Færslur: Matur

Náðu samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu
Samkomulag hefur náðst um útflutning á korni frá Úkraínu um Svartahaf. Samningaviðræður hafa staðið yfir um útflutninginn undanfarna tvo mánuði, og hafa stjórnvöld í Tyrklandi leitt viðræðurnar ásamt Sameinuðu þjóðunum.
21.07.2022 - 21:44
Deilur og stríð · Erlent · Úkraína · Rússland · Stríð · innrás · Korn · Matur
Þetta helst
Íslensku Michelin-stjörnurnar
Ísland getur nú státað sig af tveimur veitingastöðum sem bera Michelin-stjörnu og eru þar með í hópi tæplega þrjú þúsund veitingastaða um allan heim. En hvaða kröfur þurfa veitingastaðir að uppfylla til að fá þessar eftirsóttu stjörnur, þó ekki sé nema bara eina? Hvers vegna vilja sumir staðir ekki sjá þessar stjörnur og hvernig getur franskur dekkjaframleiðandi haft eitthvert vit á góðum mat? Þetta helst skoðaði Michelin-leiðarvísinn, upphaf hans og þróun undanfarna áratugi.
06.07.2022 - 13:52
 · Innlent · Erlent · michelin · Frakkland · Rás 1 · Hlaðvarp · Matur · Óx · dill · Ferðamannaiðnaður
Launa- og flutningskostnaður skýri hátt vöruverð
Flutningskostnaður, mikill launakostnaður og smæð markaðarins útskýrir hvers vegna verðlag er hærra hér en í Evrópusambandinu. Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 
Ísland dýrast í Evrópu í fatnaði og samgöngum
Matur á Íslandi er 42% dýrari hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Hér á landi er fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar annars staðar í Evrópusambandinu. Skór og föt eru 35% dýrari hér og almenningssamgöngur 85% dýrari.
01.07.2022 - 12:30
Kastljós
Til hvers í ósköpunum „smassar“ maður hamborgara?
Veitingastöðum sem bjóða upp á hamborgara sem hafa verið kramdir með verklegum spaða á sjóðandi heita pönnu fjölgar nú ört á Íslandi. Þessi rúmlega hálfrar aldar gamla aðferð kallast að „smassa“ og það er ekki langt síðan smassaðir hamborgarar urðu útbreiddir á Íslandi.
24.06.2022 - 11:35
Sameiginlegt átak þarf til að bregðast við verðhækkunum
Matvælaráðherra segir að allir þurfi að taka þátt í bregðast við hækkunum í landbúnaðarframleiðslu. Bændur hafa fengið rekstrarhækkun að hálfu bætta en afganginn þurfa afurðastöðvar, verslanir og neytendur að greiða. Ráðherra segir að fæðuöryggi snúist ekki aðeins um aðgengi að mat heldur einnig að gætt sé efnahagslegs jöfnuðar. 
20.06.2022 - 08:35
Át á bjúgum og fiskibollum í dós gæti fylgt verðbólgu
Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum. Bændur, afurðarfyrirtæki og neytendur þurfa að taka á sig tvo og hálfan milljarð króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í landbúnaði. Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra.
Veislan
„Þetta smakkast eins og eitthvað allt annað"
Smurbrauð að dönskum sið er í grunninn bara brauð með einhverju ofan á. Rækjur, egg, sítrónumajónes og vel valdar jurtir eru settar ofan á litla brauðsneið en útkoman getur orðið stórfengleg. Þessu og fleiru kynntist Dóri DNA í fjórða þætti Veislunnar.
18.05.2022 - 15:48
Landinn
Upphaflega afgangsmatur en nú sælkerafæði
„Þetta er náttúrlega upphaflega danskur bændamatur og snýst um nýtingu. Þetta voru afgangar og allt var týnt til og sett ofan á brauð," segir Jakob Jakobsson, annar eigenda smurbrauðsstaðarins Matkráarinnar í Hveragerði.
21.03.2022 - 07:50
Spegillinn
Mjólkurneysla minnkar en osturinn aldrei vinsælli
Íslenska þjóðin borðar ekki nóg af grænmeti og ávöxtum miðað við lýðheilsuleg viðmið og ráðleggingar. Ávaxta-, kjöt- og mjólkurneysla hefur dregist saman seinustu ár og einungis 2% þátttakenda náðu að borða 500 grömm af grænmeti og ávöxtum daglega eins og ráðlagt er.
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur gripið til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Sykurskert öl í ár en bót og betrun næstu jól
Allt jólaöl frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar verður sykurskert í ár. Þá verður hvítöl ekki í boði fyrir þessi jól. Alþjóðlegur dósaskortur og afkastageta verksmiðju fyrirtækisins er ástæða þess að aðeins verður boðið upp á sykurskert öl í ár.
13.12.2021 - 14:11
Landinn
Taco úr laufabrauði
„Þetta er náttúrulega bara hugmynd og ekki endilega góð hugmynd, en samt ástæða til að prófa," segir Andri P. Guðmundsson, á Hvammstanga, en hann hefur verið að leika sér með nýjungar í laufabrauðsgerð.
13.12.2021 - 10:13
Landinn
„Okkur langaði bara í sushi“
„Okkur langaði bara í sushi upphaflega. Vorum samt alltaf með tenginguna við fiskinn, þegar maður er í fiskibær þá er fiskurinn svo nærtækur,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigenda Norð Austur, Sushi-staðar á Seyðisfirði.
Sumarlandinn
Ótrúleg stemning myndast í Hlöðueldhúsinu
„Þetta er eiginlega bara eins og eldhúspartí,“ segir Hrönn Vilhelmsdóttir. Hún rekur Hlöðueldhúsið í Þykkvabæ þar sem tekið er á móti hópum og keppt er um að útbúa fallegasta diskinn.
11.08.2021 - 15:09
Landinn
Umhverfisvænna að borða mjólkurkýr
„Mér fannst erfitt að fá íslenskt gott nautakjöt og þess vegna byrjaði ég á þessu,“ segir Pálmi Geir Sigurgeirsson eigandi kjötverkunarinnar Frá haus að hala. Hann sérhæfir sig í að vinna fjölbreyttar vörur úr fullorðnum mjólkurkúm.
Landinn
Lætur hjartað ráða för í marokkóskri matargerð
„Já, af hverju ekki“, sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu. „Ég er ævintýragjarn,“ segir hann. „Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“ segir Jaouad, sem hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
06.04.2021 - 09:32
Landinn
Langar til að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki
Það er oft mikið að gera á Kurdo Kebab í miðbæ Akureyrar sem er tilkominn vegna Kúrdans, Rahim Rostami. Hann er íranskur Kúrdi og kom til Íslands 2018. „Ég kom hingað sem flóttamaður. Þegar ég kom fyrst þá hafði ég strax í huga einhversskonar rekstur. Ég leitaði að stað fyrir hann en þurfti að bíða eftir að máli mínu lyki hjá Útlendingastofnun.“
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Landinn
Þróa karfasnakk og þaravín á meðan engir eru gestirnir
Ljósin eru slökkt, útidyrahurðin læst og salurinn tómur á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Og þannig hefur það verið um nokkra hríð - sem þó þýðir ekki að þar sé setið auðum höndum. Í bakhúsi er matreiðslumaður að brasa, hann er að búa til karfaroðssnakk.
07.03.2021 - 20:10
Íslensk framleiðsla fullnægir eftirspurn að mestu
Fæðuframboði á Íslandi er að stórum hluta fullnægt með innlendri framleiðslu. Staðan er mjög góð í fiski, mjólkurvörum og kjöti, en lakari í grænmeti og korni.
Telja heilsuspillandi að sleppa hádegismat og slökun
Hætta er á að þau sem vinna af sér hádegismatinn í vinnunni og láta hjá líða að taka sér hlé geti orðið berskjölduð fyrir andlegri og líkamlegri þreytu og kvillum. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem sálfræðiprófessorarnir Leif Rydstedt og David Andersen við háskólann í Innlands-fylki í Noregi unnu í samvinnu við Mark Cropley við háskólann í Surrey.
21.01.2021 - 14:03
„Grjónagrautur getur ekki verið íslenskt fyrirbæri“
Grjónagrautur er einfaldur matur, bara hrísgrjón soðin í mjólk, samt sem áður flækist þetta ferli fyrir svo mörgum. Hann tengir okkur við jólin, grenjandi svöng börn, fjölskyldur, mömmur, ömmur, hefðir og hatur.
26.12.2020 - 09:00
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Fæðuöryggi 50 milljóna Bandaríkjamanna ógnað
Nærri 230 þúsund ný kórónuveirusmit greindust í Bandaríkjunum í gær sem er nýtt met, þriðja daginn í röð. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létust ríflega tvöþúsund og fimmhundruð af völdum sjúkdómsins. Æ fleiri búa við skort og hungur í þessu einu auðugasta ríki heims.