Færslur: Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Mannkynið rýfur 8 milljarða múrinn um miðjan nóvember
Mannkyninu hefur ekki fjölgað jafnhægt og nú síðan um miðja síðustu öld, en mun engu að síður fara yfir átta milljarða markið í haust, samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Sama spá gerir ráð fyrir að Indverjar taki fram úr Kínverjum og verði orðnir fjölmennasta þjóð heims áður en árið 2023 líður í aldanna rás, fjórum árum fyrr en áður var spáð.
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Vígamenn myrtu 27 óbreytta borgara
Talið er að illræmdar vígasveitir íslamista hafi myrt minnst 27 óbreytta borgara í Kivu-héraði í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Rauði krossinn og yfirstjórn Kongóhers greina frá þessu.
Tugir féllu í árás vígamanna á gullnámu í Kongó
Vopnaðir vígamenn réðust um helgina að gullnámu og myrtu tugi manna í Ituri-héraði í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Ungbarn er meðal hinna myrtu.
Bardagar milli stjórnarhers og skæruliða í Kongó
Skæruliðar M23 hreyfingarinnar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó hafa náð nokkrum þorpum í austanverðu landinu á sitt vald. Skæruliðasveitirnar og stjórnarherinn hafa barist síðustu daga í Rutshuru-héraði.
Sprenging í fjölda rafmagnsbíla á einum áratug
Óhætt er að fullyrða að sprenging hafi orðið í fjölgun rafknúinna heimilisbíla undanfarinn áratug. Árið 2012 voru sex rafmagns- og raftengifjölskyldubifreiðar skráðar á Íslandi en undir lok síðasta árs voru þær rétt tæplega sautján þúsund.
51 dæmdur fyrir morð á sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna
Herréttur í Lýðstjórnarríkinu Kongó dæmdi 51 til dauða í dag fyrir að hafa myrt tvo sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna í landinu árið 2017. Margir þeirra dæmdu voru ekki viðstaddir réttarhöldin.
Minnst sex fórust í sjálfsmorðsárás í Kongó
Minnst sex manns týndu lífinu þegar maður sprengdi sig í loft upp við vinsælan veitingastað í borginni Beni í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á jóladag. Árásarmaðurinn sprengdi sprengjuna við innganginn þegar öryggisverðir meinuðu honum að fara inn á veitingastaðinn, sem var fullur af fólki þegar hann lét til skarar skríða.
Tugir myrtir í árásum á flóttamannabúðir
Vopnuð sveit vígamanna réðst á flóttamannabúðir í Ituri-héraði í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á sunnudag og banaði 22 almennum borgurum sem þar höfðu leitað skjóls. Er þetta önnur mannskæða árásin á Ivo-búðirnar, þar sem Kongóbúar á hrakningi hafast við, á innan við viku. 29 voru drepin í fyrri árásinni.
Félagar forseta Kongó sagðir þvætta peninga í Færeyjum
Fyrirtæki í eigu fjölskyldu og vina Josephs Kabila, fyrrverandi forseta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, eru sögð hafa fengið milljónir dala úr ríkissjóði og frá ríkisstofnunum. Þetta kemur fram í umfjöllunum fjölda miðla um heim allan um stærsta gagnalega Afríkusögunnar.
WHO heitir fórnarlömbum kynferðisofbeldis stuðningi
Hjálparstarfsmenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó misnotuðu konur og stúlkur í landinu meðan barátta við Ebóla-faraldur stóð sem hæst á árunum 2018 til 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heitir stuðningi við fórnarlömb og að hinir brotlegu þurfi að sæta afleiðingum gjörða sinna.
Hrottafengin morð vígamanna í Kongó
Vígamenn frá Úganda gengu berserksgang í þorpi í austanverðu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á föstudag. Al Jazeera hefur eftir lögreglu að nítján almennir borgarar hafi fundist látnir. Vígamennirnir kveiktu í fólki og limlestu.
29.08.2021 - 06:55
Fimmtán látnir vegna eldgoss í Kongó
Fimmtán eru látnir og 500 heimili í rúst eftir hraunrennsli inn í þorp úr eldfjallinu Nyiragongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Eldgos hófst í gærkvöld í fjallinu og flýðu um 5.000 íbúar borgarinnar Goma yfir landamærin til Rúanda.
23.05.2021 - 22:48
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Sendiherra Ítalíu, lífvörður hans og bílstjóri myrtir
Sendiherra Ítalíu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó var myrtur í gær, ásamt lífverði sínum og bílstjóra. Lögregluyfirvöld telja morðin vera afleiðingu misheppnaðrar mannránstilraunar.
Hundraða saknað í Kongófljóti
Minnst sextíu drukknuðu og hundraða er saknað eftir að bát hvolfdi á Kongófljóti í vestanverðu Lýðstjórnarlýðveldinu Kóngó í gær. Al Jazeera hefur eftir Steve Mbikayi, yfirmanni mannúðarmála í landinu, að um 700 manns hafi verið um borð þegar báturinn sökk. 60 lík voru dregin upp úr fljótinu og 300 manns var komið til bjargar. 
16.02.2021 - 06:29
Fjórir látnir af völdum ebóla í Gíneu
Fjórir eru látnir af völdum ebóla-veirunnar í Gíneu að sögn Remy Lamah, heilbrigðisráðherra landsins. Dauðsföllin urðu í héraðinu Nzerekore, í suðausturhluta landsins. Að sögn landlæknisins Sakoba Keita var einn hinna látnu hjúkrunarfræðingur sem lést síðla í janúar.
14.02.2021 - 04:47
Átök blossa upp í Kongó
Að minnsta kosti nítján eru talin hafa fallið í átökum stríðandi fylkinga í austurhluta lýðveldisins Kongó undanfarna daga. Tveir hinna látnu eru almennir borgarar.
Rannsaka ólöglega vopnasölu til Kongó
Sameinuðu þjóðirnar saka nokkur ríki um að vígbúa og þjálfa herinn í Kongó án þess að láta Sameinuðu þjóðirnar vita eins og lög frá árinu 2004 gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fyrir Öryggisráðið og AFP hefur fengið afrit af. Sum vopnanna hafa komist í hendurnar á vopnuðum hópum í austurhluta landsins, þar sem vígahreyfingar hafa orðið hundruðum að bana síðustu mánuði.
24 fórust í flóðum í Kongó
Minnst 24 týndu lífi í miklum flóðum í Suður-Kivu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó síðustu daga. Tuga til viðbótar er saknað eftir flóðin, að sögn forsetans, Felix-Antoine Tshisekedi Tshilombo, sem greindi frá því að fjöldi bygginga í héraðinu sé gjörónýtur eftir flóðin.
18.04.2020 - 07:39
Ebólu-faraldri ekki lokið í Kongó
Eftir rúmar sjö vikur án Ebólu-smits greindist 26 ára karlmaður með sjúkdóminn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann var sá fyrsti til að fá sjúkdóminn síðan í febrúar að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í heimahéraði mannsins er hann látinn. 
Mannskæðir mislingar í Kongó
Meira en sex þúsund manns hafa látist úr mislingum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó undanfarið ár.
06.03.2020 - 14:22
Þúsundir hafa dáið úr mislingum í Kongó
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin óskar eftir auknum framlögum til baráttunnar gegn mislingum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Um 310.000 hafa greinst þar með mislinga frá upphafi árs í fyrra, meira en 6.000 hafa látist úr sjúkdómnum.
08.01.2020 - 09:38
Um 100 þúsund færð af kóbalt-námu
Um tíu þúsund fjölskyldur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó verða að flytja búferlum á næstunni. Yfirvöld ætla að greiða fyrir erfiðið. Fólkið býr allt í bænum Kasulo, sem stendur ofan á verðmætum kóbalt-æðum.
18.12.2019 - 01:33
5.000 látnir í mislingafaraldri í Kongó
Nærri fimm þúsund eru látnir af völdum mislinga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó það sem af er ári að sögn yfirvalda þar í landi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir faraldurinn í landinu vera þann sem breiðist hraðast og víðast út í heiminum í dag. Um 250 þúsund manns hafa smitast í landinu það sem af er ári.
Vígamenn myrtu 15 óbreytta borgara í Kongó
Vígasveitir uppreisnarmanna í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó myrtu minnst 15 óbreytta borgara á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags og hafa nú myrt hátt í 40 manns síðan stjórnarherinn hóf sókn gegn þeim um síðustu mánaðamót. Vígasveitirnar tilheyra samtökum uppreisnarmanna sem kalla sig Sameinuðu lýðræðisfylkinguna, SLF, og halda einkum til í frumskógunum nærri landamærum Úganda.