Færslur: Loftslagsbreytingar

Spegillinn
Loftslagsáhrif augljós en rokið fletur mengunarkúrfuna
Umferð dróst verulega saman á höfuðborgarsvæðinu á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og á vef Vegagerðarinnar er talað um að umferðin um hringveginn hafi hrunið í apríl. Samhliða hefur dregið skarpt úr losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð. Áhrifin á loftmengun hafa verið minni. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu. 
Greta Thunberg er spákona í nýju myndbandi Pearl Jam
Hljómsveitin Pearl Jam gaf í gær út myndband við nýtt lag, Retrograde. Myndbandið sýnir spákonu spá fyrir um afleiðingar þess að ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum. Í miðju myndbandi kemur svo í ljós að spákonan er engin önnur en Greta Thunberg.
Myndskeið
Býst við að jöklar á Íslandi haldi enn áfram að rýrna
Íslenskir jöklar hafa nær aldrei minnkað jafn mikið og þeir gerðu á síðasta ári. Flatarmál þeirra hefur dregist saman um tæplega 800 ferkílómetra síðustu 20 ár. Jarðeðlisfræðingur segir niðurstöður síðustu ára koma nokkuð á óvart.
11.05.2020 - 09:36
Keppa í fréttum um umhverfisvernd og hamfarahlýnun
Fjörutíu verkefni bárust í nýja samkeppni Landverndar sem ber heitið Ungt umhverfisfréttafólk. Nemendur í tíu framhaldsskólum tóku þátt í keppninni og nú er orðið ljóst hvaða verkefni komust áfram í undanúrslit.
04.05.2020 - 15:28
Drottningarviðtal veldur fjaðrafoki
Ég er ekki viss um að mannkynið beri ábyrgð á loftslagsbreytingum segir Margrét 2. Danadrottning í viðtali við dagblaðið Politiken í dag. Hún segir ennfremur að ekki sé ástæða til að örvænta. Yfirlýsingar drottningar hafa valdið fjaðrafoki í Danmörku.
11.04.2020 - 12:25
Heimskviður
Verulega hefur dregið úr loftmengun vegna COVID-19
Heimsfaraldur COVID-19 hefur víðtæk áhrif á loftslagsmálin um heim allan því dregið hefur verulega úr loftmengun vegna hans. Bara í Reyjavík hefur loftmengun minnkað um tæplega 40% vegna faraldursins eftir að samkomubann var hert hér á landi. Gera má ráð fyrir að loftmengun vegna flugumferðar hafi dregist saman um meir en níutíu prósent, segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.
06.04.2020 - 08:15
Hlýjasti vetur í veðurmælingasögu Evrópu
Þessi vetur hefur verið sá langhlýjasti í Evrópu frá upphafi mælinga, að sögn vísindamanna við hina evrópsku Kópernikusarstofnun, miðstöð loftslagsrannsókna á vegum Evrópusambandsins. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum eru að líkindum einn megin orsakavaldurinn.
06.03.2020 - 04:37
Sumarið helmingi lengra en vetur í Ástralíu
Ástralska sumarið er orðið tvöfalt lengra en veturinn samkvæmt mælingum veðurfræðinga. Síðustu tuttugu ár hefur sumarið verið um mánuði lengra en það var um miðja 20. öldina. Á sama tíma hefur vetrartíminn styst. Á milli áranna 2014 og 2018 var sumartíminn svo orðinn um helmingi lengri.
02.03.2020 - 04:50
Stilla ungri efasemdarkonu upp gegn Gretu
Hinni þýsku Naomie Seibt hefur verið stillt upp sem eins konar „anti“ Gretu Thunberg af hugveitunni Hertland Institute sem setur spurningarmerki við þau vísindalegu álit sem sýna fram á að hlýnun jarðar sé af manna völdum.
25.02.2020 - 16:32
Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum
Þeim sem telja loftslagsbreytingar ekki af mannavöldum hefur fjölgað mikið og eru sextíu prósentum fleiri en fyrir ári samkvæmt könnun Gallups. Sérfræðingur segir viðhorfsbreytinguna almenna og þvert á hópa. Níutíu prósent séu þó tilbúin til að breyta hegðun til að vernda umhverfi eða vega gegn loftslagsbreytingum.
19.02.2020 - 18:08
Heimurinn að bregðast börnum sínum
Ríki heims bregðast öll skyldum sínum gagnvart börnum og framtíðarkynslóðum. Ekki er nóg gert til að vernda heilsu barna eða forða þeim frá þeim hættum sem þeim stafar af loftslagsbreytingum og slæmu mataræði. Þetta er á meðal niðurstaðna tímamótaskýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðheilbrigðisstofnunarinnar og læknaritsins Lancet. Heilsu hvers einasta barns á þessari Jörð, segir í skýrslunni, er ógnað nú þegar.
19.02.2020 - 06:29
Óvíst að loftslagsbreytingar valdi óveðri
Veðrið hefur verið óvenju slæmt í vetur og mætti ætla að fjöldi djúpra óveðurslægða tengdist þeim öfgum í veðri sem rekja má til loftslagsbreytinga. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé hægt að fullyrða það. Vitað sé að hitabylgjur, þurrkur, skógareldar og slæmir fellibyljir tengist loftslagsbreytingum.
15.02.2020 - 11:00
Smeykastir við COVID-19 en rólegastir yfir loftslagsvá
Framsóknarmenn eru manna líklegastir til að óttast að COVID-19 veiran berist hingað til lands og að þeir sjálfir smitist af henni. Þeir eru á hinn bóginn manna ólíklegastir til að þjást af loftslagskvíða, ásamt Miðflokksmönnum. Píratar eru gjarnastir á að glíma við loftslagskvíða en manna ólíklegastir til að óttast að þeir smitist sjálfir af COVID-19.
12.02.2020 - 16:15
Vilja grænar áherslur í utanríkismálum
Meirihluti þingmanna í utanríkismálanefnd Alþingis vill að ríkisstjórnin útfæri græna utanríkisstefnu. Þingmennirnir vilja jafnframt að skipaður verði sendiherra loftslagsmála og að loftslagsmarkmið verði höfð í huga í fríverslun og þróunarsamvinnu. „Það er nauðsynlegt að við grípum til róttækra aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum á öllum sviðum samfélagsins, þar eru utanríkismálin ekki undan skilin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
11.02.2020 - 13:40
Ríflega helmingur finnur lítið fyrir umhverfiskvíða
Nærri 56 prósent aðspurðra segjast kvíða lítið fyrir loftslagsvanda. Konur finna frekar fyrir kvíða en karlar og yngra fólk frekar en eldra. Þá finna þeir sem eru meira menntaðir frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en þeir sem hafa minni menntun. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
07.02.2020 - 07:25
Janúar 2020 var sá hlýjasti frá upphafi mælinga
Nýliðinn janúarmánuður var sá hlýjasti á Jörðinni frá því mælingar hófust og mun hlýrri en meðaljanúar á viðmiðunartímabilinu 1981- 2010. Þó lét veðurfyrirbærið El Niño ekkert á sér kræla nú, öfugt við 2016, þegar fyrra janúarmet leit dagsins ljós. Þetta eru niðurstöður evrópsku loftslagsrannsóknastofnunarinnar Copernicus.
Vill að hlustað verði á raddir frumbyggja
Fulltrúi frumbyggjaþjóða við Amazonfljót telur að tengsl þeirra við náttúruna geti komið í veg fyrir eyðileggingu lífkerfa í regnskóginum. Hann segir að náttúruhamfarir á borð við skógareldana í fyrra eigi eftir að halda áfram að fara vaxandi ef mannréttindi og kunnátta innfæddra verður virt að vettugi.
29.01.2020 - 06:19
Pistill
Kröftugri skógareldar geta valdið vítahring
Í milljónir ára hafa eldar átt þátt í að móta líf á jörðinni og í hundruð milljóna ára hafa vistkerfi jarðarinnar brunnið. Þegar við mennirnir komum til sögunnar olli beislun eldsins þáttaskilum í þróun okkar sem tegundar. Eldur veitti hita á köldum vetrarkvöldum, var vörn gegn rándýrum og gerði það mögulegt að elda mat sem jók öryggi matvælana með því að minnka hættu á sýkingum.
Nærmynd
Gárungarnir kalla hann Scott úr markaðsdeildinni
Vinir hans kalla hann ScoMo og síðustu vikur hafa landar hans þráspurt hann hvar í andskotanum hann haldi sig. Where the bloody hell are you? Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur oft vakið hneykslan en líklega hefur hann aldrei verið umdeildari en nú. Mörgum þykir hann hafa brugðist seint og illa við gróðureldunum sem nú geisa. 
Telja loftslagsvá geta leitt til pólitískra átaka
Afleiðingar loftslagsbreytinga geta aukið þrýsting á Íslendinga um að taka við fleiri flóttamönnum og orðið til þess að djúpstæðar pólitískar deilur rísa um umhverfismál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningarskýrslu Ríkislögreglustjóra.
Naut verða ófrjó og blómleg sveit að helvíti á Jörð
Miklir og langvarandi hitar í Nýju Suður Wales eru farnir að valda ófrjósemi og náttúruleysi í búsmala og neyða fjölda bænda til að bregða búi. Hver hitabylgjan af annarri hefur riðið yfir Ástralíu að undanförnu og ein slík gerir Áströlum lífið leitt einmitt þessa dagana. Og hitinn leggst ekki aðeins þungt á mannfólkið, heldur plagar hann líka skepnurnar, stórar sem smáar.
29.12.2019 - 05:39
Myndband
Bregðast við loftslagsbreytingum á Svalbarða
Íbúar á Svalbarða horfa nú til umhverfisvænna lausna til að bregðast við lofstlagsbreytingum. Þeir fara nú um með ferðamenn á rafknúnum vélsleðum og vilja setja upp sólarrafhlöður og vindmyllur. Svalbarði er nyrsta byggða ból jarðar og þar hefur meðalhitinn hækkað níu ár í röð.
27.12.2019 - 19:48
Myndskeið
Öll fjölskyldan tekur þátt í óhefðbundnu jóladagatali
Fjölskylda í Eyjafjarðarsveit setti saman nokkuð óhefðbundið jóladagatal. Í dagatalinu, sem þau birta á Facebook, kynna þau lausnir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem þau segja alla geta tileinkað sér.
20.12.2019 - 19:48
Fréttaskýring
Ekki hægt að tengja sprengilægðina loftslagsbreytingum
Fárviðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku afhjúpaði veikleika í innviðum en líka hversu berskjölduð við erum gagnvart náttúruöflunum. Fólk dustaði rykið af veðurlýsingarorðum sem eru bara notuð spari. Veðrið var kolsnælduvitlaust, bandsjóðandibrjálað, foráttuvont, bylurinn var öskuþreifandi. Síðustu daga hefur svo verið talað um fordæmalaust rafmagnsleysi, fordæmalausan hrossadauða - en var veðrið sjálft fordæmalaust og má að einhverju leyti rekja það til loftslagsbreytinga?
19.12.2019 - 16:52
Spegillinn
Vill að meirihlutinn fái að ráða í loftslagsmálum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir óásættanlegt að ríki heims geti ekki komist að niðurstöðu í jafn mikilvægum málum og loftslagsmálum. Hann er fylgjandi því að fyrirkomulagi viðræðna á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna verði breytt þannig að meirihluti ríkja geti tekið ákvarðanir, einstök ríki geti þá ekki staðið í vegi fyrir öðrum.
17.12.2019 - 17:40