Færslur: Landamæri

Ákæra til að halda Trump fjarri opinberum embættum
Demókratar á Bandaríkjaþingi, undir forystu Nancy Pelosi, eru staðráðnir í að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisglöp enda beri hann ábyrgð á árás áhangenda sinna á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag.
Kim Jong-un ber nú titilinn aðalritari
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu ber ekki lengur titilinn formaður, heldur var ákveðið á yfirstandandi landsþingi Verkamannaflokksins í dag að hér eftir verði hann nefndur aðalritari.
11.01.2021 - 02:12
Landamæri áfram lokuð
Landamæri Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verða lokuð áfram til 21. desember næstkomandi. Chad Wolf heimavarnarráðherra Bandaríkjanna tilkynnti fyrr í dag að þessar ráðstafanir væru nauðsynlegar til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.
20.11.2020 - 01:34
Ísland samþykkir COVID tilmæli Schengen
Ísland hefur samþykkt tilmæli um ferðir fólks milli landa innan Schengen svæðisins á meðan kórónufaraldurinn geisar. Nokkuð langt virðist í að hægt verði að taka þau upp því nærri öll lönd eru rauð í Evrópu, sem þýðir hátt nýgengi smita. Lönd þurfa að vera græn svo hægt sé að ferðast þaðan óhindrað. 
Spenna áfram við landamæri Indlands og Kína
Kínverjar segja hermenn sína hafa þurft að grípa til „gagnráðstafana" í gær eftir að indverskir hermenn fóru yfir landamæri ríkjanna í Himalaja-fjöllum og hófu skothríð á landamæraverði.
08.09.2020 - 03:22
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Nokkrir farþegar fóru í búð en ekki beint í sóttkví
Nokkrir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun fóru beina leið í kjörbúð, þrátt fyrir að slíkt sé ekki leyfilegt enda ber öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, í sóttkví í fimm til sex daga og aftur í sýnatöku. Lögreglan á Austurlandi hafði afskipti af þessum örfáu farþegum Norrænu sem ekki virtust hafa áttað sig á fyllilega á hertum reglum sem tóku gildi í gær.
20.08.2020 - 15:12
Landamæri Gaza og Egyptalands opnuð í 72 klukkustundir
Landamæri Gazasvæðisins og Egyptalands í Rafah eru nú opin í báðar áttir. Það er í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á í mars. Opnunin varir í 72 klukkustundir.
11.08.2020 - 13:40
„Opin“ landamæri mikil fórn fyrir lítinn ábata
„Það er mikil áhætta fyrir lítinn ávinning að hleypa fólki inn í landið,“ segir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um fyrirkomulagið við skimun á landamærunum þar sem ekki er gerð krafa um sóttkví. „Margir eru undanþegnir skimun og aðrir fá hana á verði sem ekki tekur mið af áhættunni sem ferðir yfir landamærin hafa í för með sér,“ segir Tinna. 
Segir komur ferðamanna margfalda líkur á faraldri
Ljóst er að smitið sem dreifist nú um samfélagið barst hingað yfir landamærin, og sennilega með aðeins einum farþega. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu.
Opnun landamæra stefndi almannagæðum og efnahag í hættu
„Það er ekki rétt að það hafi verið nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að opna fyrir flæði ferðamanna,“ skrifar Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í grein sem birtist í Vísbendingu í dag. Greinin ber yfirskriftina „Voru gerð mistök í sumar?“ og þar færir Gylfi rök fyrir því að stjórnvöld hafi gert mistök með því að „opna“ landið fyrir ferðamönnum.  
Ísland opnar fyrir þeim löndum sem ESB telur örugg
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema jafnframt, frá og með 15. júlí takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi.
13.07.2020 - 16:51
Þrjú jákvæð sýni greindust við landamæraskimun
Þrír bíða nú eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu eftir að sýni úr þeim greindust jákvæð fyrir kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Alls var 1.941 sýni tekið í gær í landamæraskimun. Aldrei hafa fleiri sýni verið tekin við landamæraskimun frá því að landamæri voru opnuð 15. júní en afkastagetan er 2.000 sýni.
06.07.2020 - 11:13
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Gremja og óvissa meðal íbúa á landamærum Norðurlandanna
Hertar takmarkanir á landamærum norrænu ríkjanna valda mikilli óvissu og gremju meðal margra sem búa á nálægt landamærum. Enn eru ferðatakmarkanir til Norðurlandanna og hafa þær skapað nýjar hindranir fyrir íbúa á landamærunum.
Svíar þurfa að framvísa prófi við komuna til Danmerkur
Þeir Svíar sem ætla sér að ferðast til Danmerkur verða að geta framvísað neikvæðu skimunarprófi við komuna til landsins.
27.06.2020 - 18:39
Stærsta hópsýking síðan faraldurinn hófst
Þrjú hundruð eru í sóttkví vegna smits sem rekja má til leikmanns Breiðabliks. Þetta er stærsta verkefni smitrakningarteymisins til þessa. Til greina kemur að skimaðir farþegar frá áhættulöndum, fari líka í sóttkví.
Bíða með landamærabreytingar uns ESB birtir lista
Íslensk stjórnvöld bíða þess að Evrópusambandið birti lista yfir þau lönd sem fólk má koma frá inn á Schengen-svæðið. Dómsmálaráðherra segir að áhugi Íslendinga á að opna fyrir fleiri þjóðir hafi fallið í grýtta jörð hjá Evrópusambandinu. Ýjað hafi verið að því að lokað verði á lönd inn á Schengen-svæðið sem ekki fari að ákvörðunum Evrópusambandsins. 
25.06.2020 - 12:40
Myndskeið
Veiran er hér ennþá óháð landamæraopnun
Sex hafa greinst með kórónuveiru á þremur dögum við landamæraskimun en aðeins tveir þeirra eru smitandi. Veiran er enn í þjóðfélaginu segir sóttvarnalæknir og því ekki bara áhætta við að hleypa fólki til landsins. 
Myndskeið
Nýju smitin viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir
Tveir reyndust smitaðir af kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Lögreglumaður á Selfossi smitaðist af Rúmenunum sem handteknir voru um helgina. Viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir. Sjö manns eru nú í einangrun með kórónuveirusmit.
Myndskeið
Gengur ekki að fólk sé að faðmast í Leifsstöð
„Við sáum það að fólk var að faðmast þegar það kom í Leifsstöð. Slíkt gengur ekki. Hættan er rétt handan við hornið. Það er mjög mikilvægt að menn hugi vel að þessu að þó að menn finni ekki fyrir neinu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á fundi almannavarna í dag.
16.06.2020 - 16:05
Myndskeið
Spítalinn næstum tilbúinn í opnun landamæra
Mesta áskorunin fyrir Landspítalann þegar landamærin verða opnuð er að rannsóknastofan geti greint öll sýni úr farþegum og að tryggja að það sé nægt starfsfólk því þeir sem staðið hafi vaktina í farsóttinni þurfi að komast í sumarleyfi. Þetta segir forstjóri spítalans. 
Tímabært að opna landamærin, segir Áslaug Arna
Dómsmálaráðherra segir aðferðina við opnun landamærana 15. júní vera varfærna. Hún sé tímabær því koma þurfi atvinnulífinu aftur í gang enda hafi langtímaatvinnuleysi til dæmis neikvæð andleg og heilsufarsleg áhrif á þá sem fyrir því verði. 
Ríkið borgar sýnin úr farþegum
Ríkið ber kostnað fyrst í stað af sýnatöku úr farþegum á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins 15. júní. Stefnt er að því að hvert sýni kosti ekki meira en 50 þúsund krónur. Hægt verður að taka allt að eitt þúsund sýni á dag úr farþegum.
16.05.2020 - 12:49
Hægt að anna álagi í byrjun en ekki 100 þúsund sýnum
Búist er við miklu álagi á veirufræðideild Landspítalans þegar byrjað verður að prófa sýni úr öllum farþegum sem koma til landsins 15. júní þegar landamærin verða opnuð. Núverandi búnaður anni þó ekki ef 100 þúsund farþegar koma í hverjum mánuði.