Færslur: Lygalíf fullorðinna

Gagnrýni
Ferrante er eins og borðtennismeistari gegn áhugamanni
Gagnrýnendur Kiljunnar segja að aðdáendur Elenu Ferrante verði ekki sviknir af nýjasta verki hennar, Lygalífi fullorðinna. Þar sé unnið með efnivið unglingabóka en yfirburðir Ferrante á því sviði séu geipilegir í samanburði við aðra höfunda.
Gagnrýni
Lygavefur millistéttarinnar liðast í sundur
Það er mikill fengur að þýðingu Höllu Kjartansdóttur á nýjustu bók metsöluhöfundarins Elenu Ferrante, Lygalíf fullorðinna, að mati bókarýnis Víðsjár. „Þetta er listavel gert, vefurinn er flókinn og spennandi, án þess að lesandinn missi þráðinn.“
Orð um bækur
Undirliggjandi ofsi í þroskasögu Ferrante
Elena Ferrante er á kunnuglegum slóðum í nýjustu bók sinni, Lygalífi fullorðinna. Þessi frásögn um unga stúlku úr efri byggðum Napólí er þroskasaga innan goðsagnaramma, segir þýðandi bókarinnar Halla Kjartansdóttir. „Sagan hefur táknræna merkingu. Hún er full af leiðarstefjum og ævintýraminnum.“