Færslur: Malí

Herinn sakaður um árásir á þorp í Malí
Stjórnvöld í Malí ætla að rannsaka ásakanir þorpsbúa í Mopti héraði um að stjórnarhermenn hafi orðið 43 þorpsbúum að bana í síðustu viku. Vopnaðir menn í herklæðum réðust í þorpið Binedma á föstudag og urðu 29 að bana. Þeir kveiktu jafnframt í húsum. Tveimur dögum fyrr réðust menn í þorpið Niangassadiou og drápu fjórtán. 
09.06.2020 - 06:33
Á þriðja tug þorpsbúa myrtur í Malí
Tuttugu og sex þorpsbúar voru myrtir og þorpið brennt í árás í Mopti-héraði í miðju Malí á föstudag. Árásin var gerð á þorp Fulani-þjóðarinnar, hefur Al jazeera eftir Aly Barry, embættismanni samtaka Fulani-fólks. Embættismaður í héraðinu segir tvær konur og níu ára barn meðal hinna látnu. Að sögn vitna réðust menn klæddir hergöllum inn í þorpið. Ekki er víst hverjir voru að verki. 
07.06.2020 - 07:15
Erlent · Afríka · Malí
Fjórir hermenn og tugir vígamanna féllu í Níger
Fjórir nígerskir stjórnarhermenn og tugir vígamanna, sem taldir eru tilheyra íslömskum hryðjuverkasamtökum, féllu í hörðum bardaga í vesturhluta Níger á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu nígerska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að sveit stjórnahermanna hafi ráðist á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Tillaberi-héraði nærri landamærunum að Malí á fimmtudag.
04.04.2020 - 01:31
Yfir 30 þorpsbúar myrtir í Malí
Yfir fjörutíu eru látnir, þar af níu hermenn, eftir átök þjóðflokka í miðju Malí. 31 var drepinn í árás á þorpið Ogossagou, sem er að mestu byggt af Fulani þjóðinni. 160 létu lífið í sama þorpi í árás vígamanna Dogon þjóðarinnar í mars í fyrra.
15.02.2020 - 06:07
Franski herinn felldi vígamenn í Malí
33 hryðjuverkamenn voru felldir í aðgerðum franska hersins í Malí í dag. Emmanuel Macron greindi frá þessu á fundi með frönskum hermönnum í Vestur-Afríku. Frakkar og friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna hafa staðið vaktin í Malí undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa átökin sem hófust í landinu árið 2012 aukist og breiðst út til nágrannaríkjanna Búrkína Fasó og Níger. 
21.12.2019 - 23:32
Franskir hermenn fórust í Malí
Þrettán franskir hermenn fórust í árekstri tveggja þyrlna í Afríkuríkinu Malí í gær. Stjórnvöld í París greindu frá þessu í morgun og sögðu þetta hafa gerst í hernaðaraðgerðum gegn vígamönnum um miðbik Malí.
26.11.2019 - 10:30
Erlent · Asía · Malí
Frakkar felldu hryðjuverkaleiðtoga í Malí
Franska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að hersveitir hafi fellt hryðjuverkaleiðtogann Ali Maychou í Malí. Hann var leiðtogi hreyfingarinnar JNIM í vestanverðri Afríku. Ráðuneytið segir hann hafa fallið í aðgerð franska hersins 9. október. 
06.11.2019 - 06:44
Malí
53 hermenn féllu í árás íslamista
53 hermenn og einn óbreyttur borgari féllu í árás hryðjuverkasveita íslamista á herstöð í Malí í dag. Talsmaður Malíhers greindi frá þessu á Twitter. Hryðjuverkamennirnir réðust á bækistöð hersins í Indelimane í Ménakahéraði í austanverðu landinu og kom herinn litlum vörnum við. Í tilkynningu hersins segir að miklar skemmdir hafi einnig verið unnar á mannvirkjum í herstöðinni og að liðsauki hafi verið sendur á vettvang. Ekki kemur fram hvort og þá hve margir úr liði árásarmanna féllu í átökunum.
02.11.2019 - 01:28
40 féllu í hörðum bardögum í Malí
Minnst 25 malískir hermenn féllu og um 60 er saknað eftir árás íslamskra hryðjuverkamanna á tvær herbækistöðvar nærri landamærum Malís og Búrkína Fasó, samkvæmt tilkynningu yfirvalda. Fimmtán úr liði árásarmanna voru felldir í átökunum. Hryðjuverkamennirnir létu til skarar skríða gegn bækistöðvum hersins í bæjunum Boulkessy og Mondoro á mánudag og harðir bardagar héldu áfram, með hléum þó, fram eftir þriðjudegi.
02.10.2019 - 04:07
Sjávarverur bjuggu eitt sinn í Sahara
Steingervingar sem fundust í Malí gefa til kynna að sjávarverur hafi eitt sinn búið þar sem nú er eyðimörkin Sahara. Samkvæmt nýrri grein á vef Náttúruminjasafns Bandaríkjanna voru sæsnákar og leirgeddur á meðal dýra sem bjuggu í sjónum sem náði yfir 3000 ferkílómetra svæði og var 50 metrar þar sem hann var dýpstur.
14.07.2019 - 22:00
Tugir myrtir í malískum þorpum
Yfir 40 létu lífið í árás á tvö þorp Dogon-veiðimannaþjóðarinnar í Malí á mánudagskvöld. Þjóðin býr í miðhluta landsins, og hefur átt í blóðugum erjum við hirðingjaþjóðina Fulani.
19.06.2019 - 06:46
Þriðjungur þorpsbúa felldur í Malí
Nærri 100 voru drepnir í árás á þorp Dogon þjóðarinnar í Malí síðustu nótt. 19 til viðbótar er saknað eftir árásina. AFP fréttastofan hefur eftir þorpsbúa að um 50 þungvopnaðir menn hafi umkringt þorpið á mótorhjólum og pallbílum áður en þeir gerðu árás. Hver sem reyndi að flýja var drepinn, hvort sem það voru konur, börn eða eldri þorpsbúar. 
11.06.2019 - 01:43
Ríkisstjórn Malís segir af sér vegna blóðbaðs
Forsætisráðherra Afríkuríkisins Malí og ráðuneyti hans allt sögðu af sér í gær, fjórum vikum eftir að vígasveitir veiðimanna af Dogon-þjóð myrtu nær 160 hirðingja af Fulani-þjóðinni í hryllilegu blóðbaði. Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keita, samþykkti afsögn forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar, en hann sagði í sjónvarpsávarpi á þriðjudag að hann hefði „heyrt reiði fólksins," án þess þó að nefna forsætisráðherrann Soumeylou Boubèye Maïga á nafn í því sambandi.
19.04.2019 - 07:31
Veiðimenn myrtu yfir 100 hirðingja í Malí
Veiðimenn af Dogon-þjóðinni eru sagðir hafa myrt yfir 100 manns í þorpi Fulani-hirðingja í Bankass-héraði í Malí á laugardag. Harouna Sankare, bæjarstjóri næsta bæjar, segir að 115 hafi fallið í þorpinu Ogossagou. „Þetta var fjöldamorð Dogon-veiðimanna á óbreyttu Fulani-fólki,“ hefur tíðindamaður AFP eftir Sankare. Fólkið var ýmist skotið eða vegið með sveðjum að sögn ónefnds heimildarmanns úr hernum, sem sendur var á vettvang þegar fregnir bárust af blóðbaðinu.
24.03.2019 - 01:45
20.000 nígerískar konur kynlífsþrælar í Malí
Sú deild nígerískra lögregluyfirvalda sem sérhæfir sig í mannránum og mansali hefur fundið þúsundir nígerískra stúlkna og kvenna, sem saknað hefur verið um lengri og skemmri tíma, í suðurhluta nágrannaríkisins Malí. Talið er víst að langflestar þeirra hafi ýmist verið ginntar eða numdar á brott og síðan seldar mansali, oftar en ekki í kynlífsþrælkun.
24.01.2019 - 04:29
Friðargæsluliðar felldir í Malí
Sex til átta friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru skotnir til bana í dag í búðum sínum í Malí. Nítján særðust. Allir voru þeir frá Tsjad. Heimildum ber ekki saman um hversu margir féllu í árásinni. Að sögn AFP féllu nokkrir árásarmenn einnig.
20.01.2019 - 13:27
Tugir létust í átökum hirðingja og veiðimanna
37 fórust í þjóðflokkastríði Dogon og Fulani þjóðanna í Malí í dag. Vopnaðir menn úr veiðimannasamfélagi Dogona réðust inn í þorp Fulani hirðingja í Mopti héraði. Fjöldi særðist í árásinni og kveiktu árásarmennirnir í híbýlum þorpsbúa, að sögn AFP fréttastofunnar. 
02.01.2019 - 04:51
Minnst tólf féllu í árás á markað í Malí
Minnst tólf óbreyttir borgarar voru myrtir á útimarkaði í litlu þorpi í suðurhluta Malí, nærri landamærunum að Burkina Faso. Vopnaður maður réðist á hermann sem staddur var á markaðinum. Í framhaldinu var minnst tylft markaðsgesta myrt, en atburðarásin er enn nokkuð óljós, hafa fréttastofur eftir ónefndum heimildarmanni í malíska hernum.
21.05.2018 - 03:11
Tugir Túarega felldir af vígamönnum
Yfir 30 almennir borgarar úr röðum Túarega voru myrtir í tveimur árásum vígamanna í norðausturhluta Malí að sögn yfirvalda. Breska ríkisútvarpið segir árásirnar hafa verið gerðar í Menaka héraði í gær og í fyrradag. Talið er að þetta hafi verið hefndarárásir vegna árása Túarega á bækistöðvar vígamanna síðustu vikur.
29.04.2018 - 00:13
Friðargæsluliðar felldir í Malí
Tveir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Malí féllu og tíu særðust þegar vígasveitir uppreisnarmanna létu sprengjum rigna á bækistöðvar þeirra úr sprengjuvörpum sínum snemma á fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirstjórn friðargæsluliðsins í Malí. Óvíða eru friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í meiri hættu en í Malí, þar sem vígasveitir hinna ýmsu uppreisnar- og hryðjuverkasamtaka herja óhikað á þá og bækistöðvar þeirra.
06.04.2018 - 03:43
Malímaður dreginn fyrir stríðsglæpadómstól
Maður sem eftirlýstur var af Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa í Malí var handtekinn í gær. Yfirvöld í Malí framseldu hann til Haag þar sem hann sætir nú varðhaldi.
01.04.2018 - 04:55
Erlent · Afríka · Malí
12 lögreglumenn felldir í Malí
Þungvopnaðir vígamenn á pallbílum og mótorhjólum skutu minnst tólf lögreglumenn og særðu fleiri í suðvesturhluta Níger, nærri landamærunum við Malí. Árásarmennirnir létu til skarar skríða árla laugardagsmorguns í bænum Ayourou í Tillaberi-héraði, um 200 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Niamey. Mohamed Bazoum, innanríkisráðherra Níger, staðfesti þetta í samtali við AFP-fréttastofuna og sagði leit standa yfir að árásarmönnunum.
22.10.2017 - 06:35
Níu féllu í árásum á friðargæslulið í Malí
Níu féllu í árásum vígamanna á tvær bækistöðvar friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Malí á mánudag. Vopnaðir menn réðust inn í bækistöðvar friðargæslunnar í bæjunum Douentza og Timbúktú. Átta vígamenn voru felldir, talið er víst að þeir séu úr röðum herskárra íslamista.
15.08.2017 - 01:23
Morð og gíslataka á hóteli í Malí
Menn vopnaðir skotvopnum myrtu í það minnsta fimm í árás á hótel í Malí í dag. Aðrir gestir og starfsmenn hótelsins voru teknir í gíslingu. Hermenn frá Malí eru meðal hinna látnu og einnig að öllum líkindum starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Tveir árásarmannanna voru felldir.
08.08.2015 - 00:49
Erlent · Afríka · Malí