Færslur: Mette Frederiksen

Verkfall þúsunda danskra hjúkrunarfræðinga varir enn
Verkfall 10 prósenta danskra hjúkrunarfræðinga hefur nú varaði í átta vikur eða 52 daga, og engin lausn á deilunni í sjónmáli. Mögulegt er að digur verkfallssjóður sé við að klárast sem gæti dregið hjúkrunarfræðinga að samningaborði. Ríkisstjórnin vill ekki hafa afskipti af verkfallinu.
Fréttaskýring
Heimsglugginn: ,,Der er noget galt i Danmark"
Heimsgluggi dagsins: ,,Der er noget galt i Danmark," söng John Mogensen fyrir margt löngu og segja má með sanni að margt hafi gengið úrskeiðis hjá Dönum undanfarið, Njósnaskandall þar sem Bandaríkjamenn nutu aðstoðar Dana við að hlera nána bandamenn eins og Norðmenn, Svía, Frakka og Þjóðverja. Þá var rætt um minka sem var lógað vegna ótta við kórónuveiruna, voru grafnir, grafnir upp og verða brenndir, bólusetningaráætlanir sem ekki standast, bóluefni sem ekki má nota en má svo kannski nota. 
Skjalataska úr fórum ráðherra fannst hjá barnaníðingi
Skjalataska sem hvarf úr fórum manns úr fylgdarliði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn hennar til Færeyja árið 2019 fannst við húsleit hjá manni sem nú hefur verið dæmdur fyrir barnaníð.
27.04.2021 - 06:32
Danir stefna á framleiðslu bóluefnis þegar á næsta ári
Danir stefna að því að framleiða bóluefni þegar á árinu 2022. Ætlunin er að framleiðslugetan dugi heimafyrir, í Evrópu og jafnvel á heimsvísu að því er fram kemur í máli Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur.
27.04.2021 - 00:20
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Myndskeið
Handteknir fyrir að kveikja í brúðu í líki Frederiksen
Um eitt þúsund komu saman í Kaupmannahöfn í gærkvöldi til að mótmæla sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda í Danmörku. Þrír voru handteknir fyrir að brenna dúkku sem var í líki Mette Frederiksen, forsætisráðherra landsins.
24.01.2021 - 16:35
Þungt í Frederiksen vegna breska afbrigðisins
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist áhyggjufull vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi.
Mótmæli í miðborg Kaupmannahafnar í kvöld
Allt að eitt hundrað svartklæddir mótmælendur gengu um miðborg Kaupmannahafnar í kvöld. Að sögn danska ríkisútvarpsins (DR) skutu þeir púðurkerlingum og hrópuðu ókvæðisorð ætluð Mette Frederiksen forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar vegna sóttvarnarráðstafana í landinu.
19.12.2020 - 23:18
Hertar sóttvarnaraðgerðir boðaðar í Danmörku
Danska ríkisstjórnin með Mette Frederiksen forsætisráðherra í broddi fylkingar hefur boðað hertar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í landinu.
07.12.2020 - 00:15
Heimsglugginn
Boris talaði af sér og Mogens sagði af sér
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál í Bretlandi og Danmörku í Heimsglugganum á Morgunvaktinni.
19.11.2020 - 11:16
Heimsglugginn
Danska stjórnin í standandi vandræðum
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum í Heimsglugganum á Morgunvaktinni í morgun.
12.11.2020 - 12:35
Fréttaskýring
Þrýst á afsögn Mogens Jensens
Danska stjórnin er í miklum vandræðum fyrir að hafa látið lóga öllum minkum í landinu án þess að hafa til þess heimild í lögum. Staða Mogens Jensens, landbúnaðarráðherra, er afar völt en Mette Frederiksen, forsætisráðherra, er einnig gagnrýnd harkalega. Fréttaskýrendur segja að stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Frederiksens ætli þó ekki að fella hana, með því félli stjórnin og enginn hafi áhuga á þingrofi og nýjum kosningum. 
12.11.2020 - 12:08
Ekki lagaheimild til lóga öllum minkum í Danmörku
Óvissa ríkir nú um hvort öllum minkum í Danmörkum verður lógað eftir að í ljós kom að ríkisstjórnina skortir lagaheimild til að fyrirskipa minkabændum að aflífa dýrin. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, tilkynnti á fréttamannafundi í síðustu viku að öllum minkum yrði lógað vegna þess að kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist í fólk. Það gæti leitt til þess að bóluefni við veirunni væru gagnslítil gegn stökkbreyttu veirunni. Slíkt gæti haft skelfilegar afleiðingar.
10.11.2020 - 12:50
Stór hluti ríkisstjórnar Danmerkur í sóttkví
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og tveir af hverjum þremur ráðherrum öðrum hófu sjálfskipaða sóttkví í dag eftir að Nick Hækkerup dómsmálaráðherra greindist með COVID-19.
04.11.2020 - 12:30
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér
Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins, tilkynnti í morgun að hann segði af sér og hætti þátttöku í stjórnmálum. Jensen hefur viðurkennt að hafa áreitt konur kynferðislega og beðist afsökunar. Tilkynning Jensens kom á óvart því að hans sögn studdi yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnarflokks Jafnaðarmanna hann á fundi í gærkvöld.
Danir herða sóttvarnaaðgerðir
Frá og með sunnudeginum 22. ágúst verður skylda að bera grímur í almenningssamgöngum í Danmörku til að hindra kórónuveirusmit. Til skoðunar er að skylt verði að bera grímu á fleiri stöðum þar sem margir koma saman, til dæmis í verslunum. Þetta sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi í dag.
Myndskeið
Slæm meðferð á aldraðri konu náðist á myndband
Aðbúnaður á hjúkrunarheimilum í Danmörku er nú til skoðunar eftir að slæm meðferð á níræðri konu náðist á myndband. Dómari setti lögbann á birtingu myndbandsins og fréttamenn TV2 sem tóku það upp hafa nú verið kærðir.
14.07.2020 - 07:30
Danmörk skellir í lás vegna Covid-19
Öllu skólastarfi er aflýst í Danmörku og meirihluti ríkisstarfsmanna sendir heim næsta hálfa mánuðinn. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en eitt hundrað koma saman verði aflýst í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt nú í kvöld, vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar.
11.03.2020 - 20:04
Grænland á tímamótum
Athygli heimsins hefur beinst að Grænlandi að undanförnu, ekki síst eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti áhuga stjórnar sinnar á að kaupa landið af Dönum. Bæði Grænlendingar og Danir vísuðu hugmyndinni umsvifalaust á bug, margir firrtust við, það væri löngu liðin tíð að lönd og þjóðir gengju kaupum og sölum. Ekki bætti úr skák að Bandaríkjaforseti ræddi kaup Grænlands eins og fasteignaviðskipti.
Fréttaskýring
Ný ríkisstjórn í Danmörku á morgun
Ný ríkisstjórn Jafnaðarmanna tekur formlega við völdum í Danmörku á morgun er Mette Frederiksen gengur á fund Margrétar 2. drottningar í Amalíuborg og kynnir nýja ráðherra. Þær drottningin hittust í dag og fól Margrét Frederiksen að mynda stjórn. Nýja stjórnin nýtur stuðnings Radikale Venstre, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingslistans. Í stefnuyfirlýsingu er áhersla lögð á áhersla á umhverfis- og velferðarmál.
26.06.2019 - 14:59
Myndskeið
Lengstu viðræður í þrjátíu ár
Nú í kvöld héldu stjórnarmyndunarviðræður áfram í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn þar sem vinstriflokkar reyna að mynda nýja ríkisstjórn undir stjórn Mette Frederiksen. Þetta eru lengstu stjórnarmyndunarviðræður í Danmörku í þrjátíu ár.
25.06.2019 - 19:37
Fréttaskýring
Snúnar viðræður um stjórnarmyndun í Danmörku
Stjórnarmyndunarviðræður í Danmörku eru flóknar og erfiðar því flokkarnir, sem reyna stjórnarmyndun hafa ólíkar skoðanir og stefnu í mörgum málum. Stefnan í málefnum innflytjenda og útlendinga er afar ólík og hið sama gildir um efnahagsmál og skatta.
Myndskeið
Dönsku forsætisráðherraefnin tókust á
Danir ganga til kosninga á miðvikudag og kannanir benda til þess að ríkisstjórnarskipti verði og Lars Løkke Rasmussen þurfi að láta af embætti forsætisráðherra.
Vinstriflokkar með forystu í Danmörku
Skoðanakannanir fyrir þingkosningarnar í Danmörku 5. júní benda til þess að Jafnaðarmenn fái mest fylgi og líkur séu á að formaður flokksins Mette Frederiksen taki við forsætisráðherraembættinu af Lars Løkke Rasmussen. Kosningabaráttan er hafin, en Lars Løkke boðaði til kosninganna fyrr í vikunni.