Færslur: Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Rannsaka ólöglega vopnasölu til Kongó
Sameinuðu þjóðirnar saka nokkur ríki um að vígbúa og þjálfa herinn í Kongó án þess að láta Sameinuðu þjóðirnar vita eins og lög frá árinu 2004 gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fyrir Öryggisráðið og AFP hefur fengið afrit af. Sum vopnanna hafa komist í hendurnar á vopnuðum hópum í austurhluta landsins, þar sem vígahreyfingar hafa orðið hundruðum að bana síðustu mánuði.
24 fórust í flóðum í Kongó
Minnst 24 týndu lífi í miklum flóðum í Suður-Kivu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðustu daga. Tuga til viðbótar er saknað eftir flóðin, að sögn forsetans, Felix-Antoine Tshisekedi Tshilombo, sem greindi frá því að fjöldi bygginga í héraðinu sé gjörónýtur eftir flóðin.
18.04.2020 - 07:39
Ebólu-faraldri ekki lokið í Kongó
Eftir rúmar sjö vikur án Ebólu-smits greindist 26 ára karlmaður með sjúkdóminn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann var sá fyrsti til að fá sjúkdóminn síðan í febrúar að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í heimahéraði mannsins er hann látinn. 
Mannskæðir mislingar í Kongó
Meira en sex þúsund manns hafa látist úr mislingum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó undanfarið ár.
06.03.2020 - 14:22
Þúsundir hafa dáið úr mislingum í Kongó
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin óskar eftir auknum framlögum til baráttunnar gegn mislingum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Um 310.000 hafa greinst þar með mislinga frá upphafi árs í fyrra, meira en 6.000 hafa látist úr sjúkdómnum.
08.01.2020 - 09:38
Um 100 þúsund færð af kóbalt-námu
Um tíu þúsund fjölskyldur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó verða að flytja búferlum á næstunni. Yfirvöld ætla að greiða fyrir erfiðið. Fólkið býr allt í bænum Kasulo, sem stendur ofan á verðmætum kóbalt-æðum.
18.12.2019 - 01:33
5.000 látnir í mislingafaraldri í Kongó
Nærri fimm þúsund eru látnir af völdum mislinga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó það sem af er ári að sögn yfirvalda þar í landi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir faraldurinn í landinu vera þann sem breiðist hraðast og víðast út í heiminum í dag. Um 250 þúsund manns hafa smitast í landinu það sem af er ári.
Vígamenn myrtu 15 óbreytta borgara í Kongó
Vígasveitir uppreisnarmanna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó myrtu minnst 15 óbreytta borgara á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags og hafa nú myrt hátt í 40 manns síðan stjórnarherinn hóf sókn gegn þeim um síðustu mánaðamót. Vígasveitirnar tilheyra samtökum uppreisnarmanna sem kalla sig Sameinuðu lýðræðisfylkinguna, SLF, og halda einkum til í frumskógunum nærri landamærum Úganda.
Segja bóluefni gegn ebólu haldið frá Kongó
Alþjóðlegu hjálparsamtökin Læknar án landamæra saka Alþjóðaheilbrigðisstofnunina um að skammta Kongómönnum of naumt af bóluefni gegn ebólu. Um 2.100 manns hafa dáið úr þessari skæðu pest í yfirstandandi faraldri, þeim næst-mannskæðasta sem upp hefur komið.
Ný ebólu-smit í Kongó
Staðfest hafa verið ebólu-smit í Suður-Kivu héraði í austurhluta Lýðstjórnar­lýð­veldi­sins Kongó. 26 ára maður er þegar látinn og eitt barna hans hlýtur læknismeðferð vegna smits.
Tvö ný lyf gegn ebólu lofa afar góðu
Góðar líkur eru á að brátt verði bæði hægt að lækna ebólu og bólusetja gegn henni með árangursríkum hætti, að sögn vísindamanna hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Tvö af fjórum lyfjum sem notuð hafa verið í tilraunaskyni í yfirstandandi ebólufaraldri í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó gefa ástæðu til þessarar bjartsýni.
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
663 aftökur án dóms og laga á sex mánuðum
Nær 700 manneskjur voru teknar af lífi án dóms og laga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á fyrri helmingi þessa árs, samkvæmt úttekt Sameinuðu þjóðanna, og yfir 3.000 mannréttindabrot voru skráð í landinu á sama tíma.
Fyrsta ebólutilfellið greinist í milljónaborg
Fyrsta staðfesta ebólusmitið greindist í milljónaborginni Goma í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á sunnudag. Skæðasti ebólufaraldur sem upp hefur komið í Kongó hefur nú geisað í tæpt ár og lagt yfir 1.600 manns í valinn í landinu austanverðu. Hingað til hefur tekist að halda veirusýkingunni frá stærstu þéttbýlisstöðum á svæðinu, þar sem smitleiðir eru greiðar og mannfjöldinn svo mikill að ómögulegt getur reynst að hefta útbreiðslu hennar.
Yfir 160 myrt í átökum hirðingja og bænda
Minnst 161 liggur í valnum eftir að blóðug átök þjóðarbrota blossuðu upp í Ituri-héraði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í liðinni viku. BBC hefur þetta eftir embættismönnum í héraði. Hemaþjóðin, þjóð hirðingja, og bændur af Lendu-þjóðinni hafa eldað grátt silfur árum saman vegna beitarréttinda og ítrekað hefur komið til mannskæðra átaka, árása og hefndarárása á víxl.
Yfir 1.000 hafa dáið í ebólufaraldri í Kongó
Yfir 1.000 manns hafa nú dáið af völdum ebólusýkingar í faraldri sem hefur geisað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðan í ágúst í fyrra. Heilbrigðisyfirvöld í Kinshasa tilkynntu þetta í gær. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins segir að borist hafi fregnir af 14 dauðsföllum af völdum ebólu á síðustu dögum og þar með sé staðfestur fjöldi látinna orðinn 1.008. Yfir 1.450 smit hafa verið staðfest, þar af 126 í síðustu viku.
Yfir 100 enn saknað eftir ferjuslys
Yfir eitt hundrað manns er enn saknað eftir að ferju hvolfdi á Kivu-vatni í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á mánudag. Hátt á annað hundrað manns voru um borð í ferjunni þegar henni hvolfdi. 35 var bjargað lifandi úr vatninu og 13 lík hafa fundist, en 114 manns sem staðfest er að voru um borð hafa enn ekki fundist.
Talið að yfir 150 hafi drukknað í ferjuslysi
Óttast er að yfir 150 manns hafi farist þegar ferju hvolfdi á Kivu-vatni í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á mánudag. dpa-fréttastofan þýska greinir frá þessu. Felix-Antoine Tshisekedi, forseti landsins, sagðist á Twitter vera harmi sleginn vegna fréttanna af ferjuslysinu, en samkvæmt bráðabirgðatölum væri ríflega 150 manns saknað.
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Yfir 500 hafa dáið úr ebólu síðan í ágúst
Yfir 500 hafa nú látist í ebólufaraldrinum sem geisað hefur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó að undanförnu. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í gær. Í tilkynningu frá ráðuneyti hans segir að 502 dauðsföll af völdum ebóluveirunnar hafi verið staðfest síðan faraldurinn braust út í austurhluta landsins í ágúst í fyrra, en tekist hefði að lækna 271, sem smitast hefði af veirunni á sama tíma.
Fundu yfir 50 fjöldagrafir
Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og yfirvalda í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó fann nýverið rúmlega 50 fjöldagrafir í vesturhluta landsins. Róstusamt hefur verið á þessum slóðum um hríð og fréttir borist af blóðugum og mannskæðum átökum þjóðarbrota.
Flokkar hliðhollir Kabila halda þingmeirihluta
Flokkar hliðhollir Joseph Kabila, fráfarandi forseta Austur-Kongó halda öruggum meirihluta sínum á þingi landsins samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum yfirkjörstjórnar. 500 fulltrúar sitja í neðri deild þingsins og hafa stjórnarflokkarnir fengið 288 af þeim 429 þingsætum sem fyrir liggja, en stjórnarandstaðan 141.
Tshisekedi lýstur sigurvegari í Kongó
Felix Tshisekedi, annar af helstu leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Austur-Kongó, hefur verið lýstur sigurvegari nýafstaðinna forsetakosninga þar í landi, með fyrirvara þó. Yfirkjörstjórn landsins kynnti bráðabirgðaúrslit kosninganna í rauðabítið í morgun, en endanleg úrslit eiga að liggja fyrir hinn 15. þessa mánaðar. Helsti keppinautur hans, kaupsýslumaðurinn Martin Fayulu, ber brigður á niðurstöður kjörstjórnar og talar um „valdarán með kosningum.“
Fjórir féllu í átökum á kjörstað í Kongó
Fjórir létu lífið í átökum á kjörstað í Austur-Kongó í dag, lögreglumaður, starfsmaður kjörstjórnar og tveir almennir borgarar. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum í Suður-Kivu-héraði að til ryskinga hafi komið þegar starfsmaður á kjörstað var sakaður um að eiga við kjörgögn til að auka veg forsetaframbjóðanda ráðandi afla í landinu og skjólstæðings sitjandi forseta, Josephs Kabila. Hópur fólks utan við kjörstaðinn réðist á viðkomandi starfsmann og varð honum að bana áður en yfir lauk.
Kosið í Kongó eftir áratuga einræði
Yfir 46 milljónir manna eru á kjörskrá í Austur-Kongó, þar sem eftirmaður Josephs Kabila á forsetastóli verður kjörinn í dag, auk þingmanna á þjóðþingi landsins. Kjörstaðir voru opnaðir eldsnemma í morgun, klukkan fimm að staðartíma, og verður lokað klukkan 17, eða 16 að íslenskum tíma. Forsetakosningunum í þessu stríðshrjáða landi hefur ítrekað verið frestað, en til þeirra var fyrst boðað fyrir tveimur árum.
198 dáin í skæðasta ebólufaraldri Austur-Kongó
Í Austur-Kongó geisar nú skæðasti ebólufaraldur sem upp hefur komið þar í landi, að sögn heilbrigðisyfirvalda. Oly Ilunga Kalenga, heilbrigðisráðherra, segir 319 staðfest eða mjög líkleg ebólu-tilfelli komin á skrá ráðuneytisins, einu fleira en þegar ebóla gaus fyrst upp í landinu árið 1976. Af þeim 319 sem hafa smitast hafa 198 dáið síðan fyrsta tilfellið greindist í ágúst síðastliðnum.
Yfir 50 fórust í eldi í Kongó
Minnst 50 manneskjur létu lífið í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og á annað hundrað brenndust illa þegar eldur kviknaði í olíuflutningabíl eftir árekstur við rútu á laugardag. Yfirvöld í héraðinu Mið-Kongó greina frá þessu. Slysið varð í litlu þorpi nærri borginni Kisantu, um 200 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Kinshasa.
07.10.2018 - 07:55