Færslur: Líbía

Rússar og Tyrkir hvetja til vopnahlés
Rússar og Tyrkir hafa sammælst um að þrýsta á deilendur í Líbíu að semja um vopnahlé. Öryggisráðgjafi Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta greindi frá þessu í morgun.
23.07.2020 - 08:46
Egypska þingið heimilar hernað í Líbíu
Egypska þingið samþykkti í gær að herinn fengi heimild til hernaðaraðgerða utan landamæra ríkisins. Ástæðan er aukin spenna í grannríkinu Líbíu.
21.07.2020 - 08:25
Egyptar fá grænt ljós í Líbíu
Þingið í Benghazi í Líbíu samþykkti í morgun að Egyptar gætu tekið beinan þátt í hernaðinum í landinu til að bregðast við aukum áhrifum Tyrkja, sem styðja alþjóðlega viðurkennda stjórn í Trípólí. Þetta er talið auka hættu á átökum milli erlendra herja í Líbíu.
14.07.2020 - 12:03
Erlend afskipti í Líbíu hafa „náð áður óþekktum hæðum“
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, greindi Öryggisráði samtakanna frá því í gærkvöld að borgarastríðið í Líbíu væri komið á annað og enn alvarlegra stig en áður, þar sem „erlend afskipti hafa náð áður óþekktum hæðum." Borgarastyrjöld hefur geisað - með mislöngum hléum - allar götur síðan Muammar Gaddafi var steypt af stóli með aðstoð herja Atlantshafsbandalagsins árið 2011.
09.07.2020 - 05:52
Egyptar hóta beinu inngripi í Líbíu
Egyptar hótuðu í gær beinum afskiptum af átökum í nágrannaríkinu Líbíu. Líbísk stjórnvöld, sem eru viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, fordæma viðbrögð nágranna sinna og segja þau ógna þjóðaröryggi sínu.
21.06.2020 - 02:04
Líbía: Samþykkja viðræður um vopnahlé
Stríðandi fylkingar í Líbíu hafa fallist á að hefja á ný viðræður um vopnahlé. Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, greindi frá þessu í gær.
04.06.2020 - 08:50
Flogið með málaliða frá Bani Walid
Allt að sextán hundruð rússneskir málaliðar hafa flúið frá átakasvæðum í kringum Trípólí, höfuðborg Líbíu, og verið fluttir þaðan burt.
26.05.2020 - 09:36
Rússneskir hermenn Haftars hörfa frá Tripoli
Eftir að líbíski stjórnarherinn náði til baka svæðum af sveitum Khalifa Haftars var rússneskum málaliðum í sveit Haftars flogið á brott. Al Jazeera segir rússnesku hermennina hafa verið senda til Jufra, svæðis í miðju landi sem sveit Haftars, LNA, hefur yfirráð yfir. Flótti Rússanna er sagður enn eitt áfallið fyrir LNA eftir ósigra liðinna vikna gegn stjórnarhernum, GNA. 
25.05.2020 - 04:34
Sveitir Haftars hörfa
Sveitir líbíska stríðsherrans Khalifa Haftar hurfu með lið sitt frá hverfum í útjaðri höfuðborgarinnar Trípólí í nótt, en þar hefur nánast verið pattstaða í bardögum milli þeirra og sveita alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu undanfarna mánuði.
19.05.2020 - 09:16
Býður vopnahlé í Líbíu það sem eftir lifir Ramadan
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar lýsti því yfir í gær að hersveitir hans væru reiðubúnar að hvíla vopnin það sem eftir lifir Ramadan, hins heilaga föstumánaðar múslíma, sem byrjaði hinn 24. þessa mánaðar.
30.04.2020 - 06:42
Segir samkomulag heyra sögunni til
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar segir að samkomulag sem gert var í Líbíu fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og miðaði að sátt milli fylkinga og þjóðarbrota í landinu heyrði nú sögunni til. Hann kveðst leggja áherslu á myndun nýrrar ríkisstjórnar í Líbíu, en andstæðingar hans segja að úti sé um tilraun hans til að leggja landið undir sig.
28.04.2020 - 11:49
Hart sótt að hersveitum Haftars í Líbíu
Her Trípólístjórnarinnar í Líbíu og sveitir hliðhollar henni sækja nú hart að her stríðsherrans Khalifa Haftar, sem hann kallar Líbíska þjóðarherinn. Trípólístjórnin, sem Sameinuðu þjóðirnar og mikill meirihluti ríkja heims viðurkennir sem réttmæta valdhafa í Líbíu, tilkynnt í gær að hersveitir hennar hefðu fellt átta liðsmenn Haftars í sókn sinni gegn her hans í vesturhluta landsins.
19.04.2020 - 06:20
Óttast afleiðingar COVID-19 fyrir flóttafólk í Líbíu
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana vara við hættunni sem vofir yfir um 700.000 flóttamönnum og farandfólki á hrakhólum í Líbíu í heimsfaraldrinum, ofan á þær „ólýsanlegu hörmungar sem fólkið hefur þegar mátt þola.
05.04.2020 - 04:14
Friðarviðræður út um þúfur eftir árás á Trípólíhöfn
Alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn Líbíu hyggst hætta þátttöku í friðarviðræðum stríðandi fylkinga, sem hófust á ný í Genf í gærmorgun. Stjórnin tilkynnti þetta síðdegis á þriðjudag, skömmu eftir að fregnir bárust af árás viðsemjenda þeirra á höfnina í Trípólíborg, þar sem ríkisstjórnin er með höfuðstöðvar sínar. Sú árás var gerð einungis örfáum klukkustundum eftir að fulltrúar hinna stríðandi fylkinga settust aftur að óbeinum samningaviðræðum í Genf, með milligöngu erindreka Sameinuðu þjóðanna
19.02.2020 - 02:21
Árangurslausar viðræður um frið í Líbíu
Óbeinum viðræðum fulltrúa stríðandi fylkinga í Líbíu, með milligöngu erindreka Sameinuðu þjóðanna, lauk í gær án þess að nokkuð þokaði í samkomulagsátt.
09.02.2020 - 03:06
Rætt um vopnahlé í Líbíu
Stríðandi fylkingar í Líbíu hafa í megindráttum fallist á vopnahlé, en skilyrði þeirra liggja þó enn ekki fyrir. Þetta sagði Ghassan Salame, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líbíu, í morgun. 
04.02.2020 - 13:43
Sakar Erdogan um að svíkja loforð
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sakaði í gærkvöld Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að svíkja loforð sem hann hefði gefið á ráðstefnu um Líbíu í Berlín í síðustu viku. 
30.01.2020 - 10:17
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Líbía · Tyrkland · Frakkland
Erdogan hvetur til viðræðna í Líbíu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist fylgjandi viðræðum milli stríðandi fylkinga í Líbíu. Deilur þeirra verði ekki leystar með hervaldi. Harðir bardagar blossuðu upp nærri borginni Misrata í Líbíu í gær.
27.01.2020 - 08:45
Erlent · Afríka · Asía · Líbía · Tyrkland · Alsír
Öryggisráðið þrýstir á um vopnahlé í Líbíu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem skorað er á leiðtoga stríðandi fylkinga í Líbíu að koma á varanlegu vopnahléi hið fyrsta, svo hægt sé að hefja vinnu við að finna pólitíska lausn á helstu ágreiningsefnum þeirra af fullum þunga og binda þannig enda á borgarastríðið.
22.01.2020 - 02:22
Vopnasölubann til Líbíu samþykkt í Berlín
Fjöldi þjóðarleiðtoga samþykkti samkomulag um að hætta öllum erlendum afskiptum af átökum í Líbíu. Lagt verður algjört bann á vopnasölu til landsins, flutning hermanna þangað og fjármögnun. Á fundi sínum í Berlín í dag tókst þeim hins vegar ekki að ýta af stað viðræðum á milli stríðandi fylkinga. 
19.01.2020 - 23:09
Pútín situr friðarráðstefnu um Líbíu í Berlín
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um frið í Líbíu í Berlín á morgun. Rússar stóðu fyrir viðræðum um vopnahlé í landinu fyrr í þessari viku. Þær báru ekki árangur, en stjórnvöld í Moskvu kváðust ætla að reyna áfram að miðla málum.
17.01.2020 - 13:33
Ekkert vopnahlé í Líbíu
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar er farinn frá Moskvu eftir margra klukkustunda samningaviðræður um vopnahlé án þess að tekist hafi að komast að samkomulagi. Vonir stóðu til að viðræðurnar í dag yrðu til þess að binda enda margra ára átök í Líbíu.
14.01.2020 - 08:18
Vopnahlé í Líbíu
Samkomulag hefur náðst um vopnahlé í borgarastríðinu í Líbíu, að undirlagi Rússa og Tyrkja. Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar og bardagasveitir sem fylgja honum að málum boðuðu í gær vopnahlé í vesturhluta landsins. Þar hefur her Haftars, hinn svokallaði Líbíski þjóðarher, sótt hart fram upp á síðkastið og náði meðal annars borginni Sirte á sitt vald í liðinni viku eftir harða sókn úr lofti og á landi.
12.01.2020 - 06:37
Fara fram á vopnahlé í Líbíu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti mælast til þess að stríðandi fylkingar í Líbíu lýsi yfir vopnahléi frá og með miðnætti á sunnudag, 12. janúar. Þeir hittust í dag í Istanbúl í Tyrklandi. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá niðurstöðu viðræðna þeirra á fundi með fréttamönnum síðdegis.
08.01.2020 - 15:57
Tugir látnir eftir árás á herskóla í Líbíu
28 hafa fundist látnir og tugir særðir eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu, í dag. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Amin al-Hashemi, talsmanni heilbrigðisráðuneytis alþjóðlega viðurkenndra stjórnvalda í landinu. Nemarnir voru saman komnir á lóð skólans á leið til herbergja sinna þegar árásin var gerð. Skólinn er í íbúðahverfi í borginni.  
04.01.2020 - 23:45