Færslur: Malí

Minnst átján fallnir í árásum í Malí
Að minnsta kosti fimmtán hermenn og þrír óbreyttir borgarar fórust í atlögum sem hermálayfirvöld í Malí segja vera skipulagðar hryðjuverkaárásir. Greint var frá árásunum í dag en gríðarleg óöld hefur ríkt í landinu um langa hríð.
28.07.2022 - 02:40
Myrtu yfir 130 óbreytta borgara í Malí
Illskeyttar vígasveitir, sem yfirvöld telja tilheyra hreyfingu öfgasinnaðra íslamista, myrtu yfir 130 óbreytta borgara í þremur bæjum um miðbik Malí um liðna helgi. AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir starfsmönnum yfirvalda á svæðinu að vel vopnaðir morðingjarnir hafi drepið fólkið með kerfisbundnum og miskunnarlausum hætti í bænum Diallassagou og tveimur nálægum smábæjum.
22.06.2022 - 06:18
Þrír Ítalir og Tógómaður fangar mannræningja í Malí
Tógómanni, ítölskum hjónum og barni þeirra hefur verið rænt suðaustanvert í Vestur-Afríkuríkinu Malí. Allt er gert til að tryggja frelsun fólksins en mannrán eru algeng í landinu.
21.05.2022 - 05:00
Alþjóða Rauði krossinn
Hungursneyð vofir yfir milljónum á Sahel-beltinu
Yfir 10,5 milljónir íbúa Búrkína Fasó, Malí, Níger og Máritaníu eiga á hættu að líða hungur á næstu vikum, segir í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins um aðstæður fólks á Sahel-beltinu, sem teygir sig þvert yfir Afríku á mörkum Sahara-eyðimerkurinnar og gróðurlendisins suður af henni.
13.05.2022 - 04:36
Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Viðhalda refsiaðgerðum gegn Malí
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja tilkynnti í dag að ekki yrði látið af hörðum refsiaðgerðum gegn Malí. Ástæðan eru þær tafir sem orðið hafa á að koma á borgaralegri stjórn í landinu. Herforingjastjórnir í Gíneu og Búrkína Fasó fengu einnig viðvaranir.
26.03.2022 - 01:20
Minnst 40 almennir borgarar myrtir í átökum íslamista
Vígasveitir íslamista í Malí, sem taldar eru í slagtogi við hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki, drápu minnst 40 almenna borgara í árásum sem taldar eru tengjast átökum þeirra við við aðrar vopnaðar sveitir íslamista í landinu. Blóðug vika er að baki í Tessit-héraði í norðanverðu Malí, nærri landamærum Búrkína Fasó og Nígers þar sem stríðandi fylkingar íslamista hafa borist á banaspjótum síðustu misseri.
19.02.2022 - 06:22
ESB beitir malíska leiðtoga refsiaðgerðum
Evrópusambandið innleiddi í gær sértækar refsiaðgerðir gegn fimm meðlimum í herforingjastjórn Vesturafríkuríkisins Malí, þar á meðal forsætisráðherranum Choguel Kokalla Maiga. Í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu segir að fimmmenningarnir séu beittir þessum refsiaðgerðum vegna aðgerða sem hindri og grafi undan því að lýðræði verði komið á í Malí að nýju.
05.02.2022 - 07:16
Leiðtogafundur um valdarán í Vestur-Afríku
Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja koma saman til neyðarfundar í Accra, höfuðborg Gana í dag, til að ræða valdarán og valdaránstilraunir í þessum heimshluta að undanförnu. Fimmtán ríki eiga aðild að Viðskiptabandalagi Vestur-Afríkuríkja. Valdarán hafa verið framin í þremur þeirra á síðustu átján mánuðum og valdaránstilraun í einu til viðbótar.
03.02.2022 - 07:11
Segir rússneska málaliða arðræna Malí
Jean-Yves Le Drien utanríkisráðherra Frakklands sakar einkareknu rússnesku málaliðaþjónustuna Wagner um að fara ránshendi um auðlindir Vestur-Afríkuríkisins Malí. Spenna hefur jafnt og þétt aukist undanfarnar vikur milli franskra stjórnvalda og herforingjastjórnarinnar í Malí.
Innleiða hertar refsiaðgerðir gegn Malí
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja ákvað um helgina að beita Malí hörðum viðskiptaþvingunum og aðildarríkin ætla að loka landamærum sínum að landinu, vegna óhóflegs dráttar malískra stjórnvalda á boðuðum kosningum í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bandalagið sendi frá sér eftir sérstakan leiðtogafund þess, sem haldinn var um málefni Malís í Akkra, höfuðborg Gana um helgina.
10.01.2022 - 05:30
Bandaríkin slíta viðskiptasamningi við þrjú Afríkuríki
Þrjú Afríkuríki njóta ekki lengur kosta tolla- og viðskiptasamnings við Bandaríkin vegna mannréttinda- og stjórnarskrárbrota. Bandarísk yfirvöld bjóðast til að aðstoða ríkin við að uppfylla skilyrði samningsins að nýju.
Ráðamenn í Malí lausir úr haldi hersins
Forseti og forsætisráðherra Malí hafa verið látnir lausir úr haldi hermanna í landinu, þremur dögum eftir að þeir voru teknir höndum í því sem óttast var að yrði annað valdaránið í landinu á innan við ári.
27.05.2021 - 09:01
Ráðamenn handsamaðir af hernum í Malí
Hermenn í Malí tóku forseta og forsætisráðherra landsins höndum í gær og færðu þá í bækistöð hersins fyrir utan höfuðborgina Bamako. Hermennirnir eru sagðir ósáttir við uppstokkun í ríkisstjórninni. Óttast er að aðgerðirnar leiði til annars valdaráns í landinu á innan við ári.
25.05.2021 - 01:25
Átti von á sjö börnum en fæddi níu
Halima Cisse, 25 ára kona frá Malí, fæddi níu börn í gær að því er heilbrigðisráðuneytið í Malí greinir frá. Samkvæmt tilkynningu eru móðir og börn við góða heilsu enn sem komið er.
05.05.2021 - 10:45
Erlent · Afríka · Malí · Marokkó · Fæðingar · Börn
16 hermenn og 24 vígamenn felldir í Níger
Glæpamenn felldu sextán nígerska hermenn í Tahoua-héraði í vestanverðu Níger í gær, laugardag. Fyrr í vikunni felldu nígerskir hermenn 24 „grunaða hryðjuverkamenn" úr röðum öfgasinnaðra íslamista þegar þeir reyndu að flýja úr haldi í nágrannahéraðinu Tillaberi.
02.05.2021 - 23:56
Sex friðargæsluliðar og hermenn vegnir í Malí
Fjórir friðargæsluliðar voru vegnir í árás íslamskra vígamanna á bækistöð þeirra í norðanverðu Malí í dögun í gær, föstudag. Tveir hermenn í malíska stjórnarhernum voru felldir í annarri árás íslamskra vígamanna í gær, inni í miðju landi.
03.04.2021 - 04:46
Segja Frakka hafa drepið 19 óbreytta borgara í Malí
Frakkar drápu minnst 19 óbreytta borgara í loftárás sem flugher þeirra gerði á þorp í Malí í ársbyrjun. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Franska varnarmálaráðuneytið og yfirstjórn franska hersins hafna þessari niðurstöðu og segja eingöngu íslamska vígamenn hafa fallið í árásinni.
31.03.2021 - 03:54
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Franskir hermenn felldu tugi íslamskra vígamanna í Malí
Franskar hersveitir felldu tugi íslamskra vígamannaí Malí í dag, samkvæmt tilkynningu frönsku herstjórnarinnar í landinu. Frakkar hafa verið með talsverðan herafla í Malí síðustu ár og lagt stjórnvöldum lið í baráttunni við vopnaðar sveitir íslamista með tengsl við Al Kaída og Íslamska ríkið, sem framið hafa fjölmörg og mannskæð illvirki í landinu.
14.11.2020 - 00:50
Frakkar felldu yfir 50 vígamenn íslamista í Malí
Frönsk stjórnvöld greindu frá því í gærkvöld að franski herinn hefði fellt yfir 50 vígamenn úr röðum vopnaðra sveita íslamista í Malí á dögunum. Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, upplýsti þetta eftir fund með malískum yfirvöldum í gær. Sagði hún franskar herþotur hafa gert árás á bækistöðvar íslamista með tengsl við Al Kaída síðstliðinn föstudag, nærri landamærunum að Búrkína Fasó og Níger.
03.11.2020 - 04:45
Malí: Borgarhreyfingar hafna tillögum herstjórnarinnar
Hreyfing borgaralegu aflanna í Malí hefur hafnað tillögum herforingjastjórnarinnar um hvernig staðið skuli að valdaskiptum í landinu.
13.09.2020 - 16:19
Fundað um framtíðarskipan mála í Malí
IIbrahim Boubakar Keita fyrrverandi forseti Malí yfirgaf landið í dag. Jafnframt hófst fjölmenn ráðstefna um framtíðarskipan mála í landinu.
06.09.2020 - 00:26
Umbreyting til borgaralegrar stjórnar rædd í Malí
Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Malí í liðnum mánuði, bandamenn hennar og fulltrúar ýmissa hagsmunahópa hyggjast ræða sín í milli í dag. Fundarefnið er loforð herforingjanna um að gefa völd sín eftir til borgaralegra afla í landinu.
05.09.2020 - 04:40
Franskir hermenn í Malí felldu óbreyttan borgara
Franskir hermenn skutu óbreyttan borgara til bana í Malí í dag og særðu tvo aðra. Atvikið átti sér stað um 50 kílómetra frá borginni Goa í norðurhluta landsins þar sem hefur verið afar róstursamt.
02.09.2020 - 01:06
Erlent · Malí · hernaður · Frakkland · Goa