Færslur: Loftslagsbreytingar

Hafa krafist loftslagsaðgerða 146 sinnum
Ungt fólk lagði niður störf og nám í hádeginu í dag til að krefjast frekari aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum og til að hvetja fólk til að kjósa með loftslagsmál í huga. Þetta var 146. loftslagsverkfallið á Austurvelli.
Gróðureldar kviknuðu á Grikklandi í kvöld
Gróðureldar brutust út í kvöld nærri bænum Nea Makri norðaustur af Aþenu höfuðborg Grikklands. Um það bil sjötíu slökkviliðsmenn berjast nú við eldana en íbúum hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín.
20.09.2021 - 23:53
Sjónvarpsfrétt
Ráðstefnan í Glasgow verður úrslitastund fyrir heiminn
Við eigum ekki annarra kosta völ en að ná árangri í Glasgow, segir David Moran sendiherra loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í borginni eftir aðeins nokkrar vikur. Hann segir ekki nóg að setja markmið, heldur þurfi að standa við þau. 
19.09.2021 - 19:28
Fréttaskýring
Pólitískt erfiðar ákvarðanir framundan í loftslagsmálum
Formaður Loftslagsráðs fagnar því að loftslagsmálin séu loksins orðin að kosningamáli hér á landi. Næsta kjörtímabil verður algjör úrslitastund í loftslagsmálum og erfiðar ákvarðanir bíða stjórnvalda. Formaður ungra umhverfissinna kallar eftir að tekið verði á loftslagsmálunum af festu.
Nærri 30% villtra tegunda nú í útrýmingarhættu
Hlutfall villtra dýrategunda sem nú teljast í útrýmingarhættu er komið yfir 28% samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN). Samtökin uppfærðu í dag svokallaðan rauðan lista þar sem staða allra þekktra villtra dýrategunda er metin, með tilliti til útrýmingarhættu.
Heitasti vetur Nýja Sjálands frá upphafi mælinga
Opinber nýsjálensk rannsóknarstofnun segir loftslagsbreytingar valda því að veturinn í ár er sá heitasti frá því að mælingar hófust þar í landi.
Yfir 700 byggingar orðið Caldor-eldinum að bráð
Tugir þúsunda Bandaríkjamanna hafa flúið heimili sín við Tahoe-vatn í norðanverðri Kaliforníu vegna umfangsmikilla skógarelda sem nú geisa í ríkinu.
31.08.2021 - 17:35
Pattstaða í veðurkerfum veldur hlýindum
Í gær féll þrettán ára gamalt hitamet þegar hiti mældist 29,4 stig á Hallormsstað á Austurlandi. Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur segir að pattstaða myndist í veðurkerfunum sem valdi hlýindunum. Þetta geti verið ein birtingamynd loftslagsbreytinga.  
25.08.2021 - 09:27
Loftslagsmál aðalmálaflokkur komandi kosninga
Umhverfisfræðingur segir fátt í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna koma á óvart. Loftslagsmálin séu á ystu nöf og verði aðalmálaflokkur í komandi kosningum.
Mannskæð flóð eftir metúrkomu í Tennessee
Minnst átta manns drukknuðu í miklum flóðum í Tennessee í Bandaríkjunum í gær, samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar, og tuga er saknað. Geypilegt vatnsveður gekk yfir Tennessee á laugardag og þar sem mest rigndi mældist sólarhringsúrkoman 430 millimetrar, sem er metúrkoma á þessum slóðum.
22.08.2021 - 05:27
Rigning á toppi Grænlandsjökuls
Úrkoma á formi rigningar mældist á hábungu Grænlandsjökuls fyrr í þessum mánuði, í fyrsta skipti síðan þar var komið upp veðurstöð árið 1987. Veðurrannsóknastöðin Summit Camp er í 3.216 metra hæð á ísbreiðunni miklu. Hún er rekin af bandarísku rannsóknafyrirtæki með stuðningi Vísindastofnunar Bandaríkjanna.
21.08.2021 - 01:25
Loftslagið kallar á jafn róttækar aðgerðir og COVID-19
„Íslendingar þurfa að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum,“ sagði Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarð- og sjálfbærnifræðum við Háskóla Íslands, í upphafsávarpi á fyrsta upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag. Ungir umhverfissinnar hafa boðað til þriggja upplýsingafunda um loftslagmál og segja að jafn rótttækar aðgerðir þurfi í loftslagsmálum og heimsfaraldri COVID-19.
Loftslagsbreytingar og umhverfisvá ógna milljarði barna
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að um milljarður barna í 33 ríkjum heims séu í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga, hlýnunar Jarðar, mengunar og annarra aðsteðjandi umhverfisógna. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Áhættuvísi fyrir börn heimsins, þeim fyrsta sem unninn hefur verið.
Þúsundir flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu
Fleiri þúsund íbúar fjölmargra þorpa og smábæja hafa neyðst til að flýja skógareldana sem geisa í vesturhlíðum Sierra Nevada-fjallanna í norðanverðri Kaliforníu. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðustu tvo daga þar sem eldarnir hafa magnast upp í heitum og þurru veðri og hlýjum vindum.
Dixie stækkar enn og hlýir vindar kynda nýja elda
Dixie-eldurinn mikli, næst-stærsti skógareldur sem sögur fara af í Kaliforníu, heldur áfram að breiða úr sér og nýir og skæðir skógareldar halda áfram að gjósa upp í ríkinu, þar sem veðrið gerir slökkviliðsmönnum afar erfitt um vik þessa dagana. Orkufyrirtæki hafa tekið strauminn af þúsundum heimila í varúðarskyni.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Sjónvarpsfrétt
Loftslagsbreytingar - stutt í heljarþröm
Forstjóri Umhverfisstofnunar og formaður Loftslagsráðs segja að strax þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum. Sá síðarnefndi segir mjög mikilvægt að valdhafar og stjórnvöld rísi upp og axli ábyrgð sem þau undirgöngust með Parísarsamkomulaginu. „Við erum ekki alveg komin á heljarþröm en það er mjög stutt í það.“
Spegillinn
Yfirborðshiti sjávar í Skjálfanda fór í 17 gráður
Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum loftslagsbreytingum sem eru að hellast yfir okkur, segir Hörður Sigurbjarnarson, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Norðursiglingu, sem mælt hefur yfirborðshita í sjónum í Eyjafirði og Skjálfanda í meira en tvo áratugi. Yfirborðshitinn sem hann mælir nú er allt að 17 gráðum sem er fimm gráðum meira heldur en hæstu mælingar hingað til . 
Ofsafengin hitabylgja í Evrópu næstu daga
Búist er við því að hiti við Miðjarðarhafsströnd Afríku verði um fimmtíu gráður á næstu dögum og um 47 gráður á Sikiley á Ítalíu. Frá þessu greindi veðurfræðingurinn Chris Fawkes á fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC í gær. Ofsafengin hitabylgja er væntanleg um sunnanverða Evrópu, norðanverða Afríku og Norður-Ameríku næstu daga, að sögn Fawkes.
11.08.2021 - 03:05
Áhrif loftslagsbreytinga eru að raungerast
„Það verður aldrei of seint að bregðast við loftslagsbreytingum. Við erum að forða okkur frá verri og verri afleiðingum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, forstjóri Landverndar. „En það sem við sjáum núna er að áhrifin sem hafði verið varað við eru að raungerast.“
Seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum
Seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi, ábyrgðarfirring og sérhagsmunir hafa verið ríkjandi yfirbragð íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri harðorðri yfirlýsingu frá Landvernd um aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum.
Reykur frá skógareldum í Síberíu yfir norðurpólnum
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Rússneska veðurstofan Rosgidromet segir eldana færast í aukana fremur en hitt. Miklir skógareldar hafa herjað æ oftar og meira á Síberíu síðustu ár. Rússneskir vísindamenn og umhverfisverndarsinnar rekja það til loftslagsbreytinga og allt of lítillar umhirðu skóganna, sökum lítilla fjárveitinga.
10.08.2021 - 02:41
Meiri áhrif en síðustu 20 milljón ár
Þær loftslagsbreytingar sem nú verða af mannavöldum geta leitt af sér meiri og hraðari breytingar á lífríki jarðar en orðið hafa á síðustu 20 milljón árum samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána. Súrnun sjávar er ein afleiðing hlýnunarinnar. Hún getur breytt hitastigi og straumum og gjörbylt lífríkinu með ófyrirséðum afleiðingum ef fram heldur sem horfir. 
09.08.2021 - 21:33
Myndskeið
Segir of dýrt að hætta kolabrennslu
Þrátt fyrir skýra stefnu danskra stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúslofttegunda, þá gengur það afar hægt. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar sem losar mest segir of dýrt að hætta kolabrennslu og skipta yfir í aðra orkugjafa.
Stjórnvöld um allan heim verða að gefa í
Stjórnvöld allsstaðar um heim verða að bregðast við nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna og gefa í, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. „Að mínu mati er þetta bara enn ein sönnun fyrir því að það þarf að gera ennþá betur.“ Halldór Björnsson loftslagsfræðingur segir nokkuð ljóst að hlýnun jarðar sé farin að hafa mjög slæmar afleiðingar í för með sér. „Við erum farin að sjá virkilegt tjón sem þetta veldur.“
09.08.2021 - 19:26