Færslur: Malí

Ráðamenn í Malí lausir úr haldi hersins
Forseti og forsætisráðherra Malí hafa verið látnir lausir úr haldi hermanna í landinu, þremur dögum eftir að þeir voru teknir höndum í því sem óttast var að yrði annað valdaránið í landinu á innan við ári.
27.05.2021 - 09:01
Ráðamenn handsamaðir af hernum í Malí
Hermenn í Malí tóku forseta og forsætisráðherra landsins höndum í gær og færðu þá í bækistöð hersins fyrir utan höfuðborgina Bamako. Hermennirnir eru sagðir ósáttir við uppstokkun í ríkisstjórninni. Óttast er að aðgerðirnar leiði til annars valdaráns í landinu á innan við ári.
25.05.2021 - 01:25
Átti von á sjö börnum en fæddi níu
Halima Cisse, 25 ára kona frá Malí, fæddi níu börn í gær að því er heilbrigðisráðuneytið í Malí greinir frá. Samkvæmt tilkynningu eru móðir og börn við góða heilsu enn sem komið er.
05.05.2021 - 10:45
Erlent · Afríka · Malí · Marokkó · Fæðingar · Börn
16 hermenn og 24 vígamenn felldir í Níger
Glæpamenn felldu sextán nígerska hermenn í Tahoua-héraði í vestanverðu Níger í gær, laugardag. Fyrr í vikunni felldu nígerskir hermenn 24 „grunaða hryðjuverkamenn" úr röðum öfgasinnaðra íslamista þegar þeir reyndu að flýja úr haldi í nágrannahéraðinu Tillaberi.
02.05.2021 - 23:56
Sex friðargæsluliðar og hermenn vegnir í Malí
Fjórir friðargæsluliðar voru vegnir í árás íslamskra vígamanna á bækistöð þeirra í norðanverðu Malí í dögun í gær, föstudag. Tveir hermenn í malíska stjórnarhernum voru felldir í annarri árás íslamskra vígamanna í gær, inni í miðju landi.
03.04.2021 - 04:46
Segja Frakka hafa drepið 19 óbreytta borgara í Malí
Frakkar drápu minnst 19 óbreytta borgara í loftárás sem flugher þeirra gerði á þorp í Malí í ársbyrjun. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Franska varnarmálaráðuneytið og yfirstjórn franska hersins hafna þessari niðurstöðu og segja eingöngu íslamska vígamenn hafa fallið í árásinni.
31.03.2021 - 03:54
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Franskir hermenn felldu tugi íslamskra vígamanna í Malí
Franskar hersveitir felldu tugi íslamskra vígamannaí Malí í dag, samkvæmt tilkynningu frönsku herstjórnarinnar í landinu. Frakkar hafa verið með talsverðan herafla í Malí síðustu ár og lagt stjórnvöldum lið í baráttunni við vopnaðar sveitir íslamista með tengsl við Al Kaída og Íslamska ríkið, sem framið hafa fjölmörg og mannskæð illvirki í landinu.
14.11.2020 - 00:50
Frakkar felldu yfir 50 vígamenn íslamista í Malí
Frönsk stjórnvöld greindu frá því í gærkvöld að franski herinn hefði fellt yfir 50 vígamenn úr röðum vopnaðra sveita íslamista í Malí á dögunum. Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, upplýsti þetta eftir fund með malískum yfirvöldum í gær. Sagði hún franskar herþotur hafa gert árás á bækistöðvar íslamista með tengsl við Al Kaída síðstliðinn föstudag, nærri landamærunum að Búrkína Fasó og Níger.
03.11.2020 - 04:45
Malí: Borgarhreyfingar hafna tillögum herstjórnarinnar
Hreyfing borgaralegu aflanna í Malí hefur hafnað tillögum herforingjastjórnarinnar um hvernig staðið skuli að valdaskiptum í landinu.
13.09.2020 - 16:19
Fundað um framtíðarskipan mála í Malí
IIbrahim Boubakar Keita fyrrverandi forseti Malí yfirgaf landið í dag. Jafnframt hófst fjölmenn ráðstefna um framtíðarskipan mála í landinu.
06.09.2020 - 00:26
Umbreyting til borgaralegrar stjórnar rædd í Malí
Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Malí í liðnum mánuði, bandamenn hennar og fulltrúar ýmissa hagsmunahópa hyggjast ræða sín í milli í dag. Fundarefnið er loforð herforingjanna um að gefa völd sín eftir til borgaralegra afla í landinu.
05.09.2020 - 04:40
Franskir hermenn í Malí felldu óbreyttan borgara
Franskir hermenn skutu óbreyttan borgara til bana í Malí í dag og særðu tvo aðra. Atvikið átti sér stað um 50 kílómetra frá borginni Goa í norðurhluta landsins þar sem hefur verið afar róstursamt.
02.09.2020 - 01:06
Erlent · Malí · hernaður · Frakkland · Goa
Aukin umsvif hryðjuverkamanna í Írak og Sýrlandi
Um 10.000 virkir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru enn í Írak og Sýrlandi tveimur árum eftir að samtökin voru yfirbuguð í löndunum tveimur. Þetta sagði Vladimir Voronkov, fullrúi Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn hryðjuverkjastarfsemi, á fundi í öryggisráði samtakanna í gærkvöld. 
25.08.2020 - 10:58
Herforingjar í Malí vilja að herforingjastjórn taki við
Herforingjarnir sem tóku völdin í Malí í síðustu viku hafa boðist til að láta Ibrahim Boubacar Keita forseta lausan. Þeir gera kröfu um að bráðabirgðastjórn hersins sitji í þrjú ár.
24.08.2020 - 00:27
Sendinefnd Samtaka Vestur-Afríku væntanleg til Malí
Fulltrúar Samtaka Vestur-Afríkuríkja eru væntanlegir til Malí á morgun laugardag. Tilgangurinn er sagður vera að koma á stjórnskipulegri reglu í landinu.
21.08.2020 - 15:03
Stjórnarandstaðan í Malí styður valdarán hersins
Assimi Goita, ofursti í malíska hernum, steig fram í gær og kynnti sig sem leiðtoga herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í Malí á þriðjudag. Valdarán hans og fylgismanna hans í hernum hefur verið fordæmt víða á alþjóðavettvangi, en malíska stjórnarandstaðan lýsir stuðningi við herinn.
20.08.2020 - 04:01
Forseti Malí lúffaði fyrir hernum til að forða blóðbaði
Yfirmenn í her Vestur-Afríkuríkisins Malí, sem leiddu valdarán hersins þar í landi í gær, lýstu því yfir í morgunsárið að þeir hyggist innleiða nauðsynlegar umbætur í stjórnmálum landsins og efna til þing- og forsetakosninga „innan skynsamlegs tímaramma." Forsetinn segist hafa sagt af sér til að forða þjóðinni frá blóðbaði.
19.08.2020 - 06:48
Forseti Malí settur af og herinn tekur völdin
Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keita, tilkynnti afsögn sína í nótt, nokkrum klukkstundum eftir að uppreisnarmenn úr malíska hernum hnepptu bæði hann og forsætisráðherrann Boubou Cisse í varðhald. Forsetinn tilkynnti afsögn sína í sjónvarsávarpi og sagði að ríkisstjórn hans myndi láta af völdum og þingið leyst upp án frekari tafa. Valdaránstilraunin sem Afríkubandalagið og Evrópusambandið fordæmdu í gær er því orðin að valdaráni.
19.08.2020 - 01:46
Uppreisn hermanna í Malí
Uppreisnarhermenn í Vestur-Afríkuríkinu Malí segjast hafa Ibrahim Keita forseta og Boubou Cisse forsætisráðherra í haldi.
18.08.2020 - 18:03
Herinn sakaður um árásir á þorp í Malí
Stjórnvöld í Malí ætla að rannsaka ásakanir þorpsbúa í Mopti héraði um að stjórnarhermenn hafi orðið 43 þorpsbúum að bana í síðustu viku. Vopnaðir menn í herklæðum réðust í þorpið Binedma á föstudag og urðu 29 að bana. Þeir kveiktu jafnframt í húsum. Tveimur dögum fyrr réðust menn í þorpið Niangassadiou og drápu fjórtán. 
09.06.2020 - 06:33
Á þriðja tug þorpsbúa myrtur í Malí
Tuttugu og sex þorpsbúar voru myrtir og þorpið brennt í árás í Mopti-héraði í miðju Malí á föstudag. Árásin var gerð á þorp Fulani-þjóðarinnar, hefur Al jazeera eftir Aly Barry, embættismanni samtaka Fulani-fólks. Embættismaður í héraðinu segir tvær konur og níu ára barn meðal hinna látnu. Að sögn vitna réðust menn klæddir hergöllum inn í þorpið. Ekki er víst hverjir voru að verki. 
07.06.2020 - 07:15
Erlent · Afríka · Malí
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Fjórir nígerskir stjórnarhermenn og tugir vígamanna, sem taldir eru tilheyra íslömskum hryðjuverkasamtökum, féllu í hörðum bardaga í vesturhluta Níger á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að sveit stjórnahermanna hafi ráðist á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tillaberi-héraði nærri landamærunum að Malí á fimmtudag.
04.04.2020 - 01:31
Yfir 30 þorpsbúar myrtir í Malí
Yfir fjörutíu eru látnir, þar af níu hermenn, eftir átök þjóðflokka í miðju Malí. 31 var drepinn í árás á þorpið Ogossagou, sem er að mestu byggt af Fulani þjóðinni. 160 létu lífið í sama þorpi í árás vígamanna Dogon þjóðarinnar í mars í fyrra.
15.02.2020 - 06:07
Franski herinn felldi vígamenn í Malí
33 hryðjuverkamenn voru felldir í aðgerðum franska hersins í Malí í dag. Emmanuel Macron greindi frá þessu á fundi með frönskum hermönnum í Vestur-Afríku. Frakkar og friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna hafa staðið vaktin í Malí undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa átökin sem hófust í landinu árið 2012 aukist og breiðst út til nágrannaríkjanna Búrkína Fasó og Níger. 
21.12.2019 - 23:32