Færslur: Mette Frederiksen

Danir herða sóttvarnaaðgerðir
Frá og með sunnudeginum 22. ágúst verður skylda að bera grímur í almenningssamgöngum í Danmörku til að hindra kórónuveirusmit. Til skoðunar er að skylt verði að bera grímu á fleiri stöðum þar sem margir koma saman, til dæmis í verslunum. Þetta sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í dag.
Myndskeið
Slæm meðferð á aldraðri konu náðist á myndband
Aðbúnaður á hjúkrunarheimilum í Danmörku er nú til skoðunar eftir að slæm meðferð á níræðri konu náðist á myndband. Dómari setti lögbann á birtingu myndbandsins og fréttamenn TV2 sem tóku það upp hafa nú verið kærðir.
14.07.2020 - 07:30
Danmörk skellir í lás vegna Covid-19
Öllu skólastarfi er aflýst í Danmörku og meirihluti ríkisstarfsmanna sendir heim næsta hálfa mánuðinn. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en eitt hundrað koma saman verði aflýst í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt nú í kvöld, vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar.
11.03.2020 - 20:04
Grænland á tímamótum
Athygli heimsins hefur beinst að Grænlandi að undanförnu, ekki síst eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti áhuga stjórnar sinnar á að kaupa landið af Dönum. Bæði Grænlendingar og Danir vísuðu hugmyndinni umsvifalaust á bug, margir firrtust við, það væri löngu liðin tíð að lönd og þjóðir gengju kaupum og sölum. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjaforseti ræddi kaup Grænlands eins og fasteignaviðskipti.
Fréttaskýring
Ný ríkisstjórn í Danmörku á morgun
Ný ríkisstjórn Jafnaðarmanna tekur formlega við völdum í Danmörku á morgun er Mette Frederiksen gengur á fund Margrétar 2. drottningar í Amalíuborg og kynnir nýja ráðherra. Þær drottningin hittust í dag og fól Margrét Frederiksen að mynda stjórn. Nýja stjórnin nýtur stuðnings Radikale Venstre, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingslistans. Í stefnuyfirlýsingu er áhersla lögð á áhersla á umhverfis- og velferðarmál.
26.06.2019 - 14:59
Myndskeið
Lengstu viðræður í þrjátíu ár
Nú í kvöld héldu stjórnarmyndunarviðræður áfram í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn þar sem vinstriflokkar reyna að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Mette Frederiksen. Þetta eru lengstu stjórnarmyndunarviðræður í Danmörku í þrjátíu ár.
25.06.2019 - 19:37
Fréttaskýring
Snúnar viðræður um stjórnarmyndun í Danmörku
Stjórnarmyndunarviðræður í Danmörku eru flóknar og erfiðar því flokkarnir, sem reyna stjórnarmyndun hafa ólíkar skoðanir og stefnu í mörgum málum. Stefnan í málefnum innflytjenda og útlendinga er afar ólík og hið sama gildir um efnahagsmál og skatta.
Myndskeið
Dönsku forsætisráðherraefnin tókust á
Danir ganga til kosninga á miðvikudag og kannanir benda til þess að ríkisstjórnarskipti verði og Lars Løkke Rasmussen þurfi að láta af embætti forsætisráðherra.
Vinstriflokkar með forystu í Danmörku
Skoðanakannanir fyrir þingkosningarnar í Danmörku 5. júní benda til þess að Jafnaðarmenn fái mest fylgi og líkur séu á að formaður flokksins Mette Frederiksen taki við forsætisráðherraembættinu af Lars Løkke Rasmussen. Kosningabaráttan er hafin, en Lars Løkke boðaði til kosninganna fyrr í vikunni.
Hallar á Lars Løkke í Danmörku
Stjórnarandstaðan í Danmörku er með talsvert meira fylgi en ríkisstjórn Lars Løkkes Rasmussens samkvæmt könnunum. Samkvæmt útreikningi vefritsins Altinget.dk er hafa Jafnaðarmenn undir forystu Mette Frederiksen bætt við sig fylgi frá kosningunum 2015, en Venstre, flokkur Lars Løkkes, tapað fylgi. Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, hefur einnig tapað fylgi. Ekki hefur verið boðað til kosninga í Danmörku, en kjörtímabilið rennur út 17. júní.
08.04.2019 - 17:08