Færslur: mannréttindabarátta

Viðtal
Andspyrna og árásir gegn mannréttindum fara sívaxandi
Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa í fyrsta sinn hrundið af stað alþjóðlegri neyðarsöfnun vegna vaxandi andspyrnu gegn mannréttindum á heimsvísu. Stærsti vandinn liggur í að ríki eins og Bretland og Bandaríkin eru farin að virða alþjóðalög að vettugi, segir mannréttindalögfræðingur.
Mótmælt í Póllandi þriðja kvöldið í röð
Þúsundir þustu út á götur pólskra borga þriðja kvöldið í röð í gærkvöld til þess að mótmæla innleiðingu hertra laga um þungunarrof í landinu. Mótmælendur létu takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig, og því síður kuldann.
30.01.2021 - 06:42
Réttað yfir tyrkneskum stjórnarandstöðuleiðtoga
Tyrkneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala kemur fyrir rétt í Istanbúl í dag. Mannréttindasamtök segja ákærur á hendur honum vera hluta af tilraunum Receps Tayyip Erdogan forseta til að þagga niður andóf í landinu.
Fulltrúadeild Argentínuþings heimilar þungunarrof
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Argentínuþings samþykkti í gærkvöld frumvarp sem eykur mjög rétt kvenna til að undirgangast þungunarrof. 131 þingmaður samþykkti frumvarpið en 117 voru á móti. Til að lögin öðlist gildi þarf öldungadeild þingsins líka að samþykkja þau. Stjórnmálaskýrendur telja að enn mjórra verði á mununum þar en í fulltrúadeildinni. Svipað frumvarp var samþykkt í fulltrúadeildinni fyrir tveimur árum en fellt í öldungadeildinni.
Fangelsi bíður andófsfólks í Hong Kong
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir þeim Joshua Wong, Ivan Lam og Agnesi Chow fyrir að egna til mótmæla í Hong Kong á síðasta ári. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangvelsisvist.
02.12.2020 - 03:27
Tólf mótmælendur ákærðir fyrir að móðga Tælandskonung
Tólf taílenskum aðgerða- og lýðræðissinnum var í morgun stefnt fyrir dóm, þar sem þeim verður gert að svara til saka fyrir brot gegn banni við því að meiða æru og heilagleika konungs. Hvert slíkt brot getur varðað allt að 15 ára fangelsi. Í frétt AFP segir að þetta sé í fyrsta skipti í hartnær þrjú ár, sem ákært er fyrir brot af þessu tagi.
25.11.2020 - 04:26
Pompeo krefur Lukasjenka um frelsun Shkliarovs
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi í gær við Alexander Lukasjenka forseta Hvíta Rússlands og krafðist þess að stjórnmálaráðgjafinn Vitali Shkliarov yrði látinn laus úr fangelsi og sendur til Bandaríkjanna.
Aðgerðasinnar handteknir í Tælandi
Baráttumaður fyrir lýðræðisumbótum í Tælandi var handtekinn í dag. Parit Chiwarak er þriðji andófsmaðurinn til að vera handtekinn þar í landi á einni viku.
14.08.2020 - 14:30
Öldungardeildarþingmaður sagður hafa varið þrælahald
Umdeild ummæli bandaríska öldungardeildarþingmannsins Tom Cotton í blaðaviðtali um að þrælahald hefði verið nauðsynlegur grundvöllur þess að Bandaríkin byggðust upp, hafa vakið miklar deilur í Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ekki hafa verið að verja þrælahald. Hann berst nú gegn því að saga þrælahalds verði kennd í grunn- og framhaldsskólum í landinu.
Bandaríski þingmaðurinn John Lewis er allur
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis er látinn áttræður að aldri. Banamein hans var krabbamein í briskirtli.
Franskir femínistar kalla á afsögn innanríkisráðherra
Þúsundir kvenna söfnuðust saman í París og rúmlega 50 frönskum borgum og bæjum til viðbótar á föstudag til að mótmæla skipun nýs innanríkisráðherra í ríkisstjórn Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta. Ástæðan er sú að ráðherrann, Gérald Darmanin, sætir nú rannsókn vegna nauðgunarkæru.
Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna
Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.
Kínverska leyniþjónustan opnar útibú í Hong Kong
Kínversk yfirvöld opnuðu í dag höfuðstöðvar undirstofnunar eigin leyniþjónustu og öryggislögreglu í Hong Kong. Er þetta í fyrsta skipti sem slík stofnun starfar opinberlega í sjálfstjórnarhéraðinu. Höfuðstöðvarnar eru í stórhýsi á besta stað í miðborginni, þar sem til skamms tíma var rekið hótel.
08.07.2020 - 04:41
Líffræðilegt kyn hverfur úr hollenskum skilríkjum
Líffræðilegs kyns einstaklinga verður ekki getið á hollenskum skilríkjum í framtíðinni nái hugmyndir Ingrid van Engelshoven mennta- og menningarmálaráðherra landsins fram að ganga.
Aftökum í heiminum fækkar á milli ára
Aftökum fækkaði um fimm prósent milli ára samkvæmt opinberum tölum og hafa ekki verið færri í tíu ár. Þeim fjölgaði hins vegar verulega í Sádi Arabíu og Írak. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International um dauðarefsingar á síðasta ári.
Barist fyrir sömu hlutum 50 árum síðar
Formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra segir réttindabaráttu fatlaðra á margan hátt á sama stað og fyrir 50 árum. Hún segir hina sífelldu baráttu við kerfið draga allan mátt úr foreldrum.
20.11.2019 - 14:40
Lögregla gerði húsleit hjá Indlandsdeild Amnesty
Indverska alríkislögreglan, CBI, gerði í gær húsleit á tveimur skrifstofum Indlandsdeildar alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Réðust fulltrúar CBI til inngöngu í skrifstofur samtakanna í Nýju Delí og Bengaluru, að sögn til að leita gagna sem tengjast rannsókn á meintum brotum samtakanna á reglum um erlenda fjármögnun.
Spegillinn
Aldrei áður fengið önnur eins viðbrögð
Það er óhætt að segja að heimildamyndaröðin Svona fólk sem sýnd var á RÚV síðastliðin fimm sunnudagskvöld hafi vakið verðskuldaða athygli. Svona fólk fjallar um mannréttindabaráttu homma og lesbía, hinsegin fólks, hér á landi síðastliðin rúm 40 ár, frá því að Samtökin 78 voru stofnuð.
Marokkóskar konur rísa gegn kvennakúgun
Marokkósk blaðakona var á dögunum dæmd til fangelsisvistar í heimalandi sínu, þar sem sannað þykir að hún hafi farið í þungunarrof. Femínistar í Marokkó taka nú höndum saman og krefjast breytinga á forneskjulegri siðferðislöggjöf landsins. Blaðakonan, hin 28 ára Hajar Rassouni, var á mánudag dæmd í árs fangelsi fyrir að hafa undirgengist þungunarrof, þrátt fyrir að hún fullyrði að það hafi hún aldrei gert.
04.10.2019 - 06:18
25 flóttamenn væntanlegir til landsins
Tuttugu og fimm flóttamenn frá Úganda, Rúanda, Kongó, Súdan og Simbabve koma til landsins 12. september og setjast að í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sveitarfélög taka á móti kvótaflóttamönnum. Fyrirhugað er að Mosfellsbær taki einnig á móti hluta hópsins, sem verður þá í annað sinn sem sveitarfélagið gerir það.
Viðtal
Maria Ressa: Ályktun Íslands mikilvæg
Einn þekktasti fréttamaður Filippseyja, Maria Ressa, segir ályktun Íslands sem samþykkt var í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag mikilvæga fyrir mannréttindabaráttu á Filippseyjum og annars staðar. Ressa hefur verið í fararbroddi þeirra sem berjast á heimsvísu fyrir frjálsum og óháðum fjölmiðlum og hefur fjallað ítarlega um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum undanfarin ár. Forseti Filippseyja hæddist að Íslandi fyrir ályktunina.
13.07.2019 - 15:15
Þúsundir í gleðigöngu í Jerúsalem
Þúsundir gengu um götur Jerúsalem í dag í tilefni af Gay Pride-hátíðinni sem haldin er í átjánda skipti þar í landi. Mikil öryggisgæsla var í tengslum við gönguna en um 2.500 lögreglumenn stóðu vörð um hana.
06.06.2019 - 17:15
Útskúfaður í áratugi - Fær nú styttu
Peter Norman fær loks þá viðurkenningu sem hann á skilið í Ástralíu þegar reist verður stytta af honum við íþróttaleikvang í Melbourne. Norman var útskúfaður eftir að hafa komist á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Mexíkóborg 1968, ásamt Bandaríkjamönnunum Tommie Smith og John Carlos.
10.10.2018 - 06:24
Meðlimir Pussy Riot handteknir aftur
Fjórir liðsmenn rússneska aðgerðahópsins Pussy Riot, þrjár konur og einn karl, hafa verið handteknir að nýju eftir að hafa afplánað 15 daga fangelsisvist.
31.07.2018 - 09:26
Gleðigöngunni aflýst í Líbanon
Hætt hefur verið við að halda Gleðigöngu samkynhneigðra í Líbanon eftir að stjórnvöld handtóku aðalskipuleggjanda göngunnar í gær. Honum var boðið að blása Hinsegin daga af eða sæta ákæru fyrir brot á hegningarlögum ella.
16.05.2018 - 17:58