Færslur: Líbanon

Líbanon
Alþjóðabankinn veitir líbönskum kennurum neyðaraðstoð
Alþjóðabankinn og samstarfsaðilar hans tilkynntu í dag þá ákvörðun sína að styrkja kennara í Líbanon. Rannsókn á tildrögum sprengingarinnar miklu í höfuðborginni Beirút árið 2020 tefst enn.
Páfi ræðir málefni flóttafólks í heimsókn til Kýpur
Frans páfi er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til Kýpur í dag. Þar hyggst hann ræða um bága stöðu flóttamanna.
02.12.2021 - 04:21
Beirút: Segja SÞ hunsa beiðnir um aðstoð við rannsókn
Sameinuðu þjóðirnar eru ásakaðar um að hafa hunsað bréf frá aðstandendum þeirra sem létust þegar gríðarleg, mannskæð sprenging varð á hafnarsvæðinu í Beirút höfuðborg Líbanon í ágúst á síðasta ári.
Sjónvarpsfrétt
Stríðsástand ríkti á götum Beirút í dag
Minnst sex voru skotin til bana í Beirút í Líbanon í dag þegar mótmæli við dómshús í borginni urðu að óeirðum. Forseti Líbanons segir atburði dagsins minna á borgarastyrjöldina sem geisaði fram til ársins 1990.
14.10.2021 - 22:07
Rafmagnslaust í Líbanon næstu daga
Algert rafmagnsleysi er í Líbanon, eftir að olía kláraðist í tveimur stærstu orkuverum landsins í dag. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir líbönskum yfirvöldum. Dýpsta efnahagskreppa sem orðið hefur í heiminum frá 1850 er nú í Líbanon og hefur lífskjörum í landinu hrakað mikið á síðustu átján mánuðum.
09.10.2021 - 16:37
Sýrlendingar koma Líbanon til hjálpar
Yfirvöld í Sýrlandi hafa gefið út þau vilji aðstoða Líbanönsku þjóðina með því að leyfa flutning eldsneytis og aukins rafmagns til landsins. Líbanon tekst nú á við djúpa efnahagskreppu og er mikill skortur á bæði eldsneyti og rafmagni, en rafmagnslaust er í landinu í allt að tuttugu og tvær klukkustundir á sólarhring. Yfirvöld í Líbanon binda vonir við að hægt verði að flytja eldsneyti frá Egyptalandi og rafmagn frá Jórdaníu með aðstoð Sýrlendinga.
Tuttugu látnir eftir sprengingu í Líbanon
Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að eldsneytisbíll sprakk í Líbanon í morgun. Að sögn Rauða krossins í Líbanon eru nærri áttatíu til viðbótar slasaðir. 
15.08.2021 - 06:31
Erlent · Asía · Líbanon
Heimsglugginn
Meira bóluefni en eftirspurn víða á Vesturlöndum
Víðast á Vesturlöndum er nú meira framboð af bóluefni gegn COVID-19 en eftirspurn. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að hvetja almenning til að láta bólusetja sig, en í mörgum ríkjum er tortryggni á bólusetningar, einkum þar sem traust á stjórnvöldum er ekki jafn mikið og á Íslandi. Um þetta var fjallað í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1
Frakkar veita Líbönum neyðaraðstoð
Frakkar ætla að veita Líbönum hundrað milljónir evra í neyðaraðstoð og senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Eitt ár er í dag frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút.
Minnismerki afhjúpað við höfnina í Beirút
Minnismerki var afhjúpað við höfnina í Beirút í dag, til heiðurs þeim sem fórust í sprengingunni miklu fyrir ári. Líkneskið er 25 metra hátt, í mannsmynd og er gert úr hlutum bygginga sem eyðilögðust í sprengingunni.
Minnst fimm féllu í árás á líkfylgd í Líbanon
Að minnsta kosti fimm féllu í árás súnní-múslíma á líkfylgd í strandborginni Khalde rétt sunnan við Beirút í Líbanon í gær. Skothríð stóð tímunum saman og almenningur þurfti að leita sér skjóls.
02.08.2021 - 00:52
Evrópusambandið beinir spjótum að valdamönnum í Líbanon
Evrópusambandið lýsti því yfir í dag að það væri tilbúið að beita ráðandi stétt í Líbanon refsiaðgerðum vegna stjórnmála- og fjármálakreppunnar í landinu sem stefnir afkomu íbúa þess í vonarvöl. Spjótum yrði beint að þeim sem standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar í landinu.
Mikati falið stjórnarmyndunarumboð í Líbanon
Þingmenn líbanska þingsins tilnefndu eftir hádegi Najib Mikati í embætti forsætisráðherra og hefur hann nú fengið stjórnarmyndunarumboð. Þar með er vonast til að endi hafi verið bundinn á tæplega árslanga stjórnmálakrísu í landinu.  
26.07.2021 - 15:06
Milljarðamæringur orðaður við forsætisráðherraembættið
Gert er ráð fyrir að Michel Aoun, forseti Líbanon, tilkynni um tilnefningu nýs forsætisráðherra landsins síðar í dag. Hann hóf í morgun viðræður við fulltrúa þingflokka landsins. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem reynt er að ná samkomulagi um stjórnarmyndunarumboð.
26.07.2021 - 09:55
Sjónvarpsfrétt
Hörmungar og versta efnahagskrísa síðustu 150 ára
Pólitískur óstöðugleiki og eitt versta efnahagshrun síðustu 150 ára eru aðeins hluti þess sem íbúar Líbanons glíma við. Gjaldmiðillinn er svo gott sem ónýtur og meira en helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum.
25.07.2021 - 20:30
Líbanir illa í stakk búnir fyrir næstu COVID-bylgju
Djúp efnahagskreppa er í Líbanon og staðan á spítölum því erfið. Þegar er skortur á lyfjum og heilbrigðisstarfsfólk hefur flutt úr landi, auk þess sem rafmagnið fer oft af.
24.07.2021 - 09:17
Hariri gefst upp við stjórnarmyndun í Líbanon
Saad Hariri hefur gefist upp á að reyna að mynda stjórn í Líbanon eftir að hafa reynt í níu mánuði. Hariri var tilnefndur forsætisráðherra í fyrra. Síðasta stjórn sagði af sér eftir að mikil sprenging í Beirút varð um 200 manns að bana í ágúst í fyrra. Miklar efnahagsþrengingar eru í landinu og stjórnmálakreppan gerir ástandið enn erfiðara.
16.07.2021 - 03:15
Biðja um rannsókn á sprengingunni í Beirút
Tugir mannréttindasamtaka, þeirra á meðal Amnesty International og Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, fara fram á að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki ástæður mikillar sprengingar við höfnina í Beirút í Líbanon í fyrra. Heimamenn virðist ekkert ætla að gera til að varpa ljósi á málið.
Fundi öryggisráðsins frestað
Bandaríkin frestuðu í dag fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem halda átti á morgun um átökin í Ísrael. Þetta kemur fram í svari forseta ráðsins  við spurningu AFP-fréttastofunnar.
Segja heppni að ekki fór verr
Það var heppni að ekki fór verr í sprengingunni á hafnarsvæðinu í Líbanon 4. ágúst á síðasta ári. Þetta segja forsvarsmenn þýska fyrirtækisins Combi Lift sem annast hreinsun á svæðinu.
11.02.2021 - 08:53
Erlent · Asía · Líbanon
Útvarp
Keyra á milli spítala í Líbanon með fársjúkt fólk
Sjúkrabílar keyra á milli spítala í Líbanon í von um að einhver geti tekið við fárveikum sjúklingum. Faraldurinn geisar þar sem aldrei fyrr og Líbanir búa við eitt strangasta útgöngubann í heimi.
31.01.2021 - 14:30
Grípa til harðra aðgerða gegn mótmælendum
Fjöldi særðist þegar öryggissveitir í Líbanon reyndu að kveða niður mótmæli í Tripoli í gær. Hundruð þustu út á götur miðborgarinnar til þess að mótmæla skorti á efnahagsaðstoð frá stjórnvöldum nú þegar útgöngubann er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Nánast öll fyrirtæki verða að loka á meðan bannið er í gildi og fólk verður að halda sig heima.
28.01.2021 - 06:31
Erlent · Asía · Líbanon
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Vonar að Macron höggvi á hnútinn
Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, telur öll sund lokuð að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Líbanon og segist vona að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, geti höggvið á hnútinn í deilu helstu stjórnmálafylkinga landsins, þegar hann komi til landsins síðar í þessum mánuði. 
15.12.2020 - 10:00
Erlent · Asía · Evrópa · Líbanon · Frakkland
Lífstíðardómur fyrir morðið á Hariri
Salim Ayyash, liðsmaður Hisbollah-samtakanna í Líbanon, var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forseta Líbanons. Dómurinn var kveðinn upp við sérstakan dómstól Sameinuðu þjóðanna í Leidschendam í Hollandi. 
11.12.2020 - 12:01
Erlent · Asía · Líbanon