Færslur: læknamistök

Sjónvarpsfrétt
Fór í aðgerð á vinstra auga - kom blindur út á hægra
Karlmaður, sem gekkst undir leysiaðgerð á vinstra auga en kom blindur út á því hægra, er ósáttur við þá skoðun Landlæknis að mistök hafi ekki verið gerð. Upplýsingagjöf augnlæknis til mannsins er talin ámælisverð. Dómkvaddir matsmenn telja víst að mjög sjaldgæfur fylgikvilli aðgerðar hafi valdið sjóntapinu. 
Myndskeið
Engin mistök viðurkennd en hámarksbætur samt greiddar
Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að greiða ekkju manns sem lést eftir útskrift af Landspítalanum árið 2019 hámarksbætur. Landspítalinn telur að engin mistök hafi verið gerð í málinu en lögmaður ekkjunnar segir augljóst að svo hafi verið.
Kveikur
Öryrki eftir smávægilega aðgerð
Hraust kona á fimmtugsaldri gekk inn á sjúkrahús í janúar í fyrra til að undirgangast einfalda aðgerð við kvilla sem hafði hrjáð hana lengi. Þann dag umbyltist líf hennar og breyttist til frambúðar.
Kveikur
„Sjúklingar á landsbyggðinni standa einir“
Málfríður Þórðardóttir, ljósmóðir og fyrrverandi starfsmaður Sjúkrahússins á Akureyri, varð fyrir miklu áfalli þegar hún undirgekkst aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri í janúar 2018. Hún segir að nánast allt sem gat farið úrskeðis þann dag og dagana á eftir hafi gert það. Hún gagnrýnir að fólk á landsbyggðinni ekki skuli vera umboðsmaður sjúklinga til að aðstoða fólk þegar það telur að mistök hafi orðið.
29.10.2019 - 08:00
Varð fyrir alvarlegum heilaskaða í aðgerð
Foreldrar sex ára drengs sem varð fyrir alvarlegum heilaskaða vegna læknamistaka í aðgerð á Landspítalanum kalla eftir breytingum á rannsókn læknamistakamála. Talsmaður spítalans segir það tímabært en tillögur um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar hafa legið á borði stjórnvalda frá 2015.
17.04.2018 - 18:55