Færslur: Líbanon

Ástandið ekki verra síðan í borgarastyrjöldinni
Ríkisstjórn Líbanons kom saman í morgun til að ræða leiðir til að bæta efnahagsástandið í landinu og miklar skuldir ríkisins sem eru, sem hlutfall af landsframleiðslu, meðal hinna mestu í heimi.
30.04.2020 - 10:05
Erlent · Asía · Líbanon
Þjóðverjar banna Hisbollah-samtökin
Þýska stjórnin hefur lýst yfir að hún telji Hisbollah-samtökin í Líbanon vera hryðjuverkasamtök og hefur bannað alla starfsemi þeirra á þýsku landi. Talsmaður Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, staðfesti þetta í morgun.
30.04.2020 - 08:02
25 tonn af hassi gerð upptæk í Líbanon
Lögreglan í Líbanon lagði hald á 25 tonn af kannabis í mars. Yfirvöld greindu frá þessu í dag. Að sögn sænska ríkissjónvarpsins, SVT, fékk lögreglan ábendingu um stóra kannabissendingu á leið úr landi. Fjölmennt til lögreglu tók á móti átta vöruflutningabílum sem voru á leiðinni að stórskipahöfn í Beirút.
11.04.2020 - 07:56
Telja fleiri smitaða en upp er gefið
Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk í Líbanon, Írak og Sýrlandi óttast að mun fleiri séu þar með COVID-19 eða smitaðir af kórónuveirunni en stjórnvöld gefi upp. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og kveðst hafa eftir heimildarmönnum.
31.03.2020 - 08:22
Erlent · Asía · Írak · Líbanon · sýrland · COVID-19 · Kórónuveiran
Nýrri ríkisstjórn Líbanons mótmælt
Ekkert lát er á mótmælum gegn stjórnvöldum í Líbanon. Í morgun beitti lögregla táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur sem reyndu að komast að þinghúsinu í höfuðborginni Beirút.
11.02.2020 - 08:12
Erlent · Asía · Líbanon
Mótmælendur fordæma nýja stjórn
Háskólaprófessorinn Hassan Diab, fyrrverandi menntamálaráðherra Líbanons, hefur verið skipaður forsætisráðherra landsins. Forsvarsmenn þeirra sem staðið hafa fyrir mótmælum í Líbanon síðustu mánuði, fordæma nýja stjórn og boða áframhaldandi aðgerðir.
22.01.2020 - 11:53
Erlent · Asía · Líbanon
Ný ríkisstjórn í Líbanon
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Líbanon. Þetta sagði í tilkynningu frá skrifstofu forseta Líbanons í morgun.
22.01.2020 - 08:40
Erlent · Asía · Líbanon
Hátt í 400 særðust í mótmælum í Beirut
377 manns, hið minnsta, særðust í átökum mótmælenda og öryggissveita yfirvalda í Beirut í Líbanon í gær. Mótmælin brutust út fyrir þremur mánuðum og hafa stjórnvöld verið sökuð um óstjórn og spillingu. Ekki hafa svo margir særst á einum degi í mótmælunum, sem líkur eru á að haldi áfram í dag.
19.01.2020 - 10:49
Krefjast þess að Carlos Ghosn verði handtekinn
Alþjóðalögreglan Interpol fór fram á það í dag við ríkissaksóknara í Líbanon að hann láti handtaka Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Renault og Nissan bílasmiðjanna. Hann birtist óvænt í Líbanon á mánudag eftir að Japanar létu hann lausan gegn tryggingu.
02.01.2020 - 13:39
Ghosn flúinn frá Japan og fordæmir japanskt réttarkerfi
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem gekk laus gegn tryggingu í Tókíó, er flúinn til Líbanon. Ghosn, sem beið réttarhalda vegna ákæru um spillingu og fjármálamisferli, lenti á alþjóðaflugvellinum í Beirút í gær. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagðist ekki hafa flúið réttvísina, því hana væri ekki að finna í „spilltu réttarkerfi“ Japans.
31.12.2019 - 05:35
Fundi um forsætisráðherra frestað
Þingfundi um nýjan forsætisráðherra Líbanons í dag hefur verið frestað fram á fimmtudag. Að sögn fréttastofunnar Al Arabiya var fundinum frestað að beiðni Saad Hariris forsætisráðherra.
16.12.2019 - 08:43
Erlent · Asía · Líbanon
Fjölmenn mótmæli í Beirút um helgina
Fjölmenn mótmæli hafa verið í Beirút, höfuðborg Líbanons, um helgina. Á laugardagskvöld kom til átaka milli mótmælenda og óeirðalögreglu í borginni. Hátt í 100 mótmælendur særðust og slösuðust þegar lögregla beitti táragasi og háþrýstidælum og skaut auk þess gúmmíklæddum stálkúlum að mannfjöldanum sem safnaðist saman við þinghúsið á laugardagskvöld. Aftur kom til átaka í gærkvöld, en þau mótmæli snerust ekki síst um hina harkalegu framgöngu lögreglu kvöldið áður.
16.12.2019 - 03:25
Heimskviður
Gjörspilltir stjórnmálamenn og efnahagskreppa í Líbanon
Líbanon er sökkvandi skip og landið er komið ofan í djúpa holu sem verður erfitt að komast upp úr. Svona hljóma lýsingar á ástandinu þar í landi þessa dagana. Hundruð þúsunda hafa flykkst út á götur síðustu fimm vikur til þess að mótmæla bágum efnahagi og vanhæfum gjörspilltum stjórnmálamönnum. En af hverju gerist þetta núna og hvers vegna gengur hægt að leysa málin?
24.11.2019 - 07:30
Þingfundi frestað vegna mótmæla
Fresta varð boðuðum fundi líbanska þingsins í morgun vegna mikilla mótmæla, en þúsundir manna safnaðist saman í Beirút í morgun til að hindrað það að þing kæmi saman.
19.11.2019 - 09:10
Erlent · Asía · Líbanon
Segir Líbanon eins og sökkvandi skip
Líbanon er eins og sökkvandi skip og verði ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana mun það sökkva til botns. Þetta hafði líbanska blaðið An-Nahar eftir Nabih Berri, forseta líbanska þingsins, í morgun.
18.11.2019 - 10:23
Erlent · Asía · Líbanon
Hundruð fylgdu Alaa Abou Fakher til grafar
Enn er mótmælt í Líbanon, fimmtu vikuna í röð. Einn hefur fallið í mótmælunum og var hann borinn til grafar í dag.
14.11.2019 - 22:42
Bankar opnaðir að nýju í Líbanon
Bankar í Líbanon voru opnaðir í dag eftir að hafa verið lokaðir hátt í hálfan mánuð vegna mótmælaaðgerða gegn stjórnvöldum. Lífið er að færast í vanagang í landinu eftir að Saad Hariri forsætisráðherra tilkynnti í vikunni að hann hygðist segja af sér.
01.11.2019 - 16:16
Líbanon
Afsögn Hariris aðeins áfangasigur
Mótmælendur í Líbanon fögnuðu mjög þegar forsætisráðherrann Saad Hariri sagði af sér í gær, en hétu því jafnframt að halda áfram aðgerðum sínum uns öllum kröfum þeirra hefur verið fullnægt. Tugir þúsunda mótmælenda fögnuðu því ákaft með hrópum, söng og tónlist þegar afsögn Hariris og ríkisstjórnar hans var staðfest. Flestir voru þó á einu máli um að þetta væri einungis áfangasigur eftir hálfs mánaðar baráttu.
30.10.2019 - 06:12
Forsætisráðherra Líbanons segir af sér
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, tilkynnti afsögn sína í dag í beinni sjónvapsútsendingu. Hann fer von bráðar á fund forseta landsins og leggur fram lausnarbeiðni.
29.10.2019 - 14:38
Mótmælendur tóku höndum saman í Líbanon
Tugþúsundir Líbana tóku höndum saman og mynduðu mannlega keðju eftir endilöngu landinu, frá norðri til suðurs. Keðjan var alls 170 kílómetrar, og fór í gegnum höfuðborgina Beirút. Með þessu vildu íbúar landsins sýna samstöðu gegn ríkjandi stjórnvöldum. Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í á aðra viku.
28.10.2019 - 01:14
Ekkert lát á mótmælum í Líbanon
Ekkert lát er á mótmælum í Líbanon og í morgun settu mótmælendur upp vegatálma á helstu samgönguæðum höfuðborgarinnar Beirút og víðar um landið. 
24.10.2019 - 08:17
Erlent · Asía · Líbanon
Búist við fjölmennum mótmælum
Búist er við fjölmennum mótmælum í Líbanon í dag fimmta daginn í röð. Í morgun byrjuðu mótmælendur að loka fjölförnum vegum og götum sem liggja að miðju höfuðborgarinnar Beirút. Allsherjarverkfall er í Líbanon í dag.
21.10.2019 - 08:45
Erlent · Asía · Líbanon
Hundruð þúsunda mótmæltu í Líbanon
Hundruð þúsunda flykktust út á götur stærstu borga Líbanons í gær til að mótmæla stjórnvöldum, pólitískri spillingu og bágu efnahagsástandi í landinu. Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í dag.
21.10.2019 - 03:45
Myndskeið
Verstu skógareldar í áratugi í Líbanon
Óvenjumikill hiti og hvassviðri olli mikill útbreiðslu skógarelda í Líbanon. Yfir hundrað eldar blossuðu upp víðs vegar um landið. Slökkviliðsmenn áttu fullt í fangi með að ná tökum á eldsvoðunum, þar til úrkoma sljákkaði í eldinum á þeim svæðum sem urðu verst úti. 
16.10.2019 - 04:54
Handtekinn vegna flugráns sem framið var 1985
Lögregla í Grikklandi handtók á dögunum hálfsjötugan karlmann sem grunaður er um flugrán og mannrán fyrir ríflega þrjátíu árum; flugránið var framið 1985 en mannránið 1987. Grískir fjölmiðlar greina frá því að maðurinn, sem er líbanskur borgari, sé grunaður um aðild að ráninu á vél Trans World Airlines árið 1985, þar sem einn bandarískur farþegi var myrtur.
22.09.2019 - 01:25