Færslur: Loftslagsmál

Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til þátttöku í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Sjónvarpsfrétt
Davíð vill ekki grænþvott heldur raunverulegar lausnir
Einn ríkasti maður landsins hefur stofnað fyrirtæki sem ætlað er að aðstoða þau sem sett hafa fram lausnir á loftslagsvánni. Davíð Helgason sem auðgaðist á leikjahugbúnaðargerð, hefur stofnað fyrirtækið Transition Labs sem ætlað er að aðstoða hugmyndasmiði lausna á sviði kolefnisföngunar og -förgunar og draga þannig úr loftslagsáhrifum. Davíð segir fyrirtæki ætli sér ekki að stunda grænþvott heldur leiti að fyrirtækjum sem geti haft raunveruleg áhrif. 
Viðtal
Davíð Helgason hyggst greiða götu loftslagsverkefna
Davíð Helgason, stofnandi leikjahugbúnaðarfyrirtækisins Unity, hefur stofnað fyrirtækið Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðla loftslagsverkefna við að gera þau að rekstrarhæfu fyrirtæki.
Komi ekki til greina að fresta loftslagsaðgerðum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, segir að það komi ekki til greina að fresta loftslagsaðgerðum til að bregðast við dýrtíð og áhrifum vegna stríðsins í Úkraínu. Nokkur Evrópuríki hafa frestað loftslagsmarkmiðum vegna vandræða við orkuöflun og mikillar verðhækkunar.
Sögðu lykilatriði að nota orkuna í innlend orkuskipti
Orkuiðnaðurinn er óseðjandi og gæti virkjað hvern einasta dropa án þess að þykja nóg sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um orkuskipti á Alþingi í dag. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og sagði að forgangsraða verði orku til orkuskipta.
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Tugir þúsunda Frakka í mótmælum vegna loftslagsmála
Tugir þúsunda Frakka tóku þátt í mótmælum víðsvegar um land í dag þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að huga rækilega að loftslagsmálum.
13.03.2022 - 01:11
Pistill
Um ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum
„Það er á ábyrgð valdhafa að gera grænt líf hagkvæmara fyrir einstaklinginn, en ekki á ábyrgð einstaklingsins að gera græna framleiðslu hagkvæmari fyrir fyrirtækin.“ Birnir Jón Sigurðsson, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um markaðsherferð breska olíurisans BP, herferð sem færði ábyrgð kolefnisfótspors frá fyrirtækjum og yfir á einstaklinginn.
Rafgeymaverksmiðja skapar þúsundir starfa í Gautaborg
Milljarða fjárfesting og þúsundir nýrra starfa fylgja nýrri rafgeymaverksmiðju sem reist verður í sænsku borginni Gautaborg. Forsætisráðherra Svþjóðar fagnar fjárfestingunni sem hún segir sanna að grænar fjárfestingar borgi sig.
Brýnt að ræða alvarlega um fríverslun með sjávarfang
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra vill alvarlegar samræður við Evrópusamabandið um tollfrelsi í viðskiptum með sjávarfang og landbúnaðarvörur. Hún segir ótvíræðan ávinning hafa fylgt aðild Íslands að EES-samningnum. 
Flýta lokun stærsta kolaorkuvers Ástralíu
Stjórnendur ástralska orkurisans Origin Energy tilkynntu í dag að stærsta kolaorkuveri Ástralíu verði lokað síðsumars árið 2025, sjö árum fyrr en áætlað hafði verið. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukið framboð á ódýrri, endurnýjanlegri orku frá sólar- og vindorkuverum.
17.02.2022 - 03:40
Telur styrk í því að hafa orku- og loftslagsmálin saman
Það heyrir til tíðinda að búið sé að splæsa orku-, loftslags-, og umhverfismálum saman í eitt ráðuneyti. Því stýrir Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa gagnrýnt ráðahaginn en Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir í þessu felast dýrmæt tækifæri. 
Kastljós
Telur samkomulagið í Glasgow ekki vera „bla bla bla“
Halldór Þorgeirsson, sérfræðingur í loftslagsbreytingum, er ekki sammála því að samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow sé „bla bla bla“ eins og sænski umhverfissinninn Greta Thunberg lýsti því. Aftur á móti sé hann aldrei ánægður og það þurfi alltaf meira. „David Attenborough kallaði þetta örvæntingarvon og það er svo mikilvægt að halda í vonina því það er einungis með bjartsýni sem við breytum hlutunum. Bölsýni er uppgjöf.“
Olíu- og kolaframleiðendur óhræddir eftir COP26
Samkomulagið sem náðist á loftslagsráðstefnunni COP26 í Glasgow um helgina virðist hafa lítil áhrif á orkugeirann og stórfyrirtæki í orkugeiranum virðast óhrædd við niðurstöðuna. Virði hlutabréfa í kínverskum kolafyrirtækjum hefur afar lítið lækkað og ríkisolíufélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna gerir ráð fyrir 600 milljarða dala fjárfestingum í olíugeiranum næsta áratuginn.
15.11.2021 - 14:27
Erlent · Asía · Stjórnmál · Umhverfismál · COP26 · Kol · Olía · jarðgas · Loftslagsmál
Samantekt Gretu Thunberg: „Bla, bla, bla“
Hin unga og einarða baráttu- og umhverfisverndarkona, Greta Thunberg, gefur lítið fyrir þann árangur sem sagður er hafa náðst á 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í Glasgow í kvöld. „COP26 er lokið,“ sagði Greta, „hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla.“
Antonio Guterres
Harmar skort á pólitískum vilja til brýnna aðgerða
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina enn ramba á barmi loftslagshamfara og harmar að ekki hafi reynst pólitískur vilji á loftslagsráðstefnunni í Glasgow til að stíga þau skref sem nauðsynleg eru í baráttunni gegn hlýnun Jarðar. Jafnvel þótt staðið verði við öll gefin fyrirheit, segir Guterres, muni losun halda áfram að aukast og hlýnun Jarðar fara yfir tvær gráður á þessari öld.
Vonast til að afgreiða lokayfirlýsingu síðdegis í dag
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur að líkindum í Glasgow í dag og ljóst að ekki tókst að semja um aðgerðir sem nægja til að halda hlýnun Jarðar innan þeirra marka sem að var stefnt, einnar og hálfrar gráðu. Til þess að það náist telja helstu vísindamenn heims á sviði loftslagsmála að minnka þurfi losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 og ná kolefnishluteysi ekki síðar en 2050.
Engin niðurstaða á loftslagsráðstefnunni í kvöld
Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar í Glasgow í Skotlandi, tilkynnti í kvöld að engin niðurstaða fáist á ráðstefnunni í dag. Tilkynning hans birtist þremur klukkustundum eftir að upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að ráðstefnan kláraðist. Sharma sagði að textar fyrirhugaðrar yfirlýsingar yrðu yfirfarnir í nótt og endurskoðað skjal birt klukkan átta í fyrramálið. Síðan yrðu óformleg fundahöld klukkan tíu til að meta stöðuna. Stefnt er að því að ljúka ráðstefnunni síðdegis á morgun.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að halda 1,5 gráðu markmiði inni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði mikilvægt að halda 1,5 gráðu markmiði inni í ályktun loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Nú styttist í endann á ráðstefnunni og sagði Guðmundur Ingi jákvætt að talað væri um að fasa út kolanotkun og draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Skógarhögg eykst þótt leiðtogar lofi öðru
Skógarhögg í Amazon-regnskógunum var meira í október en á sama tíma fyrir ári þrátt fyrir loforð stjórnvalda um að draga úr því. Þetta sést á gervihnattarmyndum brasilísku geimvísindastofnunarinnar.
12.11.2021 - 16:24
Veikara orðalag í nýjum drögum að samkomulagi
Ný drög að samkomulagi loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow voru birt í morgun og þykir orðalagið í þeim ekki jafnt metnaðarfullt þegar kemur að umræðu um jarðefnaeldsneyti.
Næstu umhverfisráðstefnur haldnar í Arabaheiminum
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur í Glasgow í dag, gangi áætlanir skipuleggjenda eftir. Í gærkvöld var tilkynnt hvar næstu tvær loftslagsráðstefnur verða haldnar og ljóst að komið er að Arabaheiminum að sinna gestgjafahlutverkinu á þessum mikilvægu samkomum. Stjórnendur ráðstefnunnar tilkynntu að 27. loftslagsráðstefnan verði haldin haldin í Egyptalandi á næsta ári.
Hófleg gleði með samkomulag Bandaríkjanna og Kína
Loftslagsbaráttufólk og stjórnmálamenn hafa lýst hóflegri ánægju með samkomulag sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína sögðu í gær að hafi náðst um samvinnu í loftslagsmálum. Ríkin tvö eru ábyrg fyrir um fjörutíu prósentum af losun gróðurhúsalofttegunda og losa mest allra ríkja.
11.11.2021 - 11:33
Spegillinn
Hinir ríku Svíar standa ekki við loftslagsloforð
2,7 gráður - svo mikið mun meðalhitinn á jörðinni aukast frá því sem var fyrir iðnbyltingu, ef áfram verður haldið á sömu braut. Miklu meira en þær 2 gráður, eða helst 1,5, sem þjóðir heims stefna að samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Í París, fyrir sex árum lofuðu þjóðarleiðtogar aðgerðum en nýjar rannsóknir sýna að aðeins örfá lönd hafa efnt þessi loforð. Jafnvel Svíþjóð - ríkt land með þróað hagkerfi og stóra endurnýjanlega orkugjafa - er langt frá því að ná markmiðum sínum.
Kynna ný kjarnorkuver í fyrsta sinn í áratugaraðir
Frakklandsstjórn ætlar að byggja ný kjarnorkuver til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Emmanuel Macron forseti sagði frá þessu í sjónvarpsávarpi og sagði að þetta muni bæði þýða að Frakkar þurfi ekki að flytja inn orku frá öðrum ríkjum og að orkuverð haldi ekki áfram að hækka.
10.11.2021 - 14:23