Færslur: Mexíkó

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkós handtekinn í LA
Salvador Cienfuegos, fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkós, var handtekinn í Bandaríkjunum í gær. Utanríkisráðherra Mexíkós, Marcelo Ebrard, greindi frá þessu á Twitter. Hann sagði sendiherra Bandaríkjanna í Mexíkó hafa upplýst sig um að Cienfuegos hefði verið handtekinn á flugvellinum í Los Angeles, en ekki fyrir hvaða sakir. Sagðist hann eiga von á að fá upplýsingar um sakargiftir frá mexíkóska ræðismanninum í Los Angeles von bráðar.
16.10.2020 - 04:49
Mexíkóforseti fær eiginkonu sinni ómögulegt verkefni
Eftir að forseti Mexíkó sendi eiginkonu sína með bréf til Ítalíu með ósk um afsökunarbeiðni frá kaþólsku kirkjunni segist hann nú hafa fengið henni nánast ómögulegt verkefni. Nú vill hann að hún sannfæri Austurríkismenn um að færa Mexíkóum aftur höfuðdjásn sem talið er að hafi verið í eigu Moctezuma, keisara Asteka.
13.10.2020 - 03:36
Krefst handrita og afsökunarbeiðni frá páfa
Forseti Mexíkó krefur páfagarð um afsökunarbeiðni vegna þáttar kaþólsku kirkjunnar í kúgun innfæddra þegar Spánverjar réðust inn í landið fyrir 500 árum. Krafan er lögð fram í tveggja síðna bréfi sem Andres Manuel Lopez Obrador sendi Frans páfa í byrjun mánaðarins. Þar biður hann einnig um að fá handrit að láni sem Spánverjar höfðu með sér og eru geymd í bókasafni Vatíkansins.
11.10.2020 - 07:50
Fellibylurinn Delta kominn að Júkatan-skaga
Mikill viðbúnaður er á Júkatanskaga í Mexíkó vegna fellibylsins Delta sem er að koma þar upp að ströndum. Delta telst nú þriðja stigs fellibylur og búist við ofsaveðri og flóðum þegar hann gengur á land.
07.10.2020 - 08:16
Mexíkó krefur Bandaríkin svara um legnámsaðgerðir
Stjórnvöld í Mexíkó sendu í gær formlega beiðni til Bandaríkjanna um frekari upplýsingar um þær læknisaðgerðir sem gerðar eru á flóttafólki og hælisleitendum í varðhaldi. Fyrr í mánuðinum var greint frá ásökunum minnst sex mexíkóskra kvenna um að leg þeirra hafi verið fjarlægt án samþykkis þeirra.
29.09.2020 - 07:00
Hermenn ákærðir fyrir hvarf nema í Mexíkó
Yfirvöld í Mexíkó gáfu í dag út handtökuskipun gegn hermönnum sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt ráni 43 kennaraháskólanema í Guerrero-fylki árið 2014. Málið vakti mikla reiði um allan heim á sínum tíma. Nemarnir hafa aldrei fundist. 
Tugþúsundir í ómerktum gröfum í Mexíkó
Ekki hefur tekist að bera kennsl á nærri 39 þúsund lík fórnarlamba stríðs mexíkóskra stjórnvalda gegn eiturlyfjagengjum. Líkhús í Mexíkó hafa vart undan og hafa mörg líkanna verið sett í ómerktar grafir, að sögn Guardian. Einhver lík eru enn í líkhúsum og yfir 2.500 þeirra voru gefin háskólasjúkrahúsum.
23.09.2020 - 05:16
Vill að forverar verði sóttir til saka
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, vill að landsmenn fái að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort rannsaka eigi og hugsanlega sækja til saka fimm fyrrverandi forseta landsins fyrir spillingu.
16.09.2020 - 08:55
Forseti Mexíkó vill rússneska bóluefnið
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, sagðist í dag bjóða sig fram til að vera einn þeirra fyrstu sem prófa nýtt rússneskt bóluefni gegn COVID-19.
17.08.2020 - 16:59
Yfir hálf milljón kórónuveirutilfella í Mexíkó
Mexíkó og Perú urðu í gær sjötta og sjöunda ríkið í heiminum þar sem yfir hálf milljón kórónuveirutilfella hefur greinst. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu eru tilfellin orðin rúmlega 505 þúsund talsins og yfir 55 þúsund eru látnir af völdum COVID-19 í landinu það sem af er. Í Perú eru tilfellin orðin nærri 508 þúsund og yfir 25 þúsund eru látnir að sögn heilbrigðisyfirvalda þar í landi.
14.08.2020 - 01:36
Sakar fyrrverandi forseta um mútuþægni
Kosningabarátta Enrique Pena Nieto var að hluta til fjármögnuð með mútugreiðslum frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht. Fyrrverandi ráðgjafi hans greindi yfirvöldum frá þessu í gær. 
Yfir fimm milljónir kórónaveirusmita í Bandaríkjunum
Kórónaveirusmit í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en fimm milljónir talsins, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og dauðsföll af völdum COVID-19 eru ríflega 162.000 þar í landi. Fyrr í gærkvöld bárust fréttir af því að staðfest smit í Brasilíu væru komin yfir þrjár milljónir og að fleiri en eitt hundrað þúsund manns hefðu dáið úr sjúkdómnum þar. Á Nýja Sjálandi var því aftur á móti fagnað nú í morgunsárið að þar hefur ekki greinst nýtt samfélagssmit í 100 daga.
09.08.2020 - 06:30
Yfir 2.000 dóu úr COVID-19 í Bandaríkjunum í gær
2.060 dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Bandaríkjunum næstliðinn sólarhring og um 58.000 ný kórónaveirusmit voru staðfest þar í landi. Fleiri hafa ekki dáið á einum sólarhring vestra í hartnær þrjá mánuði. Eftir að nokkuð var tekið að hægjast á útbreiðslu farsóttarinnar í Bandaríkjunum í vor færðist hún aftur mjög í aukana í lok júní og hefur ekki slakað á klónni síðan. Rétt rúmlega 160.000 manns hafa nú dáið úr COVID-19 þar í landi og staðfest smit nálgast 4,9 milljónir.
Yfir 50.000 látin úr COVID-19 í Mexíkó
Rúmlega 50.000 manns hafa nú dáið úr COVID-19 í Mexíkó svo vitað sé. Mexíkósk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 819 ný dauðsföll af völdum COVID-19 hefðu verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn. Þar með hafa alls 50.517 dáið úr sjúkdómnum í Mexíkó og um 463.000 manns greinst með kórónaveirusmit frá því að fyrsta tilfellið greindist þar í landi í febrúar.
07.08.2020 - 00:53
Fellibylurinn Hanna hamast á Texas og Norðaustur-Mexíkó
Fellibylurinn Hanna gekk á land í Texas um klukkan sautján að staðartíma, eða 22 að íslenskum tíma. Hanna er fyrsti stormur þessa fellibyljatímabils vestra og telst fyrsta stigs fellibylur, sem þýðir að meðalvindhraði nær allt að 40 metrum á sekúndu. Mikið úrhelli fylgir Hönnu og varað er við flóðahættu í suðurhluta Texas og Norðaustur-Mexíkó.
25.07.2020 - 23:47
Yfir 40.000 dauðsföll af völdum COVID-19 í Mexíkó
Dauðsföll sem rakin hafa verið til COVID-19 eru nú orðin fleiri en 40.000 í Mexíkó. Þetta kemur fram í tilkynningu mexíkóskra heilbrigðisyfirvalda. Þar segir að 915 dauðsföll hafi verið rakin til þessarar skæðu farsóttar síðasta sólarhringinn og þau þar með orðin 40.400 talsins. Einungis Bandaríkin, Brasilía og Bretland hafa orðið verr úti í faraldrinum.
22.07.2020 - 03:24
Tugþúsunda saknað í Mexíkó
Fleiri en 73.000 eru á lista yfir fólk sem saknað er í Mexíkó, en talið er að langflestir þeirra séu fórnarlömb í stríði glæpahópa í landinu.
14.07.2020 - 08:42
Metfjöldi tilfella í Mexíkó
Metfjöldi COVID-19 tilfella á einum sólarhring greindist í Mexíkó í gær. Skráð tilfelli voru tæplega 7000. Sennilega eru þau enn fleiri því lítið er skimað í landinu. Hugo Lopez-Gatell, sérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneyti Mexíkó, telur að þrátt fyrir fjölgun smita sé að hægjast á faraldrinum.
10.07.2020 - 08:30
Mynd með færslu
Tólf þúsund ára náma í neðansjávarhelli í Mexíkó
Vísindamenn í Mexíkó birtu á föstudag niðurstöður margra mánaða rannsókna á neðansjávarhellum, þar sem áður var okkurnáma. Samkvæmt niðurstöðunum hófst námuvinnsla fyrir um tólf þúsund árum, um það leyti sem mannkynið dreifði sér um álfuna. 
05.07.2020 - 06:44
Yfir 30 þúsund látnir af völdum COVID-19 í Mexíkó
Mexíkó varð í gær fimmta ríkið í heiminum þar sem yfir 30 þúsund dauðsföll eru skráð af völdum COVID-19. Sóttvarnalæknirinn Jose Luis Alomia greindi frá þessu í gærkvöld. Fleiri hafa látið lífið á Ítalíu, Bretlandi, Brasilíu og í Bandaríkjunum.
05.07.2020 - 02:15
Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Mexíkó, Hondúras, El Salvador, Gvatemala og víðar eftir að öflugur jarðskjálfti varð í dag í Oaxaca-ríki í Mexíkó, um tólf kílómetra frá bænum La Crucecita. Að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar var hann 7,4 að stærð. Hús léku á reiðiskjálfi í mið- og suðurhluta landsins.
23.06.2020 - 16:15
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Stærsta þekkta mannvirki Maya fannst í Mexíkó
Fornleifafræðingar fundu nýverið stærsta og elsta mannvirki sem byggt var á tímum Maya, svo vitað sé. Risastór ferhyrndur flötur á upphækkun fannst í Tabasco-fylki Mexíkó. Talið er að hann hafi verið reistur á milli áranna 1000 og 800 fyrir okkar tímatal. 
04.06.2020 - 04:48
Tilfellum COVID-19 fjölgar hratt í Brasilíu
Yfir eitt þúsund létu lífið af völdum COVID-19 síðasta sólarhring bæði í Mexíkó og Brasilíu. Yfir 1.300 létust í Brasilíu, þar sem nærri 33 þúsund eru nú látnir af völdum sjúkdómsins. Fjöldi greindra smita nálgast óðum 600 þúsund, en eru að öllum líkindum mun fleiri þar sem fremur fá sýni hafa verið tekin í landinu, eða innan við milljón. 
Flugvallarframkvæmdum frestað vegna loðfíla
Leifar rúmlega sextíu loðfíla uppgötvuðust þegar grafið var fyrirr grunni nýrrar flugstöðvar í Mexíkóborg. Mann- og sagnfræðistofnun Mexíkó, INAH, segir beinin vera um 15 þúsund ára gömul. Deutsche Welle segir þau hafa fundist nærri þeim stað sem flugturn nýju flugstöðvarinnar verður reistur. Fornleifafræðingar hafa unnið að uppgreftri á svæðinu síðan í apríl í fyrra. 
22.05.2020 - 03:53