Færslur: Landssamband smábátaeigenda

Bjartsýnn á að 48 strandveiðidagar verði tryggðir
Allt að 400 bátar gætu haldið til strandveiða þegar tímabilið hefst á mánudaginn. Þótt strandveiðarnar fái nú hærra hlutfall af leyfilegum heildarafla þorsks en nokkru sinni, er útlit fyrir að það dugi ekki til að ljúka veiðitímabilinu.
Grásleppubátar verði að geta komið með meðaflann í land
Formaður Landssambands smábátaeigenda segir nauðsynlegt að í reglum um grásleppuveiðar sé gert ráð fyrir meðafla. Það sé ótækt að sjómenn þurfi að kasta í sjóinn fiski sem komi í netin og ekki eru heimildir fyrir.
Stórfellt brottkast við grásleppuveiðar
Allt að 90 prósentum af öllum þorski sem kom í net sjö grásleppubáta, í sex daga eftirliti Fiskistofu, var kastað aftur í sjóinn. Brottkast var hjá öllum grásleppubátum sem myndaðir voru með dróna Fiskistofu þennan tíma.
„Frekar dauft yfir körlunum þetta árið"
Grásleppuvertíðin hófst í gær í skugga mikillar óvissu um verð. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir dauft yfir körlunum þetta árið en er bjartsýnn á að greinin taki við sér.
Sjónvarpsfrétt
Mikil óvissa við upphaf grásleppuvertíðar
Mikil óvissa ríkir við upphaf grásleppuvertíðar en veiðar mega hefjast á sunnudag. Kaupendum grásleppuafurða hefur fækkað, verð þarf að hækka talsvert svo veiðarnar beri sig og þá vita sjómenn enn ekki hve mikið má veiða á vertíðinni.
Sem dökkt ský yfir strandveiðum
Strandveiðimenn eru afar ósáttir við skerðingu aflaheimilda fyrir sumarið. Sveitarstjórnarmaður á Langanesi segir að strandveiðikerfið verji fiskistofnana sjálft og þurfi því ekki að takmarka veiðar þeirra.
Þorskkvóti á strandveiðum skorinn niður um 1.500 tonn
Þorskveiðiheimildir til strandveiða verða skertar um 1.500 tonn í ár, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra. Talsmaður smábátaeigenda segir þetta koma verulega á óvart og strandveiðar stöðvist á miðju tímabili verði þetta ekki leiðrétt.
Viðtal
Segir eftirlit úr drónum gefa skakka mynd af brottkasti
„Við erum ekki sáttir við hvernig staðið er að þessu,“ segir Arthúr Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti. Hann segir eftirlitið vera njósnir samkvæmt lýsingum á vefsíðu Persónuverndar.
Sjónvarpsfrétt
Strandveiðibátar lönduðu á 51 stað í sumar
Þorskafli smábáta á strandveiðum hefur aukist um 40 prósent undanfarin fimm ár, en tæplega 700 bátar voru við strandveiðar í sumar. Það er krafa smábátasjómanna að geta stundað strandveiðar í fjóra mánuði ár hvert, án þess að hægt sé að stöðva veiðar eins og gert hefur verið tvö undanfarin sumur.
48 dagar á strandveiðum verði festir í lög
Lagasetning sem tryggir strandveiðikerfið til frambúðar var ein helsta krafa Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi þess sem hófst í dag. Framkvæmdastjóri LS segir nýlegar yfirlýsingar frambjóðenda til Alþingis auka bjartsýni.
„Það væri hægt að tryggja strandveiðar út ágúst“
Strandveiðar við Íslandsstrendur verða að óbreyttu stöðvaðar á morgun þegar aflaheimildir klárast, er fram kemur í tilkynningu frá Fiskistofu. Óvenju vel hefur veiðst af þorski í ágúst eða um 70% meira en á sama tíma í fyrra. Örn Pálsson formaður Félags íslenskra smábátaeigenda hefur kallað eftir því að byggðakvóti verði notaður svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar.
Strandveiðar stöðvaðar á morgum að óbreyttu
Strandveiðar verða að óbreyttu bannaðar frá og með 19. ágúst, sem þýðir að lokadagur strandveiðitímabilsins er á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu.
Strandveiðar fái hluta af byggðakvóta stærri útgerða
Landssamband smábátaeigenda hefur farið fram á auknar heimildir til strandveiða í ár svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar áður en tímabilinu lýkur. Þá sé nauðsynlegt að lögfesta breytingar sem tryggi 48 veiðidaga á hverju tímabili og skerða um leið byggðakvóta til stærri útgerða.
Lagafrumvarp sem tryggja á 48 veiðidaga á strandveiðum
Fimm stjórnarþingmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja strandveiðar í fjörutíu og átta daga í ár. Dugi viðmiðunarafli ársins ekki til þess verði heimilt að færa aflaheimildir til strandveiða úr öðrum kerfum.
Tillaga til að sporna gegn umframafla á strandveiðum
Landssamband smábátaeigenda vill að sjómenn sem veiða umfram leyfilegan dagskammt á strandveiðum fái tækifæri næsta veiðidag til að leiðrétta skekkjuna. Í maí hefur strandveiðiflotinn veitt rúm 26 tonn umfram leyfilegan afla.
Óbreytt reglugerð um strandveiðar
Strandveiðar mega hefjast mánudaginn 3. maí og standa út ágústmánuð. Leyft verður að veiða samtals 11.100 tonn af óslægðum botnfiski, sem er það sama og upphafi tímabilsins í fyrrasumar.
Mokveiði á grásleppuvertíð en hrognaverð hríðfallið
Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.
„Útlitið er náttúrulega bara mjög slæmt“
Grásleppusjómenn eru ekki bjartsýnir fyrir vertíðina sem hefst á morgun. Útlit er fyrir lágt verð á grásleppuhrognum og markaður fyrir grásleppuna sjálfa í Kína hefur hrunið.
Höfnuðu hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu
Smábátasjómenn höfnuðu, á aðalfundi sínum á föstudag, hugmyndum um að kvóti verði tekinn upp við grásleppuveiðar. Þetta mál er umdeilt meðal smábátaeigenda en talsmaður þeirra vonar að menn sætti sig við niðurstöðuna.
Deilt um kvótasetningu grásleppuveiða
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir það hlutverk aðalfundar að skera úr um álit félagsins á kvótasetningu grásleppuveiða. Það sé ekki rétta leiðin að fara til ráðherra með stuðningsyfirlýsingu við grásleppukvóta.
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.
Telur svigrúm til að leyfa strandveiðar í september
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hyggst beita sér fyrir því að strandveiðar verði leyfðar í september. Ef lagabreytingu þurfi til segist hún treysta á jákvæð viðbrögð á Alþingi.
Strandveiðar stöðvaðar í dag
Strandveiðum lýkur í dag, tæplega tveimur vikum fyrr en áætlað var. Frá og með morgundeginum 20. ágúst eru veiðarnar bannaðar, en þá hefur strandveiðiflotinn lokið veiðum á þeim aflaheimildum sem ætlaðar voru til veiðanna í ár.
Strandveiðarnar að stöðvast
Strandveiðar eru að stöðvast, tæplega tveimur vikum áður en tímabilið er á enda. Aflaheimildir duga ekki til að ljúka vertíðinni og á sjöunda hundrað smábátum verður lagt um miðja vikuna að óbreyttu.
Segir viðbót duga skammt
720 tonna viðbót við strandveiðikvótann, sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti um í dag, dugar skammt. Meira þarf til þess að hægt verði að halda úti veiðum út strandveiðitímabilið. Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sem segir strandveiðimenn hafa búist við meiru, eðlileg viðbót hefði verið 1.700 tonn.