Færslur: Landspítalinn

Ekki ástæða til að skima alla sem leggjast inn
Enginn greindist smitaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala. Tuttugu starfsmenn og þrjátíu sjúklingar voru skimaðir eftir að sjúklingur á deildinni greindist með kórónuveiruna í gær. Í ljósi þessa er búið að opna deildina á ný.
14.01.2021 - 17:12
Önnur sýking ekki palladómur yfir sýkingavörnum á LSH
Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir segir að það sé ekki palladómur yfir vinnubrögðum á  Landspítalanum að aftur sé komið upp smit á spítalanum. Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gærkvöld.  
14.01.2021 - 09:52
Mannlegi þátturinn
„Í guðanna bænum ekki byrja að knúsa alla“
„Í guðanna bænum ekki byrja að knúsa alla,“ segir Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur sem á sæti í farsóttarnefnd Landspítalans. Hún vonar að fólk láti það ekki verða sitt fyrsta verk eftir pestina að knúsa ömmu og alla og að fólk haldi áfram að þvo sér um hendur. Minna virðist vera af sýkingum af ýmsu tagi núna á meðan heimsfaraldrinum stendur og af því má draga lærdóm.
13.01.2021 - 11:00
Átján mánaða bið í átröskunarmeðferð
Átján mánaða bið er nú eftir meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans. Ríflega 80 manns eru á biðlista. Teymisstjórinn segir ástæðuna liggja í ófullnægjandi húsnæði sem geri það að verkum að meðferð tekur lengri tíma en ella.
12.01.2021 - 11:52
Myndskeið
Starfsfólk vant að vinna svona með verðmæt lyf
Starfsfólki Landspítala tókst að ná 5,4 skömmtum úr hverju mæliglasi af bóluefni Pfizer BioNTech með því að viðhafa sitt venjulega verklag, til samanburðar náði heilsugæslan aðeins fimm skömtum. 
Myndskeið
Náði 5,4 bóluefnaskömmtum úr hverju lyfjaglasi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði getað bólusett nokkur hundruð manns til viðbótar ef hún hefði nýtt hvert lyfjaglas með sama hætti og Landspítalinn. Þetta segja læknar og heilbrigðisstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við í dag.
Milli sjö og átta hundruð í sýnatöku í dag
Fjöldi fólks fer í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er verið að mæla hvort mótefni fyrir kórónuveirunni greinist í þeim fjórtán farþegum sem greindust með smit í gær og fyrradag. Hver einasti nanódropi af bóluefni var nýttur á Landspítalanum í bólusetningunni í vikunni.
03.01.2021 - 12:21
Myndskeið
Hundruð bólusett á bólusetningadaginn fyrsta
Bólusett var í fyrsta sinn hérlendis gegn COVID-19 í dag. Hundruð ef ekki þúsund voru bólusett um allt land, á hjúkrunarheimilum, Landspítalnum og á fjórða hundrað heilsugæslustarfsmenn í sannkallaðri fjöldabólusetningu. Margir brostu undir grímunum þegar þeir voru sprautaðir gegn COVID-19. 
Kastljós
Læknir vanrækti skyldur sínar á bráðamóttökunni
Engar rannsóknir voru gerðar þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í mars. Hún lést nokkrum klukkustundum eftir útskrift. Þetta kemur fram í úttekt landlæknis á málinu. Ekki voru heldur teknar blóð- eða þvagprufur og sjúkrasaga hennar ekki könnuð. Lögð var áhersla á að finna ástæður til að útskrifa hana en samkvæmt mati landlæknis hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir þetta ótímabæra dauðsfall með því að gera grundvallarrannsóknir.
LSH þarf ekki að vinna á hallanum á næstu þremur árum
Landspítalinn þarf ekki að vinna á uppsöfnuðum rekstrarhalla á árunum 2021-2023, samkvæmt samkomulagi heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins. Skilyrði fyrir samkomulaginu er að spítalinn leggi fram áætlanir sem tryggja að rekstrinum verði hagað í samræmi við fjárveitingar hvers árs.
Þurftu ekki útboð samkvæmt lögum en leituðu 14 tilboða
Stjórnendur Landspítala leituðu eftir hentugum tilboðum til 14 birgja áður en tekin var ákvörðun um að gefa starfsfólki spítalans gjafabréf í Skechers búðina í jólagjöf. Gjafirnar kostuðu spítalans alls 36 milljónir króna, en innkaupin eru metin sem svo að þau falla ekki undir lög um opinber innkaup þar sem hámarksupphæð sem má kaupa fyrir án útboðs er 15.5 milljónir. Þjóðleikhúsið kærði Reykjavíkurborg 2017 fyrir að kaupa miða í Borgarleikhúsið sem gjöf til starfsmanna, en því var vísað frá.
15.12.2020 - 11:59
Myndskeið
Hjúkrunarrými verði í húsnæði sem þegar hefur risið
Gert er ráð fyrir að opna níutíu ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. Það er sami fjöldi og nú bíður á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarrými. Gert er ráð fyrir 1.350 milljónum í fjárlögum í hjúkrunarrýmin. Önnur umræða um fjárlögin stendur yfir á Alþingi. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að rýmin þurfi að vera í húsnæði sem þegar er búið að byggja.
Gagnrýndur fyrir óviðeigandi myndband um læknanema
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur fjarlægt myndband og færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði að kúrsinn sem hann kennir í skurðlæknisfræði væri eins og „Tinder á sjálfstýringu” og að fólk sæki þangað til að finna sér maka. Læknar við spítalann gagnrýndu Tómas í athugasemdakerfi Facebook, sem hefur nú verið fjarlægt, og sögðu þetta komið yfir öll mörk. Tómas hefur beðist afsökunar og segir myndbandið hafa verið grín.
05.12.2020 - 12:53
Mannlegi þátturinn
Fjarmeðferð fyrir ungt fólk með geðrof á byrjunarstigi
Eitt hundrað og tíu manns sækja þjónustu í Laugarásnum þar sem Landspítalinn rekur deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Sandra Sif Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á deildinni, segir að tekist hafi að halda starfseminni gangandi þrátt fyrir farsóttina með því að nota fjarviðtöl og fjarmeðferðir. 
Landspítalinn dregur úr kolefnislosun um 40%
Landspítalinn fékk í morgun loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar fyrir að draga úr kolefnislosun um 40% frá árinu 2016. Borgarstjórinn í Reykjavík segir að bregðast verði við samdrætti með því að fjárfesta í grænum verkefnum. Loftslagsmálin hafi fallið í skuggann af kórónuveirufaraldrinum á þessu ári.
Myndskeið
Ábendingum um þvinganir og frelsissviptingu fjölgar
Alvarlegum ábendingum til Geðhjálpar um þvinganir og frelsissviptingu hefur fjölgað að undanförnu. Starfsfólk á stofnunum er meðal þeirra sem benda á misbresti. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir líklegt að einhver mál verði send til rannsóknar hjá embætti Landlæknis.
Viðtal
Segir kröfuna skýra og að framlög hafi aukist frá 2017
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir framlög stjórnvalda til Landspítalans á síðustu árum sýna að það sé mikill vilji til þess að reka öfluga heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hann bendir á að fjárframlög til Landspítalans hafa aukist um 20 milljarða frá 2017.
Spítalinn þarf að hagræða um samtals 4,3 milljarða
Landspítalinn stendur frammi fyrir 400 milljóna króna aðhaldskröfu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til viðbótar við uppsafnaðan halla spítalans um áramót og hærra rekstrarkostnaðarmat. Samtals þarf spítalinn hagræða um 4,3 milljarða króna á næsta ári en hefur óskað eftir því að vinna hallan upp á þremur árum.
Hagræðingarkröfur hættulegar í miðjum heimsfaraldri
„Það er hættulegt að leggja stífar aðhalds- og hagræðingarkröfur á heilbrigðisþjónustu í miðjum heimsfaraldri og þessu þarf Alþingi að breyta,“ skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í færslu á Facebook.
Myndskeið
4,3 milljarða hagræðingarkrafa á LSH á næsta ári
Landspítalinn stendur að óbreyttu frammi fyrir fjögurra komma þriggja milljarða hagræðingarkröfu á næsta ári að og hefur óskað eftir að fá að vinna hallann upp á þremur árum. Jafnvel þannig sé ljóst að þjónusta við sjúklinga á eftir að skerðast. Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, segir að hagræðingarkrafan dragi úr slagkrafti spítalans í því að takast á við krefjandi verkefni.
21.11.2020 - 19:30
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Myndskeið
Húsnæði Landspítalans úrelt í þróuðu heilbrigðiskerfi
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir að þær aðstæður sem stuðluðu að dreifingu kórónuveirunnar á Landakoti séu svipaðar á öðrum stofnunum landsins. Húsnæði Landspítalans er úrelt miðað við þá þróun sem hefur orðið í heilbrigðismálum, að mati framkvæmdastjóra hjúkrunar.
15.11.2020 - 12:30
Myndskeið
Upplýsingafundur vegna hópsýkingar á Landakoti
Landspítali hélt upplýsingafund í dag vegna hópsýkingar COVID-19 á Landakoti og útgáfu skýrslu sem unnin var af Lovísu Björk Ólafsdóttur um málið.
Spítalinn færður af neyðarstigi á hættustig í dag
Stefnt er að því að færa Landspítalann af neyðarstigi og niður á hættustig í dag. Spítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 25. október. Farsóttarnefnd telur að tök hafi náðst á COVID-19 faraldrinum sem kom upp á öldrunardeildinni Landakoti.
12.11.2020 - 08:56
Myndskeið
Landakotssýkingin verður tilkynnt sem alvarlegt atvik
Tíu af þrettán andlátum í þriðju bylgju COVID-faraldursins má rekja til hópsýkingarinnar á Landakoti. Sýkingin verður formlega tilkynnt Landlækni sem alvarlegt atvik. Forstjóri Landspítalans segist ekki búast við að málið verði tilkynnt til lögreglu en vill þó ekki fullyrða um það.
09.11.2020 - 18:06