Færslur: Luhansk
Úkraínuher skipað að hörfa frá Sjevjerodonetsk
Síðustu sveitir Úkraínuhers í borginni Sjevjerodonetsk í Luhansk-héraði verða að hörfa, segir hinn úkraínski héraðsstjóri Luhansk, Sergei Haidai, sem vill að herinn hörfi líka frá nágrannaborginni Lysjansk.
24.06.2022 - 07:20
Rússar nærri því að umkringja Lysjansk
Sprengjum hefur rignt yfir úkraínsku borgina Lysjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði í austanverðri Úkraínu, í nótt og morgun, auk þess sem rússneskir hermenn sóttu að borginni sunnanverðri á jörðu niðri. Í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram segir Sergei Haidai, héraðsstjóri í Luhansk, að Úkraínuher hafi tekist að verjast þeirri árás.
24.06.2022 - 06:16
Allar flóttaleiðir frá Severodonetsk lokaðar
Ekkert lát er á hörðum eldflauga- og sprengjuárásum Rússa á úkraínsku borgina Severodonetsk í Luhanskhéraði í austanverðri Úkraínu. Stórskotahríð hefur dunið á iðnaðarhverfi þar sem um 500 óbreyttir borgarar hafa leitað skjóls, að sögn héraðsstjóra Luhansk, og allar brýr til vesturs, yfir ána Donats, hafa verið sprengdar niður.
14.06.2022 - 01:54
Óttast aukna sókn Rússa í Severodonetsk í dag
Eldur kviknaði í efnaverksmiðju í borginni Severodonetsk í Úkraínu í nótt eftir árásir Rússlandshers. Hundruð almennra borgara höfðu leitað skjóls í verksmiðjunni. Rússar gerðu í gærkvöld eldflaugaárásir í vesturhluta Úkraínu þar sem tuttugu og tveir særðust.
12.06.2022 - 13:42
Linnulausar árásir á Severodonetsk
Úkraínskar hersveitir berjast nú við að ná aftur yfirráðum í borginni Severodonetsk, þar sem hörð átök hafa geysað síðustu daga. Rússneski herinn náði yfir 70% af borginni á sitt vald í vikunni, en að hertaka borgina er talið mjög hernaðarlega mikilvægt Rússum.
05.06.2022 - 01:27
Ný atlaga að Kyiv gæti verið yfirvofandi
Ráðamenn í Kreml eru sagðir ráðgera nýja atlögu gegn Kyiv, höfuðborg Úkraínu, þrátt fyrir að sú fyrsta hafi runnið algerlega út í sandinn. Háttsettir menn innan stjórnarflokks Rússlands eru sigurvissir.
28.05.2022 - 03:50
Zelensky sakar Rússa um þjóðarmorð í Donbas
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa að fyrirhuga skipulagt þjóðarmorð í Donbas-héraði austanvert í Úkraínu. Hann sagði atlögum rússneskra hersveita geta lyktað með því að enginn verði þar eftir á lífi.
26.05.2022 - 23:35
Lögðu 150 lík í fjöldagröf í Luhansk
Lögregla lagði á dögunum minnst 150 lík í fjöldagröf nærri borginni Lysitsjansk í Luhansk-héraði í Austur-Úkraínu. Borgin er á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Héraðsstjórinn Serhyi Haidai greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Telegram og heitir því að hin látnu muni fá sómasamlega útför að stríðinu loknu.
26.05.2022 - 05:39
Barist við borgarmörk Severodonetsk
Bardagar milli Rússa og Úkraínumanna eru komnir að borgarmörkum Severodonetsk í Luhansk-héraði í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjórinn í Luhansk segir að Rússar séu komnir svo nálægt borginni að þeir geti varpað sprengjum inn í hana.
25.05.2022 - 15:58
Ástandið í Luhansk versnar „með hverri klukkustund“
Ástandið í Luhanskhéraði í austanverðri Úkraínu fer versnandi með hverri klukkustundinni sem líður, segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum Telegram. Rússar hafa haldið uppi linnulitlum árásum á þann hluta héraðsins sem enn lýtur úkraínskum yfirráðum síðustu daga. Haidai segir aðstæður afar erfiðar og þær fari því miður bara versnandi.
25.05.2022 - 02:57
Zelensky krefst þess að Rússar bæti allt tjón í Úkraínu
Rússnesk stjórnvöld þurfa að taka fjárhagslega ábyrgð á þeirri eyðileggingu sem herir þeirra hafa valdið í Úkraínu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í kvöld. Hann segir að lokastig stríðsins verði afar blóðugt.
21.05.2022 - 03:20
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
08.05.2022 - 07:10
Heimsókn bandarískra ráðherra til Úkraínu óstaðfest enn
Bandarísk yfirvöld hafa ekki staðfest þau orð Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna væri væntanlegur til Kyiv.
23.04.2022 - 23:15
Zelensky segir af og frá að Mariupol sé fallin
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir af og frá að hafnarborgin Mariupol sé komin undir yfirráð rússneska innrásarliðsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðhæfði í gær að tekist hefði að frelsa borgina undan yfirráðum Úkraínumanna.
22.04.2022 - 05:25
Aðkoman í Borodjanka sögð verri en í Bucha
Úkraínuforseti segir að ástandið í borginni Borodjanka sé enn verra en í borginni Bucha. Þýskt dagblað hefur birt samskipti rússneskra hermanna í Bucha og segir rússneska málaliða hafa komið þar að verki.
08.04.2022 - 01:00
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19