Færslur: mannlíf

Gagnvirk færsla
Skoðaðu kolefnisspor fjölskyldnanna í Loftslagsdæminu
Hvað losa fjórar venjulegar fjölskyldur á Íslandi mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið ári? Hvernig er það reiknað? Í Loftslagsdæminu fylgjumst við með fjórum fjölskyldum reyna að minnka kolefnissporið um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Þær tjá sig opinskátt um reynslu sína í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu á Rás 1.
16.01.2021 - 10:30
Tóku á móti barni á bílaplani
Slökkviliðsmenn lenda í ýmsu í starfi sínu en Ásgeir Valur Flosason og Sigurjón Hendriksson tóku í fyrsta sinn á móti barni eftir 12 ár í starfi.
Fékk morðhótanir og börnin voru áreitt vegna starfsins
„Þetta bara vatt upp á sig. Fór að verða bara mjög persónulegar árásir í minn garð, morðhótanir, áreiti heima hjá mér, börnin mín voru áreitt. Þetta var bara orðið mjög slæmt," segir lögreglukonan Eyrún Eyþórsdóttir um það þegar hún stýrði verkefni gegn hatursáróðri hjá Lögreglunni.
22.07.2020 - 09:17
Myndskeið
Gestir virtu ekki sóttvarnir og breyta þurfti mótinu
Breyta þurfti skipulagi eins stærsta knattspyrnumóts sumarsins á Akureyri þar sem foreldrar og gestir virtu ekki hólfaskiptingu og sóttvarnir. Eftir á að hyggja segir mótsstjórinn það hafa verið mistök að takmarka ekki fjölda aðstandenda. Um 8000 manns eru á mótinu.
03.07.2020 - 22:25
140 ára færeyskur kútter á Siglufirði
Færeyski kútterinn Westward Ho kom til Siglufjarðar í byrjun vikunnar. Skipið var byggt í Grimsby árið 1884 og er því nærri 140 ára gamalt.
02.07.2020 - 16:48
Samfélagið
Þrastarfjölskylda í glugga mannanna
Þrastarhjón nýttu nótt eina fyrr í vor til að byggja sér hreiður. Það var í góðu tré og virtist vera í góðu skjóli. Þegar birti almennilega til horfðu þau í augun á furðu lostinni reykvískri mannafjölskyldu. Hreiðrið var alveg upp við gluggann á húsinu þeirra. Í stað þess að hætta við allt saman ákváðu þrestirnir að halda hreiðrinu. Kellann verpti eggjum sem svo klöktust. Innandyra naut fólkið þess að vera í návígi við fiðruðu fjölskylduna og fékk stórkostlega innsýn í líf og uppeldi unganna.
23.06.2020 - 16:25
Segir skrýtið ef ekki væri haldið upp á sjómannadaginn
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag, en þó með hófstilltara móti en yfirleitt, vegna samkomutakmarkana. Í Vestmannaeyjum er þó gert eins mikið og reglur leyfa.
07.06.2020 - 12:33
„Smekklaust“ að velja sígarettumyndina af Bubba
Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands, segir að það hafi verið smekklaust að velja umdeilda sígarettu-mynd af Bubba Morthens til þess að auglýsa söngleik Borgarleikhússins, 9 líf. Hann tekur skýrt fram að ritskoðun sé honum ekki að skapi og að listin eigi að vera ögrandi. „Sömuleiðis er það klúður hjá Borgarleikhúsinu að samþykkja þessa mynd líkt og láta fjarlægja sígarettuna í stað þess hreinlega að skipta um mynd,“ skrifar Tómas.
11.05.2020 - 07:34
Landinn
Sumarblómin koma með sumarið
„Þetta er mjög gefandi og gaman að sjá hvernig ræktunin kemur út hjá manni,“ segir Aðalheiður Drífa Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur hjá sveitarfélaginu Skagafirði,sem stendur nú í ströngu við að rækta og hlúa að sumarblómum sem munu fegra umhverfið í sumar.
07.05.2020 - 15:55
Landinn
Tuttugu ára búsetuafmæli svartþrastarins
Í tré einu í útjaðri Höfuðborgarsvæðisins eru svartþrastarhjón búin að hreiðra um sig fyrir sumarið. En það sem þau vita ekki er að þeirra ungauppeldi verður í beinni útsendingu til allra Landsmanna.
05.05.2020 - 09:29
Landinn
Setja upp endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi
„Við brennum fyrir því að minnka neyslu og hugsa um náttúruna. Okkur finnst stundum alveg galið hvernig við höfum verið að haga okkur, við kaupum endalaust nýtt og hendum og kaupum svo meira nýtt. Við viljum lengja líftíma hlutanna,“ segir Solveig Pétursdóttir á Hofsósi.
04.05.2020 - 15:58
 · Innlent · mannlíf · Umhverfismál · #menning
Landinn
Trommar, flýgur og klifrar í möstrum
„Eins og margir ungir menn eyddi ég nokkrum árum sitjandi fyrir framan tölvuna. Svo bara urðu ákveðnar lífstílsbreytingar hjá mér og ég fékk ógeð af því og reyni núna að lifa eftir því að vera ekki að gera ekki neitt,“ segir Ragnar Sverrisson sem er með mörg járn í eldinum.
29.04.2020 - 09:36
Landinn
Gastúrinn er ekki fyrir hvaða bíl sem er
„Við förum yfirleitt þegar ísar eru farnir af ánni því ís er mjög ótraustur á þessari á og íslenskur fjallajeppi þolir yfirleitt mjög illa að detta í gegnum vök. Það brotna þá yfirleitt brettakantar og þessháttar. Það er heldur ekki fyrir alla bíla að fara þetta og fyrir nýtísku dýru bílana þá eru ekki allir sem tíma að fara með þá í svona ófærur,“ segir Jón Bragason, olíubílstjóri og fjallamaður, á Höfn í Hornafirði.
26.04.2020 - 09:30
 · mannlíf · austurland · Ferðalög · Innlent
Myndskeið
Landsmenn fagna langþráðu sumri
Þótt landsmenn hafi fagnað sumardeginum fyrsta með öllu minna tilstandi en oftast áður, þá hafa þeir líklega aldrei áður fagnað komu sumars meira en í ár enda róstursamur vetur að baki.
23.04.2020 - 19:30
Innlent · Mannlíf · Sumar · mannlíf
Landinn
Rannsaka hvort örplast finnist uppi á jöklum
„Ég býst ekki við að við finnum mikið en ég býst við að við finnum eitthvað,“ segir Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur við Háskólann á Akureyri, sem rannsakar nú ásamt fleirum hvort örplast finnist í jöklum á Íslandi.
19.04.2020 - 20:00
Myndskeið
Þórólfur spilaði og söng: „Mega allir kalla mig Tóta“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, var gestur Gísla Marteins í Vikunni á RÚV í kvöld. Hann sýndi þar á sér aðra hlið en Íslendingar hafa mátt venjast á daglegum stöðufundum almannavarna. Þórólfur söng nefnilega og spilaði lagið Ég veit þú kemur eftir Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ og upplýsti að hann væri af vinum sínum kallaður Tóti. „Það mega allir kalla mig Tóta.“
17.04.2020 - 21:19
 · Innlent · mannlíf
Landinn
Gefur timburkeflum framhaldslíf sem sófaborð
„Það er náttúrulega bara algjör synd að láta þetta grotna niður eða farga þessu. Þetta er bara flott hráefni og verða flottar mublur þegar er búið að klappa þeim svoltið vel,“ segir Matthías Haraldsson sem dundar sér við það að pússa upp gömul kefli undan rafmagnsvírum og togvírum og búa til úr þeim sófaborð.
08.04.2020 - 08:30
Verkefni Baltasars með Mark Wahlberg slegið á frest
Verkefni Baltasar Kormáks og Marks Wahlbergs um vináttu sænsks ævintýramanns og hunds hefur verið frestað um óákvæðin tíma. Baltasar átti að fljúga til Púertó Ríkó til að skoða tökustaði fyrir myndina en hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þurfti einnig að hætta tökum á nýrri þáttaröð sem leikstjórinn er að gera streymisveituna Netflix og nefnast Katla.
06.04.2020 - 16:08
Landinn
Hellingur af Heimalanda
Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi brugðist feikna vel við beiðni Landans um sögur og myndskeið af óvenjulegum aðstæðum á óvenjulegum tímum. Efnið bókstaflega streymir inn.
06.04.2020 - 14:45
Varnarmúrarnir
„Aðgerðaleysið er það versta sem kemur fyrir fólk“
„Víðir talaði um veirufrían klukkutíma en við tökum eiginlega meiripartinn af deginum í að hugsa um annað,“ segir eldri borgari í Vestmannaeyjum. Annar eldri borgari í Eyjum hefur tekið upp á því að kenna félögum sínum í Félagi eldri borgara að hlaða niður púsl-appi. Báðir telja þeir að Kórónuveirufaraldurinn eigi eftir að breyta heiminum.
Heimalandanum ýtt úr vör
Hvað gerir þú til að stytta þér stundir í samkomubanninu? Er hægt að vinna heima með fullt hús af börnum? Hvaða áhrif hefur COVID-19 haft á heimilislífið? Við viljum sögur af þessu í Heimalandann.
01.04.2020 - 15:53
Landinn
Heilsuátak með óhefðbundnum hætti
„Það er mjög gott, bæði fyrir líkama og sál að gera eitthvað annað en að hlaupa á eftir rollum,“ segir Vilberg Þráinsson, sauðfjárbóndi á Hríshóli í Reykhólasveit. Hann, og hans fjölskylda eru meðal þeirra sem taka þátt í heilsuátaki á vegum Reykhólahrepps sem nú stendur yfir.
01.04.2020 - 15:29
 · mannlíf · Vesturland · íþróttir · Heilsa · COVID-19
Landinn
Kortleggja einstaka eyðibyggð
„Þetta er einstakt menningarlandslag sem er alveg varðveitt. Hér hafa engar vélar komið og hér varð engin landbúnarbylting. Hér höfum við því eins og insiglað í tíma ákveðið menningarlandslag sem við sjáum næstum því hvergi annarsstaðar,“ segir Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands sem vann ásamt fleirum við að kortleggja og skrá fornminjar í Fjörðum síðastliðið sumar.
27.03.2020 - 14:49
Landinn
Borða diskósúpu í Umhverfislestinni
„Þetta er Diskósúpa. Í þessari súpu er bara grænmeti og gúmmulaði sem var á leiðinni í ruslið, einhverra hluta vegna, í búðum hérna á svæðinu. Þetta er bragðgóð leið til að vekja athygli á vandamáli sem er gríðarlega stórt í heiminum, það er að segja matarsóun," segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumaður sem ferðaðist með Umhverfislestinni um Vestfirði á dögunum.
20.03.2020 - 09:07
Þegar nektardansinn dunaði á Akureyri
„Þetta sýnir okkur hvað normin í samfélaginu geta hreyfst hratt til," segir Andrea Hjálmsdóttir félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri þegar hún rifjar upp þá tíma þegar nektardansstaðir spruttu upp hér á landi eins og gorkúlur.
15.03.2020 - 09:05