Færslur: Landspítalinn

Fresta að meðaltali 60-65 aðgerðum á dag
Búast má við að um 60-65 valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum verði frestað daglega á Landspítalanum næstu tvær vikur. Samtals má gera ráð fyrir að um þúsund aðgerðum verði frestað. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Spítalinn var í gær færður af hættustigi yfir á neyðarstig í fyrsta skipti síðan kórónufaraldurinn barst hingað til lands.
26.10.2020 - 14:00
Tólf lagðir inn vegna COVID til viðbótar frá í gær
31 sjúklingur er nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna COVID-19. Fjórir eru á gjörgæsludeild og einn af þeim í öndunarvél.
24.10.2020 - 16:47
Einn til viðbótar lagður inn á gjörgæslu í dag
Fjórir sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með COVID-19, og tveir þeirra eru í öndunarvél. Þegar uppfærðar tölur um fjölda smita birtust í morgun var greint frá þremur á gjörgæslu, og því hefur þurft að leggja einn þar inn til viðbótar í dag.
23.10.2020 - 15:37
Hótel bjóða rými fyrir sjúklinga „á kostnaðarverði“
Nokkur einkafyrirtæki hafa boðið heilbrigðisyfirvöldum að leigja húsnæði til að létta álagi af Landspítalanum. Hótel Saga, Hótel Natura og hótelið við Ármúla 9 hafa verið boðin undir slíka starfsemi. Framkvæmdastjóri Icelandair hótelanna segir að það sé samfélagsleg skylda þeirra að hjálpa til og að rýmin séu boðin „á kostnaðarverði“.
Bjóða Hótel Sögu og Natura hótelið fyrir sjúklinga
Bændasamtökin hafa undirritað viljayfirlýsingu við fyrirtækið Heilsuvernd, og boðið afnot af Hótel Sögu til þess að taka við sjúklingum af Landspítalanum, í þeim tilgangi að létta á álaginu á spítalanum. Hið sama hafa Icelandair hótelin gert, en þau hafa boðið Icelandair hótel Reykjavík Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, í sama tilgangi.
Sömu aðilar reka Sóltún og Oddsson
Fyrirtækið Sóltún hefur boðist til þess að taka við 77 sjúklingum af Landspítalanum og koma þeim fyrir á Oddsson hótelinu við Grensásveg. Stjórnarformaður fyrirtækisins hefur ekki áhyggjur af mönnunarmálum og á ekki von á því að fyrirtækið myndi hagnast fjárhagslega á verkefninu. Sömu aðilar reka Sóltún og Oddsson hótelið. Heilbrigðisráðuneytið hefur nokkur erindi til skoðunar, þar sem einkaaðilar bjóðast til að taka við sjúklingum af Landspítalanum.
20.10.2020 - 13:50
Tilmæli um að fólk haldi sig heima skjóti skökku við
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir tilmæli um að fólk haldi sig heima skjóti skökku við. Jafnframt sé staðan á spítalanum betri nú en venjulega á þessum tíma árs. Hún spyr sig hvers vegna fólki sé ekki ráðlagt að vera heima á hverju ári þegar álagið á spítalanum eykst vegna inflúensu.
20.10.2020 - 13:21
Býðst til að taka hótel og reka sem hjúkrunarheimili
Sóltún Öldrunarþjónusta hefur boðið heilbrigðisráðuneytinu það að taka yfir Oddsson hótel sem stendur við Grensásveg, og reka þar hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
Færsla sjúklinga af LSH: „Ég skil ekki hvað tefur“
Formaður velferðarnefndar Alþingis skilur ekki hvað tefur stjórnvöld í að ganga til samninga við fyrirtækið Heilsuvernd um að taka við um 100 sjúklingum frá Landspítalanum. Hún bendir á að það geti verið mun ódýrara fyrir hið opinbera en að halda sjúklingunum á spítalanum. Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Morgunvaktin
„Þetta reynir gríðarlega á fólk“
Landspítalinn á ekki annarra kosta völ en að fresta aðgerðum og setja COVID-sjúklinga í forgang ásamt bráðatilfellum að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á spítalanum. 26 lágu inni vegna COVID um miðjan dag í gær og Sigríður segist gera ráð fyrir að sú tala hafi enn hækkað, þótt hún hafi ekki séð nýjar tölur þar um.
12.10.2020 - 08:23
Myndskeið
Vilja flytja minnst 100 sjúklinga af LSH í Urðarhvarf
Heilbrigðisráðuneytið ætlar að hraða eins og kostur er afgreiðslu erindis fyrirtækisins Heilsuverndar, um að taka við að minnsta kosti 100 sjúklingum frá Landspítalanum í stórri byggingu við Urðarhvarf í Kópavogi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem erindið kemur inn á borð ráðuneytisins. Stjórnendur á Landspítalanum eru hvatamenn að því að hugmyndin er nú til skoðunar að nýju. Forstjóri Landspítalans fagnar hugmyndinni og segir að þetta myndi minnka álagið á spítalanum.
Harðari aðgerðir ráðast af getu Landspítalans
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu þurft að leggjast inn á Landspítalann með COVID-19 á næstunni. Í gær lágu tíu manns inni á spítalanum, þar af þrír á gjörgæsludeild. Ástandið sé viðkvæmt en harðari aðgerðir ráðist af getu Landspítalans til að takast á við veiruna.
Covid-sjúklingum með alvarleg einkenni fjölgar
Sjúklingum með alvarleg einkenni af völdum Covid-19 fer fjölgandi hér á landi. Fjórir liggja nú á spítala, þar af einn á gjörgæslu og í öndunarvél. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að álagið hafi aukist í síðustu viku samhliða fjölgun smita
27.09.2020 - 19:25
Loka göngu- og dagdeild skurðlækninga á Landsspítala
Loka þarf göngudeild skurðlækinga B3 á Landspítalanum í Fossvogi, sem er sérhæfð göngudeildarþjónusta vegna greiningar og meðferðar á vegum háls- nef og eyrnalækna, heila- og taugaskurðlækna, lýtalækna og taugaskurðlækna.
30 starfsmenn Landspítala smitaðir og aðgerðum frestað
Þrjátíu starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmits og fjölgar um fjóra milli daga. Sjúklingum í eftirliti COVID-19 göngudeildar hefur einnig fjölgað, eru nú 357 en voru 328 í gær. 
24.09.2020 - 17:02
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Myndskeið
Hjartsláttartruflanir, mæði og miklir vöðvaverkir
Mun fleiri glíma við eftirköst COVID-19 en búist var við. Þetta segir forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítalans. Ung kona sem greindist fyrir hálfu ári er enn með slæma verki, hjartsláttartruflanir og mæði.
„Ég vissi að ég var að tipla yfir í handanheiminn“
„Í dag eru rúmlega 5 mánuðir síðan ég veiktist og ég á ennþá langt í land að verða eins og ég var fyrir veikindin. Ég fór yfir það sem ég veit að tikkar inn í eftirköst hjá mér og það eru yfir 30 atriði sem ég með nokkuð góðri vissu get kallað eftirköst.“ Þannig lýsir Ása Ólafsdóttir, 58 ára gömul kona, eftirköstum covid-19 í færslu sem hún skrifaði í Facebook-hópnum „Við fengum Covid19“. Þar hafa fjölmargir Íslendingar deilt reynslu sinni af sjúkdómnum og margir þeirra lýst slæmum eftirköstum.
Mjög ásættanleg tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna
Verkatakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna nýs Landspítala eða tæp 83% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboð áttu ítalska verktakafyrirtækið Rizzani De Eccher ásamt Þingvangi, rétt rúmlega 83%.
Myndskeið
Greina sýni langt fram á kvöld í Vatnsmýri
Formlegt samstarf Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu sýna hófst í morgun og eru flest þeirra nú greind hjá ÍE. Síðustu fjórar vikur hefur langmest verið greint hjá veirufræðideild Landspítalans. Fjögur innanlandssmit voru staðfest í gær. 
Öll tilboð undir áætlun ríkisins
Fjögur tilboð bárust í verkeftirlit með uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Landspítalann við Hringbraut og voru þau öll undir þeirri áætlun sem ríkið hafði gert.
19.08.2020 - 15:02
Þrír COVID flutningar hjá slökkviliðinu
Þrír COVID-19 flutningar voru meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring, en þann sólarhring var metfjöldi sjúkraflutninga. Alls sinnti slökkviliðið 127 slíkum verkefnum, þar af 53 á næturvaktinni.
Myndskeið
Mikil óvissa með bóluefni við veirunni
Sóttvarnalæknir segir margt enn á huldu með bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst hvort það sé öruggt og hvort unnt verði að fjöldaframleiða það svo allir fái. Þess þurfi líklega að bíða í eitt til tvö ár.
Landspítali tekur yfir sýnarannsóknir á mánudag
Sóttvarnarlæknir er bjartsýnn á að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti á mánudag tekið við rannsóknum á þeim sýnum sem tekin eru úr ferðamönnum við komuna til landsins.