Færslur: Matarsóun

Sjónvarpsfrétt
Erfiðlega gengur að draga úr matarsóun
Lítið sem ekkert hefur gengið að minnka matarsóun hér á landi síðustu ár. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir hugarfarsbreytingu og vitundarvakningu ekki duga til, sums staðar eigi ekki að vera neitt val vegna umhverfisverndar. Hærra gjald fyrir urðun matarafganga komi til greina.
Stöðvum matarsóun strax
Þegar matur og nauðsynjavörur hækka stöðugt í verði ætti baráttan gegn matarsóun að standa sem hæst. Þetta segir stofnandi stærstu samtaka gegn matarsóun í Danmörku. Matarreikningurinn hjá barnafjölskyldu þar í landi hefur hækkað um meira en hálfa milljón íslenskra króna á einu ári.
Sjónvarpsfrétt
Matvæli nýtt sem annars færu í ruslið
Til hvers að henda matvælum í fullkomnu lagi ef einhver annar getur nýtt þau, spyr talsmaður samfélagsverkefnis á Akureyri sem nýverið var hleypt af stokkunum. Það snýst um að sporna gegn matarsóun og á sama tíma aðstoða þá sem vantar mat. 
05.05.2022 - 08:51
Frískápur til að koma í veg fyrir matarsóun
Amtsbókasafnið á Akureyri ætlar að setja upp svokallaðan frískáp við bókasafnið. Þar verður hægt að gefa mat og hver sem er getur náð sér í matvæli þangað. Meginmarkmiðið er að koma í veg fyrir matarsóun.
02.03.2022 - 07:58
Unnið gegn matarsóun á Akureyri
Á Akureyri er verið að ýta úr vör stóru matargjafaverkefni. Markmiðið er að ýmsir aðilar í veitingarekstri gefi mat sem til fellur og komi þannig í veg fyrir matarsóun og aðstoði í leiðinni þá sem minna mega sín.
03.12.2021 - 12:23
Myndskeið
Prenta girnilegan mat úr afgöngum og lúnum mat
Starfsfólk hjá MATÍS hefur að undanförnu prentað mat í stórum stíl. Tilgangurinn er meðal annars að finna leiðir til þess að nýta afganga, minnka matarsóun og búa til fallegan og girnilegan mat. Prentarinn hefur verið notaður á Michelin-veitingastað í Barcelona með góðum árangri.
03.01.2021 - 19:22
Spegillinn
Áætlar að 1,5 milljarða virði af skólamat sé hent
„Markmiðið er að rannsaka hvað börn eru að borða og hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikil matarsóun er í skólamötuneytum landsins,“ segir Herborg Svana Hjelm, forsvarsmaður Máltíðar, sem er í ein af tíu stigahæstu hugmyndunum sem bárust í frumkvöðlakeppnina Gulleggsins í ár. Alls bárust um 400 hugmyndir.
14.10.2020 - 16:34
Myndskeið
Mikilvægt að ná heildstætt utan um matarsóun
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að geta búið til hvata til að minnka úrgang og matarsóun í vetur. Markmiðið er að draga úr matarsóun um helming á næstu tíu árum.
Myndskeið
Raunhæft að minnka matarsóun um helming á tíu árum
Að minnka matarsóun hér á landi um helming á næstu tíu árum er mjög raunhæft verkefni. Þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, sem jafnframt situr í starfshópi um aðgerðaáætlun gegn matarsóun. Hún segir samstarf smásala og framleiðenda um framboð og eftirspurn afar mikilvægt. 
Vilja draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun leggur til að sett verði markmið um að draga úr matarsóun um helming á næstu tíu árum. Hver Íslendingur sóar 90 kílóum af mat árlega.
Hvert heimili sóar um 90 kílóum af mat og drykk á ári
Niðurstöður nýrrar rannsóknar Umhverfisstofnunar benda til að íslensk heimili hendi að meðaltali um 20 kílóum af nýtanlegum mat, 25 kílóum af ónýtanlegum matarafgöngum, 5 kílóum af matarolíu og fitu og 40 lítrum af drykkjum á ári, eða samtal ríflega 90 kílóum.
02.04.2020 - 10:27
„Óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum“
Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, hvetur fólk til að gefa „upplifanir“ í stað hluta, eitthvað sem fólk getur notið, neytt eða nýtt. „Ekki kaupa hluti sem eru óþarfir, fyrir peninga sem þú átt ekki, til að ganga í augun á fólki sem þú þekkir ekki,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Börn þurfa ekki svo mikið frá jólasveinum í raun og óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum, segir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
14.12.2019 - 07:05
Rjómaís í nýjar umbúðir til að draga úr plastnotkun
Emmessís hefur breytt umbúðum utan um rjómaís í því skyni að draga úr plastnotkun. Nýjar umhverfisvænni umbúðir eru að mestu úr hágæðapappa. Þá er ísinn settur í minni umbúðir með það að markmiði að minnka matarsóun. Framkvæmdastjóri Emmessís segir að þau hjá fyrirtækinu vilji mæta kröfum neytenda.
05.12.2019 - 21:33
Kastljós
Hendum þriðjungi af öllum mat
Þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur í heiminum lendir í ruslinu. Hægt væri að fæða þrjá milljarða manna með þeim matvælum sem er hent, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Með aukinni fólksfjölgun í heiminum gengur þetta ekki upp, segir Rakel Garðarsdóttir aðgerðasinni.
Viðtal
Með matarstefnu á að auka val fólks
Í dag leggur meirihluti borgarráðs fram tillögu í borgarstjórn um matarstefnu Reykjavíkurborgar og fjármögnun hennar. Lagt er til að stýrihópur verði stofnaður sem fylgi matarstefnunni eftir. Tryggja á aukinn kraft í innleiðingu matarstefnunnar, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs.
03.09.2019 - 10:11
Umhverfisstofnun rannsakar umfang matarsóunar
Umhverfisstofnun mun framkvæma ítarlega rannsókn á matarsóun hér á landi. Rúmlega 1000 heimili verða í slembiúrtaki sem hefst í næstu viku.
14.08.2019 - 09:49
Þurfum að henda minna og flokka meira
Margir stunda gámaköfun, eða það sem hefur verið kallað að „rusla“, hér á landi. Iðulega geta ruslarar nælt sér í matvæli sem eru í góðu ástandi og jafnvel ekki útrunnin. Sóun ætra matvæla er gífurlegt vandamál að sögn stofnanda samtaka sem vilja auka vitundarvakningu um matarsóun.
13.07.2019 - 21:01
Viðtal
Segja matarsóunina vera mistök
Fullur ruslagámur af ætum mat og óflokkuðu rusli við Krónuna í Vík blasti við á mynd sem samtökin Vakandi birtu á Facebook-síðu sinni í gær. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að starfsfólk hafi gert mistök og að umhverfismálin séu í forgangi hjá fyrirtækinu.
15.02.2019 - 18:49
Þriðjungur framleiddra matvæla verður að sorpi
Sóun er heimildarmynd um matarsóun sem samtökin Vakandi stóðu að í samvinnu við Vesturport og Landvernd. Í myndinni kemur meðal annars fram hversu mjög matarsóun og loftslagsmál haldast í hendur. Myndin er sýnd á RÚV kl. 20.05 í kvöld.
08.01.2019 - 14:53
Matarsóun er loftslagsmál
Umhverfisráðherra segir það mjög spennandi ef Norðurlöndin tækju sig saman og settu sér sameiginleg markmið til að sporna gegn matarsóun. Plastmál, matarsóun og loftslagsbreytingar séu allt mál sem haldist í hendur og leiðir til að sporna við þeim þurfi að vera í forgangi.
08.04.2018 - 20:07
Barátta gegn matarsóun að lífsstíl
Norðurlöndin ættu að setja sér sameiginleg markmið gegn matarsóun og taka höndum saman um að draga úr henni. Þetta segir stofnandi dönsku samtakanna Stop spild af mad, sem náð hafa gríðarlegum árangri í Danmörku.
07.04.2018 - 21:01
Viðtal
Átak hvers og eins skiptir máli gegn matarsóun
„Fólki finnst oft erfitt að vera einstaklingar í þessari baráttu og hugsar sem svo að einhver annar sjái um að gera þetta, einhver annar reddi þessu, ég skipti ekki máli. Því er ég bara svo ósammála og þess vegna held ég áfram minni baráttu, af því að ég trúi því virkilega að við sem einstaklingar skiptum öllu í þessu máli," segir Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakanda, samtaka um aukna vitundarvakningu um sóun matvæla.
24.01.2018 - 09:25
Norðurlöndin saman gegn matarsóun
Meira en 3,5 milljón tonn af mat er hent á Norðurlöndum árlega. Sameinuðu þjóðirnar stefna að því að draga úr matarsóun um 50 prósent fyrir árið 2030. Norræna ráðherranefndin samþykkti á fundi sínum í gær að stefna í sameiningu að sama markmiði.
29.06.2017 - 14:17
Reykjavík stefnir á að draga úr matarsóun
Reykjavíkurborg stefnir á að draga úr matarsóun á næstu árum. Borgin vill standa fyrir vitundarvakningu meðal íbúa um áhrif matarsóunar. 
23.01.2017 - 19:30
Kasta milljónum tonna af matvælum á glæ
Bandaríkjamenn henda nærri því jafnmiklu af matvælum og þeir borða. Gríðarleg sóun matvæla eykur á hungur og fátækt og hefur alvarleg áhrif á lífríkið. Mikið af ávöxtum og grænmeti í Bandaríkjunum er skilið eftir á ökrum úti til þess að rotna eða sem fæða fyrir búfé.
13.07.2016 - 16:53