Færslur: Líbanon

Biðja um rannsókn á sprengingunni í Beirút
Tugir mannréttindasamtaka, þeirra á meðal Amnesty International og Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, fara fram á að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki ástæður mikillar sprengingar við höfnina í Beirút í Líbanon í fyrra. Heimamenn virðist ekkert ætla að gera til að varpa ljósi á málið.
Fundi öryggisráðsins frestað
Bandaríkin frestuðu í dag fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem halda átti á morgun um átökin í Ísrael. Þetta kemur fram í svari forseta ráðsins  við spurningu AFP-fréttastofunnar.
Segja heppni að ekki fór verr
Það var heppni að ekki fór verr í sprengingunni á hafnarsvæðinu í Líbanon 4. ágúst á síðasta ári. Þetta segja forsvarsmenn þýska fyrirtækisins Combi Lift sem annast hreinsun á svæðinu.
11.02.2021 - 08:53
Erlent · Asía · Líbanon
Útvarp
Keyra á milli spítala í Líbanon með fársjúkt fólk
Sjúkrabílar keyra á milli spítala í Líbanon í von um að einhver geti tekið við fárveikum sjúklingum. Faraldurinn geisar þar sem aldrei fyrr og Líbanir búa við eitt strangasta útgöngubann í heimi.
31.01.2021 - 14:30
Grípa til harðra aðgerða gegn mótmælendum
Fjöldi særðist þegar öryggissveitir í Líbanon reyndu að kveða niður mótmæli í Tripoli í gær. Hundruð þustu út á götur miðborgarinnar til þess að mótmæla skorti á efnahagsaðstoð frá stjórnvöldum nú þegar útgöngubann er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Nánast öll fyrirtæki verða að loka á meðan bannið er í gildi og fólk verður að halda sig heima.
28.01.2021 - 06:31
Erlent · Asía · Líbanon
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Vonar að Macron höggvi á hnútinn
Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, telur öll sund lokuð að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Líbanon og segist vona að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, geti höggvið á hnútinn í deilu helstu stjórnmálafylkinga landsins, þegar hann komi til landsins síðar í þessum mánuði. 
15.12.2020 - 10:00
Erlent · Asía · Evrópa · Líbanon · Frakkland
Lífstíðardómur fyrir morðið á Hariri
Salim Ayyash, liðsmaður Hisbollah-samtakanna í Líbanon, var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forseta Líbanons. Dómurinn var kveðinn upp við sérstakan dómstól Sameinuðu þjóðanna í Leidschendam í Hollandi. 
11.12.2020 - 12:01
Erlent · Asía · Líbanon
Frakkar leita stuðnings við Líbanon
Stjórnvöld í Frakklandi og Sameinuðu þjóðirnar efna í dag til ráðstefnu um efnahagslegan stuðning við Líbanon. Búist er að loforð um stuðning verði skilyrt við umbætur í stjórnkerfi landsins.
02.12.2020 - 08:40
Erlent · Asía · Evrópa · Líbanon · Frakkland
Ísraelskar herþotur gerðu árás í Sýrlandi
Ísraelski herinn gerði loftárásir á írönsk og sýrlensk skotmörk innan landamæra Sýrlands í nótt. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins segir að ástæða árásanna hafi verið að sprengiefni fannst meðfram landamærunum að Ísrael.
18.11.2020 - 02:54
Fréttir af morði í Teheran „uppspuni í Hollywood-stíl“
Stjórnvöld í Íran segja ekkert hæft í frétt bandaríska blaðsins New York Times um að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi myrt háttsettan leiðtoga al-Kaída á götum Teherans í sumar, að undirlagi bandarískra yfirvalda. Í yfirlýsingu íranska utanríkisráðuneytisins, sem birt var skömmu eftir að New York Times birti frétt sína af málinu, eru bandarískir fjölmiðlar varaðir við því að falla fyrir frásögnum bandarískra og ísraelskra embættismanna „í Hollywood-stíl."
15.11.2020 - 07:29
Ísraelsmenn og Líbanar ræðast við öðru sinni
Önnur lota viðræðna Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu ríkjanna hófst í líbanska landamærum Naqura í morgun og er búist við að viðræðum verði framhaldið á morgun.
28.10.2020 - 11:00
Hariri falið að mynda ríkisstjórn í Líbanon
Forseti Líbanons fól í dag Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, að mynda nýja ríkisstjórn. Meirihluti þingmanna á líbanska þinginu féllst á tilnefninguna. Nýja stjórnin verður skipuð sérfræðingum.
22.10.2020 - 14:07
Viðræður hafnar milli Ísraels og Líbanons
Viðræður eru hafnar milli Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu undan ströndum ríkjanna, en árum saman hafa þau deilt um þessi mál.
14.10.2020 - 08:16
Eldur í höfninni í Beirút
Mikill eldur logar nú í höfninni í Beirút. Þykkan svartan reyk leggur frá vöruhúsi þar sem olía og dekk hafa verið geymd.
10.09.2020 - 11:50
Erlent · Asía · Líbanon
Ekkert lífsmark lengur undir rústum í Beirút
Ekki heyrist lengur lífsmark undir rústum byggingar í Beirút sem hrundi í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn. Sérstakur nemi leitarmanna nam hjartslátt fyrir nokkrum dögum, en hann greinist ekki lengur.
Greindu merki um líf mánuði eftir sprenginguna
Björgunarsveit frá Chile segist hafa greint merki um líf í rústum húss sem hrundi þegar sprenging lagði i rúst stórt svæði í Beirút, höfuðborg Líbanons, fyrir mánuði. Sérstakur nemi hafi greint hjartslátt í rústunum í fyrradag. Farið var á leita þar á ný í gær.
04.09.2020 - 09:34
Erlent · Asía · Líbanon
Þreifingar um stjórnarmyndun í Líbanon
Mustapha Adib, sem útnefndur var forsætisráðherra Líbanons í byrjun vikunnar, ætlar í dag að hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnarlandsins. Hann byrjar með viðræðum við forseta þingsins, fyrrverandi forsætisráðherrum og fulltrúum helstu stjórnmálafylkinga.
02.09.2020 - 09:02
Erlent · Asía · Líbanon
Kostnaður við sprenginguna í Beirút 1100 milljarðar
Alþjóðabankinn áætlar að kostnaður af sprengingunni miklu sem varð við höfnina í Beirút þann fjórða þessa mánaðar nemi allt að 8 milljörðum dala, eða um 1100 milljörðum króna. Vegna harmleiksins, þar sem tæplega tvö hundruð létust og hundruð þúsunda misstu heimili sín, þarf Líbanon á tugmilljarða mannúðar- og hjálparaðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu.
31.08.2020 - 17:27
Nýr forsætisráðherra í Líbanon
Tilkynnt var í Líbanon í morgun að Mustafa Adib, sendiherra landsins í Þýskalandi, yrði næsti forsætisráðherra. Hann heitir því að koma á fót nýrri umbótasinnaðri ríkisstjórn og leita til alþjóðasamfélagsins eftir efnhagslegum stuðningi.
31.08.2020 - 11:34
Erlent · Asía · Líbanon
Macron óttast borgarastyrjöld í Líbanon
Forseti Frakklands óttast að borgarastríð gæti brotist út í Líbanon taki ríki heims ekki höndum saman. Stjórnvöld þar í landi geti ekki tekist á við uppbyggingu í landinu án utanaðkomandi aðstoðar.
28.08.2020 - 17:45
Heimskviður
Umbrotatímar í Líbanon
Beirút, höfuðborg Líbanon, er þriðja stærsta borgin fyrir botni Miðjarðarhafs á eftir Amman í Jórdaníu og Aleppó í Sýrlandi, og sú fimmtánda stærsta í öllum Arabaheiminum. Hún iðaði af lífi í vikunni, sem og endranær. En andrúmsloftið í borginni er ekki gott, og það kemur loftslagsvánni ekkert við. Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir íbúa Beirút, og Líbanon almennt. Það hafa síðustu vikur, misseri og ár líka verið.
27.08.2020 - 09:00
Senegal
Vilja losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati
Sprengingin ógurlega í Beirút-höfn á dögunum varð til þess að hafnaryfirvöld í Dakar - og stjórnvöld í Senegal - róa nú að því öllum árum að losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati, sem geymt er í vöruskemmu við höfnina í Dakar. Þetta er sama efni og sprakk í Beirút, og nokkurn veginn jafn mikið magn - og rétt eins og í Beirút er stutt í fjölmenn íbúða- og verslunarhverfi.
22.08.2020 - 03:31
Erlent · Afríka · Senegal · Líbanon
Þrír sýknaðir, einn sakfelldur í Hariri-máli
Dómur var kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Þrír þeirra voru sýknaðir af öllum ákæruliðum.
18.08.2020 - 14:33
Dómur kveðinn upp í dag vegna morðsins á Hariri
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Hann var ráðinn af dögum í Beirút árið 2005. Bílsprengja varð honum og 21 öðrum að bana, 226 slösuðust.