Færslur: Mexíkó

30 hermenn handteknir vegna mannshvarfsmála í Mexíkó
Þrjátíu hermenn voru handteknir í Mexíkó, grunaðir um að eiga þátt í mannshvörfum í Tamaulipas árið 2014. Í yfirlýsingu frá skrifstofu mexíkóska hersins er greint frá því að mennirnir voru handteknir á föstudag.
13.04.2021 - 05:52
Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 
13.04.2021 - 04:34
Myndskeið
Aldrei fleiri flóttamenn yfir til Bandaríkjanna
Ríflega hundrað og sjötíu þúsund manns reyndu að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Landamæraeftirlit Bandaríkjanna hefur ekki skráð jafn marga flóttamenn í ein fimmtán ár.
11.04.2021 - 19:32
Yfir 1.800 dóu úr COVID-19 í Mexíkó síðasta sólarhring
1.838 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Mexíkó síðasta sólarhringinn. Fórnarlömb heimsfaraldurs kórónaveirunnar í landinu eru þar með orðin 204.000 hið minnsta, samkvæmt gögnum mexíkóskra heilbrigðisyfirvalda.
Yfir 300 þúsund COVID-19 dauðsföll í Mexíkó
Mexíkósk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að yfir 321 þúsund manns væru látnir af völdum COVID-19 í landinu. Það eru 60 prósentum fleiri en áður hafði verið greint frá. 
29.03.2021 - 06:59
Yfir 200 þúsund dauðsföll vegna COVID-19 í Mexíkó
Yfir 200 þúsund eru nú látnir af völdum COVID-19 í Mexíkó. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í gærkvöld. Tilfellum hefur farið fækkandi eftir að ný bylgja hófst í janúar. Heilbrigðisyfirvöld óttast nýja bylgju þegar páskafríið hefst. 
26.03.2021 - 04:50
Harris stýrir aðgerðum við landamærin
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði það í gær á herðar varaforseta síns, Kamala Harris, að koma skikk á fjölda og aðbúnað innflytjenda við landamærin að Mexíkó. BBC greinir frá. Fólk hefur drifið að í stríðum straumum að sunnan til að leita betra lífs í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal er fjöldi fylgdarlausra barna. Flestir koma frá Mið-Ameríkuríkjum þar sem mikil fátækt ríkir og ofbeldi glæpagengja er daglegt brauð.
25.03.2021 - 07:00
Lána Kanada og Mexíkó fjórar milljónir bóluefnaskammta
Stjórnvöld í Washington hyggjast senda fjórar milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 til nágrannaríkjanna Kanada og Mexíkó á næstu dögum. Þetta er hluti af samkomulagi ríkjanna þriggja um samstarf í dreifingu bóluefna þar sem svigrúm gefst. 2,5 milljónir skammta verða sendar til Mexíkós og 1,5 milljónir til Kanada, sagði Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, á fréttamannafundi í gærkvöld.
Gerðu lögreglu fyrirsát og myrtu þrettán
Mexíkóskt glæpagengi gerði bílalest lögreglunnar fyrirsát í gær og myrti minnst 13 manns, samkvæmt tilkynningu yfirvalda. Í bílunum voru hvorutveggja lögreglumenn og starfsmenn saksóknara. Þeir unnu að sameiginlegri aðgerð gegn ónefndum glæpagengjum í Mexíkóborg og samnefndu ríki, sem umlykur höfuðborgina,
Almannavarnir til aðstoðar á landamærunum
Bandaríkjastjórn hefur skipað almannavörnum landsins að aðstoða við að hýsa þann fjölda barna sem hefur komið fylgdarlaus yfir landamærin frá Mexíkó. Samkvæmt heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti Bandaríkjanna eru um 8.800 fylgdarlaus börn í vörslu þeirra og hundruð til viðbótar í haldi landamærayfirvalda. 
14.03.2021 - 07:57
Yfir 700.000 COVID-19 dauðsföll í Rómönsku Ameríku
Yfir 700.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku frá því að farsóttin hóf þar innreið sína. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum gögnum heilbrigðisyfirvalda í Mexíkó og 33 ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku og Karíbahafi. Tvö af hverjum þremur dauðsföllum í þessum heimshluta hafa orðið í tveimur löndum; Brasilíu og Mexíkó.
Sex fórust í flugslysi í Mexíkó
Sex mexíkóskir hermenn fórust þegar flugvél þeirra fórst skömmu eftir flugtak í austanverðu Mexíkó í dag. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að þotan, LearJet 45, hafi farist laust fyrir klukkan sextán að íslenskum tíma, skömmu eftir að hún tók á loft frá Emiliano Zapato-flugvellinum í Veracruz-ríki. Slysarannsóknadeild ráðuneytisins mun aðstoða her og flugher við rannsóknina á slysinu, segir í tilkynningunni.
21.02.2021 - 23:52
Cruz í kröppum dansi eftir sólarferð á fimbulvetri
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Texasríki, fékk óblíðar móttökur þegar hann sneri heim úr stuttu fríi sem styttist enn eftir að af því fréttist. Mestu vetrarhörkur í manna minnum hafa dunið yfir Texasbúa síðustu daga með hríðarbyl og frosthörkum sem hafa kostað allt að 37 mannslíf. Í útvarpsviðtali fyrr í vikunni hvatti Cruz kjósendur sína til að halda sig heima. Sjálfur brá hann sér hins vegar í sólarferð til mexíkósku strandborgarinnar Cancún með konu sinni og dætrum,
19.02.2021 - 04:27
Svifryk dró 160.000 til dauða í 5 stærstu borgum heims
Rekja má um 160.000 ótímabær dauðsföll í fimm fjölmennustu borgum heims árið 2020 til loftmengunar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var fyrir Suðausturasíudeild náttúrverndarsamtakanna Greenpeace og kynnt var í morgun. Verst var ástandið í fjölmennustu höfuðborg heims, Nýju Dehli á Indlandi. Þar er áætlað að um 54.000 manns hafi dáið af völdum svifryksmengunar þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr mengun um hríð, vegna útgöngu- og ferðabanns þegar COVID-19 geisaði þar hvað heitast.
18.02.2021 - 04:49
Hlé á byggingu landamæramúrs og óvíst um framhaldið
Framkvæmdir við byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós liggja niðri og hafa gert um hríð. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggst stöðva allar frekari framkvæmdir við byggingu múrsins, sem var eitt af helstu hjartans málum forvera hans, Donalds Trumps.
06.02.2021 - 00:28
Mexíkóforseti segist á góðum batavegi eftir COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, er á góðum batavegi eftir að hafa veikst af COVID-19 í síðasta mánuði. Forsetinn birti í gær myndskeið á samfélagsmiðlum, þar sem hann ávarpar landa sína og segist „vera við góða heilsu og á batavegi.“
Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.
Yfir átta prósenta samdráttur í Mexíkó
COVID-19 farsóttin olli átta og hálfs prósents efnahagssamdrætti í Mexíkó í fyrra, að því er hagstofa landsins greindi frá í dag. Sérfræðingar seðlabanka landsins höfðu spáð því að samdrátturinn yrði níu prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti fyrr í vikunni efnahagsspá sína fyrir Mexíkó. Þar er gert ráð fyrir að hagvöxturinn á þessu ári verði fjögur komma þrjú prósent. Hagkerfið í Mexíkó er hið næst stærsta í Rómönsku Ameríku.
29.01.2021 - 13:11
Yfir 150.000 dáin úr COVID-19 í Mexíkó
Yfir 150.000 dauðsföll hafa nú verið rakin til COVID-19 í Mexíkó. Þetta kemur fram í tilkynningu mexíkóska heilbrigðisráðuneytisins, daginn eftir að forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, staðfesti að hann hefði greinst með COVID-19. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að 659 hafi dáið úr COVID-19 síðasta sólarhringinn og dauðsföll í landinu þar með orðin 150.273. Aðeins Bandaríkin, Brasilía og Indland hafa skráð fleiri dauðsföll af völdum farsóttarinnar.
Mexíkóforseti með COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, tilkynnti í dag að hann hefði greinst með COVID-19. Einkennin væri þó væg enn sem komið er, skrifaði forsetinn, sem sagði frá veikindunum á samfélagsmiðlum. „Því miður þarf ég að greina ykkur frá því að ég er smitaður af COVID-19. Einkennin eru væg en læknismeðferð er þegar hafin,“ skrifaði forsetinn, „og eins og alltaf, þá er ég bjartsýnn.“
Mexíkóar fagna tilskipun Bidens um landamæramúrinn
Stjórnvöld í Mexíkó fagna tilskipunum Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, um umbætur í innflytjendamálum og að hætta skuli öllum framkvæmdum við að reisa múr á landamærum ríkjanna.
Bandaríkin hóta að slíta samstarfi við Mexíkó
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hótar að hætta löggæslusamstarfi við Mexíkó eftir að forsetinn Andres Manuel Lopez Obrador sakaði bandarísk yfirvöld um að falsa sönnunargögn í máli gegn fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó.
16.01.2021 - 23:45
Ákæra til að halda Trump fjarri opinberum embættum
Demókratar á Bandaríkjaþingi, undir forystu Nancy Pelosi, eru staðráðnir í að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisglöp enda beri hann ábyrgð á árás áhangenda sinna á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag.
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Bólusetning hafin í Rómönsku Ameríku
Bólusetning gegn COVID-19 hófst í Rómönsku Ameríku í gær, aðfangadag, þegar heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó, Chile og Kostaríka hrintu bólusetningarherferðum sínum af stokkunum. Ekki verður byrjað að bóluetja í Brasilíu fyrr en um miðjan febrúar.