Færslur: Loftslagsmál

Pistill
Er heimsendir í nánd?
Í þessum pistli eru áhrif Opinberunarbókar Jóhannesar, heimsendalýsingar Biblíunnar, á hamfaraumræðu nútímans skoðuð: Allt frá loftslagsbreytingum til COVID-19. Hvernig varpar upprunaleg merking orðsins apocalypse ljósi á heimsendafrásagnir?
24.07.2021 - 14:00
33 hafa fundist látin á flóðasvæðunum í Henan í Kína
33 hafa fundist látin í Henan-héraði í Kína, þar sem feiknarmikil flóð hafa geisað vegna úrhellisrigninga síðustu daga. Herinn sprengdi í fyrrakvöld stíflugarð sem byrjaður var að gefa sig, til að freista þess að stjórna flæðinu úr stíflunni og koma þannig í veg fyrir enn verri flóð en ella.
22.07.2021 - 04:47
Árlegar losunarúthlutanir Íslands samþykktar af ESA
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt útfærslu að árlegum losunarúthlutunum fyrir EFTA-ríkin Ísland og Noreg fyrir tímabilið 2021 til 2030 í samræmi við reglugerð. Í tilkynningu frá ESA segir að tekið hafi verið mikilvægt skref í að tryggja að löndin nái settum markmiðum í takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030.
21.07.2021 - 09:45
Myndskeið
Katrín heldur kynjajafnrétti og loftslagsmálum á lofti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um loftslagsmál, kynjajafnfrétti og afvopnun á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag. Katrín segir að margir leiðtogar hafi komið með skilaboð inn á fund Bandaríkjaforseta og Rússlandsforseta sem verður á miðvikudag. Þá hafi leiðtogarnir fagnað því að hittast í eigin persónu en ekki á fjarfundi.
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
DNA-greina borkjarna úr sjávarbotni
Áhrif loftslagsbreytinga á lífríkið verða meginviðfangsefni rannsóknarleiðangurs vísindamanna við Kaupamannahafnarháskóla og Háskóla Íslands sem lagði úr Hafnarfjarðarhöfn í dag. Sóttir verða borkjarnar á tveggja kílómetra dýpi.
Slímkennd froða ógnar lífríki við Grikkland
Þykk, slímkennd, brúnleit froða þekur fjörur Marmarahafs við Grikkland. Fyrirbrigðið, sem kallað hefur verið sjávarhor, ógnar lífríki við strendur landsins. 
05.06.2021 - 07:44
Betra að sötra gos úr áldós en glerflösku
Þó gler þyki fínt og sé úr náttúrulegu efni er kolefnisspor einnota glerflaskna mun stærra en plastflaskna eða áldósa. Verslunareigandi sem nýtir sömu glerflöskurnar aftur og aftur, vill stóraukna áherslu á endurnýtingu.
30.05.2021 - 20:26
Ráðherra verður að taka tillit til komandi kynslóða
Umhverfisráðherra Ástralíu verður að taka til greina áhrif loftslagsbreytinga á komandi kynslóðir í ákvarðanatöku sinni varðandi stækkun nýrrar kolanámu. Þetta er niðurstaða dómstóls í Ástralíu í hópmálsókn barna á táningsaldri.
28.05.2021 - 06:47
Shell dæmt til að minnka útblástur
Olíufyrirtækið Shell verður að minnka koltvísýringsútblástur sinn um sem nemur 45 prósentum árið 2030 miðað við hver útblásturinn var árið 2019. Þetta er úrskurður dómstóls í Hollandi.
27.05.2021 - 04:46
Viðtal
Vonast eftir árangursríkum fundi Norðurskautsráðs
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Guðni segist hafa tjáð vonir sínar um árangursríkan fund Norðurskautsráðsins og lýst vonum Íslendinga allra um að hægt yrði að koma á vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.
20 fyrirtæki framleiða yfir helming af öllu plastrusli
Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming alls einnotaplasts sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.
Miklu meiri eldsmatur en áður og hættan vaxandi
Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda, fleiri elda en ratað hafa á gróðureldalista Náttúrustofnunar Íslands frá árinu 2006. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður. Bregðast þurfi við nýjum veruleika.
12.05.2021 - 12:39
Spegillinn
Ungir umhverfissinnar leggja mat á stjórnmálaflokka
Ungir umhverfissinnar kynna sér nú stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum og ætla að leggja mat á hana með sérstökum kvarða. Þrír háskólanemendur með bakgrunn í líffræði, stjórnmálafræði og sálfræði hafa tekið að sér að þróa kvarðann sem verður kynntur þegar hann er tilbúinn. Stefnt er að því að það verði 17. maí en einkunn stjórnmálaflokkanna verður birt 3. september. Kosningar verða 25. september.
Lofslagsáætlun Þýskalands dæmd ófullnægjandi
Hæstiréttur í Þýskalandi hefur dæmt loftslagsáætlun þýskra stjórnvalda ófullnægjandi. Hún samræmist ekki grundvallarréttindum þar sem hún nái ekki yfir nógu langan tíma.
Jöklar Jarðar bráðna hraðar en áður
Nokkurn veginn allir heimsins jöklar fara minnkandi, bráðnun þeirra er hraðari en áður og er ein helsta ástæða hækkandi yfirborðs sjávar. Þetta eru meginniðurstöður rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Nature í gær.
Losun dróst saman milli ára – enn langt í markmiðin
Losun gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð Íslands, miðað við alþjóðasamninga, var tveimur prósentum minni árið 2019 en árið 2018. Losun hefur ekki dregist svo mikið saman milli ára síðan 2012. Ísland losaði 2.883 kílótonn af ígildum koldíoxíðs árið 2019.
Myndskeið
Segir Ísland miðstöð umræðu og samvinnu á Norðurslóðum
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að fundur Norðurskautsráðs, sem haldinn verður hér í næsta mánuði, verði einn viðamesti og mikilvægasti fundur sem hefur verið haldinn á Íslandi. Hann segir Ísland orðið að eins konar miðstöð umræðu og samvinnu á Norðurslóðum.
25.04.2021 - 15:37
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Kanadískir íhaldsmenn afneita loftslagsbreytingum
Meirihluti fulltrúa á flokksþingi Íhaldsflokksins í Kanada, stærsta og helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, felldi í gær ályktun þess efnis að flokkurinn viðurkenni að loftslagsbreytingar séu staðreynd og að ástæða sé til að aðhafast eitthvað í málinu.
21.03.2021 - 04:56
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
Loftslagsdæmið
Hjuggu stórt skarð í kolefnissporið á tveimur mánuðum
Að meðaltali náðu fjölskyldurnar fjórar sem tóku þátt í Loftslagsdæminu að minnka kolefnissporið um þriðjung á tveggja mánaða tímabili. Markmiðið var að minnka sporið um fjórðung. Fjölskyldurnar fóru ólíkar leiðir að markinu, sumar beittu sér á mörgum sviðum, aðrar einbeittu sér að einhverju einu. Hér má kynna sér spor þeirra fyrir og eftir og aðferðafræðina sem var notuð við útreikningana. Fjölskyldarnar gerðu upp verkefnið í lokaþætti Loftslagsdæmisins.
20.02.2021 - 10:44
Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.
Vill fækka flöskuhálsum og fjölga hagrænum hvötum
Stjórnvöld ætla að kortleggja kolefnisspor byggingageirans því það er grunnforsenda þess að geta byrjað að minnka það. Verktaki segir ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki taki kostnaðinn við að byggja grænni hús alfarið á sig. Skortur á innviðum sé flöskuháls.