Færslur: Mexíkó

Átta myrtir í veislu í Mexíkó
Átta voru myrtir í veislu í Mexíkó af vopnuðum hópi manna á laugardag. Árásin var gerð í Panuco héraði í Zacatecas fylki, þar sem glæpagengi hafa kljáðst um yfirráð undanfarið að sögn yfirvalda. Að minnsta kosti sex til viðbótar særðust í árásinni hefur AFP fréttastofan eftir fjölmiðlum í Mexíkó.
Hart barist gegn skógareldum í Bandaríkjunum og Kanada
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við skógarelda sem geisa í vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada.
17.07.2021 - 18:39
Eldur kviknaði í sjónum í Mexíkóflóa
Eldur kviknaði úti á miðju hafi vestur af Yucatanskaga í Mexíkó í gær. Eldurinn logaði í um fimm klukkustundir áður en viðbragðsaðilum tókst að slökkva á honum. Mexíkóska ríkisolíufyrirtækið Pemex segir gasleka í eftir rof í neðansjávarleiðslu hafa valdið eldsvoðanum. 
03.07.2021 - 05:11
Mexíkó
Banna refsingar fyrir sölu og neyslu kannabisefna
Hæstiréttur Mexíkó felldi í gær úr gildi bann við neyslu, sölu og vörslu kannabisefna til einkanota. Úrskurðaði dómstóllinn að bannið, sem er hluti af heilbrigðislöggjöf landsins, stæðist ekki stjórnarskrá. Með þessu fær þingið lengri frest til afgreiða margboðaða löggjöf um afglæpavæðingu kannabisneyslu, sem hæstiréttur hafði úrskurðað að klára skyldi fyrir 30. apríl síðastliðinn.
Átján féllu í skotbardaga mexíkóskra glæpagengja
Átján menn lágu í valnum þegar til skotbardaga kom milli tveggja mexíkóskra glæpagengja í gær. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Rocio Aguilar, talskonu stjórnvalda í Zacatecas-ríkis í Mið-Mexíkó. Að hennar sögn var blóðugur bardaginn háður á tiltölulega afskekktum stað nærri bænum Valparaiso í ríkinu vestanverðu og snerist að líkindum um yfirráðasvæði gengjanna, sem bæði fást við framleiðslu og sölu fíkniefna.
Harris heldur að landamærum Mexíkós
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, leggur á föstudag leið sína að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós, í fyrsta skipti síðan þau Joe Biden voru kjörin til að leiða Bandaríkin. Hart hefur verið gengið að Harris að fara að landamærunum og kynna sér aðstæður þar af eigin raun, eftir að forsetinn fól henni það verkefni að takast á við „frumorsakir" fólksflutninganna miklu frá Suður Ameríku.
Ríkisstjóri Texas boðar byggingu landamæramúrs
Ríkisstjóri Texas, Repúblikaninn Greg Abbott, fullyrti á fimmtudag að Texasríki muni láta reisa múr á landamærum Texas og Mexíkós. Abbott fór ekki út í nánari útlistanir en sagði frekari upplýsingar væntanlegar innan skamms. Frá þessu er greint á vef bandaríska blaðsins The Texas Tribune. Þar segir að tilkynning ríkisstjórans sé nýjasta útspilið í viðvarandi reipdrætti Abbots og ríkisstjórnar Demókratans Joes Bidens.
12.06.2021 - 04:53
Frambjóðandi myrtur í Mexíkó
Alma Barragan, sem var í framboði til borgarstjóra í Moroleon í Mexíkó, var myrtur í gær. Alls hafa 34 frambjóðendur í kosningum næsta mánaðar verið myrtir í Mexíkó.
27.05.2021 - 02:20
Maður á áttræðisaldri grunaður um raðmorð á konum
Karlmaður á áttræðisaldri var handtekinn í Mexíkó í gær, grunður um að hafa orðið 34 ára konu að bana. Við leit á heimili mannsins fundust líkamsleifar fjölda annarra.
21.05.2021 - 02:42
Minnst fimmtán fórust þegar lestarbrú hrundi í Mexíkó
Minnst tuttugu létust og 70 slösuðust þegar lestarbrú hrundi í úthverfi Mexíkóborgar í þann mund sem borgarlest var ekið yfir hana í gærkvöld. Mexíkóskir fjölmiðlar hafa birt upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna atvikið, sem varð um klukkan 22.30 að staðartíma. Hætta þurfti björgunaraðgerðum vegna hættu á frekara hruni.
04.05.2021 - 05:56
Öllum framkvæmdum við landamæramúrinn hætt
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur stöðvað endanlega fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu landamæramúrs á mörkum Bandaríkjanna og Mexíkós, og mun það fé sem ætlað var til framkvæmdanna renna aftur til Bandaríkjahers. Samkvæmt fjölmiðlum vestra nemur fjárhæðin um 14 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.750 milljarða íslenskra króna.
01.05.2021 - 01:20
30 hermenn handteknir vegna mannshvarfsmála í Mexíkó
Þrjátíu hermenn voru handteknir í Mexíkó, grunaðir um að eiga þátt í mannshvörfum í Tamaulipas árið 2014. Í yfirlýsingu frá skrifstofu mexíkóska hersins er greint frá því að mennirnir voru handteknir á föstudag.
13.04.2021 - 05:52
Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 
13.04.2021 - 04:34
Myndskeið
Aldrei fleiri flóttamenn yfir til Bandaríkjanna
Ríflega hundrað og sjötíu þúsund manns reyndu að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur ekki skráð jafn marga flóttamenn í ein fimmtán ár.
11.04.2021 - 19:32
Yfir 1.800 dóu úr COVID-19 í Mexíkó síðasta sólarhring
1.838 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Mexíkó síðasta sólarhringinn. Fórnarlömb heimsfaraldurs kórónaveirunnar í landinu eru þar með orðin 204.000 hið minnsta, samkvæmt gögnum mexíkóskra heilbrigðisyfirvalda.
Yfir 300 þúsund COVID-19 dauðsföll í Mexíkó
Mexíkósk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að yfir 321 þúsund manns væru látnir af völdum COVID-19 í landinu. Það eru 60 prósentum fleiri en áður hafði verið greint frá. 
29.03.2021 - 06:59
Yfir 200 þúsund dauðsföll vegna COVID-19 í Mexíkó
Yfir 200 þúsund eru nú látnir af völdum COVID-19 í Mexíkó. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í gærkvöld. Tilfellum hefur farið fækkandi eftir að ný bylgja hófst í janúar. Heilbrigðisyfirvöld óttast nýja bylgju þegar páskafríið hefst. 
26.03.2021 - 04:50
Harris stýrir aðgerðum við landamærin
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði það í gær á herðar varaforseta síns, Kamala Harris, að koma skikk á fjölda og aðbúnað innflytjenda við landamærin að Mexíkó. BBC greinir frá. Fólk hefur drifið að í stríðum straumum að sunnan til að leita betra lífs í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal er fjöldi fylgdarlausra barna. Flestir koma frá Mið-Ameríkuríkjum þar sem mikil fátækt ríkir og ofbeldi glæpagengja er daglegt brauð.
25.03.2021 - 07:00
Lána Kanada og Mexíkó fjórar milljónir bóluefnaskammta
Stjórnvöld í Washington hyggjast senda fjórar milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 til nágrannaríkjanna Kanada og Mexíkó á næstu dögum. Þetta er hluti af samkomulagi ríkjanna þriggja um samstarf í dreifingu bóluefna þar sem svigrúm gefst. 2,5 milljónir skammta verða sendar til Mexíkós og 1,5 milljónir til Kanada, sagði Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gærkvöld.
Gerðu lögreglu fyrirsát og myrtu þrettán
Mexíkóskt glæpagengi gerði bílalest lögreglunnar fyrirsát í gær og myrti minnst 13 manns, samkvæmt tilkynningu yfirvalda. Í bílunum voru hvorutveggja lögreglumenn og starfsmenn saksóknara. Þeir unnu að sameiginlegri aðgerð gegn ónefndum glæpagengjum í Mexíkóborg og samnefndu ríki, sem umlykur höfuðborgina,
Almannavarnir til aðstoðar á landamærunum
Bandaríkjastjórn hefur skipað almannavörnum landsins að aðstoða við að hýsa þann fjölda barna sem hefur komið fylgdarlaus yfir landamærin frá Mexíkó. Samkvæmt heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti Bandaríkjanna eru um 8.800 fylgdarlaus börn í vörslu þeirra og hundruð til viðbótar í haldi landamærayfirvalda. 
14.03.2021 - 07:57
Yfir 700.000 COVID-19 dauðsföll í Rómönsku Ameríku
Yfir 700.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku frá því að farsóttin hóf þar innreið sína. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum gögnum heilbrigðisyfirvalda í Mexíkó og 33 ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku og Karíbahafi. Tvö af hverjum þremur dauðsföllum í þessum heimshluta hafa orðið í tveimur löndum; Brasilíu og Mexíkó.
Sex fórust í flugslysi í Mexíkó
Sex mexíkóskir hermenn fórust þegar flugvél þeirra fórst skömmu eftir flugtak í austanverðu Mexíkó í dag. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að þotan, LearJet 45, hafi farist laust fyrir klukkan sextán að íslenskum tíma, skömmu eftir að hún tók á loft frá Emiliano Zapato-flugvellinum í Veracruz-ríki. Slysarannsóknadeild ráðuneytisins mun aðstoða her og flugher við rannsóknina á slysinu, segir í tilkynningunni.
21.02.2021 - 23:52
Cruz í kröppum dansi eftir sólarferð á fimbulvetri
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Texasríki, fékk óblíðar móttökur þegar hann sneri heim úr stuttu fríi sem styttist enn eftir að af því fréttist. Mestu vetrarhörkur í manna minnum hafa dunið yfir Texasbúa síðustu daga með hríðarbyl og frosthörkum sem hafa kostað allt að 37 mannslíf. Í útvarpsviðtali fyrr í vikunni hvatti Cruz kjósendur sína til að halda sig heima. Sjálfur brá hann sér hins vegar í sólarferð til mexíkósku strandborgarinnar Cancún með konu sinni og dætrum,
19.02.2021 - 04:27
Svifryk dró 160.000 til dauða í 5 stærstu borgum heims
Rekja má um 160.000 ótímabær dauðsföll í fimm fjölmennustu borgum heims árið 2020 til loftmengunar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var fyrir Suðausturasíudeild náttúrverndarsamtakanna Greenpeace og kynnt var í morgun. Verst var ástandið í fjölmennustu höfuðborg heims, Nýju Dehli á Indlandi. Þar er áætlað að um 54.000 manns hafi dáið af völdum svifryksmengunar þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr mengun um hríð, vegna útgöngu- og ferðabanns þegar COVID-19 geisaði þar hvað heitast.
18.02.2021 - 04:49