Færslur: Landamæri

Finnar hækka útgjöld til varnarmála
Finnska ríkisstjórnin hefur brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með því að tilkynna um aukin útgjöld til varnarmála næstu fjögur ár. Fjármununum verður meðal annars varið til að greiða hundruðum atvinnuhermanna laun. Auk þess verður landamæraöryggi eflt og aukið við vopnakaup, þar á meðal eldflaugar og skotvopn.
Merki virðast um spennu í Nagorno-Karabakh
Rússa grunar að stjórnvöld í Aserbaísjan virðast hafa ætlað að sæta færis meðan á hernaðinum í Úkraínu stendur og lauma hersveitum inn í Nagorno-Karabakh. Héraðið hefur verið ásteitingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman og iðulega slegið í brýnu. Héraðið tilheyrir Aserbaísjan, en er að mestu byggt Armenum.
Flugfélagið tekur ekki mark á vegabréfinu
Úkraínumenn með ungabörn sem freista þess að komast til Íslands frá Varsjá í Póllandi er neitað um leyfi að flúgja til Íslands. Ástæðan er að börnin eru ekki með vegabréf með lífkenni. Tvær fjölskyldur sem voru væntanlegar til Íslands í gærkvöldi eru enn í Póllandi.
Heræfingar NATÓ hefjast í Noregi á mánudaginn
Atlantshafsbandalagið hefur tilkynnt að heræfingar hefjist í Noregi mánudaginn 14. mars, þær viðamestu á þessu ári. Nú eru 17 dagar liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu.
12.03.2022 - 04:30
Landamæri Mongólíu opnuð eftir tvegga ára einangrun
Stjórnvöld í Mongólíu hafa ákveðið að opna landamærin að nýju fyrir fullbólusettum ferðalöngum. Þar með lýkur tveggja ára einangrun landsins. Allt frá því faraldurinn skall á hafa einhverjar ströngustu sóttvarnareglur veraldar verið í gildi í Mongólíu.
Kanadastjórn grípur til neyðarúrræða vegna mótmæla
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ákvað í dag að grípa til aðgerða sem aðeins er heimilt að beita í neyð. Með því er ætlunin að binda enda á mótmæli flutningabílstjóra og fleiri gegn skyldubólusetningu og sóttvarnareglum í landinu.
Úkraínudeilan
Úkraínustjórn krefst fundar með Rússum
Utanríkisráðherra Úkraínu segir rússnesk stjórnvöld hafa hunsað formlegar fyrirspurnir varðandi uppbyggingu herafla við landamæri ríkjanna. Hann segir næsta skref að funda um málið innan tveggja sólarhringa. Forseti landsins hefur boðið Bandaríkjaforseta heim.
Ambassador-brúin opnuð eftir að mótmæli voru leyst upp
Borgarstjóri Windsor í Kanada segir að opnað verði að nýju fyrir ferðir yfir Ambassador-brúna sem tengir borgina við Detroit í Bandaríkjunum um leið og það telst fullkomlega öruggt.
Stefna að opnun landamæra í október
Nýsjálendingar stefna að því að opna landamærin að fullu í október, að því er Jacinda Ardern, forsætisráðherra tilkynnti í morgun. Í lok þessa mánaðar verður þó bólusettum Nýsjálendingum frá Ástralíu leyft að snúa heim.
03.02.2022 - 10:56
Banni á flugferðum til Marokkó aflétt í febrúar
Banni við öllum flugferðum til Norður-Afríkuríkisins Marokkó verður aflétt 7. febrúar næstkomandi. Þarlend stjórnvöld ákváðu að grípa til bannsins til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Hvetur landsmenn til að þiggja bestu vörn gegn COVID-19
Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin. Sóttvarnalæknir segir að fljótlega hafi orðið ljóst að full bólusetningi náðist ekki með einum skammti af Janssen. Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda þó enn á landamærunum.
Laumaðist yfir hlutlausa svæðið yfir til Norður-Kóreu
Ekki hefur tekist að hafa uppi á manni sem fór yfir landamæri Kóreuríkjanna frá Suðrinu til Norðursins. Afar fátítt er að nokkur laumi sér í þessa átt yfir landamærin sem vopnaðar sveitir vakta daga og nætur.
02.01.2022 - 05:12
Landamæratillögur sóttvarnalæknis tilbúnar
Sóttvarnalæknir er búinn að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um næstu skref á landamærunum. Núgildandi reglugerð rennur út í lok vikunnar.
03.11.2021 - 12:23
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Skammt í opnun landamæra Ástralíu eftir 18 mánaða lokun
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu tilkynnti í morgun að tekið yrði til við að opna landamærin að nýju í næsta mánuði. Það veltur á því að bólusetning gegn COVID-19 gangi samkvæmt áætlun.
Bandaríkjamenn loka hluta landamæra vegna flóttamanna
Bandaríkjastjórn hefur lokað hluta landamæranna milli Texasríkis og Mexíkó svo bregðast megi við miklum straumi flóttafólks frá Haítí. Ætlunin er að hver og einn verði fluttur aftur þangað í næstu viku.
20.09.2021 - 01:50
Útgöngubann framlengt í Sydney en opnað í öðrum borgum
Lokanir og útgöngubann vara í mánuð til viðbótar í Sydney, fjölmennustu borg Ástralíu. Ekkert verður af fyrirhuguðum afléttingum í lok vikunnar eins og til stóð.
Flestir greinast með delta-afbrigðið á landamærunum
Sóttvarnalæknir segir að flestir sem greinast með Covid-smit á landamærunum séu með delta-afbrigði veirunnar. Hann segir mikilvægt að bólusett fólk fari í sýnatöku við heimkomu ef það finnur fyrir einkennum.
08.07.2021 - 16:20
Tvö innanlandssmit síðan á fimmtudag
Tveir hafa greinst með COVID-19 innanlands síðan á fimmtudag, einn á fimmtudag og annar á laugardag. Bæði smitin tengjast landamærunum. Annar þeirra var ferðamaður á leið úr landinu og greindist við skimun sem hann fór í fyrir brottför.
05.07.2021 - 12:33
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.
Fjögur innanlandssmit en öll í sóttkví
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring,öll í sóttkví. Þrjú smit greindust á landamærunum og bíða þau mótefnamælingar.
Ekkert smit innanlands en tvö á landamærunum
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands síðastliðinn sólarhring en tveir á landamærunum. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna, hefur gengið vel að ná utan um smit sem kom upp í síðustu viku og rekja má til búsetuúrræðis á höfuðborgarsvæðinu. 
Sjö kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær öll utan sóttkvíar. Samkvæmt upplýsingum Hjördísar Guðmundsdóttur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra býr fólkið allt á höfuðborgarsvæðinu. Fimm bíða eftir mótefnamælingu eftir komuna til landsins.
04.06.2021 - 11:06
Svíar leita aðstoðar við mönnun sjúkrahúsa í sumar
Félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Lena Hallengren, á í viðræðum við dönsk og norsk yfirvöld um aðstoð við mönnun sjúkrahúsa í sumar vegna þess álags sem skapast hefur af völdum kórónuveirufaraldursins.
Tilslakanir á sóttkvíarreglum í Færeyjum
Ferðafólk sem fengið hefur COVID-19 eða er fullbólusett þarf ekki að fara í sóttkví eftir komuna til Færeyja frá útlöndum. Landsstjórnin kynnti þessa breytingu í gær.