Færslur: Landspítalinn

Þrír COVID flutningar hjá slökkviliðinu
Þrír COVID-19 flutningar voru meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring, en þann sólarhring var metfjöldi sjúkraflutninga. Alls sinnti slökkviliðið 127 slíkum verkefnum, þar af 53 á næturvaktinni.
Myndskeið
Mikil óvissa með bóluefni við veirunni
Sóttvarnalæknir segir margt enn á huldu með bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst hvort það sé öruggt og hvort unnt verði að fjöldaframleiða það svo allir fái. Þess þurfi líklega að bíða í eitt til tvö ár.
Landspítali tekur yfir sýnarannsóknir á mánudag
Sóttvarnarlæknir er bjartsýnn á að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti á mánudag tekið við rannsóknum á þeim sýnum sem tekin eru úr ferðamönnum við komuna til landsins.
Myndskeið
Hefja rannsókn á langtímaáhrifum COVID-19 í haust
Rannsókn á langvinnum áhrifum COVID-19 er nú í undirbúningi hér á landi og stefnt að því að hún hefjist í haust. Viðbrögð við faraldrinum hérlendis eru sögð skapa kjöraðstæður til að rannsaka betur eðli sjúkdómsins.
16.07.2020 - 19:05
Myndskeið
Fleiri leita hjálpar á geðdeild Landspítalans
Óvenju mikil aðsókn er að geðdeild Landspítalans. Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans telur líklegt að rekja megi það til kórónuveirufaraldursins. Forstjóri heilsugæslunnar óttast að fleiri þurfi aðstoð á næsta ári þegar því er spáð að margir verði án vinnu. 
Gekk á bíl og hélt á Mána
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag af sér mynd vel plástruðum á nefinu á Facebook síðu sinni með orðunum: „Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl“.
14.07.2020 - 15:53
Slasaðist er skurður féll saman
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú undir kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman.
Hátt í 200 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítala
Hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar, liggja nú á ýmsum deildum Landspítala og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sjö rúma biðdeild fyrir þennan hóp var opnuð á Grensás í síðustu viku, hún dugar engan veginn til og Páll Matthíasson forstjóri spitalans segir að nú sé verið að leita allra leiða til að leysa vandann.
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Starfsfólk fari í sóttkví á eigin kostnað
Ef starfsfólk Landspitalans fer til útlanda þarf það að fara í sóttkví í frítíma sínum.
09.07.2020 - 12:23
Myndskeið
„Held að við séum flest þessarar skoðunar“
Landspítalinn á fyrst og fremst að sinna veiku fólki,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala og kveðst ekki vera eini starfsmaður spítalans sem er þessarar skoðunar. 
08.07.2020 - 23:12
Myndskeið
Yfirlæknir: „Ansi margt sem þarf að gerast“
Landspítali mun margfalda afkastagetu sína með nýrri greiningaraðferð þar sem nokkur sýni eru sett saman í eitt. Aðferðin er ásættanleg þegar smithlutfall er lágt líkt og er í skimun á landamærum. Yfirlæknir er bjartsýnn á að geta að fullu tekið við af Íslenskri erfðagreiningu á þriðjudag en segist geta leitað til Íslenskrar erfðagreiningar ef upp komi vandræði.
08.07.2020 - 18:40
Nær væri að verja almannafé í annað
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala segir það ekki vera hlutverk Landspítala að skima fríska ferðamenn við landamæri Íslands. Í facebook-færslu líkir hann því við að læknar sinni þrifum í Smáralind, nær væri að verja almannafé til annarra verkefna. 
08.07.2020 - 18:39
Ná 2000 á dag með því að blanda saman sýnum
Líkurnar á rangri niðurstöðu við greiningu sýna með nýrri aðferð eru hverfandi en afkastageta veirufræðideildar margfaldast, að sögn forstöðumanns rannsóknarþjónustu Landspítalans. Eftir að stjórnvöld hafi falið Landspítalanum verkefnið í gær hafi tekist að finna leiðir til þess að láta það ganga upp í tæka tíð.
08.07.2020 - 12:34
Myndskeið
Alvarlega geðfatlaður maður nánast á vergangi án úrræða
Geðfatlaður maður sem þarf aðgang að stuðningi allan sólarhringinn fær ekki viðeigandi úrræði eftir útskrift af endurhæfingargeðdeild Landspítalans. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir óboðlegt hvernig ríki og sveitarfélög taki á geðheilbrigðismálum.
05.07.2020 - 19:08
Myndskeið
Tvær hópsýkingar líklega í gangi eftir ný smit í dag
Smit í tveimur konum sem greindust fyrst með kórónuveirusmit viku eftir komuna til landsins hafa valdið innanlandssmitum. Þegar hefur hópsmit verið staðfest vegna konunnar sem kom fyrr til landsins. Konan, sem kom síðar til landsins hefur nú smitað fjóra og því virðist sem upp sé komin hópsýking. Níu hælisleitendur eru í sóttkví í farsóttarhúsinu.
Umbun vegna COVID-19 snúin í framkvæmd
Umbun til starfsfólks vegna COVID-19 faraldursins er snúin í framkvæmd og athugasemdir starfsfólks vegna greiðslnanna verða skoðaðar. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við fréttastofu.
02.07.2020 - 10:33
Álagsgreiðslur greiddar út um mánaðamótin
Álagsgreiðslur til starfsmanna Landspítalans sem voru í framlínunni í COVID-19 faraldrinum geta numið allt að 250 þúsund krónum. Allir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fá sömu upphæð, 95 þúsund krónur. Flestir heilbrigðisstarfsmenn fá greiðslur nú um mánaðamótin. Á sjúkrahúsinu á Akureyri verður greitt út 1. ágúst.
Svefnvana svæfingalæknar biðja um betri vinnutíma 
Svæfingalæknar á Landspítalanum rituðu yfirstjórn spítalans bréf í síðustu viku og óskuðu eftir breytingum á núverandi vaktaskipulagi. Segja þeir að læknar sem hafa verið við vinnu í meira en tólf klukkustundir taki þátt í þungum áhættuaðgerðum. Núverandi vaktafyrirkomulag sé úrelt miðað við umfang starfseminnar og gæðakröfur.
11.06.2020 - 12:51
Ekkert rof verður í brjóstaskimunum
Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu ekki falla niður og ekkert rof verður í þjónustu að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og Landspítalanum.
Páll vill greiða milljarðinn fyrir júlíbyrjun
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala hefur lagt til við stjórnvöld að álagsgreiðslur, sem heilbrigðisstarfsfólki hafði verið lofað vegna framlags síns í COVID-19 faraldrinum, verði greiddar út fyrir næstu mánaðamót. Þetta sagði Páll í Kastljósi kvöldsins.
Hafa áhyggjur vegna opnunar landamæranna
Páll Matthíasson, forstjóri Landpítala, segir að í áhættumati spítalans vegna fyrirhugaðrar opnunar landamæranna 15. júní, hafi komið fram ákveðnar áhyggjur. Vilji þurfi að vera til að breyta þeim áætlunum, ef þörf krefji. Starfsfólk spítalans sé langþreytt eftir mikið álag í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ekkert megi út af bregða. 
04.06.2020 - 20:29
Lítið um lokanir á Landspítala í sumar
Talsvert minna verður um lokanir á Landspítala í sumar en verið hefur undangengin sumur. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri spítalans. Hann segir að betur gangi að fá fólk til afleysinga nú en áður. 
Bíða viðbragða heilbrigðisráðuneytis við biðlistum
Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu heilbrigðisráðuneytisins um hvernig eigi að bregðast við biðlistum eftir aðgerðum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu, sem segir annaðhvort þurfa aukið fjármagn til Landspítala eða að fela öðrum verkefnin.
29.05.2020 - 06:40
Myndskeið
Spítalinn næstum tilbúinn í opnun landamæra
Mesta áskorunin fyrir Landspítalann þegar landamærin verða opnuð er að rannsóknastofan geti greint öll sýni úr farþegum og að tryggja að það sé nægt starfsfólk því þeir sem staðið hafi vaktina í farsóttinni þurfi að komast í sumarleyfi. Þetta segir forstjóri spítalans.