Færslur: Landspítalinn

Sjónvarpsfrétt
Nokkrir til rannsóknar vegna gruns um endursýkingu
Vísindamenn Landspítalans rannsaka nú nokkur tilvik þar sem grunur leikur á að fólk hafi sýkst af COVID-19 í annað sinn. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans segir veiruna svo útbreidda að hún gæti sett starfsemi margra stofnana og fyrirtækja í uppnám.
Delta margfalt meira smitandi þrátt fyrir bólusetningar
Nýgengi innanlandssmita er komið upp í 135 eftir að 88 greindust jákvæðir í gær, nær allir bólusettir og flestir utan sóttkvíar. Um 440 manns hafa greinst með Covid-19 undanfarna sex daga, meira en 300 voru utan sóttkvíar. Stór hópsýking greindist hjá framhaldsskólanemum eftir útskriftarferð erlendis. Yfirlögregluþjónn segir delta-afbrigðið svo smitandi að hver einstaklingur geti hæglega smitað yfir sjö manns, þó að allir séu bólusettir.
25.07.2021 - 12:22
Víðir og Þórólfur eiga von á svipuðum tölum næstu daga
Ísland verður ekki lengur grænt á nýjum lista sóttvarnastofnunar Evrópu og stefnir hraðbyri í rautt. Níutíu og fimm smit greindust innanlands í gær, sem er með því allra mesta á einum degi frá upphafi faraldurs. Sóttvarnalæknir óttast að ekki dugi að hafa eins metra reglu í stað tveggja, eins og ríkisstjórnin ákvað þvert á hans ráð. Yfirlögregluþjónn segir Covid-19 „ömurlegan sjúkdóm” og segir breytingu á litakóðun geta haft miklar afleiðingar fyrir millilandaferðir.
Viðtal
Bóluefni stóðst ekki væntingar og stærsta bylgjan hafin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirstandandi bylgju faraldursins líklega þá stærstu til þessa. Hann vonar að reglur ríkisstjórnarinnar dugi til, en hefði kosið tveggja metra reglu í stað eins metra. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 111 og verður Ísland að öllum líkindum bráðum rautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu. Aðeins fjórum sinnum hafa greinst hér fleiri smit á einum degi, 24. mars og 1. apríl í fyrravor, og 5. og 8. október í fyrrahaust.
Segir ástandið tvísýnt og hvetur til varkárni
Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mesta áherslu nú lagða á að koma útsettum í sóttkví. Í gær greindust 76 smituð af COVID-19, 54 þeirra teljast fullbólusett. Smit eru dreifð um allt land, sem er ólíkt fyrri bylgjum faraldursins.
Þrír af fjórum sem veiktust alvarlega eru bólusettir
Enn fjölgar á COVID-göngudeild Landspítalans, en spítalinn var í gærkvöld færður á hættustig. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir það vonbrigði en að minna virðist um alvarleg veikindi en í fyrri bylgjum.
Landspítali færður á hættustig
Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákveðið að setja spítalann á hættustig frá miðnætti í kvöld 22. júlí 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í kvöld.
22.07.2021 - 21:48
Nýtt farsóttarhús opnað og grímuskylda á Landspítala
Rauði krossinn hefur opnað nýtt farsóttarhús, Rauðará, fyrir fólk sýkt af COVID-19 þar sem farsóttarhótelið Lind var orðið svo til fullt. Þá hefur farsóttanefnd Landspítala Ísland þegar í stað hert grímuskyldu á öllum starfsstöðvum. Búist er við áframhaldandi aukningu í smitum á næstu dögum.
Sjúklingar Landakots og Vífilsstaða skimaðir vikulega
Allir inniliggjandi sjúklingar á Landakoti og Vífilsstöðum verða skimaðir vikulega, óháð bólusetningarstöðu þeirra. Farsóttarnefnd Landspítala hefur ákveðið það í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu síðustu daga.
20.07.2021 - 11:16
Sjónvarpsfrétt
Tugir geðfatlaðra bíða eftir húsnæði í Reykjavík
Þrettán geðfatlaðir einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið úrræði á vegum borgarinnar síðustu þrjú ár. 29 eru nú á biðlista eftir búsetu, þar af eru tíu með lögheimili annars staðar. Reykjavíkurborg gerir ekki kröfu um lögheimilisskráningu í Reykjavík þegar sótt er um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.
Borgin segir spítalann aðstoða við lögheimilisflutninga
„Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búa í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild og hafa með aðstoð Landspítalans breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst.” Svo segir í yfirlýsingu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem send var fjölmiðlum í dag. Allri gagnrýni um úrræðaskort á vegum borgarinnar er vísað á bug. Sviðsstjóri velferðarsviðs vill engu bæta við yfirlýsinguna.
Sex sjúklingar fastir inni á geðdeildum Landspítalans
Sex útskriftarfærir sjúklingar eru fastir á geðdeildum Landspítalans vegna skorts á úrræðum á vegum sveitarfélaganna. Tveir hafa beðið lengur en sex mánuði, annar þeirra í tvö ár. Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar segir sveitarfélögin ekki standa sig í uppbyggingu úrræða fyrir þennan hóp. Það gerir það að verkum að fólk festist inni á geðdeildum og fyllist vonleysi og uppgjöf.
Aukið umfang skýrir hækkun áætlana við Landspítala
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. segir hækkun á áætlunum við nýbyggingarnar við Hringbraut skýrist meðal annars af auknu umfangi framkvæmdanna. Hann býst við að verkinu ljúki árið 2025.
Kostnaður við nýjan Landspítala hækkar um 16 milljarða
Heildarkostnaður við nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut verður rúmum 16 milljörðum króna hærri en ráð var fyrir gert. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um kostnað við framkvæmdirnar; stækkun húsa og styrkingu.
13.07.2021 - 06:48
Læknar óskast til starfa um land allt en enginn kemur
Formaður Læknafélags Íslands segir vanta lækna um nær alla landsbyggðina. Hann vill gera læknastarfið úti á landi meira aðlaðandi með því að breyta vaktarfyrirkomulagi og minnka álag.
09.07.2021 - 19:10
„Sérstaklega slæm helgi” á bráðamóttöku Landspítala
Það var mjög mikið að gera á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um helgina. Um hádegi í dag, sunnudag, höfðu 117 komur verið skráðar á móttökuna á einum sólarhring. Deildarstjórinn segir síðustu tvær nætur hafa verið óvenju erilsamar, sérstaklega vegna mikillar ölvunar. 
Ræða flutning rannsókna á leghálssýna til Landspítala
Undanfarnar vikur hafa fulltrúar Landspítala, Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisráðuneytis rætt hugsanlegan flutning á rannsókn leghálssýna. Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins mun nú óska eftir samtali við Landspítala að hefja undirbúning á að rannsóknir á leghálssýnum verði fluttar til Landspítalans. Ákvörðunin byggist á því að spítalinn telur sig geta sinnt rannsóknunum auk þess að verið er að koma til móts við athugasemdir fagaðila og almennings.
Segir raunhæft að Landspítali taki við rannsóknum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir raunhæft að Landspítalinn taki að sér rannsóknarhluta leghálsskimana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá í morgun að slík tilfærsla væri í undirbúningi í ráðuneytinu.
Morgunútvarpið
Til skoðunar að færa leghálssýnarannsóknir aftur heim
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu að flytja rannsóknarhluta leghálsskimana aftur heim til Landspítalans. Slík tilfærsla krefjist þó mikils undirbúnings.
Munu taka skilaboð læknanna alvarlega
Heilbrigðisráðuneytið segist muni beita sér fyrir því að skilaboð þau sem finna mátti í áskorun 985 lækna verði tekin alvarlega. Ekki eingöngu í ráðuneytinu heldur innan heilbrigðisstofnana landsins. 
„Það er enginn sem hlustar“
Yfir þúsund læknar saka stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins og krefjast þess að stjórnmála- og embættismenn axli ábyrgð á stöðunni. Undirskriftum var skilað til heilbrigðisráðuneytisins í dag. 
Læknar skora á stjórnvöld - Loforð um úrbætur svikin
Heilbrigðisráðuneytinu barst í morgun áskorun frá íslenskum læknum sem mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Læknarnir 985 segja að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Í áskoruninni er það gagnrýnt að ábyrgð stjórnmála- og embættismanna virðist lítil sem engin hér á landi og að heilbrigðisstarfsmenn séu endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfisins.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að hindra að svona komi fyrir aftur
Landspítalinn er í megindráttum sammál niðurstöðum skýrslu Embættis landlæknis á hópsýkingunni á Landakoti í október. Framkvæmdastjóri lækninga segir mikilvægt að bæta úr á spítalanum til að hindra að svona komi upp aftur. 
16.06.2021 - 19:00
Þyrla gæslunnar flutti slasaða konu á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til skömmu fyrir miðnætti til að flytja konu, sem féll á göngu við Flekkudalsfoss, á Landspítalann.
Sjónvarpsfrétt
Vonbrigði hvað breiddist mikið út inni á Landakoti
Alma D. Möller landlæknir segir vonbrigði hvað útbreiðsla kórónuveirusmita hafi verið mikil í hópsýkingunni á Landakoti í fyrra, þegar fimmtán létust. Orsakir hennar eru meðal annars ófullkomin hólfaskipting, ófullnægjandi fræðsla starfsmanna og skortur á sýnatöku. 
15.06.2021 - 18:18