Færslur: Listasafn Reykjavíkur

Menningin
Skapandi stöðutaka í Hafnarhúsinu
Samsýningin Iðavöllur stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Þar má sjá ný verk eftir fjórtán myndlistarmenn sem fengu aðeins eina fyrirskipun: að skapa.
18.08.2021 - 12:27
Styttuviðgerð við stjórnarráðið
Kristján níundi, Hannes Hafstein og Jón Sigurðsson eru að fara í viðgerð. Vinna hefst við stytturnar tvær við Stjórnarráðið eftir helgi og vinna við Jón forseta í kjölfarið.
Viðtal
Vinnan er kjarninn í fagurfræði hafnanna
Hulda Rós Guðnadóttir hefur tekið yfir A-sal Hafnarhússins og fyllt hann af kössum undan frosnum fiski og komið fyrir vídeóinnsetningu af löndunarmönnum við störf.
Messað að nýju í kirkjum eftir langa bið
Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni segir það mikið fagnaðarefni að hægt sé að hefja helgihald að nýju. Messað verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn í fyrsta skipti í langan tíma. Slakað hefur verið á sóttvarnareglum. Biðraðir styttast við listasöfnin og hleypa má fólki í búningsklefa líkamsræktarstöðva.
Myndskeið
Tók uppáhaldsmyndina í 49 gráðu frosti
Ragnar Axelsson ljósmyndari var við það að missa fingur þegar hann tók sína uppáhaldsmynd á ljósmyndasýningu sem verður opnuð á laugardaginn. Hann segist ekki vera að predikera með myndunum, en segir mikilvægt að skrásetja líf sem er að breytast og hverfa.
Menningin
Heimurinn handan málverksins
ÓraVídd nefnist yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar, sem opnuð var á Kjarvalsstöðum á dögunum. Sigurður hefur á undanförnum 30 árum opnað fyrir áhorfendum það sem kalla má huliðsheima málverksins.   
Listin að hengja upp listaverk
Sérfræðingar hjá Listasafni Reykjavíkur kenna réttu handtökin við að hengja upp málverk og myndir heima fyrir.
19.11.2020 - 14:48
Viðtal
Stjórnarskrártillagan er spegill okkar mannlífs
Á morgun, laugardag, fer fram Leit að töfrum í Hafnarhúsinu. Þar er á ferðinni verkefni og viðburður sem myndlistarmennirnir Ólafur Ólafsson og Libia Castro hafa staðið fyrir á undanförnum misserum í samstarfi við stóran hóp listafólks og aðgerðasinna sem kalla sig Töfrateymið. Verkefnið hverfist um tillöguna að nýrri stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland frá árinu 2011. Nú hefur verið samin tónlist við allar 114 greinar tillögunnar. Víðsjá ræddi við framkvæmdastjóra verkefnisins. 
Menningin
Blankheit breyttu Gilbert & George í lifandi skúlptúra
Hjónin og listamannatvíeykið Gilbert & George eru meðal þekktustu listamanna Bretlands og hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans síðustu fimm áratugi. Þeir nálgast einkalíf sitt sem listaverk og ruddu braut gjörningalistar í verkum sem hafa ögrað borgaralegum gildum en eru um leið pólitískir íhaldsmenn.   
Víðsjá
Heillandi að týnast í blekkingarleik málverksins
„Hér eru verk eftir listamenn sem horfa með sínum augum á það sem þeir sjá í raunheimum, svo fer það sem þeir sjá í gegnum þeirra huga og fram í fingurgómana og yfir á tvívíðan flöt,“ segir Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri sýningarinnar Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020.
Menningin
Listamenn og stofnanir bregðast við samkomubanni
Fjölda tónleika, leiksýninga og annarra menningarviðburða hefur verið frestað eða aflýst vegna samkomubanns. Listamenn og menningarstofnanir leita nú annarra leiða til að miðla listinni.
Víðsjá
Stóra augnablikið
„Þegar hlutirnir eru settir fram á ákveðinn hátt, í fastar stellingar og samhengi öðlast þeir aukið vægi. Við byrjum að bera hærri væntingar til þeirra og þar með skapast meiri hætta á að við verðum fyrir vonbrigðum,“ segir Sunna Ástþórsdóttir myndlistarrýnir Víðsjár. Hún segir sýningu Unu Bjargar Magnúsdóttur í Listasafni Reykjavíkur, Mannfjöldi hverfur sporlaust, fanga þessa spennu og leika sér með hugmyndir um virði, fegurð og glópagull.
Viðtal
Vil ankannalegt tvist í því sem ég skoða
Myndlistarkonan Ólöf Nordal vinnur oftar en ekki með íslenskan þjóðararf í verkum sínum. „Ég leik mér að honum og túlka hann útfrá mínum samtíma, nota hann til að tækla ákveðin málefni sem eru í kringum okkur í dag,“ segir Ólöf en ný yfirlitssýning á verkum hennar var opnuð á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi.
Myndskeið
Fyrsti þverfaglegi listamaðurinn
Á sýningunni Eitthvað úr engu í Hafnarhúsinu er litið yfir feril Magnúsar Pálssonar, sem hefur verið einn áhrifamesti listamaður landsins undanfarna sex áratugi.
Tollhúsið talar
Margir muna eftir bílastæðum á þaki Tollhússins við Tryggvagötu og forláta rampi sem lá upp á þakið. Myndlistarkonan Berglind Jóna Hlynsdóttir er hrifin að Tollhúsinu og hún hefur nú komið þar upp sýningu þar sem húsið sjálft tekur til máls. Sýningin er hluti af sýningaröðinni Haustlaukar sem Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir. „Þetta hús er góð áminning um að allar okkar hugmyndir um framtíðina bresta alltaf,“ segir Berglind en viðtal við hana úr Víðsjá á Rás 1 má heyra hér fyrir ofan.
Myndskeið
Stillir upp náttúru andspænis menningu
Á sýningunni Hluti í stað heildar í Listasafni Reykjavíkur sýnir myndlistarkonan Anna Guðjónsdóttir innsetningar þar sem hún leikur sér með arfleið landslagsmálverksins.
Alltaf smá sorglegt að pakka sýningu niður
„Þetta er alltaf smá sorglegt. Það er mjög ólíklegt að þetta verði nokkurn tímann sett upp aftur nákvæmlega eins og þetta var hérna í D-salnum,” segir Leifur Ýmir Eyjólfsson, myndlistarmaður, þar sem hann er í óða önn að taka niður einkasýninguna Handrit í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Þrívíddin, menningin og náttúran
„Á opnuninni um daginn var mjög gaman að sjá hvernig fólk brást við þessari innsetningu,“ segir Anna Guðjónsdóttir myndlistarmaður en sýning hennar Hluti í stað heildar (Pars pro toto) er nú uppi í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Þar skapar Anna forvitnilega þrívídd í salinn með einföldum járnrömmum og þar renna menning og náttúra saman á táknrænan máta.
Strangir fletir og skynvillur
Hringur, ferhyrningur og lína er heiti á fyrstu yfirlitssýningunni með verkum Eyborgar Guðmundsdóttur listmálara sem var opnuð á Kjarvalsstöðum á dögunum. Ferill Eyborgar spannaði sextán ár, en hún náði að þróa persónulegt myndmál sem einkenndist af einföldum formum og sjónarspili.
Gráskalinn alveg nógu flókinn
Gráir tónar og ofurdaufir litir og blæbrigði einkenna verk Ingólfs Arnarsonar sem nú sýnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. „Mér finnst grátónninn svo áhugaverður af því að hann er einhvern veginn á milli, hvorki né, bæði og,“ segir listamaðurinn.
Haraldur á blóði drifnu Rófi
„Mér finnnst mjög mikilvægt í mínum verkum að vera auðskiljanlegur en ekki neytendavænn,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Róf, þar sem ferill hans undanfarin 30 ár er dreginn saman.
Svarthvítu verkin minna Erró á Skaftá að sumri
Listamaðurinn Erró opnaði sýninguna Svart og hvítt í Hafnarhúsinu um helgina. Á þessari sýningu gefur að líta um þrjátíu ný og nýleg svarthvít málverk eftir Erró. Verkin koma flest beint frá vinnustofu hans í París.
17.10.2018 - 10:20
Hálendið í meðförum íslenskra listamanna
Á sýningu Listasafns Reykjavíkur, Einskismannslandi, má sjá hvernig hálendi Íslands birtist í meðförum íslenskra myndlistarmanna undanfarin 100 ár.
12.09.2018 - 16:35
Ótrúlegt hvað hægt er að breyta landi mikið
Í vídeóverkinu Land undir fót horfa áhorfendur nánast út úr hjarta myndlistarkonunnar Óskar Vilhjálmsdóttur. Verkið, sem er hluti sýningarinnar Einskismannsland – ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, gefur innsýn í göngu listamannsins í kringum Hálslón. Fáir aðrir hafa farið alla þá leið eftir að lónið kom til sögunnar fyrir rúmum tíu árum.
Ráðist inn í Ásmundarsafn með gleði að vopni
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - pakkar inn, lýsir upp og laumar sér jafnvel inn í skúlptúra Ásmundar Sveinssonar í lúmskri innrás, sem var opnuð í Ásmundarsafni á dögunum.