Færslur: Loðna

„Höfum verið að sjá loðnu hérna síðustu daga"
Vont veður og hafís hefur truflað þau tvö rannsóknarskip sem nú eru við loðnurannsóknir norður og vestur af Íslandi. Þessi leiðangur sker úr um hvort og þá hve mikið verður heimilt að veiða á komandi loðnuvertíð.
Hefja leit að loðnu á mánudag
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í loðnuleit á mánudaginn og stendur leiðangurinn yfir í 22 daga. Jafnframt tekur rannsóknarskip á vegum Grænlendinga þátt í leiðangrinum.
Kanna hvort loðnan hafi farið til Færeyja
Mikið af loðnu hefur fundist í færeyskum fjörðum og hafa sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar verið í sambandi við færeyska fiskifræðinga sem telja ekki ólíklegt að þetta sé loðna sem hafi áður verið við Ísland. Áætlað er að rannsaka sýni frá Færeyjum, meðal annars með tilliti til erfðafræði. Þá er fyrirhugað að áætla rek seiðanna með straumlíkönum.
27.04.2020 - 07:55
Ráðherra ákveður árskvóta Íslendinga í deilistofnum
Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt veiðiheimildir Íslendinga í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2020. Samtals verður heimilt að veiða rúm 488.000 tonn úr þessum þremur deilistofnum.
01.04.2020 - 18:50
Vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi
Hrygningaloðna í Húnaflóa styður vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi. Þetta segir leiðangursstjóri í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Hann segir enga vísbendingu um vestangöngu loðnunnar.
18.03.2020 - 17:36
Myndskeið
Loðnubrestur: „Meðan það er ennþá möguleiki bíðum við“
Skipstjóri sem tók þátt í loðnumælingum suður af Papey, út fyrir minni Hamarsfjarðar, um helgina er vongóður um vertíð. Þar fundust vænar torfur sem Hafrannsóknarstofnun leggur mat á.
Þéttar og góðar loðnutorfur suður af Papey
Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar, sigldi fram á loðnutorfur suður af Papey, úti fyrir mynni Hamarsfjarðar, í gær. Hafrannsóknarstofnun sendi í kjölfarið tvö skip til viðbótar, Hákon EA og Polar Amaroq, til að aðstoða við að mæla torfurnar.
24.02.2020 - 12:30
Spegillinn
Duttlungafullur fiskur lætur ekki sjá sig
Útlit er fyrir að loðnuvertíðin bregðist annað árið í röð með tilheyrandi tapi fyrir sjávarbyggðir og þjóðarbúið. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hafrannsóknastofnun ráðleggi ekki veiðar. 
22.02.2020 - 10:52
Minna af loðnu en í síðustu mælingu
Minna sást af loðnu í yfirstandandi loðnuleiðangri en þeim sem farinn var fyrr í mánuðinum. Loðnumælingum sex skipa lauk að mestu í nótt og aðeins á eftir að kanna lítið svæði út af Húnaflóa.
20.02.2020 - 12:49
Loðna komin austur fyrir Langanes
Loðna hefur fundist við landgrunnsbrúnina norðaustur af Langanesi þar sem fjögur uppsjávarskip eru við rannsóknir. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, segir of snemmt að segja til um hvað þarna er mikið af loðnu.
06.02.2020 - 17:24
Segir það áfall að loðnuleit hafi ekki borið árangur
Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar segir það áfall að loðnuleit Hafrannsóknastofnunar hafi ekki borið árángur. Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps segir tekjuáætlanir verða endurskoðaðar í kjölfar leitarinnar.
26.01.2020 - 12:24
Fundu loðnugöngur vestan við Kolbeinseyjarhrygg
Vart hefur orðið loðnu undan norðanverðu landinu í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Leiðangursstjórinn telur þó ekki að mikið sé af henni. Veður hefur truflað leitina.
22.01.2020 - 18:21
Enn von þótt lítið af loðnu hafi fundist
Það hefur fundist lítið af loðnu það sem af er loðnumælingum. Leiðangursstjóri gerir sér þó vonir um að eitthvað finnist þegar leitarskipin halda vestur á bóginn.
Fimm skip til loðnurannsókna í kvöld eða nótt
Þess er vænst að rannsóknarskipið Árni Friðriksson haldi til loðnurannsókna frá Neskaupstað í kvöld eða nótt, ásamt fjórum uppsjávarskipum. Veðurútlit er þó ekki sérlega gott.
15.01.2020 - 17:05
Fjögur uppsjávarskip taka þátt í loðnuleit
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson heldur til loðnuleitar og mælinga í næstu viku. Með í leiðangrinum verða tvö uppsjávarskip, að því er segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.
09.01.2020 - 16:30
Hafró og útgerðin sömdu um kostnað við loðnuleit
Samkomulag hefur náðst milli útgerðanna og Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuleitar. Stofnunin greiðir útgerðunum um helming kostnaðar vegna leitarinnar og treystir á aukið fjármagn frá stjórnvöldum.
Ráðherra segir útgerðina líka bera ábyrgð á loðnuleit
Hafrannsóknastofnun segist ekki geta borgað útgerðum fyrir þátttöku í loðnuleit. Sjávarútvegsráðherra segir að útgerðin beri ábyrgð og skyldur, loðnuleit sé sameiginlegt verkefni.
Viðtal
Tvöfalt virði loðnu: Mikilvæg fæða þorsksins
Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafró, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Gegnd stofnsins hefur að hans sögn breyst, hún heldur sig norðar, í kaldari sjó. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg en það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins, sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda.