Færslur: Loftslagsbreytingar

Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Neikvæð met slegin í loftslagsáhættu í fyrra
Ný met í lykiláhættuþáttum loftslagsbreytinga voru slegin á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðaveðurstofnunarinnar sem birt var í dag.
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
Helmingslíkur á að hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður
Það eru helmingslíkur á því að hitastig á jörðinni fari tímabundið yfir 1,5 gráðu markmið Parísar sáttmálans, samkvæmt nýjum mælingum alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.
Amazon regnskógurinn felldur á ógnarhraða
Skógareyðing í Amazon regnskógunum í Brasilíu var nær tvöfalt meiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Náttúruverndarsinnar segjast slegnir yfir umfanginu, en aðeins í apríl mánuði var yfir eitt þúsund ferkílómetrum af regnskóginum felldur.
07.05.2022 - 00:19
„Ég man ekki til þess að ráðamenn hafi talað svona“
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar því að ráðherra loftslagsmála tali afdráttarlaust um að stjórnvöld þurfi að gera meira til þess að bregðast við loftslagsvánni.
Sjónvarpsfrétt
Verði að vera nákvæmara hvað eigi að gera og hvenær
Eins og í fyrri loftslagsskýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna eru skilaboðin skýr. „Þetta er síðasta viðvörunin sem við fáum. Það er ljóst að það þarf að ná miklu meiri árangri miklu hraðar,“ segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
„Síðasta viðvörunin“ um loftslagsbreytingar
Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verður að ná hápunkti ekki síðar en árið 2025 svo hægt verði að halda aftur af loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Vind- og sólarorka 10% allrar raforku
Um 10% af allri raforku sem notuð var í heiminum í fyrra voru framleidd með vind- og sólarorkugjöfum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Um 38% voru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Kolabrennsla hefur einnig aukist verulega.
30.03.2022 - 04:49
Kóralrifið mikla fölnar eftir óvenjuhlýjan mars
Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu hefur orðið fyrir gríðarlegum skemmdum undanfarið vegna hlýnandi sjávar. Sjórinn umhverfis kóralrifið hefur í mars mælst fjórum gráðum heitari að meðaltali en síðustu ár.
25.03.2022 - 06:41
Pistill
Þurfum að þrýsta á ábyrgðaraðila loftslagsbreytinga
Nýja ævintýri mannsins snýst um að sleppa kyrkingartakinu sem hann hefur á umhverfi sínu. Við þurfum að horfa til þess hverjir valda hamfarahlýnun og þrýsta á að þeir aðilar axli ábyrgð. Birnir Jón Sigurðsson fjallaði um loftslagsbreytingar í Víðsjá.
16.03.2022 - 09:22
Ber ekki að vernda börn fyrir loftslagsbreytin
Dómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að umhverfisráðherra landsins beri ekki skylda til að vernda börn fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Með því er snúið við tímamótadómi frá því fyrir tveimur árum.
Tugir þúsunda Frakka í mótmælum vegna loftslagsmála
Tugir þúsunda Frakka tóku þátt í mótmælum víðsvegar um land í dag þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að huga rækilega að loftslagsmálum.
13.03.2022 - 01:11
Pistill
Um píslarvætti loftslagsbreytinga
Viljum við vera píslarvættir eða brautryðjendur í loftslagsmálum? Birnir Jón Sigurðsson, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um fórnir og framfarir þegar kemur að loftslagsmálum.
Tvær dýrategundir útdauðar og aðrar færa sig um set
Rúmir þrír miljarðar manna býr við aðstæður sem eru mjög viðkvæmar gagnvart loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð fólks og heilsu jarðar. Verði aðgerðum til að sporna gegn þróuninni seinkað meira glatast tækifærið til að skapa lífvænlegri og sjálfbæra framtíð jarðar. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafa orðið verst úti. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu IPPC.
28.02.2022 - 16:12
Morgunútvarpið
Framtíðin krefst þess að við nýtum eigin úrgang
Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur segir að þvag og saur úr fólki geti vel nýst um allan heim, ekki síst þar sem fólk er margt og vatn og gott beitiland af skornum skammti. Hann ræddi um úrgang manna, nytjar hans í landbúnaði og gagnsemi við byggingaframkvæmdir í Morgunútvarpinu.
Morgunútvarpið
Flestar borgir gætu ekki haldið leikana aftur
Vegna hnattrænnar hlýnunar verður ekki svo greiðlega hægt að halda vetrarólympíuleika á komandi árum og áratugum. Í Beijing eru nú haldnir vetrarólympíuleikar svo að segja alfarið með manngerðum snjó.
Íshellan hverfur hratt af toppi Everest
Íshellan við topp Everest-fjalls bráðnar hratt samkvæmt nýrri rannsókn. Alls hefur hún grynnkað um 55 metra síðasta hálfan þriðja áratug samkvæmt vísindamönnum við háskólann í Maine í Bandaríkjunum, sem birtu niðurstöður sínar í nýjasta hefti vísindaritsins Nature.
06.02.2022 - 10:46
Viðtal
Með orkusparnaði þurfi ekki að virkja 50% meira
Ekki er nauðsynlegt að virkja fimmtíu prósentum meira en nú til að ljúka orkuskiptum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Landverndar sem andmælir virkjunaráformum Landsvirkjunar. Þá verði fólk að sætta sig við færri utanlandsferðir.
Viðtal
Ísland framtíðarinnar: Meiri rigning
Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningar en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar hafa bráðnað. Veðrinu mun svipa til þess sem nú er í Skotlandi en líklega mun rigna meira en þar gerir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að bráðnun jökla hafi áhrif á vatnabúskap og vatnsaflsvirkjanir. 
Sendiherra kallaður heim í deilu Pólverja og Tékka
Pólska ríkisstjórnin hefur kallað nýskipaðan sendiherra sinn í Tékklandi heim frá Prag vegna gagnrýninna ummæla hans um framgöngu pólskra stjórnvalda í deilu þeirra við Tékka um mikla kolanámu við landamæri ríkjanna.
Fréttaskýring
Akkilesarhæll Finna og markmiðið um kolefnishlutleysi
Finnland ætlar að verða kolefnishlutlaust árið 2035 - fyrst norrænu ríkjanna og fimm árum á undan Íslandi. Einn stærsti akkilesarhæll Finna í loftslagsmálum virðist nánast ætla að hverfa af sjálfu sér. 
Hæsti hiti á norðurslóðum staðfestur
Alþjóðaveðurfræðistofnunin staðfesti í morgun að 38 stiga hiti sem mældist í Síberíu í júní í fyrra sé sá hæsti sem mælst hefur á norðurslóðum í sögunni. Hitametið var sett í smábænum Verkhoyansk 20. júní í fyrra. Bærinn er um 115 kílómetrum norðan við heimskautsbaug og hefur hiti verið mældur þar allt frá árinu 1885.
14.12.2021 - 11:07
Stöðvuðu ályktun um loftslagsbreytingar og átök
Rússar beittu í gær neitunarvaldi til að stöðva ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem loftslagsbreytingar eru settar í samhengi við hættu á stríðsátökum í heiminum. Mikill meirihluti ríkja í Öryggisráðinu hafði þá lýst stuðningi sínum við ályktunina.
Sjónvarpsfrétt
Langt í land í orkuskiptum á sjó
Jarðefnaeldsneyti verður áfram helsti orkugjafinn í íslenskum sjávarútvegi, komi ekki til stefnubreytingar af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um orkuskipti í sjávarútvegi sem kynnt var í Hörpu í morgun.