Færslur: Landspítalinn

Spegillinn
Bólusetningar spara mikla fjármuni í heilbrigðiskerfinu
Niðurstöður langtímarannsóknar á áhrifum bólusetningar á heilbrigðiskostnað hér á landi sýna að miklir fjármunir hafa sparast eftir að farið var að bólusetja börn við pneumokokkum. Gera má ráð fyrir að dregið hafi úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu um tæpan milljarð á árunum 2013-2015. Þetta kemur fram í grein sem nýlega var birt í vísindaritinu PlosOne.
Myndskeið
Þrefalt dýrara að rannsaka leghálssýni hér á landi
Þrefalt dýrara er að rannsaka leghálssýni á Landspítalanum en í Danmörku. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort leghálsskimun verði færð af danski rannsóknarstofu til Landspítalans. Bið eftir niðurstöðu rannsókna er 8-10 vikur en heilsugæslan vonast til að biðin styttist í fjórar vikur um mánaðamótin.
Fólk er almennt rólegt yfir að dvelja í einangrun
Enn er þétt setinn bekkurinn í sóttvarnahúsum. Hátt í 300 eru á Fosshótel Reykjavík og á Lind eru 42 þar af 27 í einangrun með COVID-19. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsanna segir að fólki líði almennt ágætlega.
Samfélagið
Lengi vitað að stór hluti veikra aldraða er vannærður
Um fimmtíu prósent aldraðra sem lagðir eru inn á Landspítalann eru vannærð. Þetta sýna tölur frá spítalanum. Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir að það hafi verið vitað í nokkuð mörg ár að stór hluti aldraðra sé vannærður en því miður hafi lítið sem ekkert breyst. Hún segir að til að ná tökum á þessu þurfi heilbrigðisstéttir að vinna betur saman að því að leysa þennan vanda.   
12.04.2021 - 13:00
Eldgos eru eins og eitraður úðabrúsi
Sérfræðingur í eiturefnafræði leggst alfarið gegn því að fólk með asma, hjarta- og lungnasjúkdóma, og ófrískar konur, fari að gosstöðvunum. Eitrunarmiðstöð Landspítalans hefur sérstakar áhyggjur af magni flúrsýru við gosið sem veldur ertingu í augum, húð og hálsi. Gasmengun frá eldgosum getur verið banvæn og nokkur fjöldi hefur leitað læknis vegna eitrunar.
Spegillinn
Vaktir styttast hjá nær níu þúsund manns
Vinnuvikan styttist um næstu mánaðamót hjá allt að níu þúsund opinberum starfsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Í sumum tilfellum getur vinnuvikan styst úr 40 tímum í 32. Langflestir sem eru í hlutastörfum ætla að halda áfram sama vinnuframlagi og hækka um leið launin.
08.04.2021 - 15:40
Landspítali færður niður af hættustigi
Viðbúnaðarstig Landspítalans hefur verið fært af hættustigi og niður á óvissustig vegna COVID-19. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans ákvað þetta í dag.
07.04.2021 - 14:00
Lausn á fráflæðisvanda gæti verið í sjónmáli
Frá árslokum 2019 hefur verið fjölgað um 90 rúm á Landspítalanum til að bregðast við fráflæðisvanda sjúkrahússins. Vinnuhópar hafa unnið að áætlunum til að bregðast við tillögum átakshóps heilbrigðisráðherra um vandann.
Spegillinn
Meirihluti foreldra vill bólusetja börnin við Covid-19
Hafnar eru rannsóknir erlendis á virkni nýju covid-bóluefnanna fyrir börn og má búast við niðurstöðum innan nokkurra mánaða. Þetta segir Ásgeir Haraldsson, prófessor á barnaspítala Hringsins. Fyrstu niðurstöður úr könnun meðal íslenskra foreldra sýna að meirihluti þeirra vill láta bólusetja börn sín við Covid-19.
31.03.2021 - 15:53
Óljóst hvort starfsfólk fær seinni sprautu AstraZeneca
Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem fengu fyrri bólusetningarsprautu AstraZeneca, fái seinni sprautuna þegar þar að kemur.
Landspítalinn á hættustig
Starfsemi Landspítalans verður færð á hættustig á miðnætti í ljósi fjölgunar COVID-smita að undanförnu. Hann er nú á óvissustigi. Þegar spítalinn er á hættustigi er starfað eftir viðbragðsáætlun vegna farsóttar og viðbragðsstjórn og farsóttanefnd koma saman reglulega. Hver sjúklingur má þá aðeins fá einn gest daglega og má gesturinn aðeins stoppa við í eina klukkustund. 
Spegillinn
Fleiri Covid-19 smit en líka kvef iðrasýking og njálgur
Farið er að bera á kvefi, iðrasýkingum og njálg hjá börnum sem bendir til að minna sé um hreinlæti en áður. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Fleiri smit af breska afbrigðinu sé áhyggjuefni.
22.03.2021 - 16:36
Samfélagið
Allt að þriggja ára bið eftir ADHD-greiningu
Allt að þriggja ára bið er eftir að komast að hjá ADHD-teymi Landspítalans fyrir fullorðna. Unnur Jakobsdóttir Smári, sálfræðingur og teymisstjóri, segir að það sé allt of langur tími. Biðlistinn hafi verið langur fyrir covid en hafi nú lengst verulega og sjö hundruð manns bíða nú eftir að komast að. Fjögur hundruð tilvísanir berast teyminu að meðaltali á hverju ári.
22.03.2021 - 14:00
Kórónuveirusmit greindist á Landspítala
Eitt þeirra 26 kórónuveirusmita sem hafa greinst innanlands og við landamærin undanfarna þrjá daga greindist hjá starfsmanni Landspítala. Farsóttanefnd spítalans skoðar hvort færa eigi starfsemina upp á hærra viðbúnaðarstig.
Farsóttarnefnd fundar - rætt um að hækka viðbúnaðarstig
Farsóttarnefnd Landspítala fundaði í gærkvöldi vegna stöðunnar sem upp er komin eftir að 21 kórónuveirusmit greindust um helgina og mun funda aftur upp úr hádegi í dag.
Viðtal
Snjallforrit fylgist með heilsu hjartasjúklinga
Stafrænu eftirliti með fjarvöktun og fjarstuðningi við hjartasjúklinga er ætlað að stuðla að því að fólk taki virkari þátt í eigin meðferð en eftir núverandi kerfi. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að bráðainnlögnum á sjúkrahús fækki.
Einn á sjúkrahúsi með COVID-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið lagður inn í nótt vegna COVID-19. Hann kveðst ekki vita hvort viðkomandi greindist við landamærin en telur líklegast að svo sé.
Vissu ekki um smitið fyrr en á hádegi í gær
Starfsmenn á Landspítalanum sem vinna á sama gangi og starfsmaðurinn sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar vissu ekkert um smitið fyrr en þeir fengu tilkynningu á hádegi í gær um að koma í sýnatöku.
08.03.2021 - 08:16
Ekkert sýni enn greinst jákvætt á Landspítalanum
Enginn þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa smitast af breska afbrigði kórónaveirunnar um helgina og búið er að skima greindist með veiruna. Þetta hefur vísir.is eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans í kvöld.
07.03.2021 - 23:39
Hugsanlegt að fjórða bylgjan hefjist svona
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands um helgina og hugsanlegt að fjórða bylgja faraldursins sé í uppsiglingu. Þau smituðu búa í sama stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík. Annað þeirra er starfsmaður á Landspítalanum þar sem tugir eru nú komnir í sóttkví. Starfsmaðurinn sótti stórtónleika í Hörpu á föstudag. 
07.03.2021 - 18:54
130 manns í biðstöðu á Landspítalanum
Alls liggja um það bil hundrað manns á Landspítalanum sem hafa lokið meðferð og bíða þess að fá pláss á hjúkrunarheimili. Fólkið bíður til dæmis á endurhæfingardeild, þrátt fyrir að hafa lokið endurhæfingu, og fyrir vikið bíða um það bil þrjátíu sjúklingar eftir plássi í endurhæfingu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, segir vöntun á hjúkrunarrýmum hafa áhrif víða á spítalanum.
Stór hluti slasaðra á rafskútu undir áhrifum áfengis
Alls leituðu 149 á bráðamóttöku Landspítalans síðasta sumar vegna áverka af völdum rafhlaupahjóla, að meðaltali 1-2 á dag. Mjög stór hluti þeirra var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Guðnýjar Pétursdóttur, hjúkrunarfræðings á bráðadeildinni, á Bráðadegi Landspítalans í gær.
06.03.2021 - 14:58
Lítið svigrúm á bráðadeild til að bregðast við hópslysi
Bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull og legudeildir líka og því er geta til að taka á móti mörgum slösuðum, til dæmis eftir hópslys, skert, að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á spítalanum. Því hefur verið beint til fólks að leita frekar á heilsugæslu eða læknavakt, en á bráðamóttöku, vegna vægra slysa eða minniháttar veikinda. Margir sjúklingar bíða á bráðamóttökunni eftir að komast á legudeildir spítalans, þar sem einnig er þröngt. 
Minniháttar skemmdir á Landspítala eftir skjálfta
Á Landspítalanum, líkt og víðar, er fólk í viðbragðsstöðu vegna skjálftahrinunnar. Þar hefur verið farið yfir viðbragðsáætlanir í vikunni vegna skjálftanna. Smávægilegar skemmdir urðu í skjálftanum á miðvikudagsmorgunn en ekki hefur verið tilkynnt um neitt slíkt eftir skjálftann í morgun, að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans. Ekki hefur þurft að fresta aðgerðum.
Þreytandi fyrir alla að þurfa endalaust að betla pening
Forstjóri Landspítalans segir nýtt fjárveitingakerfi sem tekur gildi um næstu áramót draga úr betli og fórnarlambshugsun innan heilbrigðiskerfisins. Nú fái spítalarnir borgað fyrir það sem þeir gera í stað þess að þurfa sífellt að biðja um meiri pening, sem sé þreytandi fyrir alla. Kerfið var innleitt á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri um áramót og gæti gjörbreytt framleiðslu og vinnu innan spítalanna.