Færslur: Loftslagsbreytingar

Kanadískir íhaldsmenn afneita loftslagsbreytingum
Meirihluti fulltrúa á flokksþingi Íhaldsflokksins í Kanada, stærsta og helsta stjórnarandstöðuflokks landsins, felldi í gær ályktun þess efnis að flokkurinn viðurkenni að loftslagsbreytingar séu staðreynd og að ástæða sé til að aðhafast eitthvað í málinu.
21.03.2021 - 04:56
Spegillinn
Loftslagsaðgerðir mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa
Verkalýðshreyfingin leggur til að stofnaður verði sérstakur vinnuhópur innan Þjóðhagsráðs til að tryggja að umskipti yfir í kolefnislaust Ísland verði réttlát. Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum núna séu hlutfallslega mest íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa og ívilnanirnar gagnist helst fólki í efri tekjuhópum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verkalýðshreyfingin kynnti í dag. 
18.03.2021 - 16:08
Myndskeið
Snjóflóð, krapaflóð og skriður dæmi um veðuröfga
Metúrkoma á Seyðisfirði, fjöldi snjóflóða í janúar og krapaflóð í Jökulsá á Fjöllum eru öfgar eins og búast má við af loftslagsbreytingum, segir sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofunni. Óvenjulegt sé að snjóflóð falli svo víða um land á svo stuttu tímabili. 
03.02.2021 - 19:55
Guterres segir ástandið í heiminum viðkvæmt
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli í gær og sagði ástandið í heiminum afar viðkvæmt. Það stafaði ekki síst af áhrifum kórónuveirufaraldursins og miklum ójöfnuði milli fólks og ríkja í heiminum.
Allir búnir að senda inn uppfærð markmið, nema Ísland
Ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa skilað uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Þetta má sjá á vef skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna UNFCCC.  
Gagnvirk færsla
Skoðaðu kolefnisspor fjölskyldnanna í Loftslagsdæminu
Hvað losa fjórar venjulegar fjölskyldur á Íslandi mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið ári? Hvernig er það reiknað? Í Loftslagsdæminu fylgjumst við með fjórum fjölskyldum reyna að minnka kolefnissporið um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Þær tjá sig opinskátt um reynslu sína í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu á Rás 1.
16.01.2021 - 10:30
2020 hlýjast eða næst hlýjast í sögunni
Síðasta ár var heitasta ár sögunnar samkvæmt mælingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Árið var 0,1 gráðu hlýrra en árið 2016, sem þar með er það næst hlýjasta í sögunni. Sjávar- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna greindi frá því fyrr í vikunni að 2020 hafi verið örlítið kaldara en 2016, líkt og mælingar bresku veðurstofunnar benda til. Loftslagseftirlit Evrópusambandsins segir árin 2016 og 2020 hnífjöfn.
15.01.2021 - 04:25
Segir að skriðuföllin á Seyðisfirði séu viðvörunarmerki
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands segir að skriðuföllin á Seyðisfirði fyrir jól séu mikið viðvörunarmerki. Skriðuföllin megi rekja til veðurfarsbreytinga. Minna frost í fjöllum sé líklega að hafa áhrif á stöðugleika fjallshlíða.
„Ég hef svolítið stjórnað þessu hjá okkur“
Snjallsími, ryksuguróbot, ilmolíulampi, rafmagnssög, borðstofustólar, barnaeldhús og blómapottar. Þetta er meðal þess sem þau Eydís Helga Pétursdóttir og Björgvin Logi Sveinsson festu kaup á á fyrstu átta mánuðum ársins 2020. Já og svo slatti af útivistarfötum úr Icewear, starfsmenn sjúkrahússins fengu nefnilega afslátt. 
03.01.2021 - 14:02
„Nú eigum við svo mikið af börnum“
„Ég fór nú að kynna mér þetta loftslagsdæmi vegna þess að nú eigum við svo mikið af börnum. Mér fannst einhvern veginn svolítið skrítið að vera að eignast öll þessi börn og ætla svo bara að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist því við verðum að breyta okkar lifnaðarháttum,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Forlaginu. Maðurinn hennar, Kristján Rúnar Kristjánsson, vinnur í áhættustýringu hjá Íslandsbanka og fékk aukinn áhuga á loftslagsmálum í gegnum vinnuna.
„Hamfarirnar á Seyðisfirði passa inn í þessa mynd“
Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands, segir of snemmt að segja til um hvort kenna megi loftslagsbreytingum um aurskriðurnar á Seyðisfirði. Hamfarirnar séu nýafstaðnar og ekki búið að greina þær í hörgul.
192 milljónir í orkuskiptastyrki til fyrirtækja
Hreyfill, Mjólkursamsalan og netgengið ehf, sem rekur heimsendingarþjónustuna Aha, eru meðal þeirra sem í hljóta í ár styrki úr Orkusjóði. Alls renna 192 milljónir til 55 verkefna en sótt var um 482 milljónir króna til 76 verkefna. Tilkynnt var um þetta á vef Stjórnarráðsins.
Loftslagsmarkmiðið nú 55% minni losun 2030
Til þess að ná metnaðarfyllri markmiðum gagnvart Parísarsamkomulaginu ætla íslensk stjórnvöld að setja meiri kraft í bindingu kolefnis úr andrúmsloftinu og að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Enn á eftir að útfæra aðgerðir til að ná þessu markmiði.
10.12.2020 - 12:39
Stefna að 55 prósenta samdrætti í losun
Stjórnvöld hyggjast stefna að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 en ekki 40 prósentum eins og stefnan var sett á í upphafi kjörtímabils.
Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason
„Áskorunin var að skrifa um málefni sem eru í rauninni stærri en tungumálið. Þú getur ekki bara sagt að þetta sé alvarlegt í tólfta veldi,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur um bókina sína, Um tímann og vatnið. Í henni er Andri í leit að áhrifaríkustu aðferðini til að fjalla um loftslagsbreytingar. Þar dregur hann persónulega þræði inn í frásögnina og veltir fyrir sér vísindunum, kynslóðatengslum, tímanum og stærstu orðum tungumálsins.
25.11.2020 - 16:24
Áhrif COVID-19 á magn koltvísýrings lítil
Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki minnkað þrátt fyrir mikinn samdrátt í efnahagslífi heimsins, sem rekja má til kórónuveirufaraldurinsins og sóttvarnaaðgerða, og að fólk ferðist mun minna. Útblástur hefur dregist saman en það haft lítil áhrif, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar WMO.
myndskeið
Hamfarir af völdum loftslagsbreytinga 35% tíðari
Hamfarir af völdum loftslagsbreytinga hafa aukist um 35 prósent síðustu þrjá áratugi. Áhrifin eru mest í fátækustu ríkjum heims. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins.
20.11.2020 - 19:25
Myndskeið
Bein afleiðing af hlýnun loftslags
Fellibylurinn Iota kom á land í Nígaragua í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti á árinu. Óttast er að eyðileggingin verði mjög mikil. Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í Nígaragua og Hondúras. Tveir, hið minnsta, hafa farist í hamförunum.
17.11.2020 - 19:56
Vinna hvítbók um áhrif loftslagsbreytinga á hafið
Hafrannsóknastofnun vinnur nú að gerð skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi hafsins í kringum Ísland, svokallaðrar hvítbókar. Rannsaka á umhverfis- og vistkerfisbreytingar og mögulegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Stefnt er að því að skýrslan verði tilbúin í apríl.
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Byrjað er að rýma bæi við Atlantshafsströnd Hondúras þar sem annar fellibylurinn á tveimur vikum og sá þrítugasti á þessu ári mun taka land á morgun, sunnudag, gangi spár eftir.
Afleiðing þess að taka loftslagsmál ekki alvarlega
„Svona fer þegar loftslagsmál eru ekki tekin alvarlega,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um það að íslensk stjórnvöld standi frammi fyrir milljarða útgjöldum fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar vegna Kyoto-samningsins.
10.11.2020 - 15:33
Heimskviður
Loftslagsumræðan fellur í skugga veirunnar
Kórónuveirufaraldur hefur varpað skugga á það nauðsynlega samtal sem þjóðir heims þurfa að eiga um aðgerðir í loftslagsmálum, nú þegar 5 ár eru liðin frá undirritun Parísarsáttmálans. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, átti að fara fram í Glasgow en var frestað til næsta árs og ómögulegt er að spá fyrir um hvað verður rætt þar. Fiona Harvey, verðlaunablaðamaður breska blaðsins Guardian, segir þó að Parísarmarkmiðin verði að vera aðalmál á dagskrá.
10.10.2020 - 09:00
Arnhildur og Kári verðlaunuð á Degi íslenskrar náttúru
Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamaður á fréttastofu RÚV, hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á Degi íslenskrar náttúru í dag. Verðlaunin fékk hún fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapíuna sem var á dagskrá Rásar 1 síðasta vetur.
Orkuskipti í samgöngum eitt stærsta framtíðarverkefnið
Orkuskipti í samgöngum geta sparað hverju heimili um 400 þúsund krónur á ári þegar markmið aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum hafa náðst. Loftslagsváin er einn helsti umhverfisvandi sem mannkynið stendur frammi fyrir og þjóðir heims verða að ráðast í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við vandanum.
08.09.2020 - 16:46
4 þúsund tonn af koldíoxíði verða að steini
Carbfix og Orka náttúrunnar hafa gengið til samstarfs við svissneska fyrirtækið Climeworks, sem sérhæfir sig í að fanga lofttegundina koldíoxíð CO2 úr andrúmsloftinu og farga henni varanlega.
26.08.2020 - 15:12