Færslur: milliríkjasamningar

Kína vonast eftir samningi við eyríki á Suður-Kyrrahafi
Utanríkisráðherra Kína hyggst funda með ráðamönnum tíu eyríkja á Kyrrahafi síðar í dag. Fundurinn er liður í átaki kínverskra stjórnvalda til að efla diplómatísk tengsl í heimshlutanum. Leynilegur samningur um frekari ítök Kínverja liggur á borðinu.
30.05.2022 - 04:10
NATO ekki lengur bundið af samkomulagi við Rússa
Atlantshafsbandalagið telur sig ekki lengur skuldbundið til að hlíta samkomulagi við Rússa um að koma ekki fyrir hersveitum í austanverðri Evrópu. Þetta kemur fram í máli aðstoðarframkvæmdastjóra NATO.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Umræður um NATÓ aðild að hefjast í finnska þinginu
Finnska þingið hefur í dag umræður um hvort sækja beri um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að stuðningur við aðild hefur aukist mjög meðal finnsks almennings og stjórnmálamanna.
Rússland og Armenía hyggjast auka samvinnu
Rússland og Armenía hyggjast auka á samvinnu sína er meðal þess sem fram kom á fundi Nikols Pasjinian, forseta landsins með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag.
Dregur úr bjartsýni Bandaríkjamanna um kjarnorkusamning
Heldur hefur dregið úr bjartsýni Bandaríkjamanna um að unnt verði að endurvekja kjarnorkusamning við Írani. Utanríkisráðuneyti varar Írani við að gripið verði til varaáætlunar haggist þeir ekki í kröfugerð sinni.
Hlé á viðræðum um kjarnorkusamning við Írani
Hlé hefur verið gert á samningaviðræðum um kjarnorkusamning við Írani vegna utanaðkomandi ástæðna. Samningur er þó nánast tilbúinn að sögn Joseps Borrell utanríkismálastjóra Evrópusambandsins.
Óttast að innrásin tefji kjarnorkusamning við Írani
Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum um að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.
Eþíópíumenn vígja umdeilda vatnsaflsvirkjun í Bláu Níl
Gríðarmikil vatnaflsvirkjun Eþíópíumanna í Bláu Níl var vígð við hátíðlega athöfn í gær, sunnudag. Kveikt var á einum hverfli af þrettán og þar með hófst framleiðsla rafmagns en nokkur styr hefur staðið um byggingu stíflunnar.
21.02.2022 - 09:30
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Bolsonaro Brasilíuforseti heldur ótrauður til Pútíns
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu er væntanlegur til Rússlands á þriðjudaginn þrátt fyrir þá miklu spennu sem ríkir vegna Úkraínudeilunnar. Bolsonaro lét þrýsting Bandaríkjanna og ráðherra eigin ríkisstjórnar sem vind um eyru þjóta.
Örlögum flóttafólks mótmælt í Venesúela
Stjórnvöld eyríkisins Trínidad og Tóbagó sendu 35 flóttamenn frá Venesúela aftur til síns heima í gær. Örlögum fólksins var mótmælt við sendiráð Trínidad í höfuðborg Venesúela.
Heimskviður
Danska ríkið leigir fangelsi í Kósóvó
Í lok árs 2021 settust fulltrúar danska ríkisins að samningaborðinu með ríkisstjórn Kósóvó. Dönsk stjórnvöld segja að dönsk fangelsi séu að verða yfirfull og því ætla þau að leigja 300 fangaklefa í Kósóvó. Fulltrúar ríkjanna skrifuðu undir pólitíska yfir­­­lýsingu í vikunni fyrir jól þar sem fram kemur að samningurinn eigi að gilda í fimm til tíu ár.
31.01.2022 - 17:50
Pútín og Macron sammála um að draga beri úr spennu
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Emmanuel Macron forseti Frakklands eru sammála um nauðsyn þess að draga úr spennu í Úkraínudeilunni. Macron áréttaði stuðning Frakka við Úkraínu í samtali við Volodomyr Zelensky þarlendan starfsbróður sinn.
Brexit
Segir lausn á Norður-Írlandsvandanum í sjónmáli
Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands heitir því að gera sitt besta til að ná árangri í viðræðum við Evrópusambandið varðandi Norður-Írlandsbókunina í útgöngusamningnum. Hún kveðst vonast til að lausn sé í sjónmáli.
Tryggja áframhaldandi vopnahlé í austurhluta Úkraínu
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna sammæltust í dag um að virða vopnahlé Úkraínustjórnar og aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússum. Átök brutust út í austurhluta Úkraínu árið 2014 en vopnahléssamkomulag náðist 2015.
Rússar ræða við fulltrúa NATO í dag
Fundur sendinefnda Bandaríkjanna og Rússlands á mánudag vegna Úkraínumálsins skilaði þeirri niðurstöðu einni að halda skuli viðræðum áfram. Þeim verður því fram haldið í dag í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, höfuðborg Belgíu.
Of hægt miðar við kjarnorkusamning að mati Frakka
Utanríkisráðherra Frakklands segir samningaviðræður um framtíð kjarnorkusamnings Evrópusambandsins og fleiri ríkja við Írani ganga það hægt að ólíklegt sé að samkomulag náist innan raunhæfs tímaramma.
Ungu fólki einfaldað að sækja um vinnudvöl á Bretlandi
Ungt fólk getur nú sótt um dvalarleyfi vegna fyrirhugaðrar vinnudvalar á Bretlandi. Það byggir á samkomulagi þess efnis sem undirritað var milli ríkjanna í júlí á síðasta ári.
Bandaríkjaforseti heitir Úkraínu fullum stuðningi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur fullvissað úkraínskan kollega sinn, Volodymyr Zelensky, um að stjórn hans brygðist hart við kæmi til þess að Rússar réðust inn í landið.
Loftferðasamningur við Úkraínu undirritaður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu undirrituðu loftferðasamning milli ríkjanna í dag.
Segir enn unnt að leysa Norður-Írlands vandann
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir enn mögulegt að finna lausn á Norður-Írlands vandanum. Það er þeim hluta samkomulags Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu sem snýr að málefnun Norður-Írlands.
Segja áríðandi að samkeppni ríkjanna valdi ekki ófriði
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir áríðandi að tryggja að samkeppni við Kína komi ekki af stað ófriði. Þetta er meðal þess sem hann sagði á stafrænum fundi hans og Xi Jinping forseta Kína sem hófst í dag.
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Vonir glæðast að nýju um kjarnorkuviðræður við Írani
Bandarísk stjórnvöld eru vonglöð um að viðræður hefjist fljótlega við Írani um kjarnorkusamning ríkjanna. Þau lýsa jafnframt yfir áhyggjum af auknum umsvifum Írana við kjarnorkuframleiðslu.