Færslur: Mette Frederiksen

Spegillinn
Leitar til hægriflokka við stjórnarmyndun
Mette Frederiksen, starfandi forsætisráðherra í Danmörku og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, vonast til þess að geta myndað nýja ríkisstjórn á næstu vikum. Á fréttamannafundi sem hún hélt í forsætisráðuneytinu í dag kom fram að frá þingkosningunum fyrsta nóvember hefði hún haldið 49 fundi með leiðtogum annarra flokka ásamt þingmönnum Færeyja og Grænlands til að kanna um hvaða málefni þeir væru sammála og hvar væri þörf á málamiðlunum.
23.11.2022 - 18:30
Hugnast samstarf flestra flokka nema ysta hægrisins
Annar þeirra grænlensku þingmanna sem kjörinn var á danska þingið fyrr í mánuðinum, vill ekki enn láta alveg uppi hvers konar ríkisstjórnarsamstarf henni hugnast best. Þó segir þingmaðurinn útilokað að starfa með flokkum yst til hægri á pólítíska litrófinu.
Niðurstöðurnar styrkja stöðu Mette Frederiksen
Stjórnmálagreinandi danska ríkisútvarpsins segir augljósar ástæður fyrir því að forsætisráðherra kom fram sem sigurvegari þegar úrslit þingkosninganna í landinu lágu fyrir snemma í nótt. Hann segir niðurstöðurnar styrkja stöðu sitjandi forsætisráðherra í komandi stjórnarmyndunarviðræðum.
Grænlendingar tryggðu rauðu blokkinni meirihluta
Óhætt er að segja að mikil dramatík hafi ríkt meðan seinustu tölurnar komu upp úr kjörkössunum í Danmörku. Rauða blokkin hefur tryggt sér tilskilinn meirihluta þingmanna með fulltrúum frá Færeyjum og Grænlandi. Mette Frederiksen vill mynda nýja ríkisstjórn með breiðri skírskotun.
Segist áhugasöm um „breiða stjórn“ óháð úrslitum
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður flokks Jafnaðarmanna, segist gjarnan vilja mynda ríkisstjórn flokka beggja vegna hinnar pólitísku miðju, jafnvel þótt vinstriflokkarnir nái að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum í dag. Leiðtogar Miðflokksins og Íhaldsflokksins efast um að hún standi við þetta.
Sjónvarpsfrétt
Fjölmörg óákveðin síðasta daginn fyrir kosningar
Kosið verður til þings í Danmörku á morgun. Mette Frederiksen var hyllt af kjósendum þegar hún ræddi við þá á kosningafundum í dag. Frambjóðandi Moderaterna segir flokkinn vilja vera í lykilstöðu eftir kosningar.
Spennan magnast í kosningabaráttunni í Danmörku
Spennan er mikil í Danmörku þar sem kosið verður til þings á morgun. Leiðtogar flokkanna mættust í kappræðum í Danska ríkissjónvarpinu í gær. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er staddur í Kaupmannahöfn og fór yfir það í hádegisfréttum hvað bar hæst í kappræðunum í gærkvöld.
Hyggjast banna eiturúðun á 2.000 ferkílómetrum lands
Fulltrúar dönsku ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka sem mynda hina svokölluðu rauðu blokk í dönskum stjórnmálum kynntu í gær áform sín um að banna notkun skordýra- og illgresiseyðis í landbúnaði á allt að 2.000 ferkílómetrum fram til ársins 2030. Fulltrúum stærstu hagsmunasamtaka danska landbúnaðarins líst illa á áformin.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Þingumræður í Bretlandi og Svíþjóð
Nýtt fólk hefur tekið við stjórn í Bretlandi og Svíþjóð, Rishi Sunak kom í stað Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands, í Svíþjóð hefur hægri stjórn tekið við af ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Nýir leiðtogar voru í eldlínunni í þingumræðum. Í Bretlandi þótti Sunak standa sig vel í fyrsta fyrirspurnatíma forsætisráðherra. Þingmenn Íhaldsflokksins studdu vel við bakið á honum. Í sænska þinginu var meiri ró yfir umræðum.
Danmörk
Vinstri sveifla tveimur vikum fyrir kosningar
Nokkur vinstrisveifla er í dönskum stjórnmálum tveimur vikum fyrir kjördaginn 1. nóvember, ef marka má nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Epinion fyrir danska ríkisútvarpið DR. Forskotið sem hægri flokkarnir höfðu í könnunum í sumar er horfið og vinstri flokkarnir hafa náð yfirhöndinni.
Brottrækur leyniþjónustuforstjóri lætur gamminn geisa
Lars Findsen, brottrækur leyniþjónustuforstjóri í Danmörku sem sætir ákærum fyrir uppljóstrun ríkisleyndarmála, segist vera fórnarlamb pólitískra hrossakaupa. Hann hafi verið sendur í leyfi árið 2020 til að tryggja ríkisstjórninni stuðning.
13.10.2022 - 16:49
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sjálfstæðismál Skota fyrir hæstarétti
Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu.
Kafarar rannsaka skemmdirnar á NordStream-gasleiðslunum
Þýski sjóherinn og lögreglan hafa sett saman rannsóknarhóp sem ætlað er að rannsaka skemmdir á NordStream-gasleiðslunum á botni Eystrasalts. Ætlunin er að kafa niður að leiðslunum nærri Borgundarhólmi og mynda skemmdirnar.
10.10.2022 - 05:30
Zelensky kallar eftir stuðningi við NATÓ-aðild Úkraínu
Úkraínuforseti kallar eftir stuðningi leiðtoga Evrópuríkja við umsókn um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu. Hann lýsir Rússlandi sem því ríki veraldar sem andsnúnast sé Evrópu.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ekkert lát á mótmælum í Íran
Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars gegn hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískrar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt.
Sjónvarpsfrétt
Venstre og Íhaldsmönnum hugnast ekki breiðfylking
Leiðtogum Venstre og Íhaldsmanna hugnast ekki hugmyndir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, um ríkisstjórnarsamstarf flokka bæði á hægri og vinstri væng undir hennar forystu. Hún boðaði til kosninga í dag og þær fara fram 1. nóvember. Kosningabaráttan virðist komin á fullt.
05.10.2022 - 21:31
Boðaði ekki til kosninga við setningu þingsins
Forsætisráðherra Danmerkur og formaður Jafnaðarmanna, Mette Frederiksen, boðaði ekki til kosninga í ræðu sinni þegar hún setti danska þingið formlega í morgun. Fastlega er búist við að hún boði til kosninga í vikunni.
04.10.2022 - 11:25
Blendnar tilfinningar til styttingar háskólanáms
Danska ríkisstjórnin vill að um það bil helmingur háskólastúdenta ljúki meistaragráðu á einu ári. Skólastjórnendur, nemendur, fræðimenn og hluti atvinnulífsins telur að stytting námsins komi niður á gæðum þess.
Máttu hóta forsætisráðherra
Þrír karlmenn sem ákærðir voru fyrir að hóta Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, voru í gær sýknaðir af öllum sakargiftum. Sannað þótti að þremenningarnir hafi borið ábyrgð á því að brúða í fullrí líkamsstærð var hengd upp á mótmælafundi hreyfingar sem kallar sig Men in Black. Um háls brúðunnar hékk skilti sem á var ritað, í lauslegri þýðingu, „Það verður að taka hana af lífi og það verður gert.“
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Lula með meira fylgi en Bolsonaro
Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum og munar meir en tíu prósentustigum.
Heimsglugginn
Fangar berjast fyrir Rússa í Úkraínu
Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ,,Wagner-hópinn" sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum.
Þúsundir minntust fórnarlamba skotárásar í Kaupmannhöfn
Þúsundir komu saman við Field's verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í dag, til þess að minnast fórnarlamba skotárásar sem varð þar á sunnudag.
05.07.2022 - 21:10
Skotárás í Kaupmannahöfn
Gleðin breyttist í harm á örskotsstundu
Tuttugu og tveggja ára Dani sem grunaður er um voðaverkið í verslunarmiðstöðunni Field's á Amager í gær, var leiddur fyrir dómara klukkan ellefu að íslenskum tíma í Københavns Byret, héraðsdómi Kaupmannahafnar. Ákæruvaldið hefur farið fram á að réttarhaldið fari fram fyrir luktum dyrum.
04.07.2022 - 11:13
„Fagra og friðsæla höfuðborgin breyttist á augabragði“
Skömmu fyrir miðnætti sendi Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur frá sér yfirlýsingu vegna skotárásinnar í Kaupmannahöfn. Hið sama gerði Margrét Danadrottning ásamt Friðriki ríkisarfa og Mary eiginkonu hans. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sendi Dönum samúðarkveðjur.
„Villtu gróflega um“ fyrir minkabændum og almenningi
Danska forsætisráðuneytið gekk fram með „mjög ámælisverðum hætti“ og matvælaráðuneytið með „sérlega ámælisverðum hætti“ þegar ríkisstjórn Danmerkur ákvað haustið 2020 að farga skyldi öllum minkum í landinu eftir að kórónuveirusmit greindust í nokkrum minkabúum. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu hinnar svonefndu Minkanefndar; opinberrar rannsóknarnefndar sem fékk það hlutverk að fara í saumana á þessum ákvörðunum og aðgerðum stjórnvalda.
24.06.2022 - 03:08

Mest lesið