Færslur: Landspítalinn

Aukin ásókn í ofnæmislækna vegna lúsmýbita
Lúsmý virðast herja í auknum mæli á landsmenn þessa dagana. Mikil ásókn er í ofnæmislækna vegna bita en vegna langs biðtíma komast ekki allir að.
22.06.2022 - 13:56
Covid-veikindi leggjast þungt á Landspítalann á ný
Búið er að loka fyrir innlagnir á meltingafæradeild Landspítalans vegna fjölda Covid-smita. Smit hafa greinst á sjö deildum spítalans til viðbótar. Smitsjúkdómalæknir segir að vaxandi stríðsátök og fólksflótti kyndi undir smitsjúkdómafaraldra í heiminum. Hann á ekki von á því að apabólan verði til mikilla vandræða á vesturlöndum.
19.06.2022 - 17:43
Segir vanda Landspítalans liggja víðar en í fjárskorti
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að vandi Landspítalans leysist ekki með því að leggja honum til auknar fjárveitingar.
07.06.2022 - 16:33
Biðst afsökunar á ummælum um meðferðir fyrir trans börn
Björn Hjálmarsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, biðst afsökunar á þeim orðum sem höfð voru eftir honum um meðferðir fyrir trans börn í Stundinni í dag.
Smit enn víða - 150 ný tilfelli daglega
Daglega greinast nú um 150 ný kórónuveirutilfelli og enn er töluvert um smit víða úti í samfélaginu. Veiran getur áfram reynst skæð, sérstaklega í eldri aldurshópunum, segir sóttvarnalæknir.
Sjónvarpsfrétt
Úrvinda og gat ekki meira eftir álag á Landspítala
Barnalæknir á Landspítalanum sem glímdi við kulnun eftir langvarandi álag í starfi segir að heilbrigðiskerfið verði að opna augun fyrir þeim afleiðingum sem það geti haft á starfsfólk og sjúklinga. Sjálfur hafi hann verið hættur að sofa og stundum varla munað eftir bílferðinni í vinnuna. Illa geti farið ef fólk fái ekki tækifæri til að stíga til hliðar og draga andann.
18.05.2022 - 19:10
Sjúkraliðar telja sér mismunað á Landspítala
Sjúkraliðafélag Íslands gagnrýnir harðlega stjórnendur Landspítala og segir kjör á spítalanum mun lakari en á öðrum heilbrigðisstofnunum. Formaður félagsins telur þeim einnig mismunað með lægri álagsgreiðslum en aðrir heilbrigiðisstarfsmenn hafa fengið vegna heimsfaraldursins.
Spegillinn
Vonandi hægt að aflétta neyðarstigi á LSH á næstu dögum
Runólfur Pálsson, nýr forstjóri Landspítalans vonar að hægt verði að færa spítalann af neyðarstigi á allra næstu dögum. Nýr forstjóri vill færa verkefni út fyrir veggi spítalans, til að mynda öldrunarþjónustu, og efla vísindastarf og bráðaþjónustu á spítalanum. Spítalinn eigi erfitt með að keppa við einkarekna heilbrigðisþjónustu í launum, en spítalinn hafi upp á ýmislegt annað að bjóða til að fá fólk til starfa.
02.03.2022 - 18:48
Fjölgar um fimm á Landspítala og nærri 3.400 smit
Nærri 3.400 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Þá greindust 40 landamærasmit.
26.02.2022 - 10:54
2.415 greindust innanlands í gær
2.415 greindust með kórónuveiruna innanlands og var rúmur helmingur innanlandssýna jákvæður. Þetta kemur fram í uppfærðum bráðabirgðatölum á covid.is.
22.02.2022 - 10:38
„Enginn að tala um að draga veikt fólk upp úr rúminu".
Sóttvarnarlæknir segir að heilbrigðisstofnanir verði að meta hvort starfsfólk með lítil eða engin einkenni COVID-19 geti mætt til vinnu. Starfandi forstjóri Landspítalans útilokar ekki að spítalinn fari aftur á neyðarstig. Undanfarna daga hafa tæplega 500 starfsmenn á LSH verið frá vegna veikinda.
Algjör vandræði að manna spítalann um helgina
Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala búast við algjörum vandræðum við að manna margar deildir spítalans um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala.
17.02.2022 - 13:29
Yfir 300 starfsmenn Landspítala í einangrun
1.890 COVID-19 smit greindust innanlands í gær samkvæmt vefsíðunni covid.is. 62 greindust á landamærunum. 47 eru á sjúkrahúsi með COVID-19, þar af 41 á deildum Landspítalans samkvæmt upplýsingum af vef spítalans í morgun. Tveir eru á gjörgæslu þar, annar þeirra í öndunarvél. Yfir 300 starfsmenn Landspítala eru í einangrun, og hafa aldrei verið fleiri.
14.02.2022 - 10:45
Þrettán hundruð smit og fækkar mikið á göngudeild
Alls greindust 1.294 kórónuveirusmit í gær, en um 3.500 sýni voru tekin sem þýðir að ríflega þriðja hvert sýni var jákvætt. 33% var í sóttkví við greiningu.
08.02.2022 - 10:25
Silfrið
Segir faraldurinn hafa afhjúpað veikleika Landspítalans
Kórónuveirufaraldurinn afhjúpaði veikleika Landspítala. Þetta segir nýr forstjóri spítalans. Tækifæri er til að endurskipuleggja starfsemi hans þannig að fjármagn nýtist betur.
06.02.2022 - 16:17
Fækkar um fimm á Landspítala - Ríflega 1.200 smit
Sjúklingum sem liggja með COVID-19 á Landspítala fækkar um fimm milli daga. 21 liggur nú á spítalanum en þeir voru 26 í gær. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. 1.214 smit greindust innanlands í gær.
04.02.2022 - 10:18
Fækkar á sjúkrahúsi en börnum fjölgar í eftirliti
Sjúklingum sem liggja á Landspítala með COVID-19 fækkar á milli daga, þeir voru 32 í gær en nú liggur 31 sjúklingur inni. Þrír eru á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél, eins og í gær.
01.02.2022 - 09:53
Frestuðum aðgerðum lokið í apríl og biðlistar lengjast
Klíníkin í Ármúla hefur starfsemi á nýjan leik á mánudag. Fyrr í þessum mánuði var öllum fjórum skurðdeildum lokað og rúmlega 200 skurðaðgerðum frestað þegar starfsfólkið hljóp undir bagga með Landspítalanum.
Sjöunda smitið á Landakoti: „Vinnuframlag fordæmalaust“
Einn sjúklingur til viðbótar hefur greinst með COVID-19 á Landakoti, eftir umfangsmiklar skimanir þar og á hjartadeild Landspítalans í gær. Alls hafa því sjö sjúklingar á Landakoti greinst með covid síðustu daga.
16.01.2022 - 14:39
Sjónvarpsfrétt
Mjög krítískir dagar framundan segir heilbrigisráðherra
Ríkisstjórnin framlengdi í morgun samkomutakmarkanir í þrjár vikur. Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja að stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir.
Dauðsfall vegna COVID-19 á Landspítala í dag
Sjúklingur á Landspítalanum lést vegna COVID-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við Björn Inga Hrafnsson á Facebooksíðu Viljans í kvöld. 
10.01.2022 - 23:15
Ættu að vera viðbúin sóttkví eða einangrun í janúar
Flestir ættu að vera við því búnir að lenda í sóttkví eða einangrun í janúar, segir Víðir Reynisson, og gerir ráð fyrir sama ástandi jafnvel fram í febrúar. Ekki hafa eins margir covid sjúklingar legið á gjörgæslu síðan í ágúst. 
Spítalinn segir umfjöllun um 72ja tíma bið ranga
Ekki er rétt að allt að 72 klukkustunda bið hafi verið eftir niðurstöðum úr kórónuveirusýnatöku síðustu daga. Þetta segir í tilkynningu frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sjónvarpsfrétt
„Fannst á tímabili að þetta væri stjórnlaust álag“
Farsóttarnefnd Landspítala hefur þungar áhyggjur af óbólusettum. Fimm af þeim sex sem eru á gjörgæslu vegna covid eru óbólusettir. Sjúkraliði á bráðamóttöku sem sinnir störfum þrátt fyrir að vera í sóttkví segir álagið endalaust.
30.12.2021 - 19:20
ÍE tekur við greiningu innanlandssýna að beiðni Þórólfs
Frá og með deginum í dag léttir Íslensk erfðagreining undir með veirufræðideild Landspítalans og greinir öll innanlandssýni. Kári Stefánsson segir að það sé út í hött að Landspítalinn geti ekki höndlað stöðuna betur.