Færslur: Mjanmar

Tugir drepnir og herjað á lækna í Mjanmar
Yfir áttatíu mótmælendur voru drepnir af öryggissveitum í borginni Bago í Mjanmar á föstudag. Fréttastofa BBC hefur þetta eftir vitnum. Herinn er sagður hafa fjarlægt líkin, og því óljóst hversu margir voru í raun drepnir. Vitni segja hermenn hafa beitt öflugum vopnum og skotið á allt sem hreyfist. 
11.04.2021 - 04:12
Herstjórnin úthýsir sendiherra Mjanmar í London
Sendiherra Mjanmar í London neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að starfskrafta hans væri ekki óskað lengur og að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar á Bretlandi.
08.04.2021 - 11:10
Boða samstöðu gegn herforingjastjórninni
Þrenn vopnuð samtök minnihlutahópa í Mjanmar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau hvöttu herforingjastjórnina til að hætta að beita skotvopnum gegn mótmælendum og beita sér fyrir pólitískri lausn á ástandinu í landinu.
30.03.2021 - 08:44
Erlent · Asía · Mjanmar
Herforingjaráð tólf ríkja fordæma herstjórn Mjanmars
Herforingjaráð tólf ríkja sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem framferði herstjórnarinnar í Mjanmar er fordæmt. Meðal ríkjanna sem undirrita yfirlýsinguna eru Bandaríkin, Bretland, Japan og Ástralía.
28.03.2021 - 07:11
89 skotin til bana í Mjanmar í dag
Herinn í Mjanmar hefur skotið áttatíu og níu manns til bana á götum úti í dag. Þar á meðal eru börn. Mótmælt hefur verið í landinu síðan herinn framdi valdarán 1. febrúar síðastliðinn, og hneppti ráðherra og þingmenn í varðhald.
27.03.2021 - 16:11
Herinn sýndi mátt sinn í Mjanmar
Fjöldi mótmælenda var skotinn til bana í Mjanmar í dag þar sem herinn sýndi mátt sinn og megin á árlegum degi til heiðurs hans í landinu. Herinn varaði við því í aðdraganda umfangsmikillar hersýningar að lýðræðissinnar gætu átt hættu á að vera skotnir af færi ef þeir héldu mótmælum gegn valdaráninu áfram.
27.03.2021 - 07:47
Herstjórnin í Mjanmar skaut sjö ára barn til bana
Sjö ára stúlka var skotin til bana af öryggissveitum í Mjanmar í gær. Hún er yngsta fórnarlamb aðgerða herstjórnarinnar gegn mótmælendum í landinu. Alls hafa fleiri en tuttugu börn verið drepin í mótmælunum að sögn Save the Children.
24.03.2021 - 05:20
Manntjón í eldi í búðum Róhingja
Manntjón varð þegar eldur braust út í flóttamannabúðum Róhingja nærri  Cox´s Bazar í Bangladess í gær. Að minnsta kosti sjö fórust, en tugir þúsunda missti híbýli sín og eigur.
23.03.2021 - 09:12
Erlent · Asía · Bangladess · Mjanmar
Fólksflótti frá Yangon
Fólk er farið að flýja Yangon, næst stærstu borg Mjanmar, vegna harkalegra aðgerða öryggissveita gegn andstæðingum herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í landinu í byrjun febrúar, en herlög eru í gildi í sex hverfum borgarinnar.
19.03.2021 - 08:28
Erlent · Asía · Mjanmar
Áforma refsiaðgerðir gegn Mjanmar
Evrópusambandið boðaði í dag refsiaðgerðir í byrjun næsta mánaðar gegn herstjórninni í Mjanmar vegna valdaránsins þar í landi. Þær verða ákveðnar á fundi utanríkisráðherra sambandsins í næstu viku, að því er Reuters fréttastofan hefur eftir Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands. 
16.03.2021 - 17:45
Myndskeið
Tugir mótmælenda drepnir í Mjanmar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar kallar eftir samstöðu alþjóðasamfélagsins til varnar almenningi í Mjanmar og lýðræðinu þar í landi. Dagurinn í dag var einn sá blóðugasti frá valdaráni hersins 1. febrúar.
15.03.2021 - 00:26
Boðar byltingu í Mjanmar
Starfandi leiðtogi borgaralegra stjórnvalda í Mjanmar heitir byltingu í landinu til þess að koma herstjórninni frá völdum. Al Jazeera segir frá. Þingmenn Lýðræðisfylkingarinnar, sem hlaut yfirburðakjör í þingkosningum í nóvember, og fleiri flokksmenn eru í felum frá herstjórninni.
14.03.2021 - 08:17
Bretum ráðlagt að flýja frá Mjanmar
Utanríkisráðuneyti Bretlands hvetur alla breska ríkisborgara að forða sér frá Mjanmar sem fyrst. Í tilkynningu sem gefin var út í dag segir að pólitísk spenna í landinu fari vaxandi eftir valdarán hersins og ofbeldi færist í aukana. 
12.03.2021 - 07:39
Vísbendingar um glæpi gegn mannkyni í Mjanmar
Sérfræðingur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir sannanir hlaðast upp um að herstjórnin í Mjanmar fremji glæpi gegn mannkyni með gegndarlausu ofbeldi gegn lýðræðissinnum í landinu. Hún hafi myrt að minnsta kosti sjötíu manns frá því að hún rændi völdum fyrsta febrúar.
11.03.2021 - 17:51
Suu Kyi sökuð um að hafa þegið fé og gull
Aung San Suu Kyi, sem herinn í Mjanmar steypti af stóli í byrjun síðasta mánaðar, var í morgun sökuð um að hafa ólöglega þegið fé og gull, jafnvirði um 77 milljóna króna í peningum og ríflega ellefu kíló af gulli að verðmæti allt að 80 milljóna króna. 
11.03.2021 - 11:54
Erlent · Asía · Mjanmar
Öryggisráðið fordæmir aðgerðir í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að fordæma aðgerðir hersins í Mjanmar, allt síðan hann rændi völdum í byrjun síðasta mánaðar. Zhang Jun, fastafulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, segir tíma til kominn að draga úr spennunni í landinu, nú sé tími samninga og samtals.
11.03.2021 - 01:48
Samflokksmenn Suu Kyi létu lífið í varðhaldi
Tveir flokksmenn Þjóðfylkingarinnar í Mjanmar hafa látið lífið í varðhaldi á síðustu tveimur dögum. Zaw Myat Linn lést í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var handtekinn í borginni Yangon.
10.03.2021 - 02:13
Reyndu að flytja milljarð dollara frá Bandaríkjunum
Bandarískir embættismenn komu í veg fyrir að herforingjastjórnin í Mjanmar tæmdi varasjóð seðlabanka Mjanmars, sem vistaður er í Seðlabanka New York-ríkis, samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði nær 130 milljarða íslenskra króna.
05.03.2021 - 01:52
Tugir drepnir í mótmælum í gær
Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar þrátt fyrir aukna hörku öryggissveita og fóru þúsundir út á götur borga og bæja í morgun til þess að lýsa andúð sinni á valdhöfum.
04.03.2021 - 08:29
Erlent · Asía · Mjanmar
Sex skotnir í mótmælum í Mjanmar
Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana í mótmælum í Mjanmar í morgun. Fréttastofan AFP hefur eftir heilbrigðisstarfsfólki í Sagaing í norðurhluta landsins að þar hafi fjórir verið skotnir til bana. Þá staðfesti læknir í Mandalay að tveir hefðu látið þar lífið í mótmælum.
03.03.2021 - 09:23
Erlent · Asía · Mjanmar
Öryggisráðið fundar um Mjanmar á föstudag
Fulltrúi Breta í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að ráðið komi saman á föstudag til að ræða valdarán hersins í Mjanmar og það ástand sem skapast hefur í landinu í framhaldi af því. AFP-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar leggja Bretar til að fundurinn verði lokaður og hefjist klukkan 15.00 að íslenskum tíma.
03.03.2021 - 04:31
Ástandið í Mjanmar rætt á fundi ASEAN
Búist er við auknum þrýstingi á herforingjastjórnina í Mjanmar þegar utanríkisráðherrar ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, koma saman til fundar í Singapúr í dag, en ekki þó gert ráð fyrir að fundurinn breyti miklu um þróun mála í landinu.
02.03.2021 - 08:47
Erlent · Asía · Mjanmar
Aung San Suu Kyi kom fyrir rétt
Aung San Suu Kyi, sem sett var af sem leiðtogi Mjanmar fyrir mánuði, kom í dag fyrir rétt í Naypyidaw, höfuðborg landsins. Þar svaraði hún til saka sem almennt er talið að séu uppspuni herforingjastjórnar landsins. Fjarfundarbúnaður var notaður við yfirheyrsluna.
01.03.2021 - 07:20
18 mótmælendur skotnir til bana í Mjanmar
Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar gengu harðar fram gegn mótmælendum í dag en nokkru sinni frá því hún rændi völdum fyrir mánuði. Að minnsta kosti átján mótmælendur hafa verið skotnir til bana.
28.02.2021 - 16:40
Fastafulltrúi Mjanmars hjá SÞ rekinn af herstjórninni
Fastafulltrúi Mjanmars hjá Sameinuðu þjóðunum, Kyaw Moe Tun, var rekinn í dag af herstjórninni fyrir að óska eftir aðstoð við að koma henni frá völdum. Greint var frá brottvikningu hans í ríkissjónvarpi Mjanmars. Þar var hann sakaður um að hafa svikið landið og væri ekki talsmaður ríkisins, auk þess sem hann hafi misnotað vald sitt og skyldur sem fastafulltrúi.
28.02.2021 - 02:09