Færslur: Líbanon

Eldur í höfninni í Beirút
Mikill eldur logar nú í höfninni í Beirút. Þykkan svartan reyk leggur frá vöruhúsi þar sem olía og dekk hafa verið geymd.
10.09.2020 - 11:50
Erlent · Asía · Líbanon
Ekkert lífsmark lengur undir rústum í Beirút
Ekki heyrist lengur lífsmark undir rústum byggingar í Beirút sem hrundi í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn. Sérstakur nemi leitarmanna nam hjartslátt fyrir nokkrum dögum, en hann greinist ekki lengur.
Greindu merki um líf mánuði eftir sprenginguna
Björgunarsveit frá Chile segist hafa greint merki um líf í rústum húss sem hrundi þegar sprenging lagði i rúst stórt svæði í Beirút, höfuðborg Líbanons, fyrir mánuði. Sérstakur nemi hafi greint hjartslátt í rústunum í fyrradag. Farið var á leita þar á ný í gær.
04.09.2020 - 09:34
Erlent · Asía · Líbanon
Þreifingar um stjórnarmyndun í Líbanon
Mustapha Adib, sem útnefndur var forsætisráðherra Líbanons í byrjun vikunnar, ætlar í dag að hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnarlandsins. Hann byrjar með viðræðum við forseta þingsins, fyrrverandi forsætisráðherrum og fulltrúum helstu stjórnmálafylkinga.
02.09.2020 - 09:02
Erlent · Asía · Líbanon
Kostnaður við sprenginguna í Beirút 1100 milljarðar
Alþjóðabankinn áætlar að kostnaður af sprengingunni miklu sem varð við höfnina í Beirút þann fjórða þessa mánaðar nemi allt að 8 milljörðum dala, eða um 1100 milljörðum króna. Vegna harmleiksins, þar sem tæplega tvö hundruð létust og hundruð þúsunda misstu heimili sín, þarf Líbanon á tugmilljarða mannúðar- og hjálparaðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu.
31.08.2020 - 17:27
Nýr forsætisráðherra í Líbanon
Tilkynnt var í Líbanon í morgun að Mustafa Adib, sendiherra landsins í Þýskalandi, yrði næsti forsætisráðherra. Hann heitir því að koma á fót nýrri umbótasinnaðri ríkisstjórn og leita til alþjóðasamfélagsins eftir efnhagslegum stuðningi.
31.08.2020 - 11:34
Erlent · Asía · Líbanon
Macron óttast borgarastyrjöld í Líbanon
Forseti Frakklands óttast að borgarastríð gæti brotist út í Líbanon taki ríki heims ekki höndum saman. Stjórnvöld þar í landi geti ekki tekist á við uppbyggingu í landinu án utanaðkomandi aðstoðar.
28.08.2020 - 17:45
Heimskviður
Umbrotatímar í Líbanon
Beirút, höfuðborg Líbanon, er þriðja stærsta borgin fyrir botni Miðjarðarhafs á eftir Amman í Jórdaníu og Aleppó í Sýrlandi, og sú fimmtánda stærsta í öllum Arabaheiminum. Hún iðaði af lífi í vikunni, sem og endranær. En andrúmsloftið í borginni er ekki gott, og það kemur loftslagsvánni ekkert við. Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir íbúa Beirút, og Líbanon almennt. Það hafa síðustu vikur, misseri og ár líka verið.
27.08.2020 - 09:00
Senegal
Vilja losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati
Sprengingin ógurlega í Beirút-höfn á dögunum varð til þess að hafnaryfirvöld í Dakar - og stjórnvöld í Senegal - róa nú að því öllum árum að losna við 2.700 tonn af ammóníum-nítrati, sem geymt er í vöruskemmu við höfnina í Dakar. Þetta er sama efni og sprakk í Beirút, og nokkurn veginn jafn mikið magn - og rétt eins og í Beirút er stutt í fjölmenn íbúða- og verslunarhverfi.
22.08.2020 - 03:31
Erlent · Afríka · Senegal · Líbanon
Þrír sýknaðir, einn sakfelldur í Hariri-máli
Dómur var kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Þrír þeirra voru sýknaðir af öllum ákæruliðum.
18.08.2020 - 14:33
Dómur kveðinn upp í dag vegna morðsins á Hariri
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Hann var ráðinn af dögum í Beirút árið 2005. Bílsprengja varð honum og 21 öðrum að bana, 226 slösuðust.
Tollstjóri Líbanon handtekinn
Tollstjóri Líbanon, Badri Daher, hefur verið handtekinn. Fadi Sawan dómari, sem rannsakar sprenginguna miklu í Beirút, fyrirskipaði handtökuna í dag.
Heilbrigðisráðherra Líbanons krefst útgöngubanns
Sjúkrahús í Beirút eiga sífellt erfiðara með að taka á móti sjúklingum með Covid-19. Þetta kom fram í máli Hamads Hassan heilbrigðisráðherra Líbanons á blaðamannafundi. Tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu, svo að í óefni stefnir.
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
Líbanska þingið samþykkti auknar heimildir hersins
Líbanska þingið samþykkti í dag að lýsa yfir neyðarástandi í landinu næstu átta daga. Með því fær herinn auknar heimildir, þar á meðal til að grípa inn í ef fólk safnast saman.
13.08.2020 - 22:22
Erlent · Líbanon · Asía
Aðrar hafnir í Líbanon taka við hlutverki Beirút
Hafnarborginni Trípóli norður af Beirút er ætlað að taka tímabundið við hlutverki höfuðborgarinnar sem aðalhöfn Líbanons.
Macron varar Írani við afskiptum af málefnum Líbanon
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur varað Írani við afskiptum af innanlandsmálum Líbanons. Ríkisstjórn Mósambík ber jafnframt af sér allar sakir um ábyrgð á vörslu sprengifima efnisins í Beirút.
Kallað eftir djúpstæðum umbótum í Líbanon
Rauði krossinn í Líbanon fær eina milljón evra frá þýskum stjórnvöldum. Það jafngildir ríflega 160 milljónum íslenskra króna. Þessu hét Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands í heimsókn sinni til Beirút í dag.
Mínútuþögn í Beirút til að minnast fórnarlamba
Þögn sló á Beirút kl. 15:09 í dag að íslenskum tíma, til að minnast þeirra tæplega tvö hundruð sem talið er að hafi látist í sprengingunni miklu í síðustu viku.
11.08.2020 - 17:10
Íslendingar senda 20 milljónir til matvælaaðstoðar
Íslensk stjórnvöld ætla að verja tuttugu milljónum króna til matvælaaðstoðar í Líbanon vegna hamfarasprenginga í höfuðborgarinni Beirút í siðustu viku. Framlagið er til viðbótar því sem íslensk stjórnvöld verja þegar til mannúðaraðstoðar í landinu og fer til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.
11.08.2020 - 15:31
Æðstu menn í Líbanon varaðir við sprengiefninu í júlí
Sérfræðingar í öryggismálum vöruðu bæði forseta og forsætisráðherra Líbanons við því í júlí, að mikil hætta stafaði af þeim miklu birgðum af ammóníumnítrati, sem sprungu í Beirút 4. ágúst og kostuðu á þriðja hundrað mannslífa. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og vísar bæði í skjöl sem fréttastofan fékk aðgang að og heimildarmenn innan líbanska stjórnkerfisins.
11.08.2020 - 05:34
Ríkisstjórn Líbanons fer frá völdum
Forsætisráðherra Líbanons, Hassan Diab, tilkynnti afsögn sina og ríkisstjórnar sinnar í dag í kjölfar mikilla mótmæla í landinu eftir sprenginguna miklu í Beirút 4. ágúst. Kallað hefur verið eftir róttækum breytingum á stjórnkerfi landsins sem hefur glímt við efnahagsvanda og spillingu um árabil. 
10.08.2020 - 17:26
Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér í Líbanon
Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Libanons hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Ghazi Wazni, fjármálaráðherra og Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra, tilkynntu afsögn í morgun. Nú er vitað að meir en 200 fórust í sprenginunum í höfuðborg landsins, Beirút, á þriðjudag í síðustu viku. Mikil reiði ríkir í Líbanon og enn var krafist gagngerra breytinga á stjórnarfari í mótmælum í gær.
10.08.2020 - 13:06
Þriðji ráðherrann hættur eftir sprenginguna í Beirút
Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra Líbanons, sagði af sér í morgun. Hún er þriðji ráðherrann sem segir af sér frá því á laugardag. Hún hafði áður lagt til að öll ríkisstjórnin færi frá.
10.08.2020 - 11:13
Þjóðarleiðtogar funda um Beirút
Emmanuel Macron Frakklandsforseti býður helstu þjóðarleiðtogum heims til fjarfundar í dag til að ræða hvernig þjóðir heims geti komið Beirút til hjálpar, en borgin varð illa úti í öflugri sprengingu síðastliðinn þriðjudag.
09.08.2020 - 09:04