Færslur: Matur

Sykurskert öl í ár en bót og betrun næstu jól
Allt jólaöl frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar verður sykurskert í ár. Þá verður hvítöl ekki í boði fyrir þessi jól. Alþjóðlegur dósaskortur og afkastageta verksmiðju fyrirtækisins er ástæða þess að aðeins verður boðið upp á sykurskert öl í ár.
13.12.2021 - 14:11
Landinn
Taco úr laufabrauði
„Þetta er náttúrulega bara hugmynd og ekki endilega góð hugmynd, en samt ástæða til að prófa," segir Andri P. Guðmundsson, á Hvammstanga, en hann hefur verið að leika sér með nýjungar í laufabrauðsgerð.
13.12.2021 - 10:13
Landinn
„Okkur langaði bara í sushi“
„Okkur langaði bara í sushi upphaflega. Vorum samt alltaf með tenginguna við fiskinn, þegar maður er í fiskibær þá er fiskurinn svo nærtækur,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigenda Norð Austur, Sushi-staðar á Seyðisfirði.
Sumarlandinn
Ótrúleg stemning myndast í Hlöðueldhúsinu
„Þetta er eiginlega bara eins og eldhúspartí,“ segir Hrönn Vilhelmsdóttir. Hún rekur Hlöðueldhúsið í Þykkvabæ þar sem tekið er á móti hópum og keppt er um að útbúa fallegasta diskinn.
11.08.2021 - 15:09
Landinn
Umhverfisvænna að borða mjólkurkýr
„Mér fannst erfitt að fá íslenskt gott nautakjöt og þess vegna byrjaði ég á þessu,“ segir Pálmi Geir Sigurgeirsson eigandi kjötverkunarinnar Frá haus að hala. Hann sérhæfir sig í að vinna fjölbreyttar vörur úr fullorðnum mjólkurkúm.
Landinn
Lætur hjartað ráða för í marokkóskri matargerð
„Já, af hverju ekki“, sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu. „Ég er ævintýragjarn,“ segir hann. „Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“ segir Jaouad, sem hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
06.04.2021 - 09:32
Landinn
Langar til að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki
Það er oft mikið að gera á Kurdo Kebab í miðbæ Akureyrar sem er tilkominn vegna Kúrdans, Rahim Rostami. Hann er íranskur Kúrdi og kom til Íslands 2018. „Ég kom hingað sem flóttamaður. Þegar ég kom fyrst þá hafði ég strax í huga einhversskonar rekstur. Ég leitaði að stað fyrir hann en þurfti að bíða eftir að máli mínu lyki hjá Útlendingastofnun.“
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Landinn
Þróa karfasnakk og þaravín á meðan engir eru gestirnir
Ljósin eru slökkt, útidyrahurðin læst og salurinn tómur á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Og þannig hefur það verið um nokkra hríð - sem þó þýðir ekki að þar sé setið auðum höndum. Í bakhúsi er matreiðslumaður að brasa, hann er að búa til karfaroðssnakk.
07.03.2021 - 20:10
Íslensk framleiðsla fullnægir eftirspurn að mestu
Fæðuframboði á Íslandi er að stórum hluta fullnægt með innlendri framleiðslu. Staðan er mjög góð í fiski, mjólkurvörum og kjöti, en lakari í grænmeti og korni.
Telja heilsuspillandi að sleppa hádegismat og slökun
Hætta er á að þau sem vinna af sér hádegismatinn í vinnunni og láta hjá líða að taka sér hlé geti orðið berskjölduð fyrir andlegri og líkamlegri þreytu og kvillum. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem sálfræðiprófessorarnir Leif Rydstedt og David Andersen við háskólann í Innlands-fylki í Noregi unnu í samvinnu við Mark Cropley við háskólann í Surrey.
21.01.2021 - 14:03
„Grjónagrautur getur ekki verið íslenskt fyrirbæri“
Grjónagrautur er einfaldur matur, bara hrísgrjón soðin í mjólk, samt sem áður flækist þetta ferli fyrir svo mörgum. Hann tengir okkur við jólin, grenjandi svöng börn, fjölskyldur, mömmur, ömmur, hefðir og hatur.
26.12.2020 - 09:00
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Fæðuöryggi 50 milljóna Bandaríkjamanna ógnað
Nærri 230 þúsund ný kórónuveirusmit greindust í Bandaríkjunum í gær sem er nýtt met, þriðja daginn í röð. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létust ríflega tvöþúsund og fimmhundruð af völdum sjúkdómsins. Æ fleiri búa við skort og hungur í þessu einu auðugasta ríki heims.
Ástin er í loftinu. Rómantísk flugferð yfir Taíwan
Taíwanska flugfélagið EVA ætlar að bjóða upp nýlundu um jól og áramót undir yfirskriftinni „Fljúgðu með okkur - ástin er í loftinu“.
22.11.2020 - 06:18
Erlent · Ferðalög · Asía · Taiwan · Flugferðir · Ást · Matur
Um 700 heimili fá matarúthlutun í næstu viku
Fjölskylduhjálp Íslands afhendir skjólstæðingum sínum matargjafir frá Kaupfélagi Skagfirðinga mánudaginn 16. nóvember í Iðufelli í Breiðholti. Í þeirri viku verða alls fjórar matarúthlutanir, tvær í Reykjavík og tvær í Reykjanesbæ.
Fjórir inn og fjórir út – núggatkrisp vinsælastur
Í vikunni var sagt frá róttækum breytingum á einum af hornsteinum íslensku jólanna, Nóa konfektinu. Fjórir molar detta út og fjórir nýir koma í staðinn. Þetta er mikið hitamál og á samfélagsmiðlum hafa margir lýst yfir vonbrigðum með molana sem hverfa á brott.
29.08.2020 - 10:00
Engir til að tína bláberin
Bláberin og múltuberin eru bústin og vel þroskuð, en ekki er þó víst að þau eigi nokkurn tímann eftir að rata í verslanir eða matvælaframleiðslu. Vegna kórónuveirunnar hafa óvenjufáir Taílendingar komið til Svíþjóðar þetta sumarið til að starfa við berjatínslu.
23.07.2020 - 07:49
Burger King má grilla grænmetisborgara með kjötinu
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá hópmálsókn gegn skyndibitakeðjunni Burger King frá dómstólnum. Sjö manns höfðuðu mál gegn Burger King og sökuðu fyrirtækið um svik fyrir að grilla grænmetisborgara sína á sama grilli og borgara úr kjöti.
22.07.2020 - 13:10
Fengu 723 ára dóm fyrir hlaðborðssvik
Eigendur veitingastaðar nokkurs á Taílandi voru nýlega dæmdir til 723 ára fangelsisvistar fyrir svik. Mennirnir  tveir, Apichart Bowornbancharak og Prapassorn Bawornban, seldu gjafabréf á sjávarréttahlaðborð sem boðið var upp á á veitingastað þeirra á sannkölluðu gjafverði.
12.06.2020 - 07:49
Útbjó fylltar ólífur á skurðarborðinu
Sjúklingar sem undirgangast heilaskurðaðgerð eru stundum beðnir um hluti á borð við að spila á hljóðfæri á meðan aðgerðin er framkvæmd. Ekki er hins vegar vitað til þess að ólífur hafi verið fylltar á skurðstofunni fyrr en nú.
10.06.2020 - 13:47
Myndband
Sterkar sósur lögðu Helgu og Mána að velli
Guðmundur Felixson leikstjóri og listrænn stjórnandi Improv Ísland er mikill áhugamaður um sterkar sósur eftir að hann vann hlaðvarpsþátt fyrir RÚV núll um fyrirbærið. Hann kíkti í Núllstillinguna með nokkrar af sínum uppáhalds sósum.
29.04.2020 - 15:27
Veitingastaðir verða að fylgja reglum um heimsendan mat
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur komið áríðandi upplýsingum til matvælafyrirtækja vegna þess hvað heimsendingarþjónusta veitingahúsa hefur aukist mikið vegna kórónuveirunnar og samkomubanns.
03.04.2020 - 11:43
Reikna með að selja hátt í 44 þúsund bollur í IKEA
Bakarar landsins hafa keppst við að baka bollur og þeyta rjóma til að mæta þessari árlegu þörf Íslendinga sem skellur á í upphafi Góu. Veitingamenn telja að verkfall félagsmanna Eflingar í Reykjavík verði til þess að bolluátið verði jafnvel meira en í meðalbolluári. 
24.02.2020 - 13:02
Besti árangur íslenska kokkalandsliðsins
Íslenska kokkalandsliðið varð í þriðja sæti á Ólympíuleikum matreiðslumeistara sem fram fór í Stuttgart í Þýskalandi. Ísland hlaut gullverðlaun í báðum keppnisgreinum, líkt og Noregur og Svíþjóð sem urðu í sætunum fyrir ofan. Þriðja sætið er besti árangur íslenska landsliðsins á alþjóðlegu stórmóti, segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara. 
19.02.2020 - 16:43