Færslur: mannlíf

Sjónvarpsfrétt
Balkönsk hálssöngtækni og íslenskur rímnakveðskapur
Þjóðlagahátíðin er haldin í tuttugasta og annað sinn á Siglufirði um helgina þar sem íslenskum og erlendum þjóðlögum er gert hátt undir höfði.
09.07.2022 - 10:00
Reynir úrskurðaður brotlegur í tvígang sama daginn
Reynir Traustason, eignandi og ritstjóri Mannlífs, braut með alvarlegum hætti gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands (BÍ), samkvæmt tveimur úrskurðum Siðanefndar BÍ, í skrifum sínum um Róbert Wessman.
Skrif Reynis um Róbert alvarlegt brot á siðareglum BÍ
Reynir Traustason, eigandi og ritstjóri Mannlífs, braut siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) með alvarlegum hætti með umfjöllun sinni um Róbert Wessman, samkvæmt úrskurði siðanefndar BÍ.
Blaðamannafélagið vísaði frá kærum gegn Mannlífi
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá tveimur kærum á hendur Reyni Traustasyni, ritstjóra vefmiðilsins Mannlíf.is. Þriðja kæruefnið taldi nefndin ekki brjóta í bága við siðareglur félagsins.
05.05.2022 - 17:34
Gaukar rúsínum að fuglunum og undrast gáfur þeirra
Fuglaáhugamaður í Breiðholti hefur myndað einstök tengsl við hrafna, stara og skógarþresti í hverfinu og sér ekki eftir krónu sem hann ver í fóður handa þeim. Í Réttarholti telur starfsmaður Fuglaverndarfélagsins auðnutittlinga út um eldhúsgluggann og verður stundum vitni að örlagaríkum atburðum. Vetrarlöng garðfuglatalning Fuglaverndar hófst í dag.
24.10.2021 - 19:08
Einhvers konar ein með ýmsu um helgina
Eins og aðrar hátíðir hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verið slegin af. Skipuleggjandi hátíðarinnar þakkar fyrir að henni hafi verið aflýst með lengri fyrirvara en í fyrrasumar.
30.07.2021 - 13:22
Göngugatan er ekki göngugata
Varla er hægt að segja að göngugatan á Akureyri standi undir nafni því stóran hluta ársins er hún opin fyrir akandi umferð. Formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar segir fulla ástæðu til að endurskoða hvort breyta þurfi reglunum að einhverju leyti.
21.07.2021 - 09:17
Spegillinn
Norrænt samstarf steytir á skeri
Norrænt samstarf hefur steytt á skeri í Covid19-farsóttinni og tiltrú almennings á norrænt samstarf hefur beðið alvarlega hnekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu frá Norðurlandaráði. Forseti Norðurlandaráðs hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf á síðustu mánuðum.
Sjónvarpsfrétt
„Þau eru að mislesa forréttindi sín”
„Að segja að þetta séu brot á mannréttindum og að það megi ekki skylda fólk í þetta finnst mér fáránlegt,” segir Gunnlaugur Friðjónsson, 16 ára grunnskólanemi, um óánægju fólks með skyldudvöl í sóttvarnarhúsi við komuna til landsins. „Þau eru að mislesa forréttindi sín einhvern veginn.” Þau sem RÚV hitti við Smáralindina í dag voru nokkuð sammála um hvað ætti að gera á landamærunum: Loka þeim.
Sjónvarpsfrétt
Allir og amma þeirra komin með sín eigin hlaðvörp
Mörg hundruð Íslendingar halda úti hlaðvörpum og hefur hlustun á þau margfaldast undanfarin ár. Um 20 prósent þjóðarinnar segist hluta á hlaðvörp oft í viku, daglega eða oft á dag. Mikill fjöldi opinberra stofnana, félagasamtaka og stjórnmálaflokka heldur úti sínum eigin þáttum, til dæmis Barnaverndarstofa, Umboðsmaður skuldara og Byggðastofnun. Upplýsingafulltrúi Landspítalans segir þetta fréttabréf samtímans.
01.04.2021 - 18:15
Landinn
Dreymir um safn fyrir íslensk spil
„Það er voða erfitt að fullyrða nokkuð um þjóðina per se, við skulum tala frekar um að vissar ættir séu meira í spilamennsku en aðrar, það kemur dálítið í ljós að þetta er dálítið fjölskyldutengt hvað menn eru að spila mikið. Sumar fjölskyldur koma ekki nálægt neinu meðan aðrar eru síspilandi. Ég hef rakið eina fjölskyldu norður í landi sem hefur spilað líklegast sama spilið í 150 ár," segir þjóðfræðingurinn og spilasafnarinn Tómas V. Albertsson.
17.03.2021 - 08:00
Landinn
Býr til skartgripi úr gömlum silfurbúnaði
Í Art galleríi hjá Jóný og Þuru í Vestmannaeyjum framleiðir sú síðarnefnda skartgripi úr gömlum silfurbúnaði eins og á færibandi. Aðallega hringi úr skeiðum.
14.03.2021 - 20:20
Landinn
Þótti frekar lúðalegt að æfa skíðagöngu
Félagarnir Ólafur Pétur Eyþórsson og Einar Árni Gíslason hafa æft skíðagöngu síðan þeir voru smástrákar. „Maður var ekkert alltaf að segja öllum að maður æfði gönguskíði,“ segir Einar Árni, „það var kannski soldið lúðalegt í byrjun - en er orðið mjög töff sport núna.“
10.03.2021 - 07:30
Landinn
Maður með þrjá hatta
„Þetta er annar af tveimur legsteinum sem sagt er að Myllu-Kobbi hafi gert fyrir sitt eigið leiði," segir Inga Katrín D. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga. „Það er líklegt að hann hafi ekki verið sáttur við hann vegna þess að það hefur ekki verið pláss fyrir allan textannn framan á steininum og þvi þurfti hann að klára verkið aftan á honum, sem þótti kannski ekki nógu fínt."
Landinn
Þróa karfasnakk og þaravín á meðan engir eru gestirnir
Ljósin eru slökkt, útidyrahurðin læst og salurinn tómur á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Og þannig hefur það verið um nokkra hríð - sem þó þýðir ekki að þar sé setið auðum höndum. Í bakhúsi er matreiðslumaður að brasa, hann er að búa til karfaroðssnakk.
07.03.2021 - 20:10
Spila jarðskjálftabingó í hrinunni í Grindavík
Ólöf Daðey Pétursdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík og þau, eins og allir á því svæði, hafa fundið vel fyrir snörpum jarðskjálftum í hrinunni síðustu daga. Til að slá á ótta barnanna eftir stóra skjálftann í morgun, sem var 5,2 að stærð, útbjó hún jarðskjálftabingó sem virkar þannig að á reitunum eru ákveðnar staðsetningar og keppnismál er að fylla út sem flesta reiti, það er að upplifa skjálfta á sem flestum stöðum í daglegu lífi.
Landinn
Fór í fóstur hjá fjölskyldu rakarans
„Ég get ekki búið annars staðar, mér finnst svo gott að búa hérna og mjög þægilegt, ég þekki alla og allir þekkja mig, ég er mjög ánægður með það," segir Mohamad Moussa Al Hamoud, nemi í hárgreiðsluiðn á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi. Mohammed eða Mói eins og hann er jafnan kallaður hefur starfað á stofunni síðan hann var 16 ára.
23.02.2021 - 07:50
Innlent · Suðurland · Mannlíf · landinn · mannlíf · Iðnnám · Selfoss
Landinn
Flutti á Þingeyri og tók húsið með sér í heilu lagi
Þegar Valdísi Evu Hjaltadóttur bauðst starf Blábankastjóra á Þingeyri þá tók hún húsið sitt með sér í heilu lagi. „Þessi tilfinning að eiga heima einhversstaðar - ég get tekið hana með hvert sem er,“ segir Valdís.
22.02.2021 - 07:30
Landinn
Heillaðist af Keikó og elti drauminn
Marga dreymdi um að vinna með höfrungum eftir að myndin um hinn íslenska Keikó, Free Willy, sló í gegn 1993. Flestir létu þar við sitja en ekki Kristín Viðja Harðardóttir sem reri að því öllum árum að landa draumastarfinu.
21.02.2021 - 20:00
Landinn
Komst að því á Facebook að konan héti Elínborg
Þorsteinn Gunnarsson og Helga Elínborg Auðunsdóttir búa á Selfossi og reka hvort sitt fyrirtækið á heimili þeirra, hann tölvuþjónustu og hún ilmkertagerð. Fyrirtækin fæddust bæði við eldhúsborðið sem hafði ýmsa ókosti í för með sér því gólfið gat verið hált eftir vaxið sem fylgir kertagerðinni og litlar skrúfur úr tölvum festust í sokkum. Svo þurfti að kæla kertin í ísskápnum og blómalykt komin í matvælin.
15.02.2021 - 13:00
Landinn
Manni má líða alls konar
„Staðan var bara orðin þannig að ég varð að finna einhverja leið til að komast fram úr. Leiðin var sú að einbeita mér að því sem ég gæti verið þakklát fyrir í stað þess að einblína á erfiðleikana. Þá kom í ljós að þrátt fyrir allt þá var þarna fullt af hlutum sem ég gat verið þakklát fyrir," segir Lilja Gunnlaugsdóttir í Áshildarholti í Skagafirði. Hún og maður hennar misstu fyrir tveimur árum tveggja ára dóttur sína, Völu Mist.
14.02.2021 - 14:00
Landinn
Langaði að prófa eitthvað nýtt
„Við vorum búnir að vera hér í nokkur misseri og líkaði vel við landið. Við vorum hinsvegar bara búnir að vinna þessi hefðbundnu innflytjendastörf, þrif á hótelum og þess háttar og langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Ren Gates. Hann og kærasti hans, Stu Ness, báðir frá Bretlandi, reka fornbókabúðina Fróða í Gilinu á Akureyri.
10.02.2021 - 07:30
Landinn
Spenna fyrir valinu á tákni ársins
„Íslenska táknmálið er alveg sérstakt tungumál,“ segir Júlía Guðný Hreinsdóttir, fagstjóri táknmálskennslu hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Hún segir að það sé misskilningur að táknmál sé alþjóðlegt og alls staðar eins.
08.02.2021 - 11:17
Allt verður gert til að finna fjallgöngumennina
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þakkaði Qureshi Makhdoom Shah Mahmood, utanríkisráðherra Pakistans, í dag fyrir framgöngu pakistanskra stjórnvalda í leitinni að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2.
06.02.2021 - 20:37
Ekkert hefur heyrst frá John Snorra á K2
Ekkert hefur spurst til fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans sem ætluðu að freista þess að ná á tind K2 í dag. Síðast heyrðist frá þeim um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fimbulkuldi er á fjallinu og aðstæður erfiðar, til að mynda endast rafhlöður í samskiptabúnaði stutt við slíkar aðstæður. 
05.02.2021 - 22:21