Færslur: Landspítalinn

Myndskeið
Segist ekki sjá neitt ástand vegna COVID á sjúkrahúsinu
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kveðst ekki sjá neitt ástand sem skýrist af kórónuveirufaraldrinum á Landspítalanum. Hann kveðst hins vegar fagna þeirri góðu stöðu sem Ísland er komið í. Í dag var tilkynnt um afléttingu allra sóttvarnaaðgerða í skrefum næstu fjórar vikur.
Vikulokin
Krísan á bráðamóttöku bitnar verst á hjúkrunarfræðingum
Krísan á bráðamóttöku Landspítala bitnar verst á hjúkrunarfræðingum, að sögn Eggerts Eyjólfssonar bráðalæknis. Hver og einn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á hlaupum og sinna mun fleiri sjúklingum en eðlilegt geti talist. Það sé ástæða þess að margir þeirra treysti sér ekki til að vera í fullu starfi.  
Kallaði fram smá jarðskjálfta - nú þarf lausnir
Neyðarkall hjúkrunarfræðinga og fundur með stjórnendum Landspítalans hefur kallað fram smá jarðskjálfta að sögn bráðahjúkrunarfræðings á spítalanum. Nú bíði hjúkrunarfræðingar samtals um frekari lausnir. Erfiður vetur sé framundan.
Sjónvarpsfrétt
Bæta við legurýmum - ekki nóg fyrir bráðamóttökuna
Allt að 30 legurými bætast við á næstu vikum til að létta á bráðamóttökunni þar sem sjúklingar liggja í öllum hornum. Þetta var tilkynnt á fundi bráðahjúkrunarfræðinga með stjórnendum Landspítalans í dag. Hjúkrunarfræðingar segja að grípa þurfti til róttækra aðgerða til langs tíma í öllu heilbrigðiskerfinu og að heilbrigðisyfirvöld þurfi að stíga mjög hressilega inn í. 
Telur frestinn stuttan í ljósi pólitískrar óvissu
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst starf forstjóra Landspítala laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember. Tveir þingmenn hafa gagnrýnt að fresturinn sé ekki lengri. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að tvær vikur séu lögbundinn lágmarksfrestur, sami frestur hafi verið veittur þegar ráðið var í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri í sumar.
Viðtal
„Eðlilegt að horfa til stöðunnar á spítalanum“
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum tekur undir neyðarkall starfsfólks bráðamóttökunnar og segir eðlilegt að horfa til stöðunnar á Landspítalanum við mat á því hvort rétt sé að slaka á sóttvörnum.
Kastljós
Tilslakanir ráðast á Landspítalanum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að Landspítalinn þurfi að svara því hver þolmörk hans eru áður en hann ráðleggur frekari tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum.
Heilsugæslan laðar til sín geðlækna spítalans
Geðlæknum á Landspítala hefur fækkað á síðustu árum samhliða því sem fleiri geðlæknar færa sig til starfa á heilsugæslu. Er nú svo komið að geðlækna vantar í tíu stöður á spítalanum. Þetta segir Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans, en fjallað er um stöðu geðlækninga í nýjasta tímariti Læknablaðsins.
07.10.2021 - 10:16
Að leysa vanda bráðadeildar er eins og að elta strætó
Að reyna að leysa viðvarandi neyðarástand á bráðamóttöku Landspítala er eins og að elta strætisvagn. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Hann segir þær aðgerðir sem gripið hafi verið til hingað til ekki hafa borið árangur, lausnin felist ekki í meira fé til spítalans, heldur til hjúkrunarheimila.
Stærsti samningurinn um kaup á heilbrigðisþjónustu
Klínísk starfsemi Landspítala verður frá 1. janúar næstkomandi fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu. Samningur þessa efnis var undirritaður af heilbrigðisráðherra í dag og er það stærsti samningur um kaup á heilbrigðisþjónustu sem gerður hefur verið hér á landi.
23.09.2021 - 17:36
Um 200 starfsmenn komið að hönnun nýja Landspítalans
Framkvæmdastjóri nýja Landspítalans segir að þrátt fyrir ólíkar skoðanir séu allir þeir sem koma að framkvæmdum vissir um að vera á réttri leið. Reiknað er með að lyklarnir að sjúkrahúsinu verði afhentir eftir 5 til 6 ár.
18.09.2021 - 19:16
Sjónvarpsfrétt
Fá ekki næði á geðdeildum og súrefni af skornum skammti
Læstir, skítugir gluggar, reykingalykt og skortur á næði er það sem sjúklingarnir á fíknigeðdeild Landspítalans þurfa að búa við. Fólkið hefur engan aðgang að útisvæði og kemst lítið út undir bert loft. Allt húsnæðið er löngu úrelt og sumt er beinlínis hættulegt. Deildarstjórinn segir ömurlegt að fólk geti ekki fengið sér frískt loft.
10.09.2021 - 19:00
Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala
Heilbrigðisráðherra segir umhugsunarvert hvers vegna geðsvið Landspítalans varð útundan í verkefninu um nýjan spítala og segir enn ekki of seint að bæta því inn í . Landlæknir mælir með að laga liti á geðdeildinni á Kleppi sem fyrst, en húsakostur geðsviðsins barn síns tíma og brýnt að endurskoða það í heild.
Sjónvarpsfrétt
„Geðrofsgul” geðdeild í löngu úreltu húsnæði á Kleppi
Húsnæði sérhæfðu endurhæfingardeildarinnar á Kleppi er svo úrelt að það hefur haft slæm áhrif á bata sjúklinganna. Loft og innréttingar eru í æpandi lit sem sjúklingar hafa kvartað yfir og einn þeirra kallaði geðrofsgulan. Deildarstjóri segir húsakostinn svo slæman að hann geti haft slæm áhrif á bata og líðan.
09.09.2021 - 19:00
Kastljós
Segir vont að Landspítalinn sé á föstum fjárlögum
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, telur að einn helsti vandi Landspítalans felist í því að hann sé á föstum fjárlögum en ekki fjármagnaður eftir afköstum. Hann telur að það væri til bóta að spítalinn hefði sérstaka stjórn, og að hún væri eins konar millistig milli pólitíkusa og stjórnenda spítalans.
06.09.2021 - 20:20
Engar ákvarðanir enn um tilslakanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróun kórónuveirufaraldursins sé ástæða til að vera á leið til afléttinga á samkomutakmörkunum.
Sjónvarpsfrétt
„Heilt yfir hefur staðan batnað mjög mikið”
Yfirlæknir COVID-göngudeildar Landspítalans býst við afléttingum takmarkana í takt við þróun faraldursins sem er á niðurleið. Skimanir með hraðprófum hefjast við Suðurlandsbraut á næstunni. Fjórða bylgja faraldursins er í rénun og allt á réttri leið. Smitum, innlögnum og alvarlegum veikindum fækkar.
Rannsókn á andláti sjúklings á geðdeild í fullum gangi
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða konu á geðdeild Landspítalans í ágúst er enn í fullum gangi. Nú standa yfir skýrslutökur og yfirheyrslur en rannsóknin er enn á mjög viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hjúkrunarfræðingurinn sem er grunaður um verknaðinn er laus út gæsluvarðhaldi.
Engar úrbætur á geðdeildum í 80 milljarða framkvæmd LSH
Þröngir gangar, reykingalykt, mikill fjöldi tvíbýla, gegndræpir gluggar og takmarkað aðgengi að útisvæði eru lýsingar sérnámslækna í geðlækningum um húsnæðiskost geðdeilda Landspítalans. Húsin eru sum að verða hundrað ára og er geðsviðið algjörlega undanskilið í framkvæmdum við nýjan Landspítala. Sérnámslæknir í geðlækningum segir nýja geðdeild einu lausnina til að þjónustan geti samræmst nútímakröfum.
Lögreglan rannsakar manndráp á Landspítala
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum nú fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að málið sé rannsakað sem manndráp og talið sé að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.
29.08.2021 - 10:27
Hafnar því að stjórnendur séu of margir
Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hafnar því algerlega að of margir millistjórnendur séu á Landspítalanum á of háum launum, margt bendi til þess að spítalinn þyrfti fleiri stjórnendur. Hann segir að til lengri tíma þurfi meiri fjármögnun í heilbrigðisþjónustu.
26.08.2021 - 19:17
Þörf á einka- og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu
Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segir þörf sé á bæði einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Hann segir tækifæri felast í að nýta lög um sjúkratryggingar.
Viðtal
Stjórnendur og ráðamenn hlusti ekki á starfsfólk LSH
Formaður Félags sjúkrahúslækna gagnrýnir harðlega að slæm staða Landspítalans sé sögð stafa af mönnunarvanda en ekki fjárskorti. Fækka hafi þurft rýmum á gjörgæsludeild í vor vegna sparnaðarkröfu. Þá hafi ekki allir hjúkrunarfræðingar sem sóttu þar um starf verið ráðnir. Hann segir að ekki sé hlustað á sjónarmið starfsfólks sem þó viti best hvernig staðan sé.
Myndskeið
Furðar sig á því að fólk sé útskrifað af heimili sínu
Dæmi eru um að fólk með heilabilun sé útskrifað af hjúkrunarheimilum og sent á Landspítalann vegna þess að of lítið er af faglærðu starfsfólki er á hjúkrunarheimilum. Þetta segir yfirlækni heilabilunareiningar Landspítalans. Ástand fólks með heilabilun versni af því að starfsfólk hjúkrunarheimila hafi ekki fagþekkingu. „Hjúkrunarheimili er heimili fólks. Þannig að það sé hægt að útskrifa einhvern af hjúkrunarheimili, af sínu heimili ætti að vera óhugsandi,“ segir yfirlæknir heilabilunareiningar.
Sjónvarpsfrétt
Vandi LSH fyrst og fremst mönnunarvandi
Heilbrigðisráðherra segir að vandi Landspítalans felist fyrst og fremst í að manna stöður. Þar sé bæði nægt pláss og fjármagn.