Færslur: Makríll

Ósanngjarnt að kvóti fari frá smáum til stórra útgerða
Smábátasjómenn sem stunda makrílveiðar hafa ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi héraðsdóms sem sýknaði ríkið af kröfum þeirra um að fyrirkomulag úthlutunar veiðiheimilda verði fellt úr gildi. Formaður félagsins segir ósanngjarnt hve stóran hlut af aflanum stóru útgerðirnar fái. 
Meiri síldveiði en minna af makríl og kolmunna
Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið leggur til meiri veiði á norsk-ís­lenskri síld á næsta ári miðað við ráðgjöf þessa árs. Hinsvegar er lagt til að minna verði veitt af mak­ríl og kol­munna.
01.10.2020 - 16:36
72% minna af makríl við Ísland en í fyrra
Samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 4. ágúst 2020 leiðir í ljós 7% aukningu á lífmassa makríls sem er mesti lífmassi sem mælst hefur síðan byrjað var að fara í leiðangurinn 2007.
Ágæt makrílveiði en langt á miðin í Smugunni
Eftir rólega byrjun á makrílveiðum hefur ræst úr vertíðinni og íslensk skip hafa almennt náð góðum afla í Smugunni. En þangað er löng sigling og flóknara að skipuleggja veiðar þar en þegar veitt er í íslensku lögsögunni.
24.08.2020 - 13:43
Farnir í Smuguna
Íslenski makrílveiðiflotinn er allur farinn til veiða í Smugunni. Veiðivonin við Íslandsstrendur var orðin veik og því þarf að leita út fyrir landhelgi. Aðeins hefur veiðst um fjórðungur makrílkvótans.
29.07.2020 - 13:12
Minni kraftur í makrílveiðinni
Makrílveiðin suður af landinu gengur treglega sem stendur, ólíkt því sem verið hefur síðustu vikur. Skipin eru að fá síld í stað makríls sem er ekki það sem útgerðin vill veiða á makrílvertíð.
10.07.2020 - 12:25
Meta stofnstærð makríls í 30 daga leiðangri
Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun héldu í gær af stað í fjölþjóðlegan rannsóknarleiðangur, meðal annars til að meta stærð makrílstofnsins. Tvö síðustu ár hefur minna verið af makríl sunnan og vestan við Ísland en áður.
Makrílveiðar hefjast fyrr en á síðustu vertíð
Makrílvertíðin er hafin og fyrirtæki í uppsjávarveiðum smám saman að snúa sér að því verkefni eftir fremur endasleppa kolmunnavertíð. Nokkur óvissa ríkir um sölu og verð fyrir makrílafurðir í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
24.06.2020 - 20:43
Stjórn Vinnslustöðvarinnar á eftir að gera upp hug sinn
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hittist á fundi síðdegis í dag og ræddi málsókn fyrirtækisins á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl. Stjórnin ætlar að bíða með að taka ákvörðun um það hvort fyrirtækið haldi sinni kröfu til streitu. 
16.04.2020 - 19:01
Kom á óvart að fimm útgerðir falli frá milljarða kröfum
Það kom framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á óvart að heyra að fimm sjávarútvegsfyrirtæki ætli að falla frá milljarða málsókn gegn ríkinu vegna makrílkvóta. Huginn ætlar að halda sinni kröfu til streitu.
15.04.2020 - 20:33
Vinnslustöðin undrast viðbrögð ráðherra í réttarríki
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að það hafi ekki átt að koma stjórnmálamönnum á óvart að sjö útgerðir væru með mál í gangi gegn stjórnvöldum vegna makríls, sem endaði með að Hæstiréttur dæmdi að ríkið væri bótaskylt. Hann segir ummæli ráðherra sérkennileg og segir að hann hefði frekar búist við slíku í ríkjum þar sem ekki er réttarríki.
15.04.2020 - 18:42
Ráðherra ákveður árskvóta Íslendinga í deilistofnum
Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt veiðiheimildir Íslendinga í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2020. Samtals verður heimilt að veiða rúm 488.000 tonn úr þessum þremur deilistofnum.
01.04.2020 - 18:50
Samið um Síldarsmugu og kvóta uppsjávartegunda
Fulltrúar Íslands, Noregs og Danmerkur, fyrir hönd Færeyinga, hafa undirritað þjóðréttarsamninga um skiptingu hluta hafsvæðisins sem í daglegu tali gengur undir heitinu Síldarsmugan. Þá hafa tekist samningar um heildarkvóta kolmunna, norður-atlantshafssíldar og makríls í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2020. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.
31.10.2019 - 01:36
Lítil hætta á refsiaðgerðum vegna makríls
Grænlenska blaðið Sermitsiaq hefur eftir Søren Gade, varaformanni fiskveiðinefndar ESB, að lítil hætta sé á að Evrópusambandið grípi til refsiaðgerða gegn Grænlandi og Íslandi vegna makrílveiða. Í viðtali við blaðið segir Søren Gade að á fundi nefndarinnar hafi enginn hótað refsiaðgerðum og skorað hafi verið á Grænlendinga og Íslendinga að taka þátt í makrílviðræðum með Evrópusambandinu, Noregi og Færeyjum.
15.09.2019 - 16:36
Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu dögum
Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér hvort skaðabætur verða sóttar til ríkisins. Hæstiréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu en fyrirtækin þurfa sjálf að sækja bæturnar sem samtals gætu hlaupið á tugum milljarða króna.
Borga miklu meira fyrir makríl en Íslendingar
Norsk fiskvinnslufyrirtækið hafa greitt allt að fjórfalt verð fyrir makríl til vinnslu og bræðslu á síðustu árum miðað við það sem íslensk fyrirtæki greiða. Þetta kemur fram í samantekt Verðlagsstofu skiptaverðs sem birt var í gær. Síðustu sjö ár hefur munurinn mest numið 294 prósentum en minnst 154 prósentum. Norðmenn fá hærra afurðaverð fyrir makrílinn sinn en Íslendingar. Þar er munurinn allt að 62 prósent.
28.08.2019 - 22:47
Hjóla í Ísland en skilja Rússland eftir
Það sætir furðu að Rússar séu undanskildir í hugsanlegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins vegna makrílveiða Íslendinga og Grænlendinga. Þetta segir formaður íslensku sendinefndarinnar. Þá sé einkennilegt að saka Íslendinga um ábyrgðarleysi í veiðum þar sem Evrópusambandið og ríkin tvö veiddu helmingi meira en vísindamenn höfðu ráðlagt. „Þetta sýnir kannski ekki mikið hugrekki hjá þeim að hjóla í Ísland og Grænland en skilja Rússland eftir,“ segir formaður sendinefndarinnar.
25.08.2019 - 12:32
Síðasti makríllinn fyrir verslunarmannahelgi
Nú eru um 35 þúsund tonn af makríl komin á land eftir að veiðar hófust í byrjun júlí. Sjómenn eru sammála um að veiðarnar gangi mun betur en í fyrra og meira sé af makríl innan lögsögunnar nú, en á síðustu vertíð.
01.08.2019 - 16:13
Makríllinn er kominn
Makríll sást við Keflavík fyrir helgi og er útlitið svipað nú og síðustu ár. Makrílveiðar eru hafnar við Vestmannaeyjar og hafa þær gengið ágætlega.
16.07.2019 - 07:30
Makrílkvóti aukinn
Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn, samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra. Morgunblaðið greinir frá þessu. Er þetta einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda, þar sem þau hafa ekki átt aðild að samningum um skiptingu makrílkvótans í Norður-Atlantshafi þótt makríll sé farinn að ganga inn í íslenska lögsögu í miklum mæli.
29.06.2019 - 08:45
Makrílkröfur á ríkið þingfestar 27. júní
Fyrstu dómsmál í kjölfar makríldóms Hæstaréttar í desember verða þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Skaðabótakröfurnar skipta milljörðum. 
19.06.2019 - 12:28
142% aukning á makrílkvóta
Alþjóðahafrannsóknarráðið leggur til að makrílkvóti þessa árs verði 770 þúsund tonn, rúmlega tvöfalt meiri en hún hafði áður gefið út. Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir að gefa út kvóta upp á tæplega 108 þúsund tonn eða 16,5% af heildarkvótanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
16.05.2019 - 06:36
Átta ára ákvörðun gæti reynst dýrkeypt
Umboðsmaður Alþingis komst árið 2015 að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur gerði í dag. Átta ára gömul ákvörðun ráðherra um að úthluta makrílkvóta ekki eftir veiðireynslu hafi verið í ósamræmi við lög. Ákvörðunin gæti reynst ríkissjóði dýrkeypt.
06.12.2018 - 21:34
Góðar og slæmar fréttir í sjávarútvegi
Horfur er á að útflutningur sjávarafurða aukist um sjö og hálft prósent í ár frá í fyrra að mati Seðlabankans. Í maí nam verðmæti sjávarafla íslenskra skipa 11,6 milljörðum króna og jókst frá því í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki eru eins góð tíðindi af makrílnum samkvæmt niðurstöðum makrílleiðangurs. Mun minna er af honum við Ísland en áður og mest er af honum við Noreg. 
Bjartsýni við upphaf makrílvertíðar
Makrílvertíðin er hafin og uppsjávarskipum á miðunum fjölgar jafnt og þétt. Eftir misjafnt gengi tvö undanfarin ár búast útgerðarmenn við að þetta verði góð vertíð. Reiknað er með að makrílveiðin standi fram í miðjan september.
21.07.2018 - 14:04