Færslur: Mexíkó

Tilskipun sem stöðvar för hælisleitenda áfram í gildi
Alríkisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að tveggja ára gömul tilskipun skyldi halda gildi sínu en með henni má stöðva för allra sem ekki hafa vegabréfsáritun yfir landamærin frá Mexíkó. Tilskipunin átti að renna sitt skeið á mánudag.
Öryggisráðið hyggst funda um mannúðarmál í Úkraínu
Til stendur að efna til opins fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Tilgangur fundarins er að ræða hnignandi stöðu mannúðarmála í tengslum við stríðsátökin í Úkraínu.
Hætti í skyndingu við lendingu til að forða árekstri
Flugmenn þotu mexíkóska lággjaldaflugfélagsins Volaris þurftu í skyndingu að hætta við lendingu á Benito Juarez flugvellinum við Mexíkóborg til að koma í veg fyrir árekstur við þotu félagsins sem fyrir var á flugbrautinni.
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
Átta fórust í átökum í mexíkóskri sementsverksmiðju
Minnst átta létu lífið og á annan tug slösuðust í blóðugum átökum stríðandi fylkinga í starfsliði mexíkóskrar sementsverksmiðju í gær. Yfirvöld í ríkinu Hidalgo greina frá þessu, samkvæmt frétt AP, en Hidalgo er um miðbik Mexíkós.
Fyrrverandi forseti Hondúras framseldur
Juan Orlando Hernandez, fyrrverandi forseti Mið-Ameríkuríkisins Hondúras, var framseldur til Bandaríkjanna í gær. Hann er sakaður um fíkniefnaviðskipti og -smygl.
Áætlun um þjóðnýtingu liþín-náma samþykkt í Mexíkó
Öldungadeildarþingmenn á mexíkóska þinginu samþykktu í gær frumvarp Andres Manuel Lopez Obrador forseta um þjóðnýtingu liþín námurannsókna- og vinnslu í landinu. Efnið er ómissandi við framleiðslu rafhlaða rafmagnsbíla, farsíma og margvíslegs annars tæknibúnaðar.
Obrador þarf ekki að yfirgefa forsetastólinn
Andres Manuel Lopez Obrador forseti Mexíkó þarf ekki að yfirgefa forsetastól landsins fyrr en árið 2024. Fyrstu tölur í atkvæðagreiðslu um hvort hann skuli sitja úr kjörtímabilið eða láta þegar af embætti sýna að 90 til 93 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vilja hafa hann áfram við völd.
Forseti Mexíkó leggur framtíð sína í hendur kjósenda
Kjósendur í Mexíkó fá á sunnudaginn tækifæri til að ákveða hvort forseti landsins skuli sitja allt kjörtímabilið. Forsetinn lagði sjálfur til ákvæði um slíka atkvæðagreiðslu í stjórnarskrá landsins.
Áttunda morðið á fjölmiðlamanni á þessu ári
Armando Linares, útgáfustjóri mexíkóska fréttamiðilisins Monitor Michoacan var myrtur í gær, samkvæmt tilkynningu saksóknaraembættisins í Michoacan-ríki. Linares er áttundi fjölmiðlamaðurinn sem myrtur er á þessu ári. Í tilkynningu saksóknara segir að Linares hafi verið myrtur síðdegis „á einkaheimili.“
Fimmti blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Mexíkóski blaðamaðurinn Heber Lopez Vazquez var skotinn til bana í gær. Hann er sá fimmti úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingja hendi í landinu það sem af er árinu.
Þrír handteknir vegna morðs á mexíkóskri blaðakonu
Þrír menn hafa verið handteknir af mexíkóskum yfirvöldum vegna morðsins á blaðakonunni Lourdes Maldonado. Morðið vakti heimsathygli, ekki síst þar sem Maldonado er sögð hafa óskað eftir vernd stjórnvalda fyrir andlátið, þar sem hún hafi óttast um líf sitt.
09.02.2022 - 23:16
Mexíkó: Hið minnsta þrettán fórust í rútuslysi
Að minnsta kosti þrettán fórust og tíu slösuðust þegar rúta valt í Mexíkó í gær. Tvö hinna látnu voru börn eða unglingar. Alvarleg umferðarslys eru nokkuð tíð í landinu og á síðasta ári urðu tvö mjög mannskæð slys.
Þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó það sem af er ári
Blaðakonan Lourdes Maldonado Lopez var myrt í landamæraborginni Tijuana í Mexíkó í gær, sunnudag. Embætti saksóknara í borginni greindi frá þessu. Lopez er annar blaðamaðurinn sem myrtur er í Tijuana á innan við viku, og þriðji mexíkóski blaðamaðurinn sem myrtur er á þessu ári. Hún var skotin til bana þar sem hún sat inni í bíl, segir í tilkynningu saksóknaraembættis Baja California-ríkis, sem liggur að Bandaríkjunum.
Metfjöldi smita í Mexíkó
Yfir 60.000 manns greindust með COVID-19 í Mexíkó síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Þetta kemur fram í tilkynningu mexíkóskra heilbrigðisyfirvalda.
Mexíkóforseti með COVID-19 í annað sinn
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkós, greindi frá því á mánudag að hann hefði greinst með COVID-19 öðru sinni. Sagðist hann finna fyrir litlum einkennum og ekki eiga von á að það breyttist.
11.01.2022 - 01:14
Yfir 300.000 hafa dáið úr COVID-19 í Mexíkó
Yfir 300.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í Mexíkó, samkvæmt staðfestum tölum þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Talið er fullvíst að mun fleiri hafi orðið farsóttinni að bráð í landinu. Skimun er þar afar gloppótt, og það gildir líka um krufningar og aðrar rannsóknir er varða möguleg banamein þeirra sem deyja. Mat sérfræðihóps sem endurskoðaði útgefin dánarvottorð síðustu missera að beiðni heilbrigðisyfirvalda er að líklegra sé að COVID-19 hafi lagt um 460.000 Mexíkóa í gröfina.
09.01.2022 - 07:29
Aldrei fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsi
Alls sitja 488 fjölmiðlamenn í fangelsum um víða veröld sem er mesti fjöldi frá því frjálsu félagasamtökin Fréttamenn án landamæra tóku að fylgjast með og skrá slík mál.
Boða fjölþjóða starfshóp gegn smygli á fólki
Stjórnvöld í Mexíkó ætla að setja á laggirnar fjölþjóðlegan starfshóp sem ætlað er að berjast gegn smygli á fólki frá Mið- og Suður-Ameríku til Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra Mexíkós tilkynnti þetta í gær, daginn eftir að 54 manneskjur fórust þegar flutningabíll með yfir 150 manns falin í tengivagni valt á þjóðvegi í sunnanverðu landinu.
Yfir 50 fórust í bílslysi í Mexíkó
Minnst 53 úr hópi förufólks frá Suður-Ameríku fórust þegar vöruflutningabíll valt eftir að honum var ekið utan í vegrið á hraðbraut í Chiapas-ríki í sunnanverðu Mexíkó í gær, samkvæmt AFP-fréttastofunni. Um 40 til viðbótar slösuðust þegar tengivagn vöruflutningabílsins fór á hliðina. Haft er eftir lögreglu að svo virðist sem ökumaður trukksins hafi ekið allt of hratt og misst stjórn á honum í beygju, með þessum hörmulegu afleiðingum.
10.12.2021 - 01:37
Sjónvarpsfrétt
Reiði okkar er sjálfsvirðing
Þrjú þúsund og sjö hundruð konur voru myrtar í Mexíkó í fyrra, samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Ung kona sem var skotin á mótmælum gegn ofbeldi, heldur mótmælum áfram og kveðst gera það til að verja reisn sína.
Álasað fyrir endurupptöku stefnu varðandi flóttafólk
Joe Biden Bandaríkjaforseti liggur nú undir þungu ámæli eftir að hann ákvað að endurlífga þá stefnu forvera síns að hælisleitendum skuli gert að bíða í Mexíkó meðan unnið er úr umsóknum þeirra.
Eiginkona Guzman dæmd í þriggja ára fangelsi
Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins Joaquin Guzman, var dæmd í þriggja ára fangelsi í alríkisdómstól í Bandaríkjunum í dag. Hún er dæmd fyrir fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. 
19 pílagrímar fórust í rútuslysi í Mexíkó
Minnst nítján fórust í rútuslysi suðvestur af Mexíkóborg í gærkvöld. Rútunni var ekið á íbúðarhús í smábænum San Jose El Guarda, um fimmtíu kílómetra suður af höfuðborginni. Haft er eftir lögreglu að bremsur rútunnar hafi gefið sig, með þessum afleiðingum. Farþegar rútunnar voru pílagrímar á leið frá Michoacan-ríki í vesturhluta Mexíkós til Chalma í Mexíkóríki, eins helgasta pílagrímsstaðar landsins.
27.11.2021 - 05:46