Færslur: Loftslagsmál

Móta ber skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum
Búa þarf Ísland undir þátttöku í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Fyrsta skrefið til þess er að styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent vann í samstarfi við Loftslagsráð.
Verði liður í að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum
Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækja. 
Zac Efron leitar lausna við loftslagsvánni á Íslandi
Leikarinn Zac Efron leitar lausna við loftslagsvánni í nýrri heimildaþáttaröð sem er væntanleg á Netflix. Nýlega birtist stikla fyrir þáttaröðina þar sem leikarinn heimsækir hin ýmsu samfélög í leit að grænum hugmyndum. Meðal þeirra samfélaga sem Efron heimsækir er Ísland.
Morgunútvarpið
Sjálfsagt að ríkið rukki starfsfólk fyrir bílastæði
„Þetta er mjög áberandi í umræðu hjá öllum skipulagsfræðingum,“ segir Björn Teitsson, nemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskóla, um þá hugmynd að ríkisstofnanir og sveitarfélög rukki starfsmenn sína um gjald fyrir bílastæði.
25.06.2020 - 11:35
Óviss um að hægt sé að uppfylla kröfur í loftslagsmálum
Uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er framför að mati formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann er þó ekki viss um að hún dugi til þess að stjórnvöld geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar.
24.06.2020 - 22:00
Tekjuhærri njóta frekar góðs af loftslagsaðgerðum
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að Ívilnanir vegna kaupa á rafbílum samkvæmt uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum ná ekki til þeirra tekjulægri. Tekjuhærri hópar njóti frekar góðs af ívilnunum sem eru heldur ekki líklegar til að draga nægjanlega úr losun til að Íslendingar geti staðið við Parísarsáttmálann
24.06.2020 - 15:30
Loftslagsmálin prófraun á íslenskt stjórnkerfi
Stjórnsýslan í loftslagsmálum er um margt veik og óskilvirk, samkvæmt drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð. Umhverfisráðherra segir að endurskoðuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verði prófraun á íslenskt stjórnkerfi.
23.06.2020 - 22:06
Viðtal
Renna ekki blint í sjóinn eins og í fyrri aðgerðaáætlun
Stjórnvöld kynntu í dag uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, útgáfan hefur tafist ítrekað. „Þó svo áætlunin að hafi dregist höfum við samt sem áður verið að setja aðgerðir, hverja á fætur annarri í framkvæmd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann getur ekki svarað því hversu miklum samdrætti stjórnvöld hafa þegar náð. Tæpir sjö milljarðar fylgdu áætluninni árið 2018 en nú eru þeir níu. Þá er eftirfylgni með aðgerðum bætt.
Myndskeið
Segja að staðið verði við stóru orðin í loftslagsmálum
Stjórnvöld ætla að ganga lengra í loftslagsmálum en alþjóðlegar skuldbindingar gera ráð fyrir og verja 46 milljörðum í stærstu verkefnin á næstu fimm árum.
23.06.2020 - 19:11
BEINT
Ríkisstjórnin kynnir uppfærða loftslagsáætlun
Ríkisstjórnin kynnir uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í fjármálaráðuneytinu í dag. Kynningunni er streymt hér beint á vefnum. Síðast setti ríkisstjórnin sér aðgerðaáætlun árið 2018.
23.06.2020 - 14:29
Viðtal
„Það verður allt, allt annað að taka við af okkur“
Drög að skýrslu um stjórnsýslu loftslagsmála eru ekki áfellisdómur heldur leiðarljós. Þetta er mat umhverfisráðherra. Þegar hafi verið brugðist við hluta gagnrýninnar í drögunum. Loftslagsráð bað Capacent að vinna skýrsluna en ráðherra pantaði hana. Loftslagsráð á nefnilega bæði að veita stjórnvöldum aðhald og vinna verkefni fyrir ráðherra, þetta tvöfalda hlutverk ráðsins er eitt af fjölmörgum atriðum sem var gagnrýnt í skýrsludrögunum.
Spegillinn
„Engin raunveruleg stjórnsýsla í loftslagsmálum“
Það háir öllum aðgerðum stjórnvalda, fyrirtækja og heimila í loftslagsmálum að ekki liggur fyrir skýr sýn um hvernig Ísland hyggst standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda. Fram kemur að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk og að eins og er bendi fátt til þess að Ísland eigi eftir að standa við markmið Parísarsamkomulagsins árið 2030 og markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. 
Útilokað að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar
Nú líður að því að gerð verður upp losun gróðurhúsalofttegunda fyrir Kýótótímabilið og ljóst að Íslendingar eru langt frá því að standa við skuldbindingar sínar. Kýótótímabilið líður undir lok á næsta ári og við tekur tímabil Parísarsáttmálans. Íslendingar þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir þúsundir kílótonna af gróðurhúsalofttegundum til að hægt sé að gera upp Kýótótímabilið.
11.06.2020 - 09:00
Alls 165 milljónum úthlutað úr Loftslagssjóði
Stjórn Loftslagssjóðs úthlutaði í dag 165 milljónum til 10 nýsköpunarverkefna og 22 kynningar- og fræðsluverkefna á sviði loftslagsmála. Alls námu styrkumsóknir 1,3 milljörðum.
Skipta 550 milljóna aukaframlagi til loftslagsmála
Búið er að útfæra nánar hvernig skiptingu 550 milljóna aukaframlags til loftslagsmála verður háttað, en upphæðin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu. Verkefnin tengjast orkuskiptum og kolefnisbindingu í þágu loftslagsmála auk þess sem Loftslagssjóður verður styrktur.
05.05.2020 - 13:24
Loftgæði, menntun, heilsa og tekjur mæla lífsgæði
Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögu forsætisráðherra um notkun 39 félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra mælikvarða sem verða lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi.
Fréttaskýring
Sorpa situr uppi með afurðirnar
Sorpa hefur enn ekki fundið kaupendur fyrir 3 milljónir rúmmetra af metangasi og 12 þúsund tonn af moltu sem ný gas - og jarðgerðarstöð á Álfsnesi mun framleiða á ári. Það kostaði rúma fimm milljarða að byggja stöðina sem verður tilbúin í lok mánaðar.
22.03.2020 - 19:20
Íshellur bráðna sexfalt hraðar en fyrir þrjátíu árum
Íshellur norður- og suðurskautanna bráðna sexfalt hraðar um þessar mundir en þær gerðu á tíunda áratug síðustu aldar. Bráðnunin er í samræmi við tilgátur vísindamanna um verstu mögulegu afleiðingar hlýnunar loftslags Alþjóðaloftslagsbreytinganefndarinnar, IPCC. Verði ekki dregið verulega úr kolefnaútblæstri gæti yfirborð sjávar valdið því að heimilum 400 milljóna manna á jörðinni verði ógnað af völdum flóða. 
12.03.2020 - 06:29
Myndskeið
Vilja lög um kolefnahlutleysi fyrir 2050
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnir í dag frumvarp að lögum að ríki Evrópusambandsins verði kolefnahlutlaus fyrir árið 2050. Frumvarpið fylgir í kjölfar funda leiðtoga Evrópusambandsríkja í fyrra þar sem samþykkt var að stefna að þessu marki. Drögin eru kynnt sama dag og Greta Thunberg mætir á fund nefndar hjá þingi Evrópusambandsins. Greta gaf þó lítið fyrir markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í yfirlýsingu í gær. Hún að önnur ungmenni sögðu það alltof seint í rassinn gripið.
04.03.2020 - 11:49
Vilja grænar áherslur í utanríkismálum
Meirihluti þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis vill að ríkisstjórnin útfæri græna utanríkisstefnu. Þingmennirnir vilja jafnframt að skipaður verði sendiherra loftslagsmála og að loftslagsmarkmið verði höfð í huga í fríverslun og þróunarsamvinnu. „Það er nauðsynlegt að við grípum til róttækra aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum á öllum sviðum samfélagsins, þar eru utanríkismálin ekki undan skilin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
11.02.2020 - 13:40
Janúar 2020 var sá hlýjasti frá upphafi mælinga
Nýliðinn janúarmánuður var sá hlýjasti á Jörðinni frá því mælingar hófust og mun hlýrri en meðaljanúar á viðmiðunartímabilinu 1981- 2010. Þó lét veðurfyrirbærið El Niño ekkert á sér kræla nú, öfugt við 2016, þegar fyrra janúarmet leit dagsins ljós. Þetta eru niðurstöður evrópsku loftslagsrannsóknastofnunarinnar Copernicus.
BEINT
Opinn fundur skipulagsstofnunar um loftslagsmál
Skipulagsstofnun heldur morgunverðarfund um loftslagsmál og skipulag í þéttbýli í Iðnó í dag. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Loftslagsráð. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til tíu.
28.01.2020 - 08:30
Losun frá flugsamgöngum minnkaði hratt
Losun koltvísýrings frá flugsamgöngum var 44% minni í fyrra en hún var árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Samdráttinn má helst rekja til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi, þar sem tvö íslensk flugfélög hættu rekstri síðla árs 2018 og snemma árs í fyrra.
24.01.2020 - 13:23
2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga
Samkvæmt skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar er áratugurinn frá 2010 til 2019 sá heitasti á jörðinni síðan mælingar hófust. Árið í fyrra mældist það næst heitasta í sögunni. Í skýrslunni segir að allt frá níunda áratugnum hafi hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan fór. Búist er við því að þannig verði það áfram í næstu framtíð. 
Óttast hatur í garð Gretu Thunberg
Svante Thunberg, faðir Gretu Thunberg, hefur áhyggjur af því hatri sem beinist að dóttur hans vegna baráttu hennar fyrir aðgerðum gegn loftslagsvá. Svante og Greta voru í viðtölum á BBC þar sem þau ræddu um framgöngu Gretu í umhverfismálum.