Færslur: Loftslagsmál

Silfrið
Skoða ætti möguleika á lagningu sæstrengs til Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs Norðurslóða, segir að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn á þann hátt. Svo gæti farið að Grænlendingar yrðu fyrri til og myndu óska eftir því við íslensk stjórnvöld að fá að leiða streng til Evrópu, um Ísland.
17.10.2021 - 13:15
Myndskeið
Norðurslóðir í brennidepli loftslagsbaráttunnar
„Þið eruð þátttakendur í tímamótaviðburði sem sendir skilaboð, ekki aðeins til norðurslóða heldur heimsins alls, að norðurslóðir hafi breyst. Þær eru ekki lengur einangraðar á hjara veraldar heldur leika lykilhlutverk í alþjóðastjórnmálum og loftslagsmálum.“
Myndskeið
„Þurfum að grípa til tafarlausra aðgerða“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamvinnu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og neikvæð áhrif þeirra á norðurslóðir í ávarpi á opnun þings Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle. Ráðstefnan var sett í Hörpu í dag með tólf hundruð þátttakendum frá fimmtíu löndum.
14.10.2021 - 15:18
Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Vilhjálmur vill ekki út í geim
Vilhjálmur Bretaprins segir að frumkvöðlar ættu frekar að snúa sér að því að bjarga jörðinni en að taka þátt í geimferðamennsku. Brýnna sé að vernda „þessa plánetu en að finna næsta stað til að búa á“. Hann varar þó einnig við vaxandi loftslagskvíða yngri kynslóða.
Sjónvarpsfrétt
Ráðstefnan í Glasgow verður úrslitastund fyrir heiminn
Við eigum ekki annarra kosta völ en að ná árangri í Glasgow, segir David Moran sendiherra loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í borginni eftir aðeins nokkrar vikur. Hann segir ekki nóg að setja markmið, heldur þurfi að standa við þau. 
19.09.2021 - 19:28
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kosningabaráttan í Noregi
Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi.
Hlýnun Jarðar jók líkurnar á hamfararegninu í Evrópu
Hlýnun Jarðar og loftslagsváin sem af henni stafar allt að nífaldaði líkurnar á streypiregninu sem orsakaði ógnarmikil og mannskæð flóð í Þýskaland og Belgíu í júlí. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum alþjóðlegs samstarfshóps loftslagsvísindafólks, World Weather Attribution-samstarfsins.
24.08.2021 - 04:32
Notuðu meiri sólarorku en kolaorku í fyrsta sinn
Suður í Ástralíu gerðist það í fyrsta skipti í gær að meira en helmingur alls rafmagns sem framleitt var í landinu kom frá sólarorkuverum. Ekki liðu þó nema nokkrar mínútur þar til kolaorkuverin sáu aftur um meirihluta orkuframleiðslunnar eins og jafnan áður og sérfræðingar segja að Ástralía eigi enn langt í land á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Skógeyðing með mesta móti í Amasonregnskóginum
Skógeyðing í Amasonregnskóginum var með mesta móti síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri í áratug. 10.476 ferkílómetrar skóglendis urðu ólöglegu skógarhöggi og eldum að bráð frá fyrsta ágúst 2020 til 31. júlí í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá brasilísku rannsóknarstofnuninni Imazon, sem fylgst hefur með skógeyðingu í Amasonfrumskóginum frá 2008. Er þetta 57 prósentum stærra svæði en eytt var á sama tímabili 2019 - 2020 og það mesta sem eytt hefur verið á einu ári frá 2012.
21.08.2021 - 04:17
Þrjú ár frá því að Greta Thunberg hóf baráttu sína
Í dag eru þrjú ár liðin frá því að fimmtán ára sænsk stúlka skrópaði í skólanum og mótmælti aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Skilaboð hennar hafa borist út um allan heim á þessum þremur árum.
Loftslagsbreytingar og umhverfisvá ógna milljarði barna
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að um milljarður barna í 33 ríkjum heims séu í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga, hlýnunar Jarðar, mengunar og annarra aðsteðjandi umhverfisógna. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Áhættuvísi fyrir börn heimsins, þeim fyrsta sem unninn hefur verið.
Ísland enn langefst á lista yfir losun á hvern íbúa
Íslendingar voru sú þjóð innan Evrópska efnahagssvæðisins, EES, sem losaði mest af gróðurhúsalofttegundum árið 2019 á hvern íbúa. Mestu munar um losun vegna landnotkunar. Heildarlosunin hér á landi var fimm sinnum meiri árið 2019 en meðallosunin í ríkjum Evrópusambandsins þetta sama ár og ríflega tvöfalt meiri en í Lúxemborg, þar sem losunin er næst mest miðað við höfðatölu.
20.08.2021 - 05:51
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Júlí var hlýjasti mánuður á jörðu frá upphafi mælinga
Nýliðinn júlímánuður var hlýjasti mánuður á jörðu frá upphafi mælinga. Frá þessu greinir Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna en hún hefur fylgst með hitastigi jarðar í 142 ár.
13.08.2021 - 18:01
Vill að fleiri loftslagsmarkmið verði lögfest
Með því að lögfesta markmið í loftslagsmálum eru aðgerðir ekki háðar því hverjir sitja í ríkisstjórn hverju sinni, segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttaskýring
Lítið má út af bregða ef orkuskiptamarkmið eiga að nást
Lítið má út af bregða eigi loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í vegasamgöngum að nást og Orkusjóð vantar fjármagn til að hægt sé að ná skipum, flugvélum og trukkum á núllið. Rúmlega hundrað hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa bæst við í tíð núverandi ríkisstjórnar. Mikil tækifæri eru til að tengja fleiri skip við rafmagn úr landi.
Fréttaskýring
Skilaði loftslagsstjórnin mikla raunverulegum árangri?
Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál en hverju hefur sú áhersla skilað? Lét stjórnin verkin tala eða talaði hún aðallega um þau? Hafa aðgerðir hennar þegar skilað samdrætti í losun? Fréttastofa fór yfir þau gögn sem fyrir liggja, ræddi við ráðherra sem og forsvarsmenn umhverfissamtaka og stofnana sem ekki eru á einu máli um loftslagsarfleifð stjórnarinnar.
Hiti á Sikiley mældist yfir evrópska hitametinu
Hitastig á ítölsku eyjunni Sikiley mældist 48.8°C í dag samkvæmt yfirvöldum á eyjunni. Enn á eftir að staðreyna mælinguna en verði hún staðfest er ljóst að nýtt ítalskt og evrópskt hitamet hafi verið sett. Hitamælirinn sem nam þetta háa hitastig er staðsettur nærri Sýrakúsu, á austurströnd Sikileyjar.
11.08.2021 - 19:04
Stjórnvöld um allan heim verða að gefa í
Stjórnvöld allsstaðar um heim verða að bregðast við nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna og gefa í, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. „Að mínu mati er þetta bara enn ein sönnun fyrir því að það þarf að gera ennþá betur.“ Halldór Björnsson loftslagsfræðingur segir nokkuð ljóst að hlýnun jarðar sé farin að hafa mjög slæmar afleiðingar í för með sér. „Við erum farin að sjá virkilegt tjón sem þetta veldur.“
09.08.2021 - 19:26
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Nýja skýrslan frá IPCC skýrasta viðvörunin til þessa
Forseti Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, Alok Sharma, segir nýja stöðuskýrslu sem væntanleg er frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag, alvarlegustu viðvörun sem alþjóðasamfélagið hefur fengið til þessa um þær hættur sem felist í æ hraðari breytingum á loftslaginu . Skýrslan bendi til þess að heimurinn rambi á barmi hörmunga og metin falli um víða veröld. 
Loftslagsaðgerðasinnar lokuðu bönkum
Loftslagsaðgerðasinnum tókst að valda nokkrum usla í Zurich í Sviss í dag. Á fjórða tug félagsmanna tvennra samtaka, Extinction Rebellion og Climate Strike, tóku sér þá stöðu fyrir utan aðalinngang bankanna UBS og Credit Suisse og meinuðu fólki inngöngu.
02.08.2021 - 12:40
Ánægð með uppfærð markmið, en ósátt við slóðana
Hundrað og tíu ríki hafa sent skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna uppfærð landsmarkmið, í aðdraganda 26. Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í desember. Fjögur af hverjum tíu ríkjum sem eiga aðild að samningnum trössuðu það hins vegar. „Betur má ef duga skal,“ segir Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Loftslagsskrifstofunnar.
Pistill
Er heimsendir í nánd?
Í þessum pistli eru áhrif Opinberunarbókar Jóhannesar, heimsendalýsingar Biblíunnar, á hamfaraumræðu nútímans skoðuð: Allt frá loftslagsbreytingum til COVID-19. Hvernig varpar upprunaleg merking orðsins apocalypse ljósi á heimsendafrásagnir?
24.07.2021 - 14:00