Færslur: Mexíkó

Opna fyrir umferð bólusettra frá Kanada og Mexíkó
Opnað verður fyrir umferð fullbólusetts fólks til Bandaríkjanna frá Kanada og Mexíkó í byrjun næsta mánaðar. Þetta hefur Reutersfréttastofan eftir háttsettum en ónafngreindum aðilum innan bandarísku stjórnsýslunnar. Þar með lýkur langri og sögulegri lokun landamæranna sem gripið var til í mars 2020, í því skyni að draga úr útbreiðslu heimsfaraldurs kórónaveirunnar.
126 flóttamönnum bjargað úr læstum gámi
Lögreglan í Gvatemala kom í gærmorgun 126 flóttamönnum til bjargar sem höfðu verið læstir inni í flutningagámi. Vegfarendur kölluðu lögreglu til eftir að hróp og köll heyrðust frá gámnum, sem hafði verið skilinn eftir í vegkanti. Yfirvöld segja líklegast að smygglarar hafi yfirgefið gáminn á leið til Bandaríkjanna.
10.10.2021 - 09:15
Gripu hundruð hælisleitenda í Mexíkó
Her og þjóðvarðlið í Mexíkó handtók í gærkvöld á sjöunda hundrað hælisleitendur sem hugðust komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Meira en helmingurinn er á barnsaldri.
Hæstiréttur Mexíkó breytir enn reglum um þungunarrof
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í dag að sá réttur sem heilbrigðisstarfsfólki er tryggður með lögum að neita konu um þungunarrof af samviskuástæðum tefldi réttindum hennar í hættu.
Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.
20.09.2021 - 01:50
Annar úrskurður varðandi lögmæti þungunarrofs í Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær að lög í Sinaloa-ríki varðandi þungun og réttindi þungaðra séu á skjön við stjórnarskrána. Þetta er í annað sinn í vikunni sem hæstiréttur í Mexíkó eykur réttindi kvenna í landinu til þungunarrofs.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Bann við þungunarrofi á skjön við stjórnarskrá Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær einróma að glæpavæðing þungunarrofs stangist á við stjórnarskrá ríkisins. Hingað til hefur þungunarrof fyrstu tólf vikur meðgöngu verið löglegt í Mexíkóborg og þremur öðrum ríkjum landsins. Annars staðar í Mexíkó hefur þungunarrof aðeins verið leyfilegt ef konunni var nauðgað.
Snarpur jarðskjálfti í Mexíkó
Í það minnsta einn er látinn af völdum jarðskjálfta í Mexíkó í nótt. Skjálftinn mældist 7,1 að stærð, og átti hann upptök sín um ellefu kílómetrum suðaustur af Acapulco í Guerrero-fylki.
08.09.2021 - 03:17
16 létust þegar vatn flæddi inn í spítala í Mexíkó
Minnst 16 sjúklingar létu lífið á spítala í Hidalgo í mið-Mexíkó í dag þegar vatn fyllti spítalann og sló út rafmagninu. Áin Tula í mið-Mexíkó hafði tekið að flæða yfir bakka sína og inn í bæinn Tula eftir þungar rigningar síðustu vikna. Bærinn er um hundrað kílómetrum norðan við Mexíkóborg.
07.09.2021 - 22:50
Venesúela: samkomulag virðist að hluta í höfn
Útlit er fyrir að samkomulag sé að nást að hluta til í viðræðum stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Það virðist þó nokkuð málum blandið.
Spegillinn
Mexíkóstjórn í mál við bandaríska byssuframleiðendur
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. 
01.09.2021 - 14:12
Hundruð stöðvuð á norðurleið í Mexíkó
Öryggissveitir í sunnanverðri Mexíkó stöðvuðu í gær för mörg hundruð flóttamanna frá Mið-Ameríku. Fólkið var fótgangandi, og hugðist halda för sinni áfram norður til Bandaríkjanna. Börn voru með í för hefur AFP fréttastofan eftir yfirvöldum í Mexíkó.
31.08.2021 - 05:40
Tugþúsundir óþekktra líka í Mexíkó
Fleiri en fimmtíu þúsund lík liggja í fjöldagröfum í Mexíkó eða hjá réttarmeinafræðingum án þess að tekist hafi að bera kennsl á þau. Þetta fullyrðir stuðningshópur fjölskyldna horfinna Mexíkóa. Alls liggja um sextíu prósent af um 52 þúsund líkamsleifum óþekktra einstaklinga í fjöldagröfum í opinberum grafreitum að sögn skýrslu samtakanna.
Mexíkó
Minnst átta fórust af völdum fellibylsins Grace
Minnst átta hafa létu lífið þegar þriðja stigs fellibylurinn Grace fór hamförum í Veracruz-ríki í Mexíkó á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem yfirvöld sendu frá sér að kvöldi dags. Sex hinna látnu tilheyrðu sömu fjölskyldu og öll nema eitt bjuggu þau í Xalapa, höfuðborg Veracruz-ríkis, þar sem mikið tjón varð.
22.08.2021 - 00:45
Grace aftur til Mexíkó sem þriðja stigs fellibylur
Fellibylurinn Grace snýr aftur til austurstrandar Mexíkós, þríefldur eftir stuttan stans yfir hlýjum sjónum á Mexíkóflóa. Grace gekk á land á Yukatan-skaganum í Mexíkó á fimmtudag, þá sem fyrsta stigs fellibylur. Stormurinn feykti þökum af byggingum, braut tré og setti rafmagnsmöstur á hliðina auk þess sem úrhellisrigningin sem honum fylgdi olli usla víða.
21.08.2021 - 06:15
Fellibylurinn Grace snýr aftur, tvíefldur
Fellibylurinn Grace snýr aftur til austurstrandar Mexíkós, tvíefldur eftir stuttan stans yfir hlýjum sjónum á Mexíkóflóa. Grace gekk á land á Yukatan-skaganum í Mexíkó á fimmtudag, þá sem fyrsta stigs fellibylur. Stormurinn feykti þökum af byggingum, braut tré og setti rafmagnsmöstur á hliðina auk þess sem úrhellisrigningin sem honum fylgdi olli usla víða.
21.08.2021 - 03:18
Íbúar Mexíkó leita skjóls undan fellibylnum Grace
Flugferðum var aflýst í gær og ferðamenn þurftu að hafast við í neyðarskýlum þegar fyrsta stigs fellibylurinn Grace tók land á austanverðum Yucatan-skaga í Mexíkó. Búist er við úrhellisrigningu og flóðum af völdum fellibylsins.
19.08.2021 - 11:09
Bað fórnarlömb Spánverja í Mexíkó afsökunar
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, bað í gær frumbyggjaþjóðir landsins afsökunar á ofbeldinu sem forfeður þeirra voru beittir þegar Spánverjar lögðu veldi Azteka undir sig árið 1521. Í gær var athöfn til minningar um að 500 ár eru síðan Tenochtitlan, höfuðborg Azteka, féll í hlut Hernan Cortes, leiðtoga innrásarhers Spánverja. 
14.08.2021 - 07:55
Höfða mál á hendur bandarískum byssuframleiðendum
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur sex bandarískum byssuframleiðendum, með það fyrir augum að knýja fram breytingar sem torvelda mexíkóskum glæpagengjum að komast yfir morðtólin sem þeir framleiða. Fara Mexíkóar fram á allt að 10 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur af byssuframleiðendunum og strangara eftirlit með útflutningi og sölu á byssum þeirra.
Greiða atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi forsetum
Í dag ganga Mexíkóar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort ákæra beri fimm forvera núverandi forseta fyrir spillingu. Andstæðingar hugmyndarinnar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna óþarfa.
Átta myrtir í veislu í Mexíkó
Átta voru myrtir í veislu í Mexíkó af vopnuðum hópi manna á laugardag. Árásin var gerð í Panuco héraði í Zacatecas fylki, þar sem glæpagengi hafa kljáðst um yfirráð undanfarið að sögn yfirvalda. Að minnsta kosti sex til viðbótar særðust í árásinni hefur AFP fréttastofan eftir fjölmiðlum í Mexíkó.
Hart barist gegn skógareldum í Bandaríkjunum og Kanada
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við skógarelda sem geisa í vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada.
17.07.2021 - 18:39
Eldur kviknaði í sjónum í Mexíkóflóa
Eldur kviknaði úti á miðju hafi vestur af Yucatanskaga í Mexíkó í gær. Eldurinn logaði í um fimm klukkustundir áður en viðbragðsaðilum tókst að slökkva á honum. Mexíkóska ríkisolíufyrirtækið Pemex segir gasleka í eftir rof í neðansjávarleiðslu hafa valdið eldsvoðanum. 
03.07.2021 - 05:11
Mexíkó
Banna refsingar fyrir sölu og neyslu kannabisefna
Hæstiréttur Mexíkó felldi í gær úr gildi bann við neyslu, sölu og vörslu kannabisefna til einkanota. Úrskurðaði dómstóllinn að bannið, sem er hluti af heilbrigðislöggjöf landsins, stæðist ekki stjórnarskrá. Með þessu fær þingið lengri frest til afgreiða margboðaða löggjöf um afglæpavæðingu kannabisneyslu, sem hæstiréttur hafði úrskurðað að klára skyldi fyrir 30. apríl síðastliðinn.