Færslur: Leo Varadkar

Ný stjórn á Írlandi
Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, stærsta stjórnmálaflokks Írlands, verður forsætisráðherra, samkvæmt samkomulagi sem tókst í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar á Írlandi. Fjórir mánuðir eru liðnir frá þingkosningum sem flæktu mjög stöðuna í írskum stjórnmálum. Stjórnarmyndunarviðræður voru flóknar og erfiðar og töfðust vegna COVID-19.
15.06.2020 - 16:24
Fréttaskýring
Írar hafa miklar áhyggjur af Brexit
Írar hafa þungar áhyggjur af Brexit og áhrifum útgöngu Breta úr ESB á viðskipti og samskipti Breta og Íra í framtíðinni. Þeir styðja samkomulagið, sem náðist í síðustu viku, um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Leo Varadkar, forsætisráðherra Íra, segir að ekki komi til greina að breyta samkomulaginu. Alls óvíst er að það verði samykkt á breska þinginu.
21.11.2018 - 18:15
Meirihluti vill breyta fóstureyðingarlöggjöf
Fylgjendur breytinga á fóstureyðingarlögum á Írlandi eru nokkuð fleiri en þeir sem vilja óbreytta löggjöf, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Í könnun sem birt var í Irish Independent segjast 57 prósent fylgjandi en 43 prósent á móti af þeim sem tóku afstöðu með og á móti. 18 af hundraði hafa ekki tekið afstöðu og ef þeir eru taldir með eru 45% meðfylgjandi og 34%, aðrir vildu ekki svara eða höfðu ekki skoðun.
17.05.2018 - 11:51
Fréttaskýring
Foster slítur viðræðum á Norður Írlandi
Enn ein tilraunin til að endurreisa heimastjórn á Norður-Írlandi er farin út um þúfur. Arlene Foster, leiðtogi Lýðræðislega sambandsflokksins, DUP, tilkynnti á fimmta tímanum að engar líkur væru á að viðræður bæru árangur. Rúmt ár er frá því að Foster hrökklaðist frá völdum er hinn stjórnarflokkurinn, Sinn Fein, sleit samstarfinu. Martin McGuinnes, þáverandi leiðtogi flokksins, sagði við hroki, yfirgangur og tillitsleysi DUP í stjórnarsamstarfinu gerði frekara samstarf ómögulegt.
14.02.2018 - 19:03
Fréttaskýring
Kólnandi sambúð Breta og Íra
Sambúð grannríkjanna Írlands og Bretlands hefur kólnað umtalsvert eftir að Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að segja sig úr Evrópusambandinu. Bretar eru langmikilvægasta viðskiptaþjóð Íra og auki eiga ríkin landamæri á Norður-Írlandi.
25.12.2017 - 14:17
Breyta væntanlega löggjöf um fóstureyðingar
Allar líkur benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði á Írlandi á næsta ári um breytingar á mjög strangri löggjöf um fóstureyðingar. Nefnd þingsins sem falið var að fjalla um málið hefur nú samþykkt að leggja til nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá Írlands.
18.12.2017 - 16:13
Fréttaskýring
Flóknar viðræður og mikil tímapressa
Eiginlegar viðræður um samskipti Breta við Evrópusambandið hefjast snemma á næsta ári. Það er ljóst eftir að leiðtogaráð ESB féllst á að nægilegur árangur hefði náðst í viðræðum um viðskilnað Bretlands. Áætlun Evrópusambandsins og Breta um útgönguna gerði ráð fyrir því að fyrst yrði samið um fjárhagslegt uppgjör, gagnkvæm borgararéttindi og landamæri. Einu landamærin eru á Írlandi þar sem Norður-Írland er og verður hluti Bretlands, en Írska lýðveldið í suðri verður áfram í Evrópusambandinu.
16.12.2017 - 15:32
Kosningum afstýrt með afsögn Fitzgerald
Frances Fitzgerald, varaforsætisráðherra Írlands, sagði af sér embætti í dag. Þar með virðist sem Írar komist hjá þingrofi og nýjum kosningum. Írska þingið, Dáil Éireann, átti að fjalla um vantrauststillögu á Frances Fitzgerald í kvöld. Stjórnarandstöðuflokkarnir Fianna Fáil og Sinn Féin lögðu hvor um sig fram vantraustsstillögu á Fitzgerald vegna ásakana um að hún hefði ekkert aðhafst í ófrægingarherferð gegn uppljóstrara sem greindi frá spillingu í írsku lögreglunni.
28.11.2017 - 22:36
Fréttaskýring
Ögurstund fyrir írsku stjórnina
Leiðtogar stjórnar og stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Írlandi hafa ræðst við undanfarna dag og í dag. Þau reyna að koma í veg fyrir að minnihlutastjórn landsins falli og efna þurfi til nýrra kosninga. Þrír af fjórum stærstu flokkum á þinginu í Dyflinni, Dáil Éireann, vilja komast hjá kosningum aðeins rúmu ári eftir að síðast var kosið til þings.
27.11.2017 - 17:54
Írar hafa miklar áhyggjur af Brexit
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, lýsti miklum áhyggjum Íra af afleiðingum útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í heimókn til Norður-Írlands í gær. Hann sagði að það væri skylda stjórnmálamanna að sjá til þess að landamæri skilji ekki að Norður-Írland og Írska lýðveldið.
04.08.2017 - 23:06