Færslur: Loðna

Landinn
Sá ýmislegt þegar hann ræsti fólk til vinnu
Loðnuvertíðin í Vestmannaeyjum gengur vel. Það gefst ekki mikill tími fyrir fyllerí eins og áður var en vertíðin breytir andanum í bænum og rífur upp stemninguna að sögn Benonýs Þórissonar, framleiðslustjórna hjá Vinnslustöðinni.
Verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar hafin
Vinnsla á loðnuhrognum, verðmætustu afurð loðnunn­ar, hófst á Akranesi í gær. Út­gerðar­stjóri hjá Brimi reiknar með að hrognin verði orðin fullþroskuð í kringum næstu helgi.
01.03.2022 - 13:37
Loðnukvótinn skertur um tæp 35 þúsund tonn
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að loðnukvóti á yfirstandandi vertíð verði lækkaður um 34.600 tonn. Eftir mælingar á stofninum í janúar, leit út fyrir að þyrfti að skerða kvótann um allt að 100 þúsund tonn.
18.02.2022 - 18:21
Líklegt að loðnukvótinn verði skertur
Nýjustu mælingar á loðnustofninum benda til þess að þurfi að skerða kvótann á yfirstandandi vertíð um allt að hundrað þúsund tonn. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir allar líkur á því einhverjar skerðingar verði á loðnukvótanum, en hversu miklar verði ekki ljóst fyrr en síðar í vikunni.
Myndband
Netagerðamenn keppast við og taka lagið á loðnuvertíð
Svo mikið er að gera í netagerð á stærstu loðnuvertíð í áratugi að ekki hefur verið hægt að sinna verkefnum fyrir erlend skip. Sannkölluð vertíðarstemmning ríkir í Hampiðjunni í Neskaupstað þar sem nú er unnið alla daga fram á kvöld. Norðfirðingar fengu liðsauka frá Vestmannaeyjum og Reykjavík og nú taka menn lagið í sannkallaðri vertíðarstemningu.
10.02.2022 - 10:04
Gætu þurft að skerða loðnukvótann
Mæling á loðnustofninum sem var kynnt í gær bendir til þess að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um 100.000 tonn. Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að þetta hafi verið vonbrigði, lokaráðgjöf er væntanleg upp úr miðjum mánuðinum.
Líklega stærsti loðnuafli fyrr og síðar
Börkur NK kom til Seyðisfjarðar í gær með fullfermi af loðnu. Löndun tók 18 tíma og aflinn var rúmlega 3.400 tonn, sem gerir túrinn að mettúr. Líklega hefur loðnuskip aldrei fært jafn mikill afla að landi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Síldarvinnslunni.
29.01.2022 - 20:25
Rannsóknaskipin halda til loðnumælinga í dag
Bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, halda til loðnumælinga í dag. Markmiðið er að ná að mæla stærð hrygningarstofnsins á næstu tveimur vikum.
18.01.2022 - 15:35
Loðnan streymir á land fyrir austan
Ágætur kraftur er kominn í loðnuveiðina og skipin koma hvert af öðru í land með afla. Margir hafa beðið lengi eftir loðnu, það er á meðal Seyðfirðingar sem fengu í morgun fyrstu loðnuna í fjögur ár. Allt hráefnið fer í bræðslu og verður ekkert fryst fyrr en eftir áramót enda eru helstu markaðir í Rússlandi lokaðir íslenskum framleiðendum.
09.12.2021 - 12:53
Fyrsti loðnufarmurinn til Neskaupstaðar
Bjarni Ólafsson AK 70 kom til Neskaupstaðar laust fyrir hádegi með fyrsta loðnufarm vertíðarinnar, um 1600 tonn. Loðnan veiddist um 45 mílur norður af Melrakkasléttu.
06.12.2021 - 15:45
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Rólegar loðnuveiðar en engin ástæða til örvæntingar
Loðnuveiðar fara hægt af stað og valda nokkrum vonbrigðum. Þetta segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, í samtali við fréttastofu.
02.12.2021 - 15:02
Viðtal
Flutningsverð ógnar loðnutekjum
Ekki er víst að mikil loðnuveiði framundan skili þeim tekjum sem vænst hefur verið. Óttast er að kostnaður við gámaflutninga sé orðinn svo mikill að neytendur í Asíu vilji ekki greiða loðnuhrognin svo dýru verði. Framkvæmdastjóri flutningsfyrirtækis segir að vonandi fáist svo gott verð fyrir loðnuna á Asíumarkaði að það vegi upp hækkunina. 
Fyrsta skipið heldur til loðnuveiða
Loðnuveiðisjómenn eru spenntir fyrir þeirri stóru vertíð sem í vændum er, sem gæti orðið sú stærsta í tuttugu ár. Fyrsta skipið heldur til veiða strax á morgun.
08.11.2021 - 19:36
Sjónvarpsfrétt
Loðnan ígildi 300 þúsund ferðamanna
Víðs vegar um landið undirbúa fyrirtæki sig fyrir stærstu loðnuvertíð í átján ár. Áhrifin eru víðtæk og fyrir þjóðarbúið er aukinn kvóti ígildi 300 þúsund ferðamanna. Netagerðarmenn sjá fram á mikið annríki.
24.10.2021 - 18:55
Gull og grænir loðnuskógar
Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við. Fyrst þarf þó að finna fiskinn, veiða hann og koma honum á markað.
03.10.2021 - 14:05
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
Hámarksafli loðnu ekki meiri frá árinu 2003
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við aflareglu strandríkja, að loðnuafli fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki meiri en 904.200 tonn. Tillaga stofnunarinnar um hámarksafla loðnu hefur ekki verið stærri frá því árið 2003.
01.10.2021 - 09:30
Loðnukvóti fyrir vertíðina gefinn úr á föstudag
Hafrannsóknastofnun birtir á föstudag ráðgjöf um loðnukvóta fyrir komandi vertíð. Frumniðurstöður úr 20 daga haustleiðangri sýna að væntingar um veiðar á komandi vertíð muni standast og lögð verði fram tillaga um aukið aflamark.
29.09.2021 - 17:47
Makríll, loðna og íslensk síld sjást í leiðangrinum
Makríll og síld hafa sést í rannsóknaleiðangri Árna Friðrikssonar sem nú er hálfnaður. Mest á óvart hefur þó komið að loðna fannst fyrir norðan. Það er óvenjulegt í sumarleiðöngrum segir fiskifræðingur. 
Myndskeið
Vinnsla hafin á loðnuhrognum á Akranesi
Fyrstu loðnunni sem berst til Akraness í þrjú ár var landað þar í nótt. Um leið hófst vinnsla á loðnuhrognum og þar með verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar. Bæjarfulltrúi á Akranesi segir bæði fjárhagslega og andlega mikilvægt að fá loðnu aftur í bæinn.
02.03.2021 - 20:29
Síðdegisútvarpið
Loðnunni tekið fagnandi í Eyjum
Loðnu var landað í Vestmannaeyjum í gær í fyrsta sinn í þrjú ár. Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðunni, segir að vinnslu við fyrsta farminn hafi lokið í nótt. Svo er von á öðrum nú klukkan 21:00.
17.02.2021 - 20:46
„Þetta er skemmtilegasti tíminn í útgerð og vinnslu“
Reiknað er með að flest íslensku loðnuskipin haldi til veiða á mánudag, í fyrsta skipti í rúm tvö ár. Útgerðarstjóri Skinneyjar Þinganess á Hornafirði segir að loðnuveiðar séu skemmilegasti tíminn í útgerð og nú verði að ná sem mestu út úr þeirri stuttu vertíð sem framundan sé.
12.02.2021 - 14:12
Myndskeið
„Fagna því að það er komin loðnulykt í bæinn“
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir gott að vera loks búinn að fá loðnulykt í bæinn. Fyrirtæki á Austfjörðum frysta nú loðnu af norskum skipum á meðan þess er beðið að íslenski loðnuflotinn hefji veiðar.
08.02.2021 - 22:23
Hátt í 20 milljarða loðnuvertíð framundan
Íslensk uppsjávarskip mega veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu í vetur. Hafrannsóknastofnun tvöfaldaði í gær fyrri ráðgjöf um loðnuveiðar. Forstjóri Sildarvinnslunnar áætlar að útflutningstekjur á vertíðinni verði að lágmarki átján milljarðar króna.

Mest lesið