Færslur: Laugardalsvöllur

Þjóðarleikvangar á oddinum hjá nýjum ráðherra
Nýir þjóðarleikvangar verða á oddinum hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu að sögn Arnars Þórs Sævarssonar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra. Farið verður í saumana á stöðu mála á næstu vikum.
Ekkert fjármagn eyrnamerkt þjóðarleikvöngum
Ekkert fjármagn er merkt til byggingar þjóðarleikvangs í íþróttum, hvorki úti né inni, í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í dag. Formaður Körfuknattleikssambandsins og framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins leyfa sér þó að vera bjartsýnir á að það breytist í umræðum um frumvarpið.
Hefja viðræður um nýjan þjóðarleikvang
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um gerð nýs þjóðarleikvangs. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist í fréttatilkynningu vera bjartsýn á að nýr leikvangur rísi á næstu fimm árum. Hann myndi koma í stað Laugardalsvallar.
Myndband
Mikill viðbúnaður á Laugardalsvelli
Mikill viðbúnaður er á Laugardalsvelli vegna leiks íslenska karlalandsliðsins og Frakka, heimsmeisturum karla í fótbolta, klukkan 18.45 í dag. Undirbúningurinn hefur staðið í þrjá daga. Um 26 myndavélar eru á staðnum, 45 starfsmenn sem koma að útsendingunni og 110 franskir fjölmiðlamenn.
11.10.2019 - 17:22
Myndskeið
Brjálað að gera í Laugardalnum vegna Sheerans
Fólk flykkist í Laugardalinn í Reykjavík vegna tónleika Eds Sheerans. Búist er við að um 50 þúsund manns mæti á Laugardalsvöllinn um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvatti tónleikagesti til að koma tímanlega. Það virðist hafa gengið eftir og röðin á tónleikana er þegar orðin löng.
10.08.2019 - 13:38
Umferðarlokanir vegna tónleika Ed Sheeran
Vegna tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli verður lokað fyrir umferð um Reykjaveg og Engjaveg frá hádegi í dag og á morgun. Suðurlandsbraut verður lokuð fyrir umferð af sömu ástæðu síðdegis. Göturnar verða opnaðar aftur þegar tónleikagestir eru komnir úr Laugardalnum. Óvíst er hversu langan tíma það taki.
10.08.2019 - 10:21
Myndskeið
Uppsetning og tónleikar Guns n´ Roses á 1:41
Vinnu við frágang á Laugardalsvelli eftir stórtónleika Guns n´ Roses lýkur í dag, og allar gólfplötur hafa nú verið teknar af grasi vallarins, segir Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri í Laugardal. Grasið lítur vel út segir Kristinn, og völlurinn verður tilbúinn fyrir leik Fram og Þróttar í kvöld. Myndbandið sem fylgir þessari frétt var tekið upp síðustu dagana fyrir tónleikana, á meðan á þeim stóð og fram eftir nóttu þegar þeim var lokið.
26.07.2018 - 10:29
Gæti haft slæm áhrif á gras Laugardalsvallar
Langtímaáhrifin af því að leggja gólf á gras Laugardalsvallar gætu orðið neikvæð, og ekki komið fram fyrr en næsta vor, segir Kristinn V. Jóhannsson, vallastjóri í Laugardal. Hluti vallarins hefur verið undir gólfplötum í tæpa viku. Ýmislegt var hins vegar gert til að minnka mögulegan skaða sem grasið gæti orðið fyrir, og reynslan af þessum tónleikum er dýrmæt fyrir framtíðina segir Kristinn.
25.07.2018 - 13:27
Allt tilbúið fyrir Guns N' Roses í Laugardal
Risastórt svið er risið á Laugardalsvelli fyrir tónleika Guns N' Roses hljómsveitarinnar sem hefjast klukkan átta í kvöld. Skipuleggjendur tónleikanna leggja áherslu á að gestir nýti sér almenningssamgöngur til að komast til og frá Laugadal, enda mæta hátt í þrjátíu þúsund manns á tónleikana í kvöld. Mikil öryggisgæsla hefur verið í kringum leikvanginn í dag.
24.07.2018 - 15:24
Myndskeið
Guðni vill reisa yfirbyggðan leikvang
Áform um byggingu nýs þjóðarleikvangs Íslendinga á Laugardalsvelli eru komin í formlegan farveg hjá ríkis- og borgaryfirvöldum. Formaður KSÍ óttast ekki að þó breytingar verði á ríkisstjórn eftir kosningar að þetta samkomulag verði til einskis.
19.10.2017 - 19:45