Færslur: Kynsegin

Kynhlutlaus skráning í bandarískum vegabréfum
Útgáfa vegabréfa með kynhlutlausri skráningu hófst í Bandaríkjunum í gær. Vegabréfin eru ætluð kynsegin Bandaríkjamönnum, þeim sem hvorki flokka sig sem karl né konu.
12.04.2022 - 06:00
Bandaríkjamenn bæta kynsegin merkingu í vegabréf
Frá og með 11. apríl verður Bandaríkjamönnum kleift að merkja kyn sitt með bókstafnum X í vegabréfum. Þá verði kynsegin fólki ekki lengur gert skylt að merkja við þau séu annað hvort karl- eða kvenkyns, heldur standi þeim til boða þriðji möguleikinn.
01.04.2022 - 02:56
Kváradagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Kynsegin fólk heldur kváradaginn hátíðlegan í fyrsta sinn í dag. Dagurinn er í anda bóndadags og konudags og varð dagsetningin fyrir valinu þar sem í dag er fyrsti dagur einmánaðar.
22.03.2022 - 17:03
Svokallaðar sinnaskiptameðferðir gerðar refsiverðar
Kanadíska þingið samþykkti í dag einróma bann með lögum við svokölluðum sinnaskiptameðferðum. Það þýðír að allar aðgerðir sem miða að því að snúa fólki frá kynhneigð sinni eða kynvitund verða refsiverðar.
Á fimmta tug trans- og kynsegin myrt í Bandaríkjunum
Aldrei hefur jafnmargt transfólk og kynsegin fallið fyrir morðingja hendi í Bandaríkjunum en í ár. Minningardagur transfólks var í gær, laugardag. Bandaríkjaforseti lofaði hugrekki þess fólks í ávarpi í tilefni dagsins.
Kynsegin og intersex höfðingi fundinn í Finnlandi
Áratugum saman hafa fornleifafræðingar rökrætt mikilvægi 900 ára gamallar grafar í Finnlandi sem geymir jarðneskar leifar manneskju, sem klædd er í kvenmannsföt en grafin með sverði karlkyns stríðsmanns.
12.08.2021 - 15:01
Kynsegin
Byrjaði að efast um kyn sitt 6 ára
„Það var rosalega óþægilegt að þykjast vera karlmaður alveg áratugum saman,“ segir Andie Sophia Fontaine, fréttastjóri hjá Reykjavík Grapevine. Að vera kynsegin þýðir að viðkomandi upplifi sig hvorki sem karl né konu og orðið veitir fólki frelsi til að fá að vera eins og því líður best.
31.07.2021 - 15:36
Ástarsögur
„Ég var miklu týndara en ég er núna“
Reyn Alpha Magnúsar er kynsegin og eikynhneigð manneskja sem hefur aldrei laðast kynferðislega að öðrum, og upplifir sig hvorki sem strák né stelpu. Hán segir létti að átta sig á sjálfu sér og samþykkja, en enn sé sárt að lesa umræður í kommentakerfum þar sem rökrætt sé um tilvist sína.
14.07.2021 - 14:00
Stjórn Orbans sækir enn að réttindum hinseginfólks
Ríkisstjórn Viktors Orbans og flokks hans í Ungverjalandi hefur lagt fram frumvarp til laga, sem bannar allt það sem „ýtir undir samkynhneigð“ eins og þar stendur. Amnesty International, samtök hinseginfólks og fleiri mannréttindasamtök fordæma löggjöfina og segja að með henni sé gróflega vegið að réttindum samkynhneigðra og ungs fólks yfirhöfuð.
Aldrei fleiri hinsegin myrt í Bandaríkjunum en í ár
Aldrei áður hafa fleiri trans eða kynsegin fallið fyrir morðingjahendi í Bandaríkjunum en á þessu ári. Minnst 37 hafa verið myrt það sem af er árinu.
21.11.2020 - 03:53
„Breytingar kosta peninga“
Hlutlaus kynskráning í Þjóðskrá Íslands strandar á fjármögnun. Stofnuninni hefur ekki verið tryggt fjármagn til verksins, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. „Breytingar kosta peninga,“ segir Inga Helga Sveinsdóttir, lögfræðingur stofnunarinnar.
02.07.2019 - 14:10
Trans fólk þori að sækja sér aðstoð
„Nú er treyst því að fólk viti hvað sé því fyrir bestu, að það viti hvað og hvernig það er,“ segir Valgerður Hirst Baldurs. Vallý, eins og hán er kallað, skilgreinir sig sem kynsegin, eða utan kynjatvíhyggjunnar. Það er að segja, hvorki sem karl eða konu. Hán segir að með nýju lögunum sé sjálfsákvörðunar- og skilgreiningarvald fólks sett í þeirra eigin hendur.
19.06.2019 - 21:30
Kynlausir klefar ekki í boði í sundi
Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú kominn í loftið á vef RÚV. Í þessum lokaþætti þáttaraðarinnar er fjallað um kynsegin fólk.
12.04.2018 - 20:00