Færslur: Loftslagsmál

Tvöfalt meiri hlýnun í Svíþjóð en á heimsvísu
Meðalhiti í Svíþjóð hefur hækkað um nær tvær gráður á Celsius frá því sem hann var á seinni hluta nítjándu aldar, og þótt úrkoma hafi aukist síðustu áratugi gætir snjóa að meðaltali rúmlega tveimur vikum skemur á ári. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn sænsku veðurstofunnar, sem kynnt var í gær.
Íhuga að lækka kosningaaldur eftir dóm hæstaréttar
Nýsjálensk stjórnvöld hyggjast leggja fram frumvarp um lækkun kosningaaldurs eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að það mismuni borgurum landsins að miða upphaf kosningaréttar við átján ár. Málið hefur verið til umfjöllunar nýsjálenskra dómstóla í um það bil tvö ár.
Forseti Suður-Afríku fyrsti opinberi gestur Karls III
Karl III konungur Bretlands tekur í næstu viku á móti fyrstu opinberu gestum sínum eftir að hann tók við embætti þegar forsetahjón Suður-Afríku sækja Buckinghamhöll heim.
COP27: Samkomulag í höfn um loftslagsbótasjóð
Náðst hefur samkomulag á loftslagsráðstefnunni COP27 í Egyptalandi um sérstakan loftslagsbótasjóð til handa fátækari ríkjum heims sem illa hafa orðið úti vegna loftslagsbreytinga. Viðræðum var haldið áfram langt fram eftir nóttu til að tryggja ásættanlega niðurstöðu. Fundi lauk um klukkan fjögur að íslenskum tíma.
Spegillinn
Flókin verkefni kalla á flóknar lausnir
Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eins og þau hafa gert hingað til að hlýnun jarðar fari ekki yfir eina og hálfa gráðu. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, sem er fulltrúi Íslands ráðstefnunni, segir að öllu skipti að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið sé ekki einfalt og lausnirnar margþættar og flóknar að sama skapi.
Segir bann við olíuleit vekja athygli á COP27
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að áform íslenskra stjórnvalda um bann við olíuleit í lögsögu landsins hafi vakið athygli. Hún greindi frá þeim í ávarpi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í morgun.
15.11.2022 - 14:24
Stefnir í metlosun koldíoxíðs vegna jarðefnaeldsneytis
Losun á koldíoxíði vegna brennslu jarðefnaeldsneytis mun að óbreyttu aukast um eitt prósent á milli ára og verða meiri á þessu ári en nokkru sinni frá því að mælingar hófust. Þetta kom fram í máli vísindamanna á loftslagsráðstefnunni COP27 í Egyptalandi í dag.
Spegillinn
COP-27 vinnuþing frekar en vettvangur stórra ákvarðana
Loftslagsráðstefnan COP27 hverfist að stórum hluta um að framfylgja áður útgefnum loforðum og skuldbindingum þjóða. Sjö ár eru síðan Parísarsamkomulagið var gert og enn er langt í land með að allar aðildarþjóðir standi við sitt.
Ardern strandaglópur á Suðurskautslandinu
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, situr föst á Suðurskautslandinu, þar sem hún hefur verið í heimsókn hjá nýsjálenskum vísindamönnum sem eru þar við rannsóknir tengdar loftslagsmálum og hlýnun Jarðar. Ætlunin var að hún flygi heim til Nýja Sjálands á föstudag, en ekkert varð úr því vegna bilunar í flugvélinni, Herkúles C130 flutningavél, sem átti að flytja hana yfir hafið.
Engir nýir bensín- og dísilbílar í ESB frá og með 2035
Leiðtogar Evrópusambandsins komust í gær að samkomulagi sem miðar að því að banna sölu og skráningu á nýjum bensín- og dísilknúnum bifreiðum innan vébanda þess ekki síðar en árið 2035.
Sjónvarpsfrétt
Hamfarir vegna hlýnunar þegar farnar að koma fram
Jarðarbúar eiga langt í land með að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins, að halda hækkun hitastigs vel undir tveimur gráðum í lok aldarinnar. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í dag. Verði ekki gripið til umfangsmikilla breytinga blasa hamfarir við
Antonio Guterres
Loftslagsmálin aftur í forgang, annars er voðinn vís
Það væri heimskulegt af heimsbyggðinni að halda áfram að reiða sig á jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa, segir Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Brennsla á slíku eldsneyti kyndi enn undir hlýnun Jarðar og öllu sem henni fylgir.
Vandséð að ESB nái loftslagsmarkmiðum sínum að óbreyttu
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Evrópusambandinu í fyrra og ríki sambandsins verða að taka sig verulega á ef þau ætla að eiga nokkra möguleika á að ná markmiðum sínum í losunarmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópusambandsins, sem birt er í dag.
Vilja lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum
Lagt er til að Alþingi lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum samkvæmt tillögu til þingsályktunar sem níu þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram á Alþingi. Ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir óljósa stefnu og metnaðarleysi í málaflokknum.
29.09.2022 - 16:21
Segir Katrínu hafa verið óheiðarlega í samskiptum
Tónlistarkonan Björk segir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafa verið óheiðarlega í samskiptum við sig fyrir fund á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York 2019. Björk talaði um málið í Víðsjá á Rás 1.
22.09.2022 - 15:08
Djúpar lindir gætu valdið gríðarlegri hlýnun
Ef mannkyn brennir öllu því eldsneyti sem til er í þeim lindum sem um er vitað myndi það valda meiri hlýnun loftslags en samanlagt hefur orðið frá iðnbyltingu hingað til. Þetta staðhæfir breska hugveitan Carbon Tracker sem birt hefur gagnagrunn um allar kola-, olíu- og gaslindir heims.
20.09.2022 - 14:43
Vilja koma upp skaðabótasjóði vegna loftslagshamfara
Hópur ríkja sem er í hvað viðkvæmastri stöðu vegna loftslagsbreytinga vill að þau ríki sem bera mesta ábyrgð á vandanum fjármagni baráttuna gegn loftslagsbreytingum og skaðabætur að meira leyti en þau gera nú. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.
20.09.2022 - 13:02
Bera litla ábyrgð en þurfa að þola mestu afleiðingarnar
Leiðtogar Afríkuríkja kölluðu eftir því í gærkvöld að auðugari ríki heims fjármagni verkefni til að aðstoða hin fátækari við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Til stendur að afla 25 milljarða bandaríkjadala til að fjármagna þriggja ára verkefni til að styrkja landbúnað og innviðauppbyggingu.
06.09.2022 - 11:52
Hamfaraveður í austri og vestri
Hamfaraveður geisar nú bæði á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Við austurströndina voru flóðaviðvaranir gefnar út á svæði sem um áttatíu milljónir byggja í gærkvöldi og á vesturströndinni geisar hættuleg hitabylgja.
06.09.2022 - 10:28
Vilja að ríku löndin borgi loftslagsskaðabætur
Auðugari ríki heims ættu að greiða hinum fátækari skaðabætur þar sem þau bera ábyrgð á mun meiri útblæstri gróðurhúsalofttegunda og þar með loftslagsbreytingum. Þetta sagði Sherry Rehman, loftslagsmálaráðherra Pakistans, í viðtali við The Guardian.
05.09.2022 - 10:48
Viðtal
Hefur áhyggjur af þungaflutningunum á Suðurlandi
Innviðaráðherra hefur áhyggjur af fyrirhuguðum þungaflutningum á vikri á Suðurlandi. Hann segir að ef byggja þurfi dýra innviði til að slíkur iðnaður standi undir sér sé eðlilegt að fyrirtækin sem að þeim standa greiði fyrir þá.
Banna nýja bensín- og dísilbíla frá 2035
Gert er ráð fyrir að ríkisþing Kaliforníu í Bandaríkjunum samþykki síðar í dag að banna allar nýskráningar dísil- og bensínbíla frá og með 2035. Þetta stendur til að gera í skrefum yfir þrettán ára tímabil.
25.08.2022 - 11:07
Hamfaraþurrkar í Evrópu
Ekkert lát er á þurrkum á meginlandi Evrópu og í Bretlandi, þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti mánuðum saman og hver hitabylgjan rakið aðra frá því í maí. Fylgst er með þurrkum og afleiðingum þeirra um allan heim í Evrópsku þurrka-athugunarstöðinni, sem fellur undir vísindaáætlun sambandsins.
23.08.2022 - 05:43
Lýsir eftir „gjörðum en ekki orðum“ í loftslagsmálum
Hildur Knútsdóttir er formaður Loftslagssjóðs, sérstaks sjóðs sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og hefur það hlutverk að styrkja nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála. Í kjölfar frétta í gær þar sem Björk Guðmundsdóttir segir Katrínu Jakobsdóttur ekkert hafa gert fyrir umhverfið birti Hildur þráð á twitter þar sem hún tjáir sig um málefni Loftslagssjóðs.
20.08.2022 - 11:00
Björk sakar Katrínu um að hafa svikið sig og Gretu
Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, segir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafa svikið sig og sænska aðgerðarsinnan Gretu Thunberg um loforð um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2019.
19.08.2022 - 10:06