Færslur: Mette Frederiksen

Heimsglugginn: Eric Zemmour og Boris Johnson
Fjallað var um frönsk og bresk stjórnmál í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl og enn er hart vegið að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson þennan fimmtudagsmorgun.
Formaður landstjórnar Grænlands með COVID-19
Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, er smitaður af COVID-19 og verður því að fresta eða aflýsa ýmsum verkefnum. Þar á meðal er fyrirhugaður fundur með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og þátttaka í athöfn í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Margrétar drottningar.
Heitir miklum umbótum í málefnum eldri borgara
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur boðar algera uppstokkun á lagaumhverfi málefna eldri borgara. Hún segir sömuleiðis að eldra fólk fái ekki alltaf þá aðstoð sem það verðskuldi.
Danmörk: Auknar greiðslur til fyrirtækja í vanda
Samkomulag náðist á danska þinginu í kvöld um að hækka greiðslur til þeirra fyrirtækja sem standa höllum fæti vegna kórónuveirufaraldursins. Hið sama á við um menningargeirann og skóla. Í gær tilkynnti Mette Frederiksen forsætisráðherra um verulega hertar sóttvarnarráðstafanir í landinu.
Sóttvarnarreglur hertar í Danmörku
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um hertar sóttvarnarráðstafanir á fundi með fréttamönnum sem hófst klukkan eitt að íslenskum tíma. Frederiksen sagði á fréttmannafundinum að ríkisstjórnin tæki undir tillögur Sóttvarnarnefndar Danmerkur, Epidemikommissionen. Nefndi lagði til verulega strangari sóttvarnaraðgerðir, þar á meðal að leikhúsum, kvikmyndahúsum, söfnum og samkomustöðum verði lokað. Fimmta daginn í röð greindist metfjöldi kórónuveirusmita rúmlega 11 þúsund.
Krefja danska ríkið bóta fyrir félagslega tilraun
Hópur Grænlendinga er tilbúinn að höfða mál á hendur danska ríkinu fyrir félagslega tilraun sem þeir voru látnir sæta árið 1951, greiði ríkið ekki bætur. Danska ríkið ákvað að tuttugu og tvö börn skyldu tekin frá fjölskyldum sínum í þeim tilgangi að skapa dönskumælandi yfirstétt Grænlendinga.
Sakar Mette Frederiksen um ósannsögli
Jakob Elleman Jensen, formaður Venstre, stærsta stjórnarandstöðuflokks Danmerkur, hefur sakað Mette Frederiksen, forsætisráðherra, um fara með ósannindi um innihald sms-skilaboða sem var eytt úr síma hennar. Þá sakar stjórnarandstaðan ríkisstjórnina um að hafa haldið leyndum upplýsingum fram yfir kosningar um að lögreglunni hafi ekki tekist að endurheimta sms-skilaboð úr síma Mette Frederiksen, sem varða minkamálið svokallaða.
18.11.2021 - 12:05
Heimsglugginn
Dönsk stjórnmál og verðbólga í Heimsglugga vikunnar
Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér embætti eftir að flokkurinn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningum í Danmörku. Dagblaðið Politiken skrifar að kosningarnar í ár séu minnisstæðar vegna margra stórtíðinda og kollhnís hafi verið í stjórnmálum í mörgum bæjarfélögum, en mesta athygli veki fylgishrun Danska þjóðarflokksins. Flokkurinn fékk kinnhest í síðustu þingkosningum árið 2019 og minnkar enn nú.
Ekki tókst að endurheimta skilaboð úr síma Frederiksen
Sérfræðingum dönsku lögreglunnar hefur ekki tekist að endurheimta sms-skilaboð úr símum Mette Frederiksen forsætisráðherra og Barböru Berthelsen ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Skilaboðin voru talin geta innihaldið mikilvægar upplýsingar í minkamálinu svonefnda.
Stærstu flokkar Danmerkur tapa nokkru fylgi
Kosið var til sveitastjórna í Danmörku í gær. Stærstu flokkar landsins tapa fylgi frá síðustu sveitastjórnakosningum í Danmörku. Einingarlistinn er sigurvegari kosninganna í Kaupmannahöfn en Íhaldsmenn bæta verulega við sig á landsvísu.
Kórónuveiran verði skilgreind samfélagslega hættuleg
Kórónuveiran verður aftur skilgreind sem samfélagslega hættulegur sjúkdómur, sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í kvöld.
08.11.2021 - 20:44
Boðar hertar aðgerðir og hvetur til bólusetningar
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur boðar að grípa þurfi til hertra aðgerða vegna faraldursins og hvetur alla þá sem ekki hafa látið bólusetja sig gegn COVID-19 að gera það sem fyrst.
Minkavandræði Frederiksens
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að hún hafi fylgt ráðleggingum ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins þegar hún stillti síma sinn svo að sms-skilaboðum væri eytt eftir 30 daga. Hún hefur verið krafin skýringa um af hverju sms-samskiptum um ákvörðunina að aflífa alla minka í Danmörku hefði verið eytt. Stjórnarandstaðan gefur lítið fyrir skýringar Frederiksens.
Frederiksen harðlega gagnrýnd vegna horfinna skilaboða
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sætir miklu ámæli eftir að í ljós kom að smáskilaboðum var eytt úr síma hennar og þriggja háttsettra embættismanna í ráðuneytinu. Þau eru talin geta innihaldið mikilvægar upplýsingar í minkamálinu svonefnda.
Verkfall þúsunda danskra hjúkrunarfræðinga varir enn
Verkfall 10 prósenta danskra hjúkrunarfræðinga hefur nú varaði í átta vikur eða 52 daga, og engin lausn á deilunni í sjónmáli. Mögulegt er að digur verkfallssjóður sé við að klárast sem gæti dregið hjúkrunarfræðinga að samningaborði. Ríkisstjórnin vill ekki hafa afskipti af verkfallinu.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: ,,Der er noget galt i Danmark"
Heimsgluggi dagsins: ,,Der er noget galt i Danmark," söng John Mogensen fyrir margt löngu og segja má með sanni að margt hafi gengið úrskeiðis hjá Dönum undanfarið, Njósnaskandall þar sem Bandaríkjamenn nutu aðstoðar Dana við að hlera nána bandamenn eins og Norðmenn, Svía, Frakka og Þjóðverja. Þá var rætt um minka sem var lógað vegna ótta við kórónuveiruna, voru grafnir, grafnir upp og verða brenndir, bólusetningaráætlanir sem ekki standast, bóluefni sem ekki má nota en má svo kannski nota. 
Skjalataska úr fórum ráðherra fannst hjá barnaníðingi
Skjalataska sem hvarf úr fórum manns úr fylgdarliði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn hennar til Færeyja árið 2019 fannst við húsleit hjá manni sem nú hefur verið dæmdur fyrir barnaníð.
27.04.2021 - 06:32
Danir stefna á framleiðslu bóluefnis þegar á næsta ári
Danir stefna að því að framleiða bóluefni þegar á árinu 2022. Ætlunin er að framleiðslugetan dugi heimafyrir, í Evrópu og jafnvel á heimsvísu að því er fram kemur í máli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.
27.04.2021 - 00:20
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Myndskeið
Handteknir fyrir að kveikja í brúðu í líki Frederiksen
Um eitt þúsund komu saman í Kaupmannahöfn í gærkvöldi til að mótmæla sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda í Danmörku. Þrír voru handteknir fyrir að brenna dúkku sem var í líki Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins.
24.01.2021 - 16:35
Þungt í Frederiksen vegna breska afbrigðisins
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist áhyggjufull vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Mótmæli í miðborg Kaupmannahafnar í kvöld
Allt að eitt hundrað svartklæddir mótmælendur gengu um miðborg Kaupmannahafnar í kvöld. Að sögn danska ríkisútvarpsins (DR) skutu þeir púðurkerlingum og hrópuðu ókvæðisorð ætluð Mette Frederiksen forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar vegna sóttvarnarráðstafana í landinu.
19.12.2020 - 23:18
Hertar sóttvarnaraðgerðir boðaðar í Danmörku
Danska ríkisstjórnin með Mette Frederiksen forsætisráðherra í broddi fylkingar hefur boðað hertar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í landinu.
07.12.2020 - 00:15
Heimsglugginn
Boris talaði af sér og Mogens sagði af sér
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál í Bretlandi og Danmörku í Heimsglugganum á Morgunvaktinni.
19.11.2020 - 11:16
Heimsglugginn
Danska stjórnin í standandi vandræðum
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum í Heimsglugganum á Morgunvaktinni í morgun.
12.11.2020 - 12:35