Færslur: Mahsa Amini

Blóðugur föstudagur í Íran
Talið er að allt að 133 hafi látið lífið í mótmælum víðsvegar um Íran á undanförnum tveimur vikum, samkvæmt írönskum mannéttindasamtökum. Kveikjan að mótmælabylgjunni er andlát ungrar konu, Möhsu Amini, sem lést í haldi siðgæðislögreglu landsins. Önnur mótmæli brutust út í borginni Zahedan í síðustu viku, en á föstudag er talið að allt að 41 hafi látið lífið þar.
Íran:Krefjast tilslökunar á reglum um klæðaburð kvenna
Einn helsti umbótaflokkur Írans krafðist þess í gær að látið verði af ströngum reglum íslamska lýðveldisins um klæðaburð kvenna. Flokkurinn vill einnig að siðgæðislögreglan verði lögð niður.
Herinn hótar hörðum aðgerðum gegn mótmælendum
Íranski herinn boðar hörku gegn mótmælendum í landinu, sem herinn kallar óvini ríkisins í yfirlýsingu frá því í morgun. Reuters hefur eftir yfirlýsingunni að herinn sé reiðubúinn að mæta óvininum til þess að tryggja öryggi og frið í landinu. Herinn segir mótmælaaðgerðirnar örvæntingarfullar og hluta af illri vegferð óvinarins til að veikja hið íslamska íranska ríki. Forseti landsins segir málfrelsi ríkja í landinu.
23.09.2022 - 09:53
Tala látinna hækkar í mótmælum í Íran
Sjö hafa látist og tugir eru sagðir hafa særst í fjölmennum mótmælum í Íran síðustu daga. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi svokallaðrar siðferðislögreglu. Fjölskylda hennar telur að hún hafi verið barin til bana. 
Fjölmenn mótmæli í Íran fjórða daginn í röð
Fjölmenni tók þátt í mótmælum víðsvegar um Íran í gær, fjórða daginn í röð, og hrópaði slagorð gegn klerkastjórninni. Kveikja mótmælanna er andlát 22 ára konu í haldi siðgæðislögreglunnar.