Færslur: Matur

Fjórir inn og fjórir út – núggatkrisp vinsælastur
Í vikunni var sagt frá róttækum breytingum á einum af hornsteinum íslensku jólanna, Nóa konfektinu. Fjórir molar detta út og fjórir nýir koma í staðinn. Þetta er mikið hitamál og á samfélagsmiðlum hafa margir lýst yfir vonbrigðum með molana sem hverfa á brott.
29.08.2020 - 10:00
Engir til að tína bláberin
Bláberin og múltuberin eru bústin og vel þroskuð, en ekki er þó víst að þau eigi nokkurn tímann eftir að rata í verslanir eða matvælaframleiðslu. Vegna kórónuveirunnar hafa óvenjufáir Taílendingar komið til Svíþjóðar þetta sumarið til að starfa við berjatínslu.
23.07.2020 - 07:49
Burger King má grilla grænmetisborgara með kjötinu
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá hópmálsókn gegn skyndibitakeðjunni Burger King frá dómstólnum. Sjö manns höfðuðu mál gegn Burger King og sökuðu fyrirtækið um svik fyrir að grilla grænmetisborgara sína á sama grilli og borgara úr kjöti.
22.07.2020 - 13:10
Fengu 723 ára dóm fyrir hlaðborðssvik
Eigendur veitingastaðar nokkurs á Taílandi voru nýlega dæmdir til 723 ára fangelsisvistar fyrir svik. Mennirnir  tveir, Apichart Bowornbancharak og Prapassorn Bawornban, seldu gjafabréf á sjávarréttahlaðborð sem boðið var upp á á veitingastað þeirra á sannkölluðu gjafverði.
12.06.2020 - 07:49
Útbjó fylltar ólífur á skurðarborðinu
Sjúklingar sem undirgangast heilaskurðaðgerð eru stundum beðnir um hluti á borð við að spila á hljóðfæri á meðan aðgerðin er framkvæmd. Ekki er hins vegar vitað til þess að ólífur hafi verið fylltar á skurðstofunni fyrr en nú.
10.06.2020 - 13:47
Myndband
Sterkar sósur lögðu Helgu og Mána að velli
Guðmundur Felixson leikstjóri og listrænn stjórnandi Improv Ísland er mikill áhugamaður um sterkar sósur eftir að hann vann hlaðvarpsþátt fyrir RÚV núll um fyrirbærið. Hann kíkti í Núllstillinguna með nokkrar af sínum uppáhalds sósum.
29.04.2020 - 15:27
Veitingastaðir verða að fylgja reglum um heimsendan mat
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur komið áríðandi upplýsingum til matvælafyrirtækja vegna þess hvað heimsendingarþjónusta veitingahúsa hefur aukist mikið vegna kórónuveirunnar og samkomubanns.
03.04.2020 - 11:43
Reikna með að selja hátt í 44 þúsund bollur í IKEA
Bakarar landsins hafa keppst við að baka bollur og þeyta rjóma til að mæta þessari árlegu þörf Íslendinga sem skellur á í upphafi Góu. Veitingamenn telja að verkfall félagsmanna Eflingar í Reykjavík verði til þess að bolluátið verði jafnvel meira en í meðalbolluári. 
24.02.2020 - 13:02
Besti árangur íslenska kokkalandsliðsins
Íslenska kokkalandsliðið varð í þriðja sæti á Ólympíuleikum matreiðslumeistara sem fram fór í Stuttgart í Þýskalandi. Ísland hlaut gullverðlaun í báðum keppnisgreinum, líkt og Noregur og Svíþjóð sem urðu í sætunum fyrir ofan. Þriðja sætið er besti árangur íslenska landsliðsins á alþjóðlegu stórmóti, segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. 
19.02.2020 - 16:43
Langar í aðra Michelin stjörnu
„Tilfinningin er mjög góð. Við erum ótrúlega ánægð og glöð með lífið og tilveruna,“ segir Gunnar Karl Gíslason, eigandi veitingastaðarins Dill sem í kvöld endurheimti Michelin stjörnuna sem staðurinn missti í fyrra.
17.02.2020 - 20:03
Orð um bækur
Af mataruppeldi bókaháka
„Að lesa er að borða er að hungra,“ segir Sunna Dís Másdóttir í pistli um mat í barnabókum. „Það má leiða að því líkur að hvað varðar mataruppeldi íslenskra barna hafi frú Blyton þar farið með mun veigameira hlutverk en margir heimilisfræðakennarar landsins.“
14.02.2020 - 10:35
Segðu mér
„Það verður aldrei auðvelt að tala um hana“
Yngri systir rithöfundarins og athafnakonunnar Tobbu Marinósdóttur lést langt fyrir aldur fram fyrir þremur árum, aðeins 25 ára að aldri. Hún mátti þola mikið einelti í æsku sem Tobba segir að hafi átt mikinn þátt í að brjóta hana niður. Alla tíð var hún þó hvers manns hugljúfi og mikill prakkari.
23.01.2020 - 09:37
Spegillinn
Fólk tilbúið að panta jólasteikina á vefnum
Því er spáð að netverslun springi út á næstu árum hér á landi. Mestur hefur vöxturinn verið í netverslun með matvæli.
20.12.2019 - 17:00
 · Innlent · Netverslun · Matur
Galdurinn við sörubakstur
Nú styttist í hápunkt sörubakstursvertíðarinnar og Landinn heimsótti Ingibjörgu Zoéga Björnsdóttur í Hveragerði sem hefur sérhæft sig í sörubakstri. Hún notar kaffiduft í kremið og gæðakakó sem hún sigtar ofan í.
04.12.2019 - 11:40
Fréttaskýring
Matargerðarlist lítið breyst í 4000 ár
Alþjóðlegur rannsóknarhópur fræðimanna með viðamikla þekkingu á fleygrúnum, efnafræði matvæla og matvælasögu, hefur unnið að endurgerð elstu mataruppskrifta veraldar. Matargerðarlistin hefur ekki breyst svo mikið í fjögur þúsund ár.
17.11.2019 - 15:25
Enginn Íslendingur á palli í matarverðlaunum
Norrænu matarverðlaunin, Embla, og Matreiðslumaður Norðurlandanna, voru veitt í Hörpu um helgina. Enginn Íslendingur komst á pall að þessu sinni, en veitt voru verðlaun í 7 flokkum og Íslendingar tilnefndir í þeim öllum. Matreiðslumaður Norðurlanda er Svíi.
02.06.2019 - 12:18
Fjórðungur setur kokteilsósu á pizzu
Landsmenn skiptast í tvær fylkingar varðandi ágæti þess að setja kokteilsósu á pizzu. Samkvæmt nýrri könnun MMR fá 24 prósent Íslendinga sér kokteilsósu á pizzu en 76% gera það ekki. Nokkur munur er á svörum eftir stjórnmálaskoðunum.
17.05.2019 - 14:00
Gera kröfu um íslenskt hráefni í mötuneytinu
Eyjafjarðarsveit hefur sett það skilyrði í útboði fyrir mötuneyti sveitarfélagsins að allt kjöt, fiskur og mjólkurvörur, skuli vera af íslenskum uppruna. Oddviti sveitarfélagsins óttast ekki kvartanir frá þeim sem flytja inn erlenda matvöru. Þetta sé eðlileg krafa í miðju landbúnaðarhéraði.
14.05.2019 - 13:07
Viðtal
Mæla kolefnisspor matarins í mötuneytinu
Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fær nú upplýsingar um kolefnisspor matarins sem er á boðstólum í mötuneyti vinnustaðarins. Kolefnissporið er mælt með sérstökum hugbúnaði. Kokkurinn er orðinn grænkeri nú eftir að þessar upplýsingar eru birtar á skjá í mötuneytinu.
15.04.2019 - 21:21
Pistill
Caiazzo heilkennið
Tómas Ævar Ólafsson pistlahöfundur fjallar um ferð sína á afar sérstakan pítsustað í fjallaþorpinu Caiazzo á Ítalíu sem margir telja að sé besti pítsustaður í heimi.
25.03.2019 - 11:26
Tónlist hefur áhrif á bragðgæði osts
Rannsókn svissnesks ostagerðarmanns og nokkurra listaskólanema hefur leitt í ljós að bragðgæði osts breytast eftir því hvaða tónlist er leikin meðan hann þroskast í ostakjallaranum.
15.03.2019 - 17:44
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Matur
Veitingahúsin betri og gestirnir sigldari
Veitingageirinn á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðan fyrsta Food and fun hátíðin var haldin 2002, að sögn Sigurðar L. Hall skipuleggjanda. Veitingahúsin eru orðin fleiri og betri og gestirnir reyndari og kröfuharðari.
01.03.2019 - 13:52
Besti veitingastaður heims er í pínulitlu húsi
Lítið veitingahús í litlu afskekktu fiskimannaþorpi í Suður-Afríku hefur verið valið besta veitingahús í heimi.
19.02.2019 - 15:06
Innkalla reyktan lax vegna listeríu
Matvælastofnun varar við neyslu á reyktum laxi og reyktri fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. Vörurnar hafa verið innkallaðar af markaði vegna listeríu, sem greinst hefur í þeim, í samráði við MAST.
12.02.2019 - 12:05
Döðlur innkallaðar vegna skordýra
Sólgæti döðlur hafa verið innkallaðar vegna þess að skordýr hafa fundist í vörunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viðskiptavinum, sem hafa keypt döðlurnar, er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar.
12.02.2019 - 11:43