Færslur: Loftslagsbreytingar

Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í Samráðsgátt
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lokið vinnu við hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum og hún er nú komin í Samráðsgátt stjórnvalda. Horft verður til hvítbókarinnar og athugasemda sem við hana berast við gerð stefnu og mótun áætlunar íslenskra stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum.
DNA-greina borkjarna úr sjávarbotni
Áhrif loftslagsbreytinga á lífríkið verða meginviðfangsefni rannsóknarleiðangurs vísindamanna við Kaupamannahafnarháskóla og Háskóla Íslands sem lagði úr Hafnarfjarðarhöfn í dag. Sóttir verða borkjarnar á tveggja kílómetra dýpi.
Lundastofninn í hættu vegna hlýnunar sjávar
Hlýnun sjávar virðist hafa valdið verulegri fækkun í íslenska lundastofninum á síðustu áratugum.
Hjálpa fyrirtækjum að fylgjast með kolefnissporinu
Nokkur fyrirtæki hér á landi taka nú þátt í að þróa hugbúnað sem auðveldar þeim að reikna út og fylgjast með kolefnisspori sínu á hraðari og betri hátt en áður. Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hagfræðingur og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur fengu hugmyndina að hugbúnaðinum þegar þau voru við störf hjá Landsvirkjun. Þau hafa nú stofna fyrirtækið Greenfo í kringum hana.
31.05.2021 - 16:45
145. vika loftslagsverkfalls Gretu Thunberg
Hundrað fjörutíu og fimm vikur eru síðan sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg skrópaði úr skólanum í fyrsta sinn í þágu umhverfisins. Í stað þess að mæta í skólann bjó hún til skilti sem á stóð Skolstrejk för klimatet, eða Skólaverkfall fyrir loftslagið, og mótmælti einsömul fyrir framan sænska þinghúsið.
Auknar líkur á fellibyljum yfir Atlantshafi
Á næstu fimm árum mun hitastig á yfirborði jarðar líklega verða 1,5 gráðum heitara en það var fyrir iðnbyltingu. Árum saman hafa vísindamenn varað við því að hitastig heims fari hækkandi og því muni fylgja miklar breytingar á veðurfari. Gangi ný spá eftir eru auknar líkur á hitabeltisfellibyljum yfir Atlantshafi.
„Gróðureldaváin er komin til að vera“
Slökkvilið landsins hafa þurft að bregðast við hátt í 70 gróðureldum á undanförnum sjö vikum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum til að bregðast við vaxandi ógn hér á landi. „Ég myndi segja að gróðureldaváin er komin til að vera, aðallega fyrir tilstilli hnattrænnar hlýnunar sem og aukinnar gróðursældar hér á landi,“ segir Regína Valdimarsdóttir, formaður starfshópsins.
27.05.2021 - 08:37
Spegillinn
UArtic gefi tóninn í loftslagsmálum eftir COVID-19
Halla Hrund Logadóttir, einn af stofnendum og stjórnendum Miðstöðvar norðurslóða við Harvard-háskóla og verðandi orkumálastjóri, bindur vonir við fund Norðurskautsráðsins í næstu viku. Hún telur að ráðstefna háskóla norðurslóða gefi tóninn eftir COVID-19 og verði vonandi sá stökkpallur háskólasamfélagsins inn í aukna samvinnu sem mikil þörf sé fyrir.
Loftslagsráðstefnan í Glasgow er „síðasta hálmstráið“
Lofslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin með hefðbundnu fyrirkomulagi í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Það verður 26. ráðstefna þjóða heims um loftslagsvána. Kvittur voru um að bresk stjórnvöld myndu bjóða til rafrænnar ráðstefnu vegna COVID-19 faraldursins.
14.05.2021 - 15:52
Miklu meiri eldsmatur en áður og hættan vaxandi
Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda, fleiri elda en ratað hafa á gróðureldalista Náttúrustofnunar Íslands frá árinu 2006. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður. Bregðast þurfi við nýjum veruleika.
12.05.2021 - 12:39
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar stofnuð
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hefur verið stofnuð á Veðurstofu Íslands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti þetta á ársfundi Veðurstofunnar í morgun. Hann segir að með þessu sé verið að safna þekkingu á einn stað, svo hægt sé að taka sem skynsamlegastar ákvarðanir í loftslagsmálum.
Lofslagsáætlun Þýskalands dæmd ófullnægjandi
Hæstiréttur í Þýskalandi hefur dæmt loftslagsáætlun þýskra stjórnvalda ófullnægjandi. Hún samræmist ekki grundvallarréttindum þar sem hún nái ekki yfir nógu langan tíma.
„Kyrrstaðan rofin“
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 2% milli áranna 2018 og 2019 og er það mesti samdráttur sem mælst hefur frá árinu 2012. Umhverfisráðherra segir ánægjulegt að kyrrstaða hafi verið rofin í loftslagsmálum. Draga muni enn meira úr mengun af mannavöldum hér á landi á næstu árum.
Losun dróst saman milli ára – enn langt í markmiðin
Losun gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð Íslands, miðað við alþjóðasamninga, var tveimur prósentum minni árið 2019 en árið 2018. Losun hefur ekki dregist svo mikið saman milli ára síðan 2012. Ísland losaði 2.883 kílótonn af ígildum koldíoxíðs árið 2019.
Lofuðu aðgerðum gegn loftslagsvá
Bandaríkin ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030, sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Þjóðarleiðtogar víða að lögðu áherslu á að mikilvægi þess að bregðast við loftslagsvánni og lofuðu aðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að Bandaríkin tækju aftur þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, lagði áherslu á að ríkari ríki veraldar aðstoðuðu þau efnaminni.
22.04.2021 - 15:40
Segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis
Loftslagsváin stigmagnaðist á síðasta ári. Þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð dró ekkert úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.
20.04.2021 - 12:21
Kanadískir íhaldsmenn afneita loftslagsbreytingum
Meirihluti fulltrúa á flokksþingi Íhaldsflokksins í Kanada, stærsta og helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, felldi í gær ályktun þess efnis að flokkurinn viðurkenni að loftslagsbreytingar séu staðreynd og að ástæða sé til að aðhafast eitthvað í málinu.
21.03.2021 - 04:56
Spegillinn
Loftslagsaðgerðir mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa
Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa og ívilnanirnar gagnist helst fólki í efri tekjuhópum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingin kynnti í dag. 
18.03.2021 - 16:08
Myndskeið
Snjóflóð, krapaflóð og skriður dæmi um veðuröfga
Metúrkoma á Seyðisfirði, fjöldi snjóflóða í janúar og krapaflóð í Jökulsá á Fjöllum eru öfgar eins og búast má við af loftslagsbreytingum, segir sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofunni. Óvenjulegt sé að snjóflóð falli svo víða um land á svo stuttu tímabili. 
03.02.2021 - 19:55
Guterres segir ástandið í heiminum viðkvæmt
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli í gær og sagði ástandið í heiminum afar viðkvæmt. Það stafaði ekki síst af áhrifum kórónuveirufaraldursins og miklum ójöfnuði milli fólks og ríkja í heiminum.
Allir búnir að senda inn uppfærð markmið, nema Ísland
Ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa skilað uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Þetta má sjá á vef skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna UNFCCC.  
Gagnvirk færsla
Skoðaðu kolefnisspor fjölskyldnanna í Loftslagsdæminu
Hvað losa fjórar venjulegar fjölskyldur á Íslandi mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið ári? Hvernig er það reiknað? Í Loftslagsdæminu fylgjumst við með fjórum fjölskyldum reyna að minnka kolefnissporið um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Þær tjá sig opinskátt um reynslu sína í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu á Rás 1.
16.01.2021 - 10:30
2020 hlýjast eða næst hlýjast í sögunni
Síðasta ár var heitasta ár sögunnar samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Árið var 0,1 gráðu hlýrra en árið 2016, sem þar með er það næst hlýjasta í sögunni. Sjávar- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna greindi frá því fyrr í vikunni að 2020 hafi verið örlítið kaldara en 2016, líkt og mælingar bresku veðurstofunnar benda til. Loftslagseftirlit Evrópusambandsins segir árin 2016 og 2020 hnífjöfn.
15.01.2021 - 04:25
Segir að skriðuföllin á Seyðisfirði séu viðvörunarmerki
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands segir að skriðuföllin á Seyðisfirði fyrir jól séu mikið viðvörunarmerki. Skriðuföllin megi rekja til veðurfarsbreytinga. Minna frost í fjöllum sé líklega að hafa áhrif á stöðugleika fjallshlíða.
„Ég hef svolítið stjórnað þessu hjá okkur“
Snjallsími, ryksuguróbot, ilmolíulampi, rafmagnssög, borðstofustólar, barnaeldhús og blómapottar. Þetta er meðal þess sem þau Eydís Helga Pétursdóttir og Björgvin Logi Sveinsson festu kaup á á fyrstu átta mánuðum ársins 2020. Já og svo slatti af útivistarfötum úr Icewear, starfsmenn sjúkrahússins fengu nefnilega afslátt. 
03.01.2021 - 14:02