ekki snúa heim án trygginga
Róhingjar, sem flýðu frá Mjanmar til Bangladess, vilja ekki snúa aftur heim fyrr en öryggi þeirra sé tryggt og þeim gefið loforð um ríkisborgararétt í Mjanmar.
22.08.2019 - 10:25
22 fórust í aurskriðu í Mjanmar
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll á þorp í austanverðu Mjanmar í gærkvöld og jafnaði 16 íbúðarhús og eitt munkaklaustur við jörðu. Björgunarlið er enn að störfum í þorpinu í leit að fólki sem saknað er. Skriðan er rakin til steypiregns síðustu daga, en monsúnrigningar standa nú sem hæst eystra og jarðvegur víða gegnsósa.
10.08.2019 - 06:44
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Mjanmar · Víetnam
Flóð og úrhelli ógna rúmri milljón flóttafólks
Um ein milljón flóttafólks sem búið hefur við bágan kost í stærstu flóttamannabúðum heims má nú þola enn meiri harðindi en fyrr, því monsúnrigningar sem geisa nú í Bangladess hafa eyðilagt kofa og hreysi sem þúsundir þeirra hafa þurft að kalla heimili sín síðustu mánuði.
15.07.2019 - 05:57
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Mjanmar · Bangladess · Indland · Nepal · Róhingjar
Nýjar ásakanir um ódæðisverk í Mjanmar
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka herinn í Mjanmar enn á ný um stríðsglæpi í Rakhine-héraði í vesturhluta landsins. Síðan hundruð þúsunda Rohingja flýðu frá Rakhine yfir til Bangladess hefur herinn átt í átökum við uppreisnarmenn úr röðum búddista í héraðinu.
29.05.2019 - 08:35
Dæmdum morðingjum sleppt
Yfirvöld í Mjanmar hafa sleppt sjö hermönnum sem í fyrra voru dæmdir í 10 ára þrælkunarvinnu fyrir morð á tíu Rohingjum, tíu almennum borgurum sem drepnir voru í þorpinu  Inn Din í Rakhine-héraði í september 2017.
28.05.2019 - 09:29
Blaðamenn Reuters í Mjanmar náðaðir
Yfirvöld í Mjanmar létu í morgun lausa tvo blaðamenn Reuters-fréttastofunnar sem fangelsaðir voru fyrir umfjöllun sína um ofsóknir hersins gegn Róhingjum haustið 2017. Þeim Wa Lone og Kyaw Soe Oo var sleppt úr haldi eftir að forseti landsins náðaði þá. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Fjöldi starfssystkina tvímenninganna hópaðist að þeim þegar þeir yfirgáfu hið illræmda Insein-fangelsi í Yangon, þar sem þeir hafa þurft að dúsa við illan kost í ríflega 500 daga.
07.05.2019 - 04:11
Óttast að meira en 50 hafi látist í aurskriðu
Talið er að 54 námuverkamenn í jaðinámu hafi látist þegar aurskriða féll á þá er þeir sváfu. Þetta segir lögreglan í Kachin-fylki í norðurhluta Mjanmar. AFP greinir frá.
23.04.2019 - 11:07
Erlent · Asía · Mjanmar