Færslur: Liz Truss

Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Rannsaka hvort Rússar beittu efnavopnum í Mariupol
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti kveðst vera uggandi yfir mögulegum efnavopnaárásum Rússa og að fregnum af mögulegum undirbúningi slíkra árása beri að taka afar alvarlega. Enn hefur ekki fengist staðfest hvort efnavopnum hafi verið beitt í landinu.
Ræða leiðir til að hætta kaupum á rússnesku gasi
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands ætla að ræða hvernig liðsinna megi ríkjum Evrópu við að draga úr þörf fyrir jarðgas frá Rússlandi. Þeir hittast í Lundúnum á morgun, föstudag.
08.04.2022 - 03:10
Aðkoman í Borodjanka sögð verri en í Bucha
Úkraínuforseti segir að ástandið í borginni Borodjanka sé enn verra en í borginni Bucha. Þýskt dagblað hefur birt samskipti rússneskra hermanna í Bucha og segir rússneska málaliða hafa komið þar að verki.
Blinken heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna heitir Úkraínumönnum fullum og kröftugum stuðningi láti Rússar verða af innrás í landið. Rússneskar hersveitir eru allt umhverfis landið.
Þýskalandskanslari bjartsýnn á diplómatíska lausn
Olaf Scholz kanslari Þýskalands tekur á móti leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag, fimmtudag, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands fundar með forsystusveit Atlantshafsbandalagsins og pólskum ráðamönnum.
Bretar auka við herafla sinn víða um Evrópu
Bresk stjórnvöld segjast vera tilbúin að fjölga hermönnum í Evrópu vegna stöðunnar á landamærum Úkraínu og Rússlands. Breskir ráðamenn halda til funda með ráðamönnum beggja fylkinga á morgun, fimmtudag.
Úkraínudeilan
Johnson heldur til fundar við Zelensky
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands heldur til fundar við Volodymyr Zelensky forsætisráðherra Úkraínu á morgun að ræða Úkraínudeiluna. Johnson hvetur Rússa til að taka þátt í viðræðum um lausn deilunnar og draga liðsafnað sinn frá landamærum ríkjanna.
Brexit
Segir lausn á Norður-Írlandsvandanum í sjónmáli
Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands heitir því að gera sitt besta til að ná árangri í viðræðum við Evrópusambandið varðandi Norður-Írlandsbókunina í útgöngusamningnum. Hún kveðst vonast til að lausn sé í sjónmáli.
Víðtæk rannsókn á gíslatökumálinu í Texas framundan
Sá sem hafði fjóra í gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas hét Malik Faisal Akram og var breskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Bandaríska alríkislögreglan greindi frá nafni mannsins í dag en hann féll eftir umsátur lögreglu um bænahúsið.
16.01.2022 - 23:26
Fréttaskýring
Framtíð Johnsons hangir á bláþræði
Ný skoðanakönnun Yougov fyrir The Times bendir til þess að að 60 prósent kjósenda í Bretlandi vilji að Boris Johnson, forsætisráðherra, segi af sér. Óánægjuna má rekja til margra hneykslismála undanfarna mánuði. Síðast var upplýst á mánudag að garðveisla hefði verið haldin í embættisbústað forsætisráðherra í maí árið 2020 þegar afar strangar sóttvarnareglur voru í gildi og allar samkomur bannaðar, innan- sem utanhúss.
Liz Truss mun leiða Brexit viðræður í stað Frost
Utanríkisráðherra Breta, Liz Truss, mun taka við sem aðalsamningamaður við Evrópusambandið eftir útgöngu ríkisins úr sambandinu. Breska ríkisútvarpið greindi frá þessu í kvöld.
19.12.2021 - 20:44